Djúpivogur
A A

Aðalvefur

Cittaslow sunnudagur

Sunnudaginn 29. september verður í áttunda sinn haldinn Cittaslow sunnudagur í Djúpavogshreppi.

Formleg opnun verður á Rauðakrossbúðinn Bakka 3 ( Sætún )

Sérstök opnun í Notó þar sem handunnar vörur verða á afslætti.

Kaffi, kleinur, ástarpungar og pönnukökur í boði sveitarfélagsins í Löngubúð.

Allt þetta stendur yfir frá kl.14:00 til 16:00.

Verið hjartanlega velkomin.

Nefndin

Cittaslow sunnudagur er haldinn ár hvert síðasta sunnudag í september í öllum aðildarsveitarfélögum Cittaslow.

Cittaslow

Kjörskrá fyrir sameiningarkosningar

Viðmiðunardagur kjörskrár vegna sameiningarkosninga er 5. október n.k. en kosningarnar fara fram þann 26. október 2019.

27.09.2019

Sveitarfélagið Austurland?

Kosningar, kynningarfundur og íbúafundir.

26.09.2019

Kynningarbæklingur um sameiningartillöguna

Kjördagur er 26. október næstkomandi.

26.09.2019

Utankjörfundarkosning hafin

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla um tillögu um sameiningu sveitarfélaganna hófst 2. september og stendur fram á kjördag 26. október. Hægt er að kjósa hjá sýslumönnum um land allt og sendiráðum Íslands.

Í sameiningarkosningum eiga námsmenn sem búsettir eru á norðurlöndunum rétt á því að vera teknir á kjörskrá en þeir þurfa að sækja sérstaklega um það hjá Þjóðskrá Íslands á þar til gerðu eyðublaði (K-101) ásamt því að skila inn staðfestingu á námsvist, sjá upplýsingar hér á vef Þjóðskrár.

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla verður möguleg í hverju sveitarfélagi síðustu 3 vikur fyrir kjördag.

Á Fljótsdalshéraði

Skrifstofa sýslumanns á opnunartíma skrifstofunnar.
Bókasafn Héraðsbúa milli klukkan 15:00 og 18:00 virka daga.

Á Borgarfirði

Hreppsstofa á opnunartíma skrifstofunnar.

Á Djúpavogi

Skrifstofa Djúpavogshrepps á opnunartíma skrifstofunnar.

Á Seyðisfirði

Skrifstofa sýslumanns á opnunartíma skrifstofunnar.

Vakin er athygli á að á vefsíðunni www.svausturland.is má finna ýmsar upplýsingar um sameiningarverkefnið og umfjöllun fjölmiðla um það.

26.09.2019

Skipulagsmál í kynningu

Uppbygging áningarstaðar við Snædalsfoss í landi Bragðavalla í Djúpavogshreppi.


20.09.2019

Hápunktur BRAS 2019

(English and Polish below)

Hápunktur BRAS 2019 verður haldinn á Egilsstöðum í ár, laugardaginn 14. september!

Frábær dagskrá fyrir alla aldurshópa í íþróttamiðstöðinni.
Aðgangur er ókeypis á alla viðburði Hápunktsins!

DAGSKRÁ:

Kl.16:00-17:15 FJÖLSKYLDUDAGSKRÁ BRAS
-Kynnar eru Almar Blær og Sigurbjörg Lovísa
-Hátíðarræða BRAS
-nemendasirkussýning
-BRAS dansinn
-Sýning nemenda úr BRAS smiðjum
-Upptakturinn opnar!
-Sirkussjoppan opin

Kl.17:15-18:10 BÆJARSIRKUSINN
Bæjarsirkusinn er glæsileg sirkussýning þar sem töfrar sirkusins vakna til lífsins. Óttalaus áhættuleikari, ótrúleg línudansmær, lipurt loftfimleikafólk og ljónatemjari kynna þig fyrir sirkusnum á hátt sem þú hefur aldrei séð áður! Frábær sýning fyrir alla fjölskylduna.

18:15-19:00 KRAKKADISKÓ og PYLSUPARTÍ
-JAXZY þeytir skífum
-Fimleikadeild Hattar verður með pylsusölu
-Krítargólf!
-Glaðningur frá BRAS fyrir alla krakka

Fréttamenn úr Fjarðabyggð verða á staðnum í samstarfi við UngRÚV!

