Aðalvefur
Íþróttamiðstöðin lokuð þriðjudaginn 1. september
Það verður lokað hjá okkur í íþróttamiðstöðinni þriðjudaginn 1.sept. Við ætlum að þrífa og sótthreinsa húsið vel fyrir komandi vetur. Svo opnum við hress og kát kl 07:00 á miðvikudagsmorgunn.
Einnig má benda það að vetraropnun hefst 2. september.
Mánudagar - föstudaga: 07:00 - 20:30
Laugardagar: 11:00 - 15:00
Sunnudagar: Lokað
Með bestu kveðju,
forstöðumaður
Kjörbúðin auglýsir eftir starfsmanni
Kjörbúðin á Djúpavogi auglýsir eftir starfsmanni.
Sjá nánar hér að neðan.
Fréttabréf Neista - sumar 2020
Ungmennafélagið Neista hefur sent frá sér rafrænt fréttabréf fyrir sumarið 2020.
Hægt er að sjá það hér að neðan og einnig með því að smella hér.

Borgarland 46-54 - óveruleg breyting á deiliskipulagi
Á fundi sveitarstjórnar Djúpavogshrepps 14. ágúst 2020 var ákveðið að láta fara fram grenndarkynningu sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 á eftirfarandi tillögum:
Djúpivogur – Borgarland 46 - 54 – óveruleg breyting á deiliskipulagi
Hægt er að nálgast nánari upplýsingar, m.a. uppdrátt og greinargerð með því að smella hér.
Gjöf barst safni Ríkarðs Jónssonar
Úskorinn stóll barst safni Ríkarðs Jónssonar

Tryggvabúð lokuð í dag
Tryggvabúð, félagsaðstaða eldri borgara í Djúpavogshreppi, er lokuð í dag vegna veikinda.
Lestun á baggaplasti 2020
Ágætu bændur í Djúpavogshreppi
Nú stendur fyrir dyrum eins og áður að fara á sveitabæi í Djúpavogshreppi og taka baggaplast til endurvinnslu. Það verður gert fimmtudaginn 20. ágúst og er áætlað að byrja að taka baggaplast á syðsta sveitabæ um hádegisbil og enda svo á Núpi. Ef ekki næst að taka allt baggaplastið í einni ferð verður önnur ferð skipulögð hið fyrsta og bændur þá upplýstir um það. Bændur eru hér með vinsamlega beðnir um að tryggja öruggt aðgengi að rúlluplastinu svo lestun gangi vandræðalaust fyrir sig.
Þeir bændur sem ætla að nýta sér þessa ferð eru vinsamlegast beðnir um að láta vita á skrifstofu Djúpavogshrepps í síma 470-8700 eigi síðar en miðvikudaginn 19. ágúst.
Með góðum samstarfskveðjum
Djúpavogshreppur – Terra á Austurlandi
Viðbygging við grunnskólann formlega tekin í notkun
Í dag var ný viðbygging við grunnskólann tekin formlega í notkun. Með því er tekið mikilvægt og löngu tímabært skref með það að markmiði að bæta vinnuaðstöðu nemenda og kennara.
Viðbyggingin er rúmlega 150 fermetrar og skiptist í fjölnotarými annars vegar og aðstöðu fyrir tæknimennt hinsvegar. Einnig var bætt við salernum auk þess sem nýju loftræstikerfi var komið fyrir í nýju byggingunni og hluta af eldra húsnæðinu. Af þessu tilefni var iðnaðarmönnum sem starfað hafa að verkefninu, auk formanns fræðslu- og tómstundanefndar boðið til kaffisamsætis með starfsfólki. Í máli sveitarstjóra og skólastjóra sem tóku til máls við athöfnina kom fram mikil ánægja með allt samstarf meðan á framkæmdunum stóð og var iðnaðarmönnunum þakkað sérstaklega með lófataki. Í máli sveitarstjóra kom einnig fram að nauðsynlegt væri að hefja fljótlega undirbúning að frekari viðbyggingu enda hefur nemendum skólans fjölgað mikið undanfarin ár.
Sveitarstjóri

Sveitarstjórnarkosningar 2020 - framboðsfrestur
Auglýsing frá yfirkjörstjórn sameinaðs sveitarfélags Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar um framboðsfrest og viðtöku framboðslista vegna sveitarstjórnarkosninga sem fram fara þann 19. september 2020.
Sveitarstjórnarkosningar í sameinuðu sveitarfélagi
Kosið verður til sveitarstjórnar Sameinaðs sveitarfélags Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar þann 19. september næstkomandi.
Kjósa skal ellefu fulltrúa í sveitarstjórn hins sameinaða sveitarfélags, auk átta fulltrúa og átta til vara með beinni kosningu í fjórar heimastjórnir sveitarfélagsins.
- Heimastjórn Borgarfjarðar
- Heimastjórn Djúpavogs
- Heimastjórn Fljótsdalshéraðs
- Heimastjórn Seyðisfjarðar
Frestur til að skila inn framboðum vegna sveitarstjórnarkosninganna rennur út á hádegi laugardaginn 29. ágúst nk. Framboðum skal skila til yfirkjörstjórnar að Lyngási 12, Egilsstöðum. Við heimastjórnarkosningar er kosning ekki bundin við framboð en allir kjósendur á viðkomandi svæði eru í kjöri.
Sveitarstjórn - Fundargerð 14.08.2020
7. aukafundur 2018 - 2022
Neisti auglýsir eftir þjálfara/þjálfurum og framkvæmdastjóra
fyrir veturinn 2020-2021.
