Aðalvefur
Pokastöð opnar á Djúpavogi
hópur sem hittist og saumar poka úr efnisafgöngum

Sölvi Tryggvason með fyrirlestur
á Hótel Framtíð
Frá skólunum vegna óveðursins
Foreldrum barna í Djúpavogshreppi hefur verið sendur póstur þar sem þeir eru hvattir til að halda börnum sínum heima vegna óveðursins sem nú gengur yfir. Grunnskólinn er samt sem áður opinn.
Samkæmt veðurspá á veðrið enn eftir að versna og nær hámarki í kringum hádegi.
Skólastjórar
100 ára afmæli UMF Neista vel heppnað
Heilmikil veisluhöld voru á Hótel Framtíð á Djúpavogi í gær, sunnudaginn 24.febrúar í tilefni100 ára afmælis Ungmennafélags Neista.
Í tilefni tímamótanna var öllum boðið í afmælisköku, kaffi og safa á hótelinu klukkan 15:00 og var sögu félagsins gerð skil með lifandi og skemmtilegum hætti. Ýmislegt var á dagskránni, svo sem mynda- og sögusýning, frumsýning nýrrar afmælistreyju Neista, úrslit nafnasamkeppni nýja húsnæðis Neista, auk þess sem dagatal afmælisársins var kynnt. Nýja húsnæði Neista á Neistavelli hlaut nafnið „Neisti“. Einnig var varningur sem sérstaklega var hannaður í tengslum við afmælisárið til sölu ásamt nýju afmælistreyjunni. Nokkrir tóku til máls á hátíðardeginum og frumsýnt var sérstakt afmælismyndband sem unnið var af Andrési Skúlasyni þar sem farið var yfir skemmtilega viðburði í gegnum árin hjá Neista.
Sérstaklega góð mæting var á viðburðinn og greinilegt að Neisti hefur mikla þýðingu í samfélaginu og hefur gert í 100 ár.
Til hamingju með áfangann og lengi lifi Neisti!
Húsnæði til leigu
Fyrir áhugasama um dvöl á landsbyggðinni.
Heimasíða fyrir sameiningarverkefni
Ný heimasíða Samstarfsnefndar um sameiningu Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar hefur litið dagsins ljós.
Síðan er á slóðinni www.svausturland.is
Á síðunni er ætlunin að kynna upplýsingar sem varða sameiningarferlið og vinnuna við undirbúning atkvæðagreiðslu um sameiningu sveitarfélaganna, flytja fréttir af starfinu við undirbúning og svara þeim spurningum sem kunna að brenna á íbúum. Mörgum spurningum er enn ósvarað og efni síðunnar mun því aukast eftir því sem nær dregur atkvæðagreiðslunni. Síðan er með öðrum orðum ætluð til þess að halda utanum verkefnið, en er ekki opinber síða sveitarfélags eða grunnur að heimasíðu sveitarfélags ef til sameiningar kemur.
Á síðunni má finna fundargerðir samstarfsnefndar, lýsingu á verkefninu framundan og þegar verkefninu vindur fram munu koma frekari upplýsingar um íbúafundi, skýrslur og aðrar upplýsingar um verkefnið.
Síðan er unnin í samstarfi við Sigrúnu Júníu margmiðlunarhönnuð á Fljótsdalshéraði.
Nýtt fyrirkomulag vegna sorphirðu - upplýsingar
Opinn kynningarfundur vegna nýs fyrirkomulags við sorphirðu var haldinn á Hótel Framtíð miðvikudaginn 20. febrúar nk. kl. 18:00. Þar kynntu fulltrúar Íslenska gámafélagsins þjónustu sína og sátu fyrir svörum ásamt formanni skipulags-, framkvæmda- og umhverfisnefndar og sveitarstjóra.
Eftir helgina verður skipt út tunnum bæði í þorpinu og í dreifbýlinu. Vonast er til að það taki ekki nema 1-2 daga og eru íbúar beðnir að sýna því skilning en svo getur farið að heimili séu tunnulaus á meðan. Íbúar eru hvattir til að kynna sér vel hið nýja fyrirkomulag. Upplýsingabækling hefur verið dreift á öll heimili og má finna hann hér. Losunardagatal má finna hér. Upplýsingar um tunnufestingar má finna hér.
Sveitarstjóri
Bollusala Kvenfélagsins Vöku 2019
Kvenfélagið Vaka hefur til sölu bollur fyrir Bolludaginn.
Verð pr. stk. er kr. 375.-
Pantanir hjá Ingibjörgu í síma 864-2128.
Pantanir þurfa að berast fyrir þriðjudaginn 26. febrúar næstkomandi.
Kvenfélagið Vaka

Nafnakeppni Neista lýkur í kvöld
Neisti 100 ára

Fyrsta afhending REKO Austurland á Djúpavogi á laugardaginn
Afhendingarstaðurinn er Við voginn

Breyting á tímasetningu Konudagskökuhlaðborðs
Tilkynning frá Við voginn
100 ára afmæli UMF Neista
24. febrúar 2019

Kynningarfundur vegna nýs fyrirkomulags við sorphirðu
Kynningarfundur vegna nýs fyrirkomulags við sorphirðu verður haldinn á Hótel Framtíð miðvikudaginn 20. febrúar nk. kl. 18:00.
Þar munu fulltrúar Íslenska gámafélagsins kynna þjónustu sína og svara spurningum. Þeir munu dvelja í sveitarfélaginu fram á föstudag og svara spurningum verði til þeirra leitað.
Íbúar eru hvattir til að fjölmenna á kynningarfundinn og kynna sér hið nýja fyrirkomulag. Heitt á könnunni.
Sveitarstjóri
Neisti óskar eftir gömlum munum og treyjum að láni
Fyrir 100 ára afmælið

Sveitarstjórn: Fundargerð 14.02.2019
8. fundur 2018 - 2022
Breytingar á sorphirðu í Djúpavogshreppi
Breytingar verða á sorphirðu í Djúpavogshreppi frá og með 1. mars næstkomandi.
Sveitarstjórn: Fundarboð 14.02.2019
8. fundur 2018 - 2022
Viðvera byggingarfulltrúa
Viðvera Byggingarfulltrúa Mánudaginn 25. febrúar
Fyrstu afhendingar REKO á Austurlandi gengu vonum framar
Næst verður afhending á Djúpavogi