Djúpivogur
A A

Aðalvefur

Bókasafnið opnar í dag

Bókasafn Djúpavogs opnar aftur í dag eftir sumarlokun.

Opnunartími er frá 16:00 - 19:00.

Bókasafnsvörður

27.08.2019

UMF Neisti auglýsir eftir spurningahöfundum

Nú er undirbúningur fyrir spurningakeppni Neista 2019 að hefjast. Fyrsta skrefið er að fá spurningahöfunda til verks. Birgir Thorberg mun leiða hópinn í að gera keppnina æsispennandi og skemmtilega. Áhugasamir hafi samband við mig á neisti@djupivogur.is eða í síma 868 1050.

Fh. Neista
Helga Rún Guðjónsdóttir
Framkvæmdarstjóri

23.08.2019

Skólasetning Djúpavogsskóla 2019

Skólasetning Djúpavogsskóla fer fram þriðjudaginn 20. ágúst.

Starfsfólk skólans býður nemendum og foreldrum saman á stutta kynningu á helstu þáttum skólastarfsins í vetur á þeim tímum sem hér eru taldir upp.

09.00 Nemendur og foreldrar 1. bekkjar.
Umsjónarkennari er Helga Björk Arnarsdóttir.

10.00 Nemendur og foreldrar 2. - 3. bekkjar.
Umsjónarkennari er Berglind Elva Gunnlaugsdóttir.

10.00 Nemendur og foreldrar 4. - 5. bekkjar.
Umsjónarkennari er María Dögg Línberg.

11.00 Nemendur og foreldrar 6. bekkjar.
Umsjónarkennarar eru Dröfn Freysdóttir og Sigrún Eva Grétarsdóttir.

11.00 Nemendur og foreldrar 7. - 8. bekkjar.
Umsjónarkennari er Lilja Dögg Björgvinsdóttir.

11.00 Nemendur og foreldrar 9. - 10. Bekkjar.
Umsjónarkennari er Karen Sveinsdóttir.

19.08.2019

Lestun á baggaplasti 2019

Ágætu bændur í Djúpavogshreppi

Nú stendur fyrir dyrum eins og áður að fara á sveitabæi í Djúpavogshreppi og taka baggaplast til endurvinnslu. Það verður gert fimmtudaginn 29. ágúst og er áætlað að byrja að taka baggaplast á syðsta sveitabæ um hádegisbil og enda svo á Núpi. Ef ekki næst að taka allt baggaplastið í einni ferð verður önnur ferð skipulögð hið fyrsta og bændur þá upplýstir um það. Bændur eru hér með vinsamlega beðnir um að tryggja öruggt aðgengi að rúlluplastinu svo lestun gangi vandræðalaust fyrir sig.

Þeir bændur sem ætla að nýta sér þessa ferð eru vinsamlegast beðnir um að láta vita á skrifstofu Djúpavogshrepps í síma 470-8700 eigi síðar en mánudaginn 26. ágúst.

Með góðum samstarfskveðjum

Djúpavogshreppur – Sjónarás.

19.08.2019

Búlandstindur óskar eftir verkstjóra


Verkstjóri í Fiskvinnslu
Búlandstindur óskar eftir að ráða verkstjóra til að sinna fölbreyttum
og krefandi störfum í vinnslu félagsins.Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

STARFIÐ
Starfið felur meðal annars í sér daglega stjórnun og skipulagningu á vinnu starfsfólks. Viðkomandi hefur umsjón með gæðastarfi og að unnið sé samkvæmt verklags- og öryggisreglum.

MENNTUN OG REYNSLA
Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu af verkstjórn og starfsmannahaldi. Menntun og/eða reynsla tengd sjávarútvegi er kostur.

AÐRAR HÆFNISKRÖFUR
-Hæfni til að eiga uppbyggileg samskipti við einstaklinga og
starfsmannahópa.
-Hæfni til að hvetja fólk til dáða og hámarka frammistöðu þess.
-Mikill skilningur á framleiðsluferli og framleiðslutækni.
-Hæfni til að leiða greiningu og úrlausn vandamála.
-Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti, bæði á íslensku og ensku.
-Hæfni til að nota og læra á ýmis tölvuforrit og kerfi
(Innova, MS Office, Navision, Bakvörð o.fl.).

Nánari upplýsingar veitir Elís Hlynur Grétarsson, framkvæmdarstjóri Búlandstinds ehf., (elli@bulandstindur.is).

Umsóknarfrestur er til og með 2. september 2019.

