Aðalvefur
Forsala miða á þorrablótið 2019 hefst í dag
Þorrablót Djúpavogs verður haldið laugardaginn 2. febrúar n.k. á Hótel Framtíð.
Forsala aðgöngumiða hefst á hótelinu í dag og stendur yfir fram á föstudag. Opið er í miðasölu á milli 18:00 og 20:00.
Miðaverð í forsölu er kr. 8.500. Eftir forsölu verður verðið kr. 9.500.-
Þorrablótsnefnd

6 verkefni úr Djúpavogshreppi hlutu styrk
Styrkjum veitt úr Uppbyggingarsjóði Austurlands
Frábær árangur í söngkeppni Samaust
Samaust (Samtök félagsmiðstöðva á austurlandi) hélt á dögunum sína árlegu söngkeppni. Í ár gerðu ungmenni á Djúpavogi sér lítið fyrir og sendu tvo fulltrúa á keppnina.
Guðrún Lilja Eðavarðdóttir og Íris Antonía Ólafsdóttir stigu á svið og sungu fyrir fullum sal í Valaskjálf á Egilsstöðum. Guðrún Lilja söng lagið Óskin Mín eftir Rakel Pálsdóttur og gerði það með stakri prýði.
Íris Antonía söng lagið Creep með Radiohead og gerði sér lítið fyrir og lenti í öðru sæti fyrir sinn flutning. Fyrir vikið öðlaðist hún þátttöku rétt í söngkepnni Samfés sem fram fer í mars 2019. Þar mun hún stíga á svið í Laugardalshöll og flytja lag fyrir fulla höll af unglingum frá öllum landshornum! Við óskum þeim báðum til hamingju með árangurinn og hlökkum til að heyra í þeim í framtíðinni!
Félagsmiðstöðin Zion.
Skautadagur Neista færður á Neistavöllinn
Rennt á sleðum en ekki skautum vegna aðstæðna
Dagskrá Hammondhátíðar 2019
Fjórtánda Hammondhátíð Djúpavogs.

