Djúpivogur
A A

Að heiman og heim & Hausthittingur SAM félagsins 2016

Að heiman og heim & Hausthittingur SAM félagsins 2016

Að heiman og heim & Hausthittingur SAM félagsins 2016

skrifaði 19.10.2016 - 13:10
Á fyrsta vetrardag býður SAM félagið grasrótarsamtök skapandi fólks á Austurlandi uppá árlegan Hausthitting félagsins og til opnunar á Að heiman og heim laugardaginn 22. október milli 16 -19.
Undanfarin ár hafa verið sýnd lokaverkefni austfirskra listaháskólanema og er alls búið að sýna um 25 verkefni sl. 6 ár. Að þessu sinni verður þessum tveim viðburðum slegið saman og fjallar Að heiman og heim um ungt fólk af Austurlandi sem hefur snúið heim og  er nú að fást við að skapa sér atvinnu út frá fjölbreyttri menntun. Í aðdraganda kostninga býður SAM félagið frambjóðendum allra flokka til samtals um hvaða innviði þarf að efla svo að skapandi fólk geti snúið heim og skapað sér atvinnu á fjölbreyttan hátt og í takt við tíðarandann.
 Viðburðurinn byggir ekki á ræðuhöldum heldur á kynningum, samtali, möppun góðra hugmynda sem tilvonandi alþingismenn fá með sér í nesti inn á Alþingi. SAM félagið kynnir einnig félagið og nýja heimasíðu.
 Viðburðurinn er opinn öllum sem hafa áhuga á eflingu skapandi samfélags á Austurlandi.
Viðburðinn má sá á Facebook með því að smella hér: https://www.facebook.com/events/816234125146459/
 
SAM
 
BR