Djúpivogur
A A

Æfingabúðir og sundmót um helgina á Djúpavogi

Æfingabúðir og sundmót um helgina á Djúpavogi

Æfingabúðir og sundmót um helgina á Djúpavogi

skrifaði 19.11.2015 - 13:11

Það verður mikið um að vera í Íþróttamiðstöð Djúpavogs um komandi helgi. 

Á laugardag munu standa yfir sundæfingabúðir í Íþróttamiðstöðinni með fjölda þátttekenda sem koma víðsvegar að.
Neisti hefur fengið reyndan þjálfara frá Sundsambandi Íslands í þessu skyni.   

Ljóst er því að sundlaugin sjálf verður teppt þennan dag vegna æfingabúðanna.  Almenningi er hinsvegar sem áður velkomið að nýta sér pottana á laugardaginn ef þeir kjósa á meðan sundæfingar standa yfir. 


Á sunnudaginn verður svo Bikarmót UÍA haldið í sundlaug Djúpavogs.  Áætlað er að mótið muni standa yfir frá kl 10:00 - 15:00 og er gert ráð fyrir fjölda þátttenda og eru Djúpavogsbúar að sjálfsögðu hvattir til að mæta og hvetja Neista.

                                                                                             F.H. ÍÞMD
                                                                                  Andrés Skúlason forstöðum.