Djúpivogur
A A

Aðalfundur RKÍ Djúpavogsdeildar

Aðalfundur RKÍ Djúpavogsdeildar

Aðalfundur RKÍ Djúpavogsdeildar

skrifaði 26.02.2011 - 21:02

Aðalfundur Djúpavogsdeildar Rauða Kross Íslands verður haldinn í Sambúð miðvikudaginn 2. mars nk. kl. 20:00.


Dagskrá fundar:

           1. Venjuleg aðalfundarstörf

            2. Önnur mál


Hvetjum alla sem áhuga hafa á mannúðarmálum, hjálparstarfi og skemmtilegum félagsskap til að mæta á fundinn.  Nýir meðlimir velkomnir. 

Rauði kross Íslands bregst við neyð jafnt innan lands sem utan og veitir aðstoð er gerir fólk hæfara til að takast á við erfiðleika og bregðast við áföllum. Félagið stendur vörð um mannréttindi, heilbrigði og virðingu einstaklinga.

Aðalmarkmið 

1. Kynna og breiða út grundvallarmarkmið hreyfingarinnar og mannúðarhugsjónir hennar.

2. Efla neyðarvarnir og neyðaraðstoð vegna áfalla og hamfara.

3. Draga úr félagslegri einangrun og styrkja þróunarsamvinnu.

4. Rauði kross Íslands sé ávallt vel starfandi landsfélag.

 

Stjórn RKÍ Djúpavogsdeildar

(ÞS)