Djúpivogur
A A

Aðalvefur

Móttökusvæði á Háaurum / Reception Area in Háaurar / Recepcja w Háaura...

English and Polish below

Frá og með 1. júní 2020 verður tekið í notkun nýtt móttökusvæði fyrir brotajárn, timbur, hjólbarða, bylgjupappa og óflokkað sorp.

Afskráðir bílar og ónýtir eru flokkaðir sem brotajárn og þeim skal skilað inn á svæðið og fá eigendur greitt úreldingargjald á móti.Afskráðir bílar eiga ekki heima inni í íbúðahverfum og/eða öðrum skipulögðum svæðum sem heyra undir aðra starfsemi.

Brotajárn skal fara í járngám, timbur í timburhaug, hjólbarðar í hjólbarðahaug, bylgjupappi á gám sem verður merktur „Bylgjupappi“ og óflokkað sorp fer í gám merktur „Óflokkað sorp“.

29.05.2020

Strandið við Óseyjar - frásögn eftir Andrés Skúlason

Í Sjómannadagsblaði Austurlands árið 2015 birtist frásögn eftir Andrés Skúlason sem fjallaði m.a. um þegar Mánatindur SU-95 strandaði við Óseyjar útaf Álftafirði árið 1983 ásamt öðrum atburðum sem hann upplifði þá vertíð. Greinina birtum við nú hér með leyfi höfundar.

28.05.2020

Kosið um heiti á nýju sveitarfélagi 27. júní

Samhliða forsetakosningum þann 27. júní greiða íbúar Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar atkvæði um sex tillögur að heiti á nýtt sveitarfélag.

Auglýst var eftir hugmyndum að heiti á sameinað sveitarfélag í upphafi ársins og bárust 112 tillögur með 62 hugmyndum að heitum á nýtt sveitarfélag. Sautján tillögur fóru til umsagnar hjá Örnefnanefnd. Greidd verða atkvæði um eftirfarandi tillögur.

  • Austurþing
  • Austurþinghá
  • Drekabyggð
  • Múlabyggð
  • Múlaþing
  • Múlaþinghá

Kosningaaldur í kosningu um heiti sveitarfélagsins miðast við 16 ára, en kjörskrá verður að öðru leyti í samræmi við lög um kosningar til sveitarstjórna. Kjósendum verður boðið upp á raðval með því að velja fyrsta og annan valkost. Niðurstöður eru ekki bindandi og mun ný sveitarstjórn taka ákvörðun um nýtt heiti þegar hún kemur til starfa í október.

27.05.2020

Frestun eindaga fasteignagjalda í júní

Í samræmi við samþykkt sveitarstjórnar frá 16. apríl varðandi viðbrögð vegna Covid – 19 verður eindaga fasteignagjalda í júní frestað fram í janúar 2021.

Sveitarstjóri

27.05.2020

Vöfflukaffi fyrir eldri borgara í Tryggvabúð í dag

Vöfflukaffið i Tryggvabúð verður á sínum stað kl. 15:00 í dag en í ljósi aðstæðna verður það eingöngu í boði fyrir 60 ára og eldri.

Forstöðukona Tryggvabúðar

27.05.2020
Cittaslow

Auka-aðalfundur UMF Neista

Auka-aðalfundur UMF Neista verður haldinn mánudaginn 8. júní kl. 17:00 í Neista.

Á aðalfundi Neista kom fram að Ungmennafélagið Neisti þarf að uppfæra samþykktir félagsins og því var samþykkt að boðað yrði til auka-aðalfundar sem fyrst.

27.05.2020
Cittaslow

Íþróttamiðstöðin lokuð vegna námskeiða starfsfólks

Vegna námskeiða sundlaugarvarða verður íþróttamiðstöðin lokuð fimmtudaginn 26. maí.

Við biðjumst velvirðingar á þessum stutta fyrirvara en vegna COVID-19 varð smá rask á áætlun námskeiðsins.

Við vekjum líka athygli á því að íþróttamiðstöðin er lokuð mánudaginn 1. júní, annan í hvítasunnu.

Forstöðumaður ÍÞMD

26.05.2020

Búlandstindur ehf. óskar eftir vélstjóra

Búlandstindur óskar eftir að ráða vélfræðing eða vélstjóra til að sinna fölbreyttum og krefandi störfum í vinnslu félagsins. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

25.05.2020

Vinnudagur Neista 2020

Hinn árlegi vinnudagur UMF Neista fór fram sl. sunnudag á Neistavelli.

Í góðu veðri og mikilli stemmningu framkvæmdu þeir fjölmörgu sem mættu hin ýmsu þarfaverk, m.a. að gróðursetja tré og runna, laga langstökksgryfju og kúluvarpshring, gera vörutalningu birgða og síðast en ekki síst raka saman nokkur kerrufylli af hreindýra- og gæsaskít af vellinum.

Að sjálfsögðu var séð til þess að vinnuhópurinn fengi grillaðar pylsur, en grillstjórnin var undir styrkri stjórn sr. Alfreðs Finnsonar og svo var Neistakaka með kaffinu.

Frábær dagur og nú má segja að allt sé klárt fyrir fyrstu leiki í Djúpavogsdeildinni, sem fram fara 6. júní næstkomandi.

Cittaslow

Sumarblómasala Kvenfélagsins Vöku

Sumarblómasala Kvenfélagsins Vöku verður fimmtudaginn 4. júní.

Tímasetning auglýst síðar.

Kvenfélagið Vaka

25.05.2020

Hreyfivika UMFÍ og Neista

Ungmennafélagið Neisti verður með spennandi Hreyfiviku 25. maí - 31. maí 2020 þar sem boðið verður upp á fjölbreytta og fjöruga afþreyingu fyrir alla fjölskylduna.

25.05.2020

UMF Neisti auglýsir eftir knattspyrnuþjálfara

Hefurðu áhuga á fótbolta?

Viltu láta gott af þér leiða og styrkja í leiðinni knattspyrnustjörnur framtíðarinnar.

Þá erum við með tækifæri fyrir þig til þess. Umf. Neisti á Djúpavogi er að leita að þjálfara sem getur séð um knattspyrnuæfingar fyrir krakka á aldrinum 6-11 ára (fædd árið 2009-2014) í sumar frá 8. júní til 31. júlí. Um er að ræða 2x 2 æfingar á viku og er tímasetning æfinga eftir samkomulagi. Við erum opin fyrir öllu svo ef þú hefur draum í maganum um að prófa þjálfun þá er þetta tækifærið.

Frekari upplýsingar eru hjá neisti@djupivogur.is og er umsóknarfrestur til 28. maí 2020.

UMF Neisti

25.05.2020

Tryggvabúð opnar á ný

Tryggvabúð, félagsaðstaða eldri borgara í Djúpavogshreppi, mun opna aftur eftir lokun vegna Covid-19, mánudaginn 25. maí.

Opnunartími Tryggvabúðar er mánudaga, miðvikudaga og fimmtudaga frá klukkan 10:30- 16:00/17:00. Þriðjudaga er opið frá 10:30-14:00.

Margrét Friðfinnsdóttir
Forstöðukona

22.05.2020

Kosið í sameinuðu sveitarfélagi 19. september

Undirbúningsstjórn verkefnisins hefur lagt til við sveitarstjórnarráðuneytið að boðað verið til sveitarstjórnarkosninga í sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar þann 19. september.

Áður var boðað til sveitarstjórnarkosninga þann 18. apríl 2020, með það fyrir augum að sameining sveitarfélaganna tæki gildi 3. maí 2020, þegar ný sveitarstjórn kemur saman. Sveitarstjórnarkosningum var frestað með vísan til þess að heilbrigðisráðherra hafði á grundvelli sóttvarnalaga takmarkað samkomur tímabundið til að hægja á útbreiðslu heimsfaraldri COVID-19.

Endurskoðuð verk- og tímaáætlun verkefnisins hefur verið samþykkt og byggir hún á að kosningar til sveitarstjórnar og heimastjórna fari fram 19. september og að ný sveitarstjórn taki við 4. október.

22.05.2020

Frá íþróttamiðstöðinni - opnað í rækt og sal

Það má gleðja marga með því að á mánudaginn 25. maí opnar ræktin loksins og einnig opnar salurinn svo hægt verður að stunda íþróttir á ný.

Enn og aftur viljum við benda fólki á að virða 2m regluna af bestu getu og sótthreinsa tæki eftir notkun. Sýna einnig tillitsemi að við gætum þurft að biðja fólk um að koma seinna ef að of margir eru niðri á sama tíma.

Fyrst og fremst skulum við þó njóta!

Dagur Björnsson
Forstöðumaður ÍÞMD

22.05.2020

Markarland 10-16, tillaga að deiliskipulagi

Í samræmi við 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að deiliskipulagi fyrir Markarland 10-16 (greinargerð dags. 11. maí 2020 / uppdráttur dags. 29. apríl 2020). Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir byggingu raðhúss (allt að 330 m2 að stærð) fyrir að hámarki fimm íbúðir og íbúðarhúss (allt að 120 m2 að stærð) ásamt bílskúr/vinnustofu/verslunar- og þjónusturými (allt að 40 m2 að stærð). Afmarkaðar eru lóðir og byggingarreitir, bílastæði og gönguleiðir.

