Aðalvefur
Áramótabrennu frestað fram á Nýársdag
ATHUGIÐ! Áramótