Djúpavogshreppur
A A

Aðalvefur

Milljarður rís 2020

Dansbyltingin Milljarður rís fer fram í Íþróttamiðstöð Djúpavogshrepps þann 17. febrúar klukkan 12.15-13.00. Þetta er í áttunda sinn sem UN Women á Íslandi heldur viðburðurinn hér á landi og fólk á öllum aldri kemur saman og dansar fyrir heimi þar sem allir, óháð kyni og kynhneigð, njóta sömu tækifæra án ótta við ofbeldi.

14.02.2020

Tilkynning vegna fasteignagjalda í Djúpavogshreppi 2020

Sú breyting hefur orðið á fasteignagjöldum í Djúpavogshreppi að nú eru gjalddagarnir níu í stað sex áður.

Er þetta gert í samræmi við það fyrirkomulag sem verður á í nýju sveitarfélagi, sem tekur til starfa 1. maí næstkomandi.

Við vekjum athygli á því að fyrsti gjalddagi er 1. febrúar, í stað 1. mars áður og er því eindagi á fyrsta reikningi 29. febrúar næstkomandi.

Hægt er að nálgast álagningarseðilinn á vefsíðunni www.island.is, undir Mínar síður.

Sveitarstjóri

13.02.2020

Spilavist í Löngubúð frestað fram á laugardag

Vegna slæmrar veðurspár hefur félag eldri borgara ákveðið að fresta spilavist, sem fara átti fram í Löngubúð föstudagskvöldið 14. febrúar, til laugardsins 15. febrúar.

Spilavistin fer fram á sama tíma og venjulega, kl. 20:00.

Félag eldri borgara

13.02.2020

62 tillögur um nafn á nýja sveitarfélaginu

Nafnanefnd auglýsti eftir hugmyndum að nýju nafni á sameinað sveitarfélag. Frestur til að skila tillögum var til 7. febrúar. Alls bárust 112 tillögur með 62 hugmyndum að nöfnum á nýtt sveitarfélag. Hugmyndirnar eru fjölbreyttar og skemmtilegar. Sumar þeirra samræmast ekki íslenskri málhefð og málvenju, en eru skemmtilegt innlegg í umræðuna.

13.02.2020
11.02.2020

Kynningarfundur Æskulýðsvettvangsins

Kynningarfundur Æskulýðsvettvangsins fer fram á Hótel Framtíð á Djúpavogi, mánudaginn 10. febrúar, kl. 16:00.

Æskulýðsvettvangurinn er samstarfsvettvangur Bandalags íslenskra skáta, KFUM og KFUK á Íslandi, Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og Ungmennafélags Íslands. Æskulýðsvettvangurinn vinnur að sameiginlegum hagsmunamálum barna og ungmenna í íþrótta- og æskulýðsstarfi og stuðlar að heilbrigðum, uppbyggjandi og vönduðum aðstæðum í slíku starfi.

Æskulýðsvettvangurinn býður upp á margvíslega þjónustu fyrir þau félagasamtök sem saman mynda vettvanginn og aðildarfélög þeirra og býr yfir fjölmörgum verkfærum sem félögin njóta góðs af. Má þar til að mynda nefna viðbragðsáætlun þar sem finna má verkferla sem fylgja skal þegar upp koma atvik eða áföll sem kunna að hafa áhrif á starf félags, siðareglur sem fjalla meðal annars um samskipti, námskeið er snúa að því að stuðla að öryggi og vellíðan barna og ungmenna í íþrótta- og æskulýðsstarfi og fagráð sem aðstoðar félögin við að leysa úr málum sem upp koma í starfinu.

Boðað er til kynningarfundar á starfsemi Æskulýðsvettvangsins á Hótel Framtíð þann 10. febrúar. Fundurinn hefst kl. 16:00 og stendur til 17:00. Gestir fundarins verða Sema Erla Serdar, framkvæmdastýra Æskulýðsvettvangsins og Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Ungmennafélags Íslands.

Við hvetjum félagsmenn til þess að mæta og kynna sér þá þjónustu sem Æskulýðsvettvangurinn býður upp á.

06.02.2020

Tryggvabúð lokuð í dag

Tryggvabúð er lokuð í dag vegna veikinda.

Forstöðukona

06.02.2020

Sundþjálfari óskast

Sunddeild Neista leitar að þjálfara til starfa sem fyrst.

Hefur þú menntun eða reynslu í sundþjálfun og/eða einhvern bakgrunn í sundi og áhuga á að vinna með börnum?

