Djúpivogur
A A

Aðalvefur

FRESTAÐ - Áramótabrennu UMF Neista 2019 frestað

Vegna veðurs hefur áramótabrennu Neista sem fara átti fram í dag kl. 17:00, verið frestað til morguns, miðvikudagsins 1. janúar 2020. Hún verður haldin kl. 17:00 á Hermannastekkum.

Björgunarsveitin Bára verður með flugeldasýningu.

31.12.2019

​Gamlárshlaup/ganga Neista 2019

Gamlárshlaup/ganga Neista verður hlaupið/gengin á gamlársdag kl 11:00

Hlaupið/gengið verður frá íþróttahúsinu, bræðsluhringur eða flugvallarhringur, útá enda flugbrautar og til baka.

Hvetjum alla til að taka þátt og eiga skemmtilegan dag saman.

Afmælisnefnd Neista

30.12.2019

Jólaball á Hótel Framtíð

Foreldrafélög grunn- og leikskóla Djúpavogshrepps bjóða ykkur velkomin á hið árlega jólaball.

Ballið fer fram á Hótel Framtíð, laugardaginn 28. desember frá kl. 16:00 - 17:30.

Það eru auðvitað allir velkomnir, ungir sem aldnir.

Foreldrafélögin

27.12.2019

Jólakveðja frá Ungmennafélaginu Neista

Ungmennafélagið Neisti óskar öllum bæjarbúum og velunnurum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Afmælisnefnd Neista þakkar veittan stuðning frá styrktaraðilum og bæjarbúum en nefndin mun starf áfram þar til í febrúar.

Áfram Neisti!

21.12.2019

Uppbygging áningarstaðar við Snædalsfoss í landi Bragðavalla

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps samþykkti þann 12. desember 2019 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi við Snædalsfoss í landi Bragðavalla, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Deiliskipulagssvæðið er 18 ha að stærð og tekur yfir nærumhverfi Snædalsfoss og gönguleiðir frá bæjarstæðinu á Bragðavöllum að fossinum. Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir uppbyggingu göngustíga, göngu- og útsýnispalls og aðstöðuhúss.

20.12.2019

Opnunartími í Íþróttamiðstöðinni yfir hátíðarnar

Íþróttamiðstöð Djúpavogs er opin eftirtalda daga yfir hátíðarnar 2019.

19.12.2019
16.12.2019

Frá Tryggvabúð

Síðasti opnunardagur í Tryggvabúð fyrir jól er miðvikudagurinn 18. desember.

Við opnum aftur mánudaginn 13. janúar, kl. 10:30.

16.12.2019

Leikskólinn Bjarkatún fær grænfánann í fjórða skiptið

Skólar á grænni grein (Eco-Schools) er verkefni sem byggir á því að stuðla að sjálfbærni og umhverfisvernd út frá lýðræðismenntun og getu til aðgerða. Skólar á grænni grein þurfa að fylgja sjö skrefa ferli sem markast að því að efla vitund nemenda, kennara og annara starfsmanna skólans um umhverfismál. Þetta verkefni hefur víðtæk áhrif þar sem skólar taka ábyrga afstöðu í málum sem snerta umhverfið.

Það er því gleðiefni að Leikskólinn Bjarkatún fái grænfánann afhentan í fjórða skiptið. Það var hún Guðrún frá Landvernd sem kom og afhenti okkur fánann sem við munum hafa til næstu tveggja ára. Þórdís verkefnastjóri umhverfisstarfs Bjarkatúns og elstu nemendur Bjarkatúns sem eru jafnframt í grænfánanefnd skólans tóku á móti fánanum.

16.12.2019

Aðventuhátíð í Djúpavogskirkju

Aðventuhátíð í Djúpavogskirkju föstudaginn 13. desember kl. 18:00.

12.12.2019

Uppbyggingarsjóður Austurlands

Uppbyggingarsjóður styrkir menningar-, atvinnu- og nýsköpunarverkefni sem falla að Sóknaráætlun Austurlands.

Nánari upplýsingar og leiðbeiningar um umsóknargerð er að finna á austurbru.is. Einnig hægt að smella hér til að skoða handbók með úthlutunarreglum Uppbyggingarsjóðs.

Opnað var fyrir umsóknir fimmtudaginn 5. des. 2019 kl. 12:00

Sótt er um á soknaraaetlun.is

Umsóknarfrestur er til kl. 23:00 þann 3. janúar 2020.

11.12.2019

Tryggvabúð lokuð í dag - vöfflukaffi frestast til morguns

Tryggvabúð, félagsaðstaða eldri borgara í Djúpavogshreppi, er lokuð í dag vegna veðurs. Vöfflukaffið vikulega sem vera átti í dag verður þess í stað á morgun, kl. 15:00.

Sveitarstjóri

11.12.2019

Rafmagnslaust í Víkurland 1,3 og 5 á laugardaginn

Rafmagnslaust verður í Víkurlandi 1-5, frystihúsi og Hafnarbryggju 07.12.2019 frá kl 10:00 til kl 16:00 Vegna vinnu í spennistöð RARIK á Djúpavogi. Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Austurlandi í síma 528 9790 og kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof.

05.12.2019

Vinnustofur vegna umsókna í Uppbyggingarsjóð Austurlands

Hlutverk Uppbyggingarsjóðs er að styrkja menningar-, atvinnu- og nýsköpunarverkefni sem falla að Sóknaráætlun Austurlands. Auk þess veitir sjóðurinn stofn- og rekstrarstyrki til menningarverkefna.

