Aðalvefur
Frá íþróttamiðstöðinni vegna Covid-19
Í ljósi aðstæðna vegna COVID-19 hafa reglur verið hertar og taka þær gildi núna í hádeginu og viljum við biðla til gesta að virða 2m regluna og passa vel uppá allan handþvott! Á veggjum beggja klefa eru leiðbeiningar sem sýna helstu snertifleti og mun starfsfólk labba klefana á milli og sótthreinsa reglulega
Við höfum ákveðið að takmarka ræktarsalinn og mega aðeins 2 vera inni á sama tíma - Hanskar verða í boði og sprittbrúsar til staðar og biðlum við til allra að hreinsa tækin vel eftir notkun.
Athugið að við gætum þurft að takmarka fjölda í sund ef þörf krefur.
Sýnum skilning og tæklum þetta saman!
Dagur Björnsson
Forstöðumaður
Úrslitaleik Djúpavogsdeildarinnar frestað
um óákveðinn tíma

Réttar fréttir - dagskrá hefur verið aflýst
Allri dagskrá hefur verið aflýst
Tilkynning frá verkstæði Hjartar Þórs
Lokað frá 27. júlí til 31. ágúst.
Gjafir til safns Ríkarðs Jónssonar
Gjafir í safn Ríkarðs Jónssonar

Gjafir berast safni Ríkarðs Jónssonar
Frá afkomendum Páls Guðjónssonar

Snorrasjóður auglýsir eftir umsóknum
Styrktarsjóður Snorra Gíslasonar frá Papey auglýsir eftir umsóknum um námsstyrk.
Samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins er markmið hans „að styrkja ungt fólk úr Djúpavogshreppi til náms. Styrkir skulu veittir ungu fólki með búsetu í Djúpavogshreppi til náms á framhaldsskólastigi. Sérstaklega skal horft til náms sem getur mögulega komið samfélaginu í Djúpavogshreppi til góða“.
Úr sjóðnum verður veittur einn styrkur að upphæð 500.000 kr. Umsókn skal fylgja ítarleg greinargerð um fyrirhugað nám ásamt upplýsingum um fyrra nám auk rökstuðnings um hvernig námið mun koma samfélaginu í Djúpavogshreppi til góða.
Umsóknarfrestur er til 1. september 2020 en úthlutun fer fram um áramót.
Vinsamlega sendið umsóknir rafrænt á netfangið kristjan@djupivogur.is.
Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Djúpavogshrepps.

Ný skipulagsmál í auglýsingu / kynningu
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps samþykkti þann 11. júní 2020 að auglýsa, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að deiliskipulagi fyrir ferðaþjónustusvæðið á Eyjólfsstöðum og tillögu að deiliskipulagi fyrir Steinaborg.
Á fundi sveitarstjórnar Djúpavogshrepps 9. júlí 2020 var ákveðið að láta fara fram grenndarkynningu sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, vegna breytinga á Vogalandi 4.
Ofangreind mál er hægt að kynna sér nánar með því að smella hér.
Rafmagnslaust í dag
Rafmagnslaust verður á Djúpavogi á Víkurlandi 15,16 á Háausum 1 og Æðarsteinsvita 16.07.2020 frá kl 11:00 til kl 13:00 v endurbóta á dreifikerfi Rarik. Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Austurlandi í síma 528 9790 og kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof.
Sumarlokun skrifstofu Djúpavogshrepps 2020
Skrifstofa Djúpavogshrepps verður lokuð frá 20. júlí til og með 9. ágúst vegna sumarleyfa.
Skrifstofan opnar aftur mánudaginn 10. ágúst kl. 13:00.
Sveitarstjóri
Opnunarhátíð Rúllandi snjóbolta /13
Hátt á þriðja hundrað manns sóttu opnunarhátíðina síðastliðinn laugardag þegar Rúllandi snjóbolti/ 13, Djúpivogur opnaði í Bræðslunni. Sýningin er nú haldin í sjöunda sinn en hún er samvinnuverkefni Kínversk-evrópsku menningarmiðstöðvarinnar og Djúpavogshrepps. Alls taka 33 listamenn þátt í sýningunni í ár en 19 af þeim útskrifuðust úr Listaháskóla Íslands síðastliðið vor. Opnunin var glæsileg og var boðið upp á girnilegar veitingar úr héraði, klassískt söngatriði og ræðuhöld áður en opnað var formlega þegar klippt var á borðann. Öllu var dreift þægilega í stóru rými Bræðslunnar og fylgt var öllum viðmiðum almannavarna vegna Covid-19 faraldursins og spritt til reiðu hvarvetna.
Sýningin er opin alla daga kl. 11:00-16:00 til 15. ágúst og strax mikil aðsókn enda ókeypis inn. Fjöldi ferðamanna og gesta skoða gjarnan egg Sigurðar Guðmundssonar í Gleðivík dag hvern, en sýningarrýmið Bræðslan er þar beint við hliðina og er Sigurður Guðmundsson einmitt einn af þátttakendum sýningarinnar í ár. En listamennirnir sem taka þátt í ár eru:
Alexander Hugo Gunnarsson, Andri Þór Arason, Anika L. Baldursdóttir, Atli Pálsson, Auðunn Kvaran, Birkir Mar Hjaltested, Bjargey Ólafsdóttir, Clare Aimée Gossen, Daníel Ágúst Ágústsson, Einar Lúðvík Ólafsson, Hrafnkell Sigurðsson, Huang Shizun, Jóhanna Margrétardóttir, Kjáni Thorlacius, Lin Jing, Liu Yuanyuan, Lova Y & Tycho Hupperets, Margrét Dúadóttir Landmark, María Lind Baldursdóttir, Marike Schuurman, Rakel Andrésdóttir, Renate Feizaka, Sigurður Guðmundsson, Sólbjört Vera Ómarsdóttir, Sölvi Steinn Þórhallsson, Tara & Silla, Wei Na, Yang Zhiqian, Ye Qianfu og Þór Vigfússon

