Ágústa Arnardóttir hlýtur alþjóðlega viðurkenningu

Ágústa Arnardóttir hlýtur alþjóðlega viðurkenningu
skrifaði 13.09.2011 - 20:09Enn einu sinni hefur Ágústa Arnardóttir sýnt og sannað hvað hún er að gera frábæra hluti með fyrirtæki sitt Arfleifð hér á Djúpavogi. Síðastliðinn fimmtudag var Ágústa meðal 50 kvenna sem urðu þess heiðurs aðnjótandi að hljóta alþjóðlega viðurkenningu frá EUWIIN (European Union Women Inventors and Innovators Network) og fór afhendingin fram í Bláa lóninu.
Hér má sjá myndir sem Júlíus Valsson tók af þessu tilefni svo og má sjá meiri upplýsingar og myndir á http://www.kvenn.net/
Heimasíðan vill hér nota tækifærið að óska Ágústu Arnardóttur hjartanlega til hamingju með þennan glæsilega áfanga.
AS
Sjá meðfylgjandi mynd frá afhendingu viðurkenninga í Bláa lóninu.