Djúpivogur
A A

Aðalvefur

31.10.2020

Frá íþróttamiðstöð

nú þarf að skella í lás

30.10.2020

Dagskrá dagar myrkurs á Djúpavogi

Fullt um að vera og gera þó það sé öðruvísi en vanalega

Cittaslow

Neisti auglýsir

eftir starfsmanni í stöðu þjálfara

28.10.2020
23.10.2020

Tryggvabúð opnar

fyrir eldri borgara (60 ára og eldri)

Tímabundin bilun í tölvupóstkerfi Djúpavogs

Vegna yfirfærslu tölvupóstkerfis Djúpavogs yfir í @mulathing.is er ekki hægt að senda tölvupóst á nein netföng sem enda á @djupivogur.is

Unnið er að viðgerð.

Tölvudeild Múlaþings

20.10.2020

​Heimasíða fyrir Múlaþing

Tekin hefur verið í notkun ný heimasíða

20.10.2020

Útför Stefáns Gunnarssonar

Stefán Gunnarsson lést í faðmi fjölskyldunnar á líknardeild Landspítalans þann 10. október sl. Vegna aðstæðna í samfélaginu fer útförin fram í Garðakirkju í Garðabæ þann 18. október kl. 14:00. Streymt verður frá athöfninni og er öllum ættingjum og vinum velkomið að fylgjast með henni hér neðan. Fjölskyldan þakkar innilega fyrir auðsýnda samúð og vinarhug á þessum erfiðu tímum.

16.10.2020

Dagar myrkurs - upptökur

Lumar þú á skemmtilegu efni?

Við heitum Múlaþing

Staðfest í gær 14. október

​Annar fundur sveitarstjórnar í beinni útsendingu

14. október 2020 og hefst klukkan 14.00.

13.10.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi

Enginn er lengur í einangrun á Austurlandi

13.10.2020

Fundargerð fyrsta fundar sveitarstjórnar

1. fundur sveitarstjórnar sameinaðs sveitarfélags Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar var haldinn á Hótel Héraði, Egilsstöðum, 7. október 2020 og hófst hann kl. 14:00.

07.10.2020

Nýtt sveitarfélag - sameiginleg símanúmer og heimasíða

Símanúmer skrifstofu sameinaðs sveitarfélags er 4 700 700 og er síminn opinn milli kl. 8.00 og 15.45. Opnunartími skrifstofanna fjögurra er sá sami og verið hefur:

  • Á Borgarfirði eystra að öllu jöfnu frá kl. 8 - 12 og 13 – 17
  • Á Djúpavogi, mánudaga, miðvikudaga og föstudaga, frá kl. 10 - 12 og 13 – 15
  • Á Egilsstöðum frá kl. 8 - 15.45
  • Á Seyðisfirði frá kl. 10 - 12 og 13 - 14

Fyrirhugað er að heimasíða sameinaðs sveitarfélags verði tekin í notkun þegar nafn sveitarfélagsins hefur verið staðfest. Um bráðabirgðasíðu er að ræða. Ekki er gert ráð fyrir að loka gömlu heimasíðum Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar. Hins vegar liggur ekki fyrir með hvað hætti þær verða notaðar til framtíðar, en ljóst er að þeir hlutar sem snúa að mannlífi, samfélagi, myndasöfnum o.þ.h. verða til staðar á gömlu síðunum þar til ákveðið hefur verið hvort og hvernig þeim hlutum verður komið fyrir á nýrri heimasíðu sveitarfélagsins.

Upplýsingar um þjónustu og stjórnsýslu nýja sveitarfélagsins verður fyrst og fremst að finna á tímabundnu sameiginlegu heimasíðunni og verður þeim eingöngu viðhaldið þar.

06.10.2020

Fyrsti fundur nýrrar sveitarstjórnar

Fyrsti fundur sveitarstjórnar nýs sameinaðs sveitarfélags Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar verður haldinn á Hótel Héraði á Egilsstöðum miðvikudaginn 7. október 2020 kl. 14.00.

Á dagskrá verður m.a. að skipa forseta sveitarstjórnar og varaforseta auk skipan fulltrúa í fagnefndir sveitarfélagsins. Einnig verður ráðningarsamningur sveitarstjóra tekinn til afgreiðslu auk þess að nafn sveitarfélagsins verður á dagskrá.

Fundurinn er lokaður vegna samkomutakmarkana sem Covid-19 setur, en fundinum verður streymt í beinni útsendingu og má nálgast hann hér

06.10.2020

Tryggvabúð lokuð áfram

Í ljósi aðstæðna verður Tryggvabúð lokuð áfram þar til annað verður tilkynnt.

