Djúpivogur
A A

"Allir öruggir heim"

"Allir öruggir heim"

skrifaði 13.05.2013 - 21:05

Í dag fengum við góða gesti í heimsókn í 1. bekk.  Það voru þau Kristborg Ásta og Reynir,frá Slysavarnarfélaginu Báru,  en þau komu færandi hendi með 8 öryggisvesti sem gjöf handa grunnskólanum en til notkunar fyrir 1. bekk.
Um er að ræða samstarfsverkefni Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, Alcoa Fjarðaáls, Dynjanda ehf, EFLU verkfræðistofu, Eflingu stéttarfélags, HB Granda, Isavia, Landsvirkjunar, Neyðarlínunnar, Tryggingamiðstöðvarinnar, Umferðarstofu og Þekkingar en þessir aðilar eru að gefa öllum skólum á landinu endurskinsvesti sem nota á í vettvangsferðum barna í 1. bekk.  Um 4400 börn eru í árganginum á landinu öllu. 

Djúpavogsskóli þakkar þessa höfðinglegu gjöf og mun að sjálfsögðu nota vestin eins og til er ætlast.  HDH