05.12.2019

Úthlutun hreindýraarðs 2019

Drög að úthlutun hreindýraarðs fyrir árið 2019 á ágangssvæði/jarðir í sveitarfélaginu liggja frammi á skrifstofu sveitarfélagsins til 14. desember.

05.12.2019

Útboð: Grunnskóli Djúpavogs – viðbygging, 2. áfangi innanhússfrágangur

Djúpavogshreppur auglýsir eftir tilboðum í verkið: Grunnskóli Djúpavogs – viðbygging, 2. áfangi innanhússfrágangur

05.12.2019

Fulltrúi Djúpavogsskóla á Barnaþingi

Í síðustu viku var Barnaþing haldið í fyrsta sinn á Íslandi. Þar fékk fjölbreyttur hópur barna boð um að mæta og taka þátt. Stærstur hluti barnanna var valinn með slembivali úr þjóðskrá en einnig var séð til þess að börn af erlendum uppruna og börn með fatlanir ættu fulltrúa á þinginu. Á þinginu fengu krakkarnir að segja sínar skoðanir á þeim málum sem þeim finnst mikilvæg. Þingið var með þjóðfundarsniði og voru um 150 börnum skipt í hópa með einn stjórnanda sem sá um að allar skoðanir kæmust að. Við í Djúpavogsskóla vorum svo heppinn að eiga einn fulltrúa á þinginu en það var hann Björgvin Sigurjónsson í 8. bekk.

05.12.2019

Ljósin tendruð á jólatré Djúpavogshrepps

Ljósin á jólatré Djúpavogshrepps verða tendruð fyrsta sunnudag í aðventu þann 1. desember kl. 17:00, á Bjargstúni.

Grunnskólanemi kveikir jólaljósin.

Sungið og dansað í kringum jólatréð.

Jólasveinar kíkja í snemmbúna heimsókn niður í mannabyggð með sitthvað í pokahorninu.

Jólatréð er gjöf frá Skógræktarfélagi Djúpavogs.

Cittaslow

Fjölskyldustund á aðventu

Fjölskyldustund á aðventu í Djúpavogskirkju, 1. desember kl. 14:00.

29.11.2019

Fiskeldi Austfjarða auglýsir

Fiskeldi Austfjarða leitar að áhöfn á nýjan þjónustubát.

Við leitum að duglegum, samviskusömum og Jákvæðum liðsauka til að vinna með okkur þau verkefni sem þjónustubáturinn sinnir í Fáskrúðs- og Berufirði.

28.11.2019

Djúpavogshreppur er sigurvegari Spurningakeppni Neista 2019

Laugardaginn 23. nóvember fóru fram úrslit í Spurningakeppni Neista 2019 á Hótel Framtíð. Fjögur lið höfðu tryggt sér þátttöku í úrslitunum, Djúpavogshreppur, Leikskólinn Bjarkatún, Baggi ehf. og Skákfélag Djúpavogs. Í fyrstu viðureign kvöldsins hafði Djúpavogshreppur tæpan sigur gegn leikskólanum og annarri viðureigninni fór Baggi ehf. nokkuð létt með Skákfélagið.

Djúpavogshreppur mætti síðan Bagga í úrslitum og þar höfðu þau fyrrnefndu yfirburði á flestum sviðum og stóðu uppi sem sigurvegarar.

Verðlaunin voru að sjálfsögðu hinn eftirsótti farandbikar auk fjölmargra vara sem unnar eru hér í Djúpavogshreppi.

Það var gaman að sjá hve vel var mætt og má segja að húsfyllir hafi verið og stemmningin eftir því.

Við óskum Djúpavogshreppi til hamingju með sigurinn.

Cittaslow

Starf lögfræðings hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga

Samband íslenskra sveitarfélaga hyggst ráða lögfræðing á lögfræði- og velferðarsviði. Lögfræðingar sambandsins koma fram fyrir þess hönd við undirbúning lagafrumvarpa og stjórnvaldsfyrirmæla sem varða sveitarfélögin og vinna að upplýsingagjöf, ráðgjöf og fræðslu til sveitarfélaga. Lögfræðingurinn mun starfa ásamt öðrum lögfræðingum og sérfræðingum sviðsins að margþættum og síbreytilegum verkefnum, sem meðal annars varða skipulags-, umhverfis- og auðlindamál, skólamál, málefni félagsþjónustu sveitarfélaga og túlkun laga og reglna sem varða starfsemi sveitarfélaga.

26.11.2019

Fyrsti samráðsfundur með starfsfólki sameinaðs sveitarfélags

Undirbúningsstjórn sem vinnur að innleiðingu sameinaðs sveitarfélags leggur mikla áherslu á að sameiningarferlið verði gagnsætt og upplýsingar aðgengilegar um verkefnin framundan. Starfsfólk sveitarfélaganna eru lykilaðilar í því að vel takist til og var ákveðið að fyrsta verkefni væri hefja samráð við starfsfólk.

26.11.2019

Æskulýðsstarf í Djúpavogskirkju

Æskulýðsstarf í Djúpavogskirkju, miðvikudaginn 27. nóvember.

Cittaslow

Sveitarstjórnarkosningar í apríl 2020

Sveitarstjórnir Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar hafa skipað undirbúningsstjórn sem skal undirbúa stofnun nýs sveitarfélags. Íbúar sveitarfélaganna samþykktu sameiningu sveitarfélaganna með afgerandi hætti þann 26. október síðastliðinn. Áætlað er að kosið verði til nýrrar sveitarstjórnar eftir páska og að nýtt sveitarfélag taki til starfa í lok apríl eða byrjun maí. Fram að þeim tíma starfa sveitarfélögin fjögur eins og verið hefur.

25.11.2019