19.08.2019

Búlandstindur auglýsir eftir gæðastjóra / Quality manager

(English below)

Búlandstindur ehf óska eftir að ráða gæðastjóra. Gæðastjóri hefur umsjón með gæðamálum í verkefnum fyrirtækisins.

Starfs- og ábyrgðarsvið
• Ábyrgð á verkefnum á sviði gæðamála
• Ábyrgð og umsjón með stjórnkerfum gæðamála
• Fræðsla og ráðgjöf við stjórnendur og aðra starfsmenn
• Rýning og skráning verkferla
• Samræming og yfirumsjón með gæðavinnu
• Ábyrgð á gerð og viðhaldi handbóka og leiðbeininga
• Vinna að einföldun ferla og aukinni skilvirkni
• Samskipti við hagsmunaaðila innan sem utan fyrirtækisins

Menntunar- og hæfniskröfur
• Háskólapróf sem nýtist í starfi
• Góð þekking og reynsla á sviði gæðastjórnunar
• Reynsla og þekking í rekstri stjórnunarkerfa skv. ISO 9001
• Reynsla af ISO 14001, 18001, 27001, er æskileg
• Reynsla af verkefnastjórnun er kostur
• Góð almenn tölvufærni
• Frumkvæði og metnaður til að ná árangri og tileinka sér nýjungar
• Skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum
• Hæfni í samskiptum og virðing fyrir samstarfsmönnum og umhverfi
• Gott vald á íslensku og ensku, talaðri sem ritaðri

Einstaklingar af báðum kynjum eru hvattir til að sækja um starfið.

Nánari upplýsingar veitir Elís Hlynur Grétarsson, framkvæmdarstjóri Búlandstinds ehf., (elli@bulandstindur.is).
Umsóknarfrestur er til og með 2. september 2019.

Quality Manager
Búlandstindur ehf would like to hire a quality manager. The quality manager oversees quality issues in the company´s projects.

Job description and responsibility
• Responsibility for quality issues
• Responsibility and oversight of quality control systems
• Education and consulting with managers and other employees
• Review and registration of procedures
• Coordination and supervision of quality work
• Responsibility for making and maintaining manuals and instructions
• Work to simplify processes and increase efficiency
• Interaction with stakeholders within and outside the company
Education and skills required
• University degree is an advantage
• Knowledge and experience in quality management
• Experience and knowledge in the operation of management systems, ISO 9001
• Experience of ISO 14001, 18001, 27001, is an advantage
• Experience in project management is an advantage
• Good general computer skills
• Initiative and ambition to succeed and learn new things
• Organizational skills and independence in work
• Communication skills and respect for colleagues and the environment
• Good language skills in Icelandic and English, spoken as written

For further information contat Elís Hlynur Grétarsson, elli@bulandstindur.is.
The deadline for an application is september 2nd 2019.

19.08.2019

Frá UMF. Neista - vetrarstarf hefst

Kæru iðkendur, foreldrar/forráðamenn og félagar

Stjórn og framkvæmdastjóri vinna nú að því að skipuleggja starf vetrarins sem verður fjölbreytt að vanda. Viðburðadagatal verður sent út í byrjun september ásamt skráningarformi fyrir foreldra iðkenda og aðra áhugasama í aðstoð við viðburði félagsins.

Æfingar hefjast mánudaginn 26. ágúst og munu skráningar fara fram 20.-23. ágúst. Þjálfari í fótbolta og frjálsum verður Guðmundur Helgi Stefánsson en því miður höfum við ekki fengið sundþjálfara til starfa. Við gerum ráð fyrir sundi í stundatöflu með von um að úr því rætist en eins og staðan er nú verður ekki boðið upp á æfingar í sundi.

Það hafa orðið nokkrar breytingar í yfirstjórn Neista. Tveir stjórnarmeðlimir sögðu sig úr stjórn í sumar. Pálmi Fannar Smárason formaður og Hafdís Reynisdóttir, sem var í stjórn áður en hún tók við stöðu framkvæmdastjóra. Við þökkum þeim fyrir gott og mikið starf í þágu Neista.

