Djúpivogur
A A

Æskulýðsdagatal Grunnskólans 2010 - 2011

Æskulýðsdagatal Grunnskólans 2010 - 2011

Æskulýðsdagatal Grunnskólans 2010 - 2011

skrifaði 20.10.2010 - 09:10

Vakin er athygli á því að inn á vef Grunnskóla Djúpavogs hefur verið sett inn æskulýðsdagatal þar sem finna má helstu viðburði á vegum skólans og einnig viðburði sem Nemendafélag Grunnskólans og UMF Neisti standa fyrir. Auk þess eru þar upplýsingar um þá foreldra eða félagasamtök sem koma að viðburðunum auk annarra upplýsinga.

Dagatalið má finna með því að smella hér 

Framvegis mun æskulýðsdagatal hvers mánaðar fylgja Bóndavörðunni og er það von okkar að sem flestir nýti sér það  hvort heldur er til þess að koma á framfæri upplýsingum um viðburði fyrir börn á grunnskólaaldri eða foreldrar / forráðamenn barna.

Þar sem Bóndavarðan var þegar komin út í október þegar dagatalið var tilbúið verða hér settir inn þeir viðburðir sem eiga við októbermánuð.

22. okt.  - Starfsdaggur / Fimleikanámskeið í íþróttahúsinu.

23. okt. - Fimleikanámskeið í íþróttahúsinu.

24. okt. - Fimleikanámskeið í íþróttahúsinu.

27. okt. - Skemmtilegt í íþróttahúsinu - eldri krakkar. Umsjón: Klara, Kristborg Ásta og Guðrún.

30. okt. - Svd. Bára með fræðslu - og skemmtidag  - eldri krakkar.

BR