Forstöðukona

06.10.2020

Nýtt sveitarfélag, ný kennitala

Með sameiningu fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi og staðfest hefur verið af sveitarstjórnarráðuneytinu, er orðið til nýtt sveitarfélag á Austurlandi. Sveitarfélögin sem standa að þeirri sameiningu eru: Borgarfjarðarhreppur kt. 480169-6549, Djúpavogshreppur kt. 570992-2799, Fljótdalshérað k.t. 481004-3220 og Seyðisfjarðarkaupsstaður kt. 560269-4559.

Hið nýja sveitarfélag hefur fengið kennitöluna 660220-1350 sem formlega varð til um mánaðarmótin sept/okt 2020. Þannig að allir reikningar eða kröfur frá og með 01.10.2020 sem tilheyra þeim mánuði skulu stofnaðir á þá kennitölu. Endanlegt nafn hins nýja sveitarfélags verður ákveðið á fundi bæjarstjórnar núna í byrjun október.

Reikningar fyrir vöru eða þjónustu veitta í janúar til og með september 2020 skulu færast á viðkomandi sveitarfélög. (fráfarandi sveitarfélög).


Ath. Hafnarsjóður verður á núverandi kennitölu Hafnarsjóðs Seyðisfjarðarkaupstaðar sem er 560269-4049 og skulu allir reikningar vegna hafna á Seyðisfirði, Djúpavogi og Borgarfirði eystra færast á þá kennitölu.

05.10.2020

Símatímar í stað viðtalstíma

Í ljósi samkomutakmarkana sem tekið hafa gildi falla viðtalstímar byggingarfulltrúa á þriðju- og föstudögum niður þar til annað verður ákveðið. Þeim sem þurfa að ná í byggingafulltrúa er bent á að panta símatíma við hann í síma 4700 700.

05.10.2020

Frá Íþróttamiðstöðinni

Eins og nýjustu fréttir gefa til kynna þá verðum við að fylgja leiðsögn stjórnvalda og loka öllum tímum í íþróttasalnum sem og ræktinni næstu 3 vikur. Tekur það gildi strax á í dag (mánudaginn, 5. október)

Það er alltaf vont þegar að þetta kemur upp, en um að gera að nota okkar fallegu náttúru Djúpavogs til þess að stunda hreyfingar og þess háttar.

Sundlaugin verður áfram opin með sama hætti og áður. Við gætum þurft að takmarka aðgang ef að aðstæður gefa það til kynna.

Skólaíþróttir og Neistatímar halda áfram með hefðbundnum hætti.

Enn og aftur bendum við fólki á að virða 1m regluna, sem og passa allan handþvott. Virðum náungann við hliðina á okkur og sýnum skilning.

Mig langar að nota tækifærið og hrósa þeim gestum sem komið hafa í sundlaugina á þessum COVID-tímum. Frábær skilningur hjá öllum og ótrúleg biðlund, sem er erfitt að biðja um en þið hafið svo sannarlega veitt mér og okkur á þessum erfiðum tímum. Þið fáið stórt klapp og hrós frá mér.

Við erum öll Almannavarnir!

Forstöðumaður ÍÞMD

05.10.2020

Síðasti fundur sveitarstjórnar Djúpavogshrepps

Síðasti fundur sveitarstjórnar Djúpavogshrepps, 8. aukafundur, var haldinn í gær. Eitt mál var á dagskrá, samruni Djúpavogshrepps við nýtt sameinað sveitarfélag.

Á fundinum var bókað eftirfarandi:

„Sveitarstjórn Djúpavogshrepps sem kjörin var 2018 þakkar íbúum og samstarfsaðilum fyrir ánægjuleg samskipti á þeim tveimur árum rúmlega sem hún hefur starfað. Sveitarstjórn óskar nýrri sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags sömuleiðis allra heilla og farsældar í störfum sínum.

Jafnframt hvetur fráfarandi sveitarstjórn íbúa hreppsins til að standa, hér eftir sem hingað til, vörð um hagsmuni og sérstöðu svæðisins með því að vera virkir þátttakendur í nýju sveitarfélagi og stuðla með því að viðhaldi þess öfluga og frjóa mannlífs sem einkennt hefur Djúpavogshrepp til þessa.“

Upphaflega stóð til að halda kaffisamsæti með íbúum af þessu tilefni en í ljósi aðstæðna var fallið frá því. Á myndinni er allir brosandi – nema kannski Kári.

02.10.2020
Cittaslow