Rúllandi snjóbolti opnar í dag
Opnar í Bræðslunni í dag!
Sveitarstjórn: Fundargerð 09.07.2020
24. fundur 2018 - 2022
Leikið í Djúpavogsdeildinni í dag
Tveir leikir fara fram í Djúpavogsdeildinni í dag. Leik Búlandstinds og Hótels Framtíðar hefur verið frestað.
Þeir leikir sem leiknir verða í dag eru:
18:00 - Vigdís Finnboga gegn Samsteypufélaginu. Dómgæsla er í höndum Hnaukabúsins.
19:00 - Hnaukabúið gegn Vetrarbruna. Dómgæsla er í höndum Hótels Framtíðar.
UMF Neisti verður með kaffi og kruðerí til sölu.
Fjölmennum.
Mótsstjórn

Síðbúnar myndir frá 17. júní 2020 á Djúpavogi
17. júní var að venju fagnað hér á Djúpavogi. Dagskrá var með hefðbundnum hætti, skrúðganga frá grunnskólanujm að Neistavelli og leikir og gleði við Neista. Sigurásta Guðbjörg Ólafsdóttir var fjallkona, UMF Neisti veitti verðlaun fyrir góðan árangur í íþróttum og svo voru grillaðir hamborgarar og pulsur ofan í viðstadda. Að hefðbundinni dagskrá lokinni voru síðan spilaðir leikir í Djúpavogsdeildinni.
Það er gaman að segja frá því að Jón Friðrik Sigurðsson, einn dyggasti fótboltaáhorfandi Djúpavogs sl. áratugi ákvað að gefa Djúpavogsdeildinni veglegar gjafir, nánar tiltekið tvo bikara. Einn stóran farandbikar og annan eignarbikar. Hann hefur jafnframt ákveðið að gefa sigurliði deildarinnar árlega eignarbikar svo lengi sem deildin verður spiluð. Frábært framtak hjá Jóni.
Myndir frá þessum góða degi má sjá með því að smella hér.
Hluti myndanna er frá Maciej Pietrunko og kunnum við honum bestu þakkir fyrir. Myndirnar hans eru merktar honum.
Kjörbúðin hefur sölu á sérmerktum vörum af svæðinu
Stórt skref var nýlega stigið á Djúpavogi þegar Kjörbúðin hóf að bjóða sérmerktar framleiðsluvörur af svæðinu. Þetta samstarf sveitarfélagsins við framleiðendur og Samkaup er í anda Cittaslow sem m.a. leggur áherslu á mikilvægi þess að auka framboð staðbundinnar framleiðslu í aðildarsveitarfélögunum. Það er von allra sem að verkefninu standa að þetta sé aðeins byrjunin og að framboð staðbundinnar framleiðslu aukist í framtíðinni. Með því móti verða tengsl framleiðenda og neytenda meiri, virðing fyrir mat og raunvirði hans eykst og uppruni matvælanna verður öllum ljós. Um leið og við þökkum öllum sem taka þátt í þessum fyrsta áfanga með okkur, hvetjum við nýja framleiðendur og neytendur til að taka þátt í að hefja staðbundna framleiðslu til vegs og virðingar. Saman getum við haft áhrif.
Sveitarstjóri

Sveitarstjórn: Fundarboð 09.06.2020
24. fundur 2018 - 2022
Slökkvitækjaþjónusta Austurlands auglýsir
Verðum með skoðun á slökkvitækjum þann 8. júlí næstkomandi í áhaldahúsi bæjarins frá kl 10:30.
Einnig verður til sölu eldvarnarbúnaður svo sem slökkvitæki, eldvarnarteppi og reykskynjarar
Slökkvitækjaþjónusta Austurlands
Nýtt starfsfólk hjá Djúpavogshreppi
Undanfarið hafa nokkrir nýir starfsmenn hafið störf hjá Djúpavogshreppi. Dagur Börnsson hefur verið ráðinn forstöðumaður Íþóttamiðstöðvar Djúpavogs. Eva Björk Hlöðversdóttir hefur tekið við sem skrifstofustjóri í Geysi. Þorbjörg Sandholt er nýráði skólastjóri Djúpavogsskóla og Ingibjörg Bára Gunnlaugsdóttir tekur við sem aðstoðarskólastjóri 1. ágúst.
Vogaland 4 - Hótel Framtíð - bætt aðgengi fyrir fatlaða
Samkvæmt 4. mgr. 6. gr. laga um verndarsvæði í byggð nr. 87/2015 er hér auglýst fyrirhuguð framkvæmd innan verndarsvæðis í byggð á Djúpavogi:
- Vogaland 4 – Hótel Framtíð - Bætt aðgengi fyrir fatlaða og hreyfihamlaða.
Verkið felur í sér byggingu skábrautar fyrir fatlaða og hreyfihamlaða, sem liggja mun samsíða þeim hluta viðbyggingar sem hýsir samkomusal hótelsins. Áætlaður verktími er 2 vikur.
Múlaþing hlutskarpast
Nafnið Múlaþing fékk flest atkvæði, bæði í fyrsta sæti og samanlagt hjá þeim íbúum Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar sem tóku þátt í nafnakönnun fyrir nýtt sameinað sveitarfélag samhliða forsetakosningunum í gær.
Á kjörskrá voru 3618 og þar af greiddu 2232 atkvæði eða 62%. Öllum íbúum sveitarfélaganna 16 ára og eldri var gefinn kostur á að taka þátt í valinu í gær.