Djúpivogur
A A

Aðalfundur UMF Neista

Aðalfundur UMF Neista

Aðalfundur UMF Neista

skrifaði 07.03.2018 - 15:03

Aðalfundur UMF Neista verður haldinn mánudaginn 19. mars í Löngubúð, kl. 20:00.

Það er afar brýnt að sem flestir mæti á fundinn og láti sér málefni Neista varða. Flestir ef ekki allir eiga einhvern að sem annaðhvort er iðkandi eða hefur verið. Þetta snertir því okkur öll og við sem Djúpavogsbúar fjölmennum að sjálfsögðu!

Á fundinum er sömuleiðis kosið til nýrrar stjórnar og hvet ég allt Neistafólk til þess að bjóða sig fram til stjórnar! Þetta er gefandi og þarft hlutverk sem samfélagið okkar nýtur góðs af.

ATH!!!

Sökum fæðingarorlofs framkvæmdastjóra Neista var ekki hægt að auglýsa fundinn með 3 vikna fyrirvara eins og reglur segja til um. Engu að síður verður fundurinn haldinn 19. mars til þess að tryggja að hann dragist ekki yfir páska og því of mikið á langinn. Athugasemdir berast á netfangið neisti@djupivogur.is

WÓL