Djúpivogur
A A

Alfa til Vesteralen í Noregi

Alfa til Vesteralen í Noregi

Alfa til Vesteralen í Noregi

skrifaði 15.05.2014 - 16:05

Síðustu ár hefur einum listamanni frá Austurlandi verið boðið að dvelja í Vesterålen í Noregi. Sem fyrr segir varð Alfa Freysdóttir fyrir valinu að þessu sinni. Alfa er fædd og uppalin á Djúpavogi. Hún er með BA í sálfræði frá Háskóla Íslands og MFA gráðu í innanhússarkitektúr frá Academy of Art University. Í dag rekur Alfa hönnunar-og ráðgjafafyrirtækið Grafít á Djúpavogi með systur sinni, Rán Freysdóttur. Alfa mun dvelja í tvær vikur í sveitarfélaginu Andernes í Vesterålen.

Á meðan á dvölinni stendur mun Alfa bjóða upp á námskeið í innanhússhönnun fyrir heimili og vinnustað. Þar fjallar hún um undirstöðuatriði í innanhúshönnun og hvernig má nota hana til að bæta lífsgæði heima fyrir og á vinnustaðnum. Þá stefnir Alfa á að standa fyrir svokölluðu „Repair Café“ en það er staður til að hittast með hluti sem gera þarf við, allt frá húsgögnum til fatnaðar, og gefa þeim nýtt líf eða endurhanna á einhvern hátt. Leitast verður við að fá sérfræðinga, t.d. smiði, rafvirkja og saumakonur, til að aðstoða. Markmiðið með verkefninu er að gera fólk meðvitað um það gífurlega magn af rusli sem vestrænar þjóðir henda. Oft er um að ræða hluti sem eru langt frá því að vera ónýtir.

Umsækjendur um listamannadvöl eru metnir af þriggja manna dómnefnd í Vesterålen sem samanstendur at tveimur listamönnum og starfsmanni menningarmála á svæðinu. Dvölin er liður í því góða samstafi sem verið hefur í ríflega tíu ár á milli menningarráða Austurlands og Vesterålen í Noregi.

Frétt af austurbru.is

Djupivogur.is óskar Ölfu innilega til hamingju með þennan árangur.

ÓB