Djúpavogshreppur
A A

Aðalfundur SAMFÉS á Djúpavogi

Aðalfundur SAMFÉS á Djúpavogi

Aðalfundur SAMFÉS á Djúpavogi

Greta Mjöll Samúelsdóttir skrifaði 11.04.2019 - 11:04

Í dag og á morgun verður haldinn aðalfundur SAMFÉS – Samtaka félagsmiðstöðva og ungmennahúsa á Íslandi á Hótel Framtíð. Félagsmiðstöð Djúpavogshrepps Zion er gestgjafi aðalfundarins að þessu sinni en fundurinn er haldinn árlega og til skiptis í Reykjavík og á landsbyggðinni. Fulltrúar allra félagsmiðstöðva á Íslandi sækja fundinn en 71 er skráður og verður því líf og fjör í bænum. Á fundinum er samþykkt ársskýrsla og teknar fyrir lagabreytingar o.fl. Einnig fer þarna fram öll stefnumótun samtakanna.

Djúpavogshreppur býður þessa gesti velkomna og veit að íbúar Djúpavogshrepps gera slíkt hið sama.