20.05.2020

Laust starf við skráningu muna í eigu Ríkarðshúss

Djúpavogshreppur auglýsir laust starf við skráningu muna í eigu Ríkarðshúss.

Gert er ráð fyrir að verkefnið taki um tvo mánuði og að því verði lokið eigi síðar en 1. október með skráningu allra muna inn á sarpur.is.

Gerð er krafa um góða íslensku- og tölvukunnáttu og skipulögð vinnubrögð. Vakin er athygli á að gert er ráð fyrir að allir munir verði ljósmyndaðir.

Áhugasömum er bent á að hafa samband við atvinnu- og menningarmálafulltrúa eða sveitarstjóra á amfulltrui@djupivogur.is og/eða sveitarstjori@djupivogur.is. Umsóknarfrestur er til og með 25. maí 2020.

Frá Íþróttamiðstöðinni - sundlaugin opnar

Við munum opna sundlaugina og barnalaugina næstkomandi mánudag 18 maí. Opnunartíminn miðast við vetraropnun fram að 1. júní og verður sundlaugin opin frá kl 07:00-20:30 alla virka daga og frá kl 11:00-15:00 á laugardögum, lokað á sunnudögum.

15.05.2020
15.05.2020

Frá þjónustumiðstöð / From the service center / Ogloszenie z Centrum S...

Breyting frá fyrri auglýsingu vegna sumarvinnu grunnskólabarna í 7.-10. bekk.Foreldrar/forráðamenn þeirra barna sem hafa áhuga á að vinna hjá Djúpavogshrepp í sumar, vinsamlegast hafið samband við Sigurbjörn Heiðdal, Bjössa sem allra fyrst.Síminn hjá honum er:864-4911.

15.05.2020

Fjarfundur með Rannís

Lumar þú á góðri hugmynd? Ertu frumkvöðull?

Ættir þú að sækja um styrk frá Rannís?

13.05.2020

Lagning ljósleiðara um Djúpavogshrepp frá Stekkjarhjáleigu að sveitarfélagamörkum...

Samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008 - 2020 dags. 9. mars 2020 m.s.br. ásamt umhverfisskýrsluarfélagamörkum í suðri

12.05.2020
11.05.2020

Gerð strandsvæðisskipulags á Austfjörðum

Hafin er vinna við gerð strandsvæðisskipulags á Austfjörðum á grundvelli laga um skipulag haf- og strandsvæða. Svæðisráð, skipað af umhverfis- og auðlindaráðherra, ber ábyrgð á gerð strandsvæðisskipulagsins en Skipulagsstofnun annast gerð þess í umboði svæðisráðanna.

11.05.2020

Til kattaeigenda - vinsamleg tilmæli

Á ári hverju berst sveitarfélaginu umtalsverður fjöldi ábendinga og kvartana frá íbúum er varðar kattahald hér í þéttbýlinu á Djúpavogi og eru umkvörtunarefnin með svipuðu sniði milli ára. Sveitarfélögin hafa sannarlega skyldur að bera í þessum efnum og því er brugðið á það ráð hér að senda vinsamleg tilmæli og fara þess á leit við kattaeigendur að þeir mæti sjónarmiðum þeirra íbúa sem gagnrýna lausagöngu katta í þéttbýlinu, ekki síst á þessum tíma árs. Kettir geta verið skaðræði í varpi og sumir þeirra virðast ekki vera með bjöllur eða lítið virkar.

11.05.2020

Djúpavogsdeildin 2020

Viltu svitna, keyra púlsinn upp og hafa svolítið gaman?

Þá ættir þú að taka þátt í Djúpavogsdeildinni. Skráning er hafin en deildin fer fram í annað sinn í sumar. Leikin verður knattspyrna á Neistavelli og fer leikjafjöldi deildarinnar að sjálfsögðu eftir skráningu liða.

Deildin samanstendur af blönduðum liðum og aðstæður eru til fyrirmyndar.

Konum og körlum af öllum getustigum knattspyrnunnar er velkomin þátttaka. Sumir leikmenn geta haft bakgrunn í knattspyrnu, forna frægð eða eftirminnileg augnablik frá því í fyrra, á meðan aðrir búa yfir minni reynslu. Þú getur sett saman þitt eigið lið eða skráð þig sem einstaklingur og deildin setur þig í lið fyrir sumarið.

Cittaslow

Frá Bókasafninu

Bókasafnið opnar aftur með takmörkunum.

Í maí verður bókasafnið opið eins og áður á þriðjudögum frá 16-19 en með nokkrum takmörkunum.

Cittaslow