Þá endilega settu þig í samband við okkur í gegnum netfangið neisti@djupivogur.is eða í síma 868 1050 (Helga Rún, framkvæmdastjóri Neista) fyrir frekari upplýsingar.

UMF Neisti

Sumarstörf í Íþróttamiðstöð Djúpavogs 2020

Laus eru til umsóknar störf vegna sumarafleysinga við Íþróttamiðstöð Djúpavogs fyrir sumarið 2020.

Starfið fellst í meginatriðum í gæslu/eftirliti við sundlaug og í baðklefum, við afgreiðslu, þrif og eftir atvikum öðrum tilheyrandi verkum er falla til í ÍÞMD. Um er að ræða 100% stöðugildi á tímabilinu.

Ráðningatímabil: 1. júní – 20. ágúst.

Óheimilt er að ráða starfsmenn yngri en 18 ára.

Umsóknir og ferilskrá skal senda á netfangið andres@djupivogur.is

Umsóknarfrestur er til 1. mars. næstkomandi

Upplýsingar í síma 8995899

Andrés Skúlason

Forstöðum. ÍÞMD

Tryggvabúð lokuð miðvikudaginn 5. febrúar

Tryggvabúð, félagsaðstaða eldri borgara í Djúpavogshreppi, verður lokuð miðvikudaginn 5. febrúar vegna jarðarfarar.

Forstöðukona

03.02.2020

Fundur í félagi eldri borgara

Fundur í Félagi eldri borgara fer fram í Tryggvabúð föstudaginn 7. febrúar kl. 17:00.

Félagar hvattir til að mæta.

Stjórnin

03.02.2020

Snædalsfoss í 3D

Um þessar mundir er deiliskipulagstillaga vegna uppbyggingar áningarstaðar við Snædalsfoss í landi Bragðavalla í auglýsingu.

Djúpavogshreppur hefur um árabil verið samstarfsaðili í þróunarverkefninu Cities that Sustain Us, sem m.a. felur í að nýta nýjustu þrívíddartækni til að kanna sálfræðilegt samspil fólks og umhverfis. Af þeim sökum hefur ofangreind skipulagstillaga verið færð inn í gagnvirkt tölvugert þrívíddarumhverfi og skapar það tækifæri til að stíga inn í framtíðina, sjá og upplifa staðinn ljóslifandi í anda sem tillagan gerir ráð fyrir. Sjón er sögu ríkari.

Samstarfsaðilar Djúpavogshrepps í þessu verkefni eru TGJ, Háskólinn í Reykjavík og Tækniþróunarsjóður Íslands.

22.01.2020

Árshátíð Djúpavogsskóla 2020

Árshátíð Djúpavogsskóla 2020 fer fram á Hótel Framtíð fimmtudaginn 23. janúar, kl. 18:00.

Að þessu sinni verður settur upp söngleikurinn Grease.

Aðgangseyrir fyrir 16 ára og eldri er kr. 1.000 - enginn posi

22.01.2020

Messa í Djúpavogskirkju

Messa í Djúpavogskirkju sunnudaginn 19. janúar kl. 14:00.

Kór Djúpavogskirkju syngur fallega sálma undir stjórn Kristjáns Ingimarssonar.

18.01.2020

Hvað á sveitarfélagið að heita?

Áætlað er að samhliða sveitarstjórnarkosningum 18. apríl næstkomandi muni fara fram atkvæðagreiðsla meðal íbúa um nafn hins sameinaða sveitarfélags. Valið mun standa á milli tillagna sem hlotið hafa jákvæða umsögn Örnefnanefndar. Atkvæðagreiðslan verður leiðbeinandi, en nafn hins sameinaða sveitarfélags verður ákveðið af nýrri sveitarstjórn í samræmi við sveitarstjórnarlög.

Samkvæmt lögum skal nafnið samrýmast íslenskri málfræði og málvenju og tengjast viðkomandi svæði sérstaklega. Æskilegt er að nafn sveitarfélagsins beri með sér að um stjórnsýslueininguna sveitarfélag sé að ræða, þ.e. að heiti sveitarfélaganna endi til dæmis á -hreppur, -bær, – kaupstaður, -byggð, -þing eða að skeytt sé Sveitarfélagið framan við nafnið.

Undirbúningsstjórn hefur valið nafnanefnd sem mun kalla eftir tillögum að nafni fyrir nýja sveitarfélagið og afla umsagnar Örnefnanefndar.

