Djúpivogur
A A

Aðalvefur

Þínir uppáhaldsstaðir á Austurlandi - á einum stað!

Austurbrú hefur fest kaup á appinu SparAustur

29.06.2020

Kosið um nafn á nýtt sveitarfélag jafnhliða forsetakosningum

Samhliða forsetakosningum þann 27. júní greiða íbúar Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar atkvæði um sex tillögur að heiti á nýtt sveitarfélag. Þau sem eiga ekki heimangengt á kjördag geta tekið þátt í valinu með því að greiða atkvæði á skrifstofum sveitarfélaganna á hefðbundnum opnunartíma. Atkvæðagreiðslan hefst föstudaginn 19. júní og lýkur föstudaginn 26. júní.

25.06.2020

Kjörfundur vegna forsetakosninga

Kjörfundur vegna forsetakosninga verður laugardaginn 27. júní 2020.

Kosið verður í Tryggvabúð.

Kjörfundur hefst kl. 10:00 og stendur a.m.k. til 18:00.

Kjörstjórn

25.06.2020

Leikið í Djúpavogsdeildinni í dag

Leikir dagsins í Djúpavogsdeildinni verða tveir, en einum leik hefur verið frestað.

19:00 Hnaukabúið - Samsteypufélagið
20:00 Vigdís Finnboga - Hótel Framtíð staff

Neisti býður upp á kaffi og svo verður í boði að kaupa sér kruðerí með’í!

Allir hvattir til að mæta enda tilvalið að virða fyrir sér leikmenn kvöldsins áður en félagsskiptaglugginn opnar að miðnætti!

25.06.2020
Cittaslow

Sumarlokun Tryggvabúðar í júlí 2020

Tryggavbúð, félagsaðstaða eldri borgara í Djúpavogshreppi, verður lokuð vegna sumarleyfa frá og með 6. - 20. júlí 2020.

Forstöðukona Tryggvabúðar

24.06.2020

Tillögur að deiliskipulagi - Steinaborg og Fossárdalur

Í samræmi við 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er kynnt tillaga að deiliskipulagi fyrir Steinaborg annars vegar og Eyjólfsstaði í Fossárdal hins vegar.

24.06.2020

Húsnæði til leigu á Djúpavogi

Fyrir íbúa á Djúpavogi eða áhugasama um dvöl á landsbyggðinni.

Til leigu glæsilegt nýtt hús. Tæplega 200 m2 bílskúr.

19.06.2020

Tónleikar í Við Voginn

Tónleikafélag Djúpavogs ásamt 6pence ætlar að spila fyrir okkur í Við Voginn á laugardaginn 20. júní.

19.06.2020

Djúpavogsskóli auglýsir eftir aðstoðarskólastjóra

Djúpavogsskóli starfar í takt við hugmyndafræði Cittáslow og er mikil áhersla lögð á velferð og vellíðan. Starfsandinn er góður og tækifærin mörg fyrir einstaklinga sem eru tilbúnir að vinna eftir stefnu skólans og taka þátt í skapandi vinnu. Skólinn er í mikilli þróun og á næsta skólaári verður áherslan meðal annars á teymis-og útikennslu,grenndarnám, núvitund og nýskapandivinnu. Við leitum að aðstoðarskólastjóra sem hefur farsæla starfsreynslu, er tilbúinn að taka þátt í samrýmdu teymistjórnenda,taka þátt í þróunarstarfiog starfa eftir stefnu ogframtíðarsýnskólans. Aðstoðarskólastjóri í Djúpavogsskóla er staðgengill skólastjóra, hefur umsjón með stoðþjónustu, tekur þátt í að leiða faglega þróun og hefur kennsluskyldu.

18.06.2020

Djúpavogsskóli auglýsir eftir kennara í smíði og hönnun

Djúpavogsskóli starfar í takt við hugmyndafræði Cittáslow og er mikil áhersla lögð á velferð og vellíðan. Starfsandinn er góður og tækifærin mörg fyrir einstaklinga sem eru tilbúnir að vinna eftir stefnu skólans og taka þátt í skapandi vinnu. Skólinn er í mikilli þróun og á næsta skólaári verður áherslan meðal annars á teymis-og útikennslu,grenndarnám, núvitund og nýskapandivinnu.

18.06.2020

Djúpavogsskóli auglýsir eftir starfsmanni í ræstingar / cleaning posit...

