Djúpivogur
A A

Ágústa, Dröfn og Helga Björk sýna listir sínar

Ágústa, Dröfn og Helga Björk sýna listir sínar

Ágústa, Dröfn og Helga Björk sýna listir sínar

skrifaði 29.01.2010 - 10:01

Laugardaginn 30. Janúar frá kl. 14-16 verður vinnustofa og verslun GUSTA DESIGN í Dynheimum opin fyrir alla Djúpavogsbúa og gesti bæjarins. Mikið af nýjum handgerðum töskum og fylgihlutum úr alíslensku hágæða hráefni, svo sem hreindýraleðri og fiskiroði. Tilvalið að ná sér í einstaka tösku til að fullkomna Þorrablótsdressið.

Einnig verður glæsileg sýning á málverkum eftir Helgu Björk Arnardóttir og ljósmyndum sem Dröfn Freysdóttir hefur tekið á og við Djúpavog. Þetta er í fyrsta sinn sem Helga Björk og Dröfn sýna listir sínar og ætti enginn að láta það fram hjá sér fara.

Til að gera enn betur og bæta vöruúrvalið og glæsileikann enn meira, verða einnig til sýnis og sölu æðislegar þæfðar tískuvörur, húfur, kragar og fl eftir Hornfirska hönnuðinn G-ull.

Allir velkomnir í Dynheima- kjallarann, Hammersminni 16, Djúpavogi laugardaginn 30. Janúar 2010.

ÓB