Djúpavogshreppur
A A

Afmælisbörn ágústmánaðar

Afmælisbörn ágústmánaðar

Afmælisbörn ágústmánaðar

skrifaði 20.09.2010 - 15:09

Eftir sumarfrí leikskólans tókum við upp á því að halda upp á afmæli barnanna í leikskólanum síðasta föstudag í hverjum mánuði.  Börnin fá þó áfram kórónu á afmælisdaginn, það er sungið fyrir það og síðan ætlum við að Flagga þeagr flaggstöngin verður komin í lag.  Barnið má koma með ávexti á afmælisdaginn sinn og bjóða í ávaxtatímanum sem er kl. 10:00.  Fyrsti afmælisföstudagurinn sem var haldinn með þessu breytta sniði var þann 27. ágúst en þá voru það þrjár stúlkur sem héldu upp á afmælið sitt á Kríudeild.  Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum tókst þetta mjög vel. 

Hér fengu þær að skreyta kökuna sína saman

Síðan var farið með vagnin inn á deild

Afmælisbörnin sátu saman og blésu á kertin, 4, 5 og 5 en þær voru allar með sín afmæliskerti

Auðvitað fengu börnin á deildinni að taka þátt í afmælisföstudeginum með afmælisbörnum ágústmánaðar

Fleiri myndir eru hér en vonandi gefur þetta ykkur innsýn inní það hvernig leikskólinn heldur upp á afmælisdag barnanna í leikskólanum.

ÞS