Stjórn félagsins í vetur verður eftirfarandi:

Aðalstjórn
Helga Björk Arnardóttir formaður
Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir varaformaður
Hera Líf Liljudóttir gjaldkeri
Þórdís Sigurðardóttir ritari
Auður Ágústsdóttir meðstjórnandi
Kristófer Dan Stefánsson meðstjórnandi

Frjálsar/sundráð
Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir formaður
Hugrún Malmquist Jónsdóttir meðstjórnandi

Fótboltaráð
Þórdís Sigurðardóttir formaður

Framkvæmdastjóri
Helga Rún Guðjónsdóttir

Aðalstjórn mun funda einu sinni í mánuði, fyrsta þriðjudag hvers mánaðar. Ráðin munu funda annan hvern mánuð eða eftir þörfum. Erindi og ábendingar sem óskað er eftir að tekið er á fundum sendist á neisti@djupivogur.is Framkvæmdastjóri mun vera með fasta viðveru í Geysi mánudaga og miðvikudaga kl. 13.30-15.00.

Ráðin eiga að hafa þrjá meðlimi og óskum við því eftir sjálfboðaliðum, einn í sund/frjálsarráð og tvo í fótboltaráð.

Þátttaka meðlima í félaginu skiptir sköpum til að starfsemin gangi upp og hlökkum við mikið til að vinna með ykkur í vetur. Áfram Neisti!

F.h. Ungmennafélagsins Neista
Helga Rún Guðjónsdóttir
Framkvæmdastjóri

19.08.2019

Styrktarsjóður Snorra Gíslasonar frá Papey

Styrktarsjóður Snorra Gíslasonar frá Papey auglýsir eftir umsóknum um námsstyrk.

Samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins er markmið hans „að styrkja ungt fólk úr Djúpavogshreppi til náms.Styrkir skulu veittir ungu fólki með búsetu í Djúpavogshreppi til náms á framhaldsskólastigi.Sérstaklega skal horft til náms sem getur mögulega komið samfélaginu í Djúpavogshreppi til góða“.

Úr sjóðnum verður veittur einn styrkur að upphæð 500.000 kr.Umsókn skal fylgja ítarleg greinargerð um fyrirhugað nám ásamt upplýsingum um fyrra nám auk rökstuðnings um hvernig námið mun koma samfélaginu í Djúpavogshreppi til góða.

Umsóknarfrestur er til 1. september 2019 en úthlutun fer fram um áramót.

Vinsamlega sendið umsóknir rafrænt á netfangið kristjan@djupivogur.is.

Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Djúpavogshrepps.

–Stjórn Styrktarsjóðs Snorra Gíslasonar.

14.08.2019

Deildarstjóra vantar við Tónskóla Djúpavogs

Djúpavogsskóli er samrekinn grunn- og tónskóli og fyrir skólaárið 2019 – 2020 vantar okkur deildarstjóra í tónskólann í 100% starf. Hann heyrir undir skólastjóra en sinnir daglegri skipulagningu, foreldrasamstarfi, kennslu og almennu utanumhaldi. Þá vantar einnig tónlistarkennara við grunnskólann til að sinna tónmenntakennslu og samsöng u.þ.b. 23% starfshlutfall.

Djúpavogskirkja auglýsir samhliða eftir organista við kirkjuna en starfshlutfallið þar er 27%

Um frábært tækifæri er að ræða t.d. fyrir tvo tónlistarkennara og eru möguleikar á 100% starfshlutfalli fyrir báða aðila, t.d. með því að kenna í grunnskólanum, eða bjóða uppá tónlistarnám fyrir einstaklinga, kóra eða hvað sem er.

Í Djúpavogsskóla er lögð mikil áhersla á umhverfismennt og átthagafræði og stendur nú yfir innleiðing á hugmyndafræði Cittaslow en sveitarfélagið Djúpavogshreppur varð aðili að Cittaslow hæglætishreyfingunni árið 2013. Mikil samvinna er milli grunn- og tónskólans og á hverju ári er settur upp söngleikur þar sem allir nemendur grunnskólans taka þátt með aðstoð frá nemendum og starfsfólki tónskólans. Mikil hefð er fyrir frábæru tónlistarstarfi í sveitarfélaginu og margir aðilar hér sem sinna tónlistariðkun og því fjölbreyttir og skemmtilegir möguleikar í boði fyrir hugmyndaríkt fólk.

Laun greiðast skv. kjarasamningi KÍ og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Skólastjóri, Signý Óskarsdóttir veitir nánari upplýsingar á skolastjori@djupivogur.is eða í síma 698-9772.

Sóknarprestur, Sr. Sjöfn Jóhannesdóttir veitir nánari upplýsingar á sjofnjo@simnet.is eða í síma 892-7651

Umsóknarfrestur er t.o.m. 15. ágúst 2020.

06.08.2019