Djúpavogsskóli starfar í takt við hugmyndafræði Cittáslow og er mikil áhersla lögð á velferð og vellíðan. Starfsandinn er góður og skólinn er í mikilli þróun.

18.06.2020

17. júní 2020 í Djúpavogshreppi

Það verður nóg um að vera á þjóðhátíðardaginn í Djúpavogshreppi, skrúðganga, leikir, grill, verðlaunaafhendingar, Djúpavogsdeildin og margt fleira.

Sjá nánar í auglýsingu frá UMF Neista hér að neðan.

16.06.2020

Fræðsluskilti við Djáknadys

Minjastofnun Íslands hefur nú komið upp fræðsluskilti og léttri afmörkun við Djáknadysina í Hamarsfirði en það var eitt af þeim verkefnum sem stofnunin fékk styrk til að vinna af Landsáætlun um uppbyggingu innviða. Aukinn ferðamannastraumur hefur leitt til aukins ágangs við dysina og þótti því þörf á að miðla upplýsingum til þeirra sem heimsækja staðinn ásamt því að afmarka dysina svo hún yrði ekki fyrir frekara raski.

Austfirðingar kannast margir við sögu staðarins en hún segir að þar hafi djákninn á Hamri og presturinn á Hálsi barist vegna ósættist, þeir hafi báðir látið lífið og annar eða báðir verið dysaðir þarna á staðnum. Sagt er að sú kvöð hvíli á þeim vegfarendum sem fram hjá dysinni fara að þeir verði að kasta steinvölu í dysina til að eiga góða vegferð framundan.

Dysin var friðlýst árið 1964 af þáverandi þjóðminjaverði, Kristjáni Eldjárn. Hún nýtur þar með æðstu verndar minjavörslunnar, en það er eitt af hlutverkum Minjastofnunar Íslands að merkja og miða upplýsingum um friðlýstar fornleifar. Djáknadysin er lifandi minjastaður þar sem fólk hefur tekið þátt í að móta staðinn. Þrátt fyrir vegagerð á svæðinu í gegnum tíðina stendur dysin enn og þar með fær saga hennar að lifa enn þann dag í dag og getur þar með glatt komandi kynslóðir, en það er einn tilgangur minjavörslunar – að skila menningararfi þjóðarinnar óspilltum til komandi kynslóða.

Minjastofnun færir þeim Hreini Guðmundssyni og Rúnari Matthíassyni kærar þakkir fyrir aðstoðina við framkvæmdirnar og Andrési Skúlassyni fyrir myndina á skiltið.

15.06.2020
Cittaslow

Nýtt sameinað sveitarfélag á Austurlandi leitar að öflugum einstaklingum...

Fjögur sveitarfélög á Austurlandi, Djúpavogshreppur, Borgarfjarðarhreppur, Fljótsdalshérað og Seyðisfjarðarkaupstaður sameinast og verður til um 4900 manna sveitarfélag. Áhersla er lögð á skemmtilegt og skapandi samfélag með góða þjónustu við íbúa, vandaða stjórnsýslu og sterka byggðarkjarna með greiðum samgöngum. Sveitarfélagið hyggst verða leiðandi í nýtingu rafrænna lausna í stjórnsýslu sveitarfélagsins og þjónustu við íbúa.

15.06.2020

Bóndavarðan, sumarblað 2020 - netútgáfa

Nú er hægt að nálgast nýjasta tölublað Bóndavörðunnar á netinu, smellið hér til að skoða það.

15.06.2020
Cittaslow

Undirbúningur stjórnskipulags í sameinuðu sveitarfélagi

Mikilvægt er að stjórnskipulag sameinaðs sveitarfélags verði virkt þegar ný sveitarstjórn kemur saman í október, þannig að sveitarfélagið geti unnið hratt og örugglega að fyrirliggjandi verkefnum. Kjörtímabil sveitarstjórnarinnar er stutt, aðeins 20 mánuðir, þar sem kosið verður aftur til sveitarstjórnar í maí 2022 eins í öðrum sveitarfélögum á landinu. Framundan eru mörg brýn og mikilvæg verkefni, sem snúa að reglulegri starfsemi og þjónustu sveitarfélagsins, áhrifum af heimsfaraldri og innleiðingu nýs sveitarfélags.

15.06.2020
12.06.2020

Ferðafélag Djúpavogs - ferð í Lón

Ferð í Lón, laugardaginn 13. júní.

Lagt af stað frá Geysi kl 10:00 og deginum eytt í Lóni. Náttúrufegurðin í Lóninu er einstök og við ætlum að taka með okkur nesti og njóta þess að skoða okkur um þar. Ferðin er hugsuð fyrir fjórhjóladrifsbíla og er tilvalin fjölskylduferð.

Ferðafélag Djúpavogs

12.06.2020

Markarland 10-16, tillaga að deiliskipulagi - auglýsing

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps samþykkti þann 14. maí 2020 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi í Markarlandi, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

11.06.2020

Frá áhaldahúsinu - heimasláttur

Djúpavogshreppur býður upp á heimaslátt í sumar.

Nánari upplýsingar um fyrirkomulag og verð gefur Sigurbjörn í síma 864-4911.

Forstöðumaður þjónustumiðstöðvar Djúpavogshrepps

11.06.2020

Sindri/Neisti - Fjarðabyggð á Neistavelli

Lið Sindra/Neista í 4. flokki karla tekur á móti Fjarðabyggð á Djúpavogsvelli, fimmtudaginn 11. júní kl. 18:00.

Allir á völlin að hvetja okkar menn til sigurs.

UMF Neisti

11.06.2020

Djúpavogsdeildin 2020 - fyrsta umferð

Fyrsta umferð Djúpavogsdeildarinnar var spiluð að lokinni sjómannadagsdagskrá, sunnudaginn 7. júní.

Spiluð var heil umferð, eða þrír leikir.

Í fyrsta leik léku stúlkurnar í Vigdísi Finnboga gegn Búlandstindi þar sem Búlandstindur hafði nokkuð öruggan sigur.

Í leik númer tvö stóð Hótel Framtíð framan af nokkuð í ríkjandi meisturum í Hnaukabúinu sem þó höfðu að lokum öruggan sigur.

Í síðasta leik dagsins rétt marði ungviðið í Samsteypufélaginu sigur gegn Vetrarbruna, 11-1.

Myndir frá fyrstu umferðinni má sjá með því að smella hér.

08.06.2020
Cittaslow

Sjómannadagurinn 2020

Sjómannadagurinn á Djúpavogi var einkar glæsilegur í ár. Sjómannadagsmessan fór fram utan við Faktorshúsið að viðstöddu fjölmenni. Dorgveiðikeppnin var á sínum stað en í lok hennar bauð Björgunarsveitin Bára upp á risa grillveislu þar sem pylsur og hamborgarar runnu ljúflega ofan í rúmlega 200 manns. Þá var eiginlegri sjómannadagskrá slitið með bátasiglingu en þeir bátar sem buðu upp á siglingu voru Öðlingur SU 119, Gestur SU-159, Greifinn SU-58, Freyr SU-159 og Bessí sem er þjónustubátur í eigu Fiskeldis Austfjarða.

Myndir frá þessum vel heppnaða sjómanndegi má finna með því að smella hér.

08.06.2020
Cittaslow
08.06.2020

Neistagallar - tilboðsdagur í dag

Mánudaginn 8. júní koma Jóhann og Guðrún frá Jako og ætla að bjóða til sölu nýja Neistagalla. Þau verða í íþróttahúsinu frá 18:00 - 20:00 þar sem hægt er að skoða, máta og panta. Neistavörurnar sem við ætlum að byrja á að bjóða uppá má sjá á myndinni hér meðfylgjandi.

08.06.2020

Sjómannadagurinn 2020 í Djúpavogshreppi

Dagskrá Sjómannadagsins 2020 í Djúpavogshreppi.

05.06.2020

Hreinsunarvika 2020

Nú er sumarið á næsta leiti og því tilvalið að líta upp úr amstri hversdagsins og huga að fegrun umhverfis. Djúpavogshreppur vill leggja sitt lóð á vogarskálarnar með það að markmiði að fegra ásýnd bæjarins og sveitarfélagsins í heild, enda samrýmist það stefnu sveitarfélagsins sem Cittaslow samfélags. Hvatinn til að vilja hafa fínt í kringum sig verður þó að koma frá okkur sjálfum því hvert og eitt okkar ber ábyrgð á því að hafa snyrtilegt í okkar nánasta umhverfi.

05.06.2020