Í nefndinni sitja:
• Ásdís H. Benediktsdóttir
• Einar Freyr Guðmundsson
• Stefán Bogi Sveinsson
• Þorsteinn Kristjánsson
• Þórunn Hrund Óladóttir

Í sveitarstjórnarlögum er fjallað um nöfn sveitarfélaga í 5. gr. en þar kemur fram að sveitarstjórn ákveður heiti sveitarfélags að fenginni umsögn örnefnanefndar. Skal það samrýmast íslenskri málfræði og málvenju. Ef könnun er gerð meðal íbúa á viðhorfi til breytingar á nafni sveitarfélags eða á nafni nýs sveitarfélags skal leita umsagnar örnefnanefndar um þau nöfn sem um ræðir.

Á vef Örnefnanefndar má finna upplýsingar um nefndina og meginsjónarmið um nöfn sveitarfélaga.

Undirbúningsstjórn hvetur til þess að íbúar velti upp áhugaverðum nöfnum og sendi inn hugmyndir þegar auglýst verður eftir tillögum.

16.01.2020

Könnun á ferðavenjum í Djúpavogshreppi

Á síðastliðnu hausti ákvað Djúpavogshreppur að gera könnun á ferðavenjum íbúa og þeirra sem hafa búsetu í sveitarfélaginu til lengri eða skemmri tíma. Í könnuninni er sérstaklega horft til Djúpavogs.

Markmið könnunarinnar er að varpa ljósi á með hvaða hætti íbúar kjósa að ferðast í sínu daglega lífi, greina hindranir og hvata fyrir því að nota virka ferðamáta og kanna viðhorf til byggðs umhverfis og skipulags á Djúpavogi.

15.01.2020

Skrifstofan er lokuð í dag

Skrifstofa sveitarfélagsins er lokuð í dag vegna námskeiða starfsfólks.

Sveitarstjóri

13.01.2020

Þrettándabrennu 2020 aflýst

Vegna vályndra veðra þessa dagana og þess að brennuleyfi rann út hefur verið ákveðið að aflýsa þrettándabrennunni í ár.

Þrettándabrennunefnd

13.01.2020

Drög að fornleifaskrá Búlandsness utan þéttbýlis

Nú eru tilbúin drög að fornleifaskrá fyrir Búlandsnes utan þéttbýlis.

Drögin munu liggja frammi á skrifstofu Djúpavogshrepps og í Tryggvabúð til loka janúarmánaðar.

Kunnugir og áhugasamir eru hvattir til að kíkja á þessi gögn og koma með athugasemdir, viðbætur og leiðréttingar ef þurfa þykir til Kristborgar Þórsdóttur á netfanginu kristborg@fornleif.is en farið verður í skýrslugerð að athugasemdatíma loknum.

Einnig má sjá drögin og teikningar hér að neðan.

Sveitarstjóri

10.01.2020

Austfirðingablót 2020

Austfirðingablótið 2020 fer fram í Austurbæ þann 1. febrúar næstkomandi.

10.01.2020

Úthlutun úr Snorrasjóði

Fyrsta úthlutun úr Snorrasjóði fór fram föstudaginn 3. janúar s.l. Þrjár umsóknir bárust og var Gabríel Örn Björgvinsson valinn úr hópi umsækjenda en hann stundar nám við Kvikmyndaskóla Íslands og hlaut hann styrk að upphæð 500.000 fyrir skólaárið 2019 – 2020.

Sjóðurinn var stofnaður á síðasta ári að frumkvæði Gunnþóru Gísladóttur frá Papey til minningar um Snorra Gíslason bróður sinn.

Tilgangur sjóðsins er að styrkja ungt fólk úr Djúpavogshreppi til náms.

Snorri Gíslason frá Papey fæddist 4. ágúst 1915. Snorri var mikill hagleiksmaður og byrjaði hann snemma að smíða ýmsa muni svo sem húsgögn og ýmislegt smálegt. Snorri fékkst lengi vel við að smíða líkön af bátum og voru þeir eftirsóttir vegna þess hversu vandaðir þeir voru. Fínleiki bátanna vakti athygli en allt var handunnið, möstrin mótuð með hefli og sandpappír og voru bátarnir nákvæm eftirmynd af bátum í fullri stærð.

Snorri fluttist í land árið 1949 þá 34 ára gamall og byggði hann sér hús á Djúpavogi sem hann skírði sama nafni og bæinn í Papey, Bjarg.

Upp úr 1940 tók Snorri til við að setja upp vindrellu í Papey og setti hann svo upp hleðslustöð og lagði rafmagn í húsið. Þegar flutt var úr eynni nokkrum árum síðar var rafstöðin enn í fínu lagi. Með þessari framkvæmd varð Papey eitt fyrsta húsið á Djúpavogi sem fékk rafmagn. Utan á húsið sitt, Bjarg á Djúpavogi, festi hann sólarrafhlöðu seinna meir þar sem hann safnaði rafmagni til heimilisnota.

Snorra féll sjaldan verk úr hendi og hann var að vinna við endurbætur á húsinu sínu eða smíða skipslíkön fram á síðustu ár.

Snorri lést á hjúkrunarheimilinu á Höfn 29. júní 2014.

Djúpavogshreppur óskar Gabríel til hamingju með styrkinn

08.01.2020

Íslenska fyrir útlendinga - Jezyk islandzki dla obcokrajowców - Icelandic...

Námskeið í íslensku hefjast í febrúar.

Byrjendanámskeið hefst 4. feb. - Framhaldsnámskeið hefst 4. feb.

--

Icelandic courses start in february.

Beginner´s course starts february 4th. - Advanced course starts february 4th.

--

Kurs języka islandzkiego rozpocznie sie w LUTYM.

Kurs dla początkujących zaczyna się 4 lutego. - Kurs dla zaawansowanych zaczyna się 4 luteg


Verð / Price: 47.000 kr. (1/1 námskeið / course). 23.500 kr. (1/2 námskeið / course).

Nánari upplýsingar og skráning á austurbru.is og hjá Halldóru Dröfn

Sími: 4703871, Netfang: dora@austurbru.is

For more information and registration visit austurbru.is or contact Halldóra Dröfn

Tel: 4703871, Email: dora@austurbru.is

08.01.2020

Íbúar Djúpavogshrepps eru orðnir 501

Nýlega birti Þjóðskrá Íslands upplýsingar um þróun íbúafölda eftir sveitarfélögum https://skra.is/um-okkur/frettir/frett/2020/01/02/Ibuafjoldi-eftir-sveitarfelogum/

Samkvæmt skráningu Þjóðskrár þá búa 64% landsmanna á höfuðborgarsvæðinu og 8,5% á Suðurlandi. Einungis 2% íbúa landsins búa á Vestfjörðum og á Norðurlandi vestra, tæp 3% á Austurlandi.

Fjöldi íbúa í nýju sveitarfélagi í kjölfar sameiningar Djúpavogshrepps, Fljótsdalshérðas, Seyðisfjarðarkaupstaðar og Borgarfjarðarhrepps verður samkvæmt sömu heimild u.þ.b. 4.924 þegar það verður formlega orðið til á vordögum

Samkvæmt gögnum Þjóðskrár Íslands eru íbúar í Djúpavogshreppi nú 501 og hafa ekki verið fleiri síðan 2002 þegar 522 bjuggu í sveitarfélaginu. Frá aldamótum voru íbúar fæstir í Djúpavogshreppi árið 2015 þegar þeir voru 422, síðan þá hefur því fjölgað um tæp 19%.

Til gamans má geta þess börn á grunnskólaaldri eru 15,9% íbúa, landsmeðaltal er 13%. Börn á leikskólaaldri eru 7,8%, landsmeðaltal er 6%. – þetta er lífið ; )

Sveitarstjóri

06.01.2020
06.01.2020

FRESTAÐ - Þrettándagleði í Djúpavogshreppi frestað vegna veðurs

Þrettándagleði sem fara átti fram í Djúpavogshreppi í dag hefur verið frestað vegna slæms veðurútlits. Nánar verður auglýst hér á heimasíðunni hvenær þrettándagleðin fer fram. Fylgist með.

Þrettándanefnd.

06.01.2020

Þrettándinn 2020 í Djúpavogshreppi

Þrettándinn verður haldinn hátíðlegur í Djúpavogshreppi, mánudaginn 6. janúar.

Kl. 17:00 verður gengið frá Djúpavogskirkju að Rakkabergi.

Þar verður þrettándabrenna tendruð og jólin kvödd með söng og gleði.

Kl. 18:00 verður svo boðið upp á heitt kakó og kósý fjölskyldustund í Djúpavogskirkju.

Allir hjartanlega velkomnir.

Þrettándabrennunefnd.

03.01.2020