Íslenska fyrir útlendinga / Icelandic courses / Język islandzki dla ob...
Hálf námskeið 20 tímar / Half courses 20 hours / Pół kursu 20 godzin
Skautadagur Neista
Neisti býður í kakó
Langabúð auglýsir
Sumarstörf
Neisti 100 ára og nafnasamkeppni
Ungmennafélagið Neisti fagnar 100 ára afmæli á þessu ári
Nýtt kynningarmyndband um Austurland
Nýtt kynningarmyndband um Austurland
Í dag, 17. janúar, fer í dreifingu nýtt og glæsilegt kynningarmyndband um Austurland. Myndbandið, sem er eins konar örsaga, lýsir upplifun aðkomumanneskju af svæðinu í máli og mögnuðum myndum og tekst þannig að gefa áhorfendum innsýn inn í þennan sérstaka og töfrandi landshluta. Myndbandið er framleitt og tekið upp af Sebastian Ziegler en leikstjóri var Henrik Dyb Zwart og með aðalhlutverk fór Nanna Juelsbo.
Árshátíð grunnskólans, 17. janúar
Grunnskólinn sýnir Pétur Pan á Hótel Framtíð.
Viðvera byggingarfulltrúa
Viðvera Byggingarfulltrúa 21. janúar.
Kvikmyndin um Hans Jónatan á RÚV 16. janúar
Saga Hans Jónatans, þræls af danskri nýlendu sem við upphaf 19. aldar fluttist til Djúpavogs, hefur farið víða síðan bók Gísla Pálssonar um hann kom út árið 2014. Á morgun verður sýnd heimildarmynd sem byggð er á bókinni á RÚV.
Árið 1802 birtist á Djúpavogi ungur, þeldökkur maður sem settist þar að. Þessi maður hét Hans Jónatan og er eftir því sem best er vitað fyrsti þeldökki maðurinn sem settist að á Íslandi. Móðir Hans Jónatans var ambátt af afrískum uppruna á eyjunni Saint Croix sem þá var dönsk nýlenda en ekki er vitað með vissu um föður hans nema að hann var hvítur. Honum var tekið vel á Djúpavogi, fékk starf í versluninni í Löngubúð og varð síðar verslunarstjóri og giftist dóttur hreppstjórans.
Hans hafði verið þræll allt sitt líf en tókst að hefja nýtt líf á Íslandi. Afkomendur hans og Katrínar, eiginkonu hans, eru á tólfta hundraðið í dag. Þó Hans Jónatan hafi notið virðingar á Djúpavogi áttu afkomendur hans eftir að kynnast fordómum, eins og kom fram í sjónvarpsfréttum þegar myndin var frumsýnd í Berufirði vorið 2017.
Höfundar heimildarmyndar um ævi Hans Jónatans, sem sýnd verður á á RÚV miðvikudaginn 16. janúar, eru hjónin Valdimar Leifsson og Bryndís Kristjánsdóttir. „Við kynntumst þessari sögu í gegnum Gísla Pálsson mannfræðiprófessor. Íslendingar hafa af og til verið minntir á að hann hafi komið hingað,“ segir Bryndís. „Það sem er merkilegt er að hann var fyrsti þeldökki maðurinn sem settist að á Íslandi svo vitað sé. Gísli hafði séð heimildarmynd í danska sjónvarpinu, þar sem fjallað var um að hann hefði komið til Íslands, og hún kveikti virkilega í honum. Svo hann fór að vinna að þessu mikla verki sínu. Þegar hann var kominn inn í verkið datt honum í hug að það gæti orðið skemmtilegt að gera heimildarmynd um þetta.“
Bryndís og Valdimar ferðuðust um slóðir Hans Jónatans, til Danmerkur og St. Croix, við gerð myndarinnar ásamt afkomendum hans. Með hlutverk í myndinni fara George Leite, Edda Björnsdóttir og Yiori Moorhead.
Gísli Pálsson gaf út bókina Hans Jónatan, maðurinn sem stal sjálfum sér, árið 2014. Hún hefur verið þýdd á ensku, dönsku og frönsku. Svo gæti farið að lífshlaup Hans Jónatans verði einnig að leikinni kvikmynd, en greint var frá því á Morgunvakt Rásar 1 að bandarískir kvikmyndagerðarmenn veltu fyrir sér söguefninu.
Frétt af RÚV.is
Fundur atvinnu- og menningarmálanefndar vel sóttur
Áhersla fundarins var að þessu sinni fiskeldi og fiskvinnsla.
Minjastofnun Íslands auglýsir
Minjastofnun Íslands auglýsir laust til umsóknar starf við fjarvinnslu á Djúpavogi.
Sveitarstjórn: Fundargerð 10.01.2019
7. fundur 2018 - 2022.
Djúpivogur 3D í fréttum RÚV
Á gamlársdag var í fréttum RÚV fjallað um skipulagsmál á Djúpavogi og hvernig sýndarveruleiki er notaður til að raungera þá framtíðarsýn sem kemur fram í tillögum að skipulagi fyrir miðbæjarsvæðið og mæla sálfræðileg áhrif hennar. Þetta er hluti af verkefninu Cities that Sustain Us sem fer fram innan veggja Háskólans í Reykjavík í samstarfi við Djúpavogshrepp og TGJ hönnun - ráðgjöf - rannsóknir.
Samráðsfundur fyrir bændur, heimavinnsluaðila og smáframleiðendur
Þriðjudaginn 15. janúar kl. 20:00, í fundarsal Austurbrúar Egilsstöðum
Sveitarstjórn: Fundarboð 10.01.2019
7. fundur 2018 - 2022
Opinn fundur um atvinnumál
Fyrsti fundur verður laugardaginn 12.janúar á Hótel Framtíð kl.11. Áhersla verður fiskeldi og fiskvinnsla.
Myndband Jimmy Hill á Djúpavogi vekur athygli
Djúpavogshreppur spilar stórt hlutverk í nýju myndbandi Jimmy Hill
Prins Póló með lag ársins
Íbúar Djúpavogshrepps gera góða hluti
Árshátíð grunnskólans 2019
Fimmtudaginn 17. janúar næstkomandi fer árshátíð grunnskólans fram. Í þetta sinn verður sett upp leikritið um Pétur Pan. Árshátíðin fer fram á Hótel Framtíð og hefst kl. 18:00.
Allir hjartanlega velkomnir

Nýr framkvæmdastjóri
Hafdís Reynisdóttir hefur verið ráðin tímabundið sem framkvæmdastjóri Umf. Neista frá áramótum.