Djúpavogshreppur
A A

Afmörkun gönguleiðar á miðsvæði

Afmörkun gönguleiðar á miðsvæði

Afmörkun gönguleiðar á miðsvæði

skrifaði 22.06.2017 - 11:06

Á fundi sveitarstjórnar 15. júní var sveitarstjóra falið að hefja vinnu við afmörkun gönguleiðar á miðsvæði þorpsins í samræmi við meðfylgjandi drög.

Um er að ræða lítillega uppfærða tillögu frá 25. júlí 2016.  Fyrst um sinn verður lögð áhersla á svæðið framan við Geysi og Bakkabúð og mega íbúar því eiga von á framkvæmdum þar næstu daga þegar grjóti verður stillt upp á svæðinu.  Markmiðið með framkvæmdinni er að skilja betur að akandi og gangandi umferð til hagsbóta fyrir bæði íbúa og gesti og verður látið á það reyna í sumar hvernig þetta fyrirkomulag reynist.

Sveitarstjóri

 

 

 


Smellið á myndina til að stækka hana.