Tilvalið að skella sér á Maxímús Músíkús fyrir Hápunktinn:
14:30 Maximús Músíkús í Egilsstaðakirkju
https://www.facebook.com/events/2790829884279488/
Miðaverð: 2.900 kr. (frítt fyrir 6 ára og yngri)

Heildardagskrá BRAS á www.bras.is

ENG: The Highlight of BRAS will be on Saturday, September 14th, in the sports centre at Egilsstaðir. It’s a harvest festival where guests can view the results of the festival’s art events, some of which will still be running. Students from the circus workshop give a performance and some proper BRAS dance moves will grace the dance floor. Last but not least, the Town Circus (Bæjarsirkusinn) will perform their show for kids where circus magic comes to life. We’ll see a fearless stunt man, an incredible rope dancer, limber acrobats and lots of other fun things. The show ends with a disco for the kids. The Highlight starts at 4 pm and ends at 7 pm. All are welcome and admission is free.

POL: W sobotę 14 września odbędzie się główna atrakcja Programu BRAS. Festyn odbędzie sie w sali gimnastycznej w Egilsstadir. Jest to festiwal żniw, w którym goście zobaczą wyniki poprzednich wydarzeń, wydarzeń wciąż trwających lub wydarzeń planowanych w najbliższych dniach. Uczniowie z warsztatów cyrkowych pokażą wyniki swojej pracy i zostanie odtańczony taniec BRAS. Punktem kulminacyjnym będzie pokaz cyrkowy wykonany przez Miejski Cyrk (Bæjarsirkusinn) w którym dzielni cyrkowcy ożywią magiczny cyrk. Zobaczymy nieustraszonych śmiałków podejmujących ryzyko, niesamowity taniec na linie, wyrafinowane akrobacje i wiele innych zabawnych rzeczy. Na koniec będzie dyskoteka dla dzieci. Festiwal rozpoczyna się o godzinie 16.00 i potrwa do godziny 19.00. Prosimy pamiętać, że wstęp jest bezpłatny i wszyscy są mile widziani.

13.09.2019

Íslenska fyrir útlendinga

Íslenska fyrir útlendinga
Icelandic courses
Język islandzki dla obcokrajowców

Djúpivogur - Sambúð

Íslenska 1 og 2
Hefst: Fimmtudaginn 26. september
Kennari: Berglind Einarsdóttir
Nánari upplýsingar og skráning
Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir, dora@austurbru.is, 470 3871
www.austurbru.is

Íslenska 1 and 2
Starts: Thursday September 26th
Teacher: Berglind Einarsdóttir
Further information and registration:
Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir, dora@austurbru.is, 470 3871
www.austurbru.is

Íslenska 1 i 2
Rozpoczyna się w czwartek 26 wrzesień
Nauczyciel: Berglind Einarsdóttir
Dalsze informacje i rejestracja:
Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir, dora@austurbru.is, 470 3871
www.austurbru.is

13.09.2019
13.09.2019
09.09.2019

Hnaukabúið er Djúpavogsdeildarmeistari 2019

Hnaukabúið er sigurvegari fyrsta móts Djúpavogsdeildarinnar.

Sex lið voru skráð til leiks í Djúpavogsdeildinni sem hófst 2. júní og samtals tóku um 85 leikmenn þátt. Leikið var jafnt og þétt í allt sumar og að lokum voru það lið Nallara og Hnaukabúsins sem léku til úrslita á Neistavelli föstudaginn 6. september.

Nallarar höfðu unnið alla sína leiki nema einn fram að úrslitaleiknum og Hnaukabúið unnið alla sína nema gegn Nöllurum, en liðin mættust 17. júní í hörkuleik þar Nallarar höfðu sigur 5-1. Hnaukabúið hafði því harma að hefna.

Úrslitaleikurinn var hin besta skemmtun og mikið af færum á báða bóga. Það er þó skemmst frá því að segja að Hnaukabúið vann leikinn 4-1 og sýndi mikla yfirburði á flestum sviðum.

Hnaukabúið er því Djúpavogsdeildarmeistari 2019 og við óskum liðinu innilega til hamingju.

09.09.2019

Úrslitaleikur í Djúpavogsdeildinni

Úrslitaleikur í Djúpavogsdeildinni fer fram í dag, föstudaginn 6. september.

Þar mætast Nallarar og Hnaukabúið.

Leikurinn fer fram á Neistavelli kl. 18:00.

Fjölmennum!

06.09.2019

Jón Ingvar á Birtu SU aflahæstur landsvísu

Strandveiðum ársins lauk í síðustu viku. Aflahæstur á strandveiðum 2019 var Jón Ingvar Hilmarsson á Birtu SU 36 sem gerir út frá Djúpavogi.

Strandveiðar eru handfæraveiðar utan kvóta sem heimilar eru frá maí til ágúst. Veiðunum er stjórnað með því að takmarka skammt í róðri og fjölda veiðidaga í mánuði. Jón Ingvar er þokkalega ánægður með strandveiðiárið. „Fiskeríið var gott en veðráttan leiðinleg. Verð á mörkuðum var líka þokkalega gott þetta árið svo ég er þokkalega sáttur. Maður getur ekki stjórnað veðrinu.“

Strandveiðikerfið hefur verið í þróun frá því að strandveiðar hófust árið 2009 og segir Jón Ingvar að það megi enn bæta með því að rýmka leyfilegann fjölda róðrardaga. „Það væri betra að geta róið fleiri daga, þetta eru 12 dagar í mánuði sem má róa í heild en það má ekki róa um helgar eða á rauðum dögum. Svo eru sumir mánuðir, eins og maí til dæmis þar sem er mikið af rauðum dögum, þá eru menn að róa í leiðindaveðrum til að ná uppí þessa 12 daga. Í staðin fyrir að hafa þetta örlítið rýmra svo menn séu ekki í svona

Frétt af austurfrett.is

Jón Ingvar var með samtals 52,4 tonn í 46 róðrum. Við óskum honum innilega til hamingju með árangurinn.

04.09.2019

Sveitarfélagið Austurland: Heimastjórnir vekja athygli

Verði tillaga um sameiningu Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar samþykkt er ráðgert að setja upp nýtt stjórnskipulag með stoð í tilraunaákvæði í sveitarstjórnarlögunum. Það ákvæði veitir heimild til að gera breytingar á stjórn­skipu­lagi sveitarfélags með heimild sveitarstjórnarráðuneytisins. Tilraunin skal ekki gerð til skemmri tíma en átta ára.

Stjórnskipulagshugmyndin byggir á ein­faldri og skil­virkri stjórn­sýslu, ásamt vald­dreif­ingu til heima­stjórna sem fara með til­tekin nær­þjón­ustu­verk­efni, t.d. afgreiðslu deiliskipulags.

Mark­miðið með heima­stjórn­um er að tryggja áhrif íbúa á nærsamfélag sitt og bregð­ast við þeirri gagn­rýni að jað­ar­byggðir missi áhrif í sam­ein­uðum sveit­ar­fé­lög­um. Heimastjórnarhugmyndin hefur vakið mikla athygli og hafa fjölmiðlar fjallað um hana undanfarið, m.a. morgunútvarpið á Rás 1 og Kjarninn.

Heimastjórnir verða fjórar og munu þrír fulltrúar sitja í hverri heimastjórn. Það hefur vakið mikla athygli og umræðu að tveir fulltrúanna verða kosnir beinni kosningu af íbúum á hverjum stað. Þriðji fulltrúinn á sæti í bæjarstjórn, en fulltrúarnir eru jafn réttháir og atkvæðisvægi hið sama. Með þessu móti verður sterk tenging á milli bæjarstjórnar og heimastjórna.

Nánari umfjöllun um stjórnskipulag sameinaðs sveitarfélags má finna í skýrslu Samstarfsnefndar.

27.05.19. Sveitarfélagið Austurland (PDF)

04.09.2019

Íbúafundir um gerð sóknaráætlunar Austurlands

Vertu með í að móta framtíð Austurlands.

Hvernig verður Austurlands 2024? Eða 2040? Eða 2070?

Framlag íbúa Austurlands er lykilatriði í gerð nýrrar Sóknaráætlunar fyrir landshlutann. Í henni kemur fram framtíðarsýn Austurlands og þau markmið og aðgerðir sem við ætlum að vinna til að ná þeirri framtíðarsýn.

Mánudagur 9. september

Vopnafjörður: 11:30 - 13:30
Egilsstaðir: 17:00 - 19:00

Þriðjudagur 10. september

Djúpivogur: 11:00 - 13:00
Reyðarfjörður: 18:00 - 20:00

Málaflokkar sem til umfjöllunar eru:

  • Fjölbreytt og öflugt atvinnulíf.
  • Kraftmikil nýsköpun.
  • Lifandi menning
  • Heilbrigt umhverfi.

Fundunum er stýrt af sérfræðingum frá Capacent sem bjóða uppá skemmtilega nálgun á viðfangsefnið m.a. með peningaspilinu Goal-O-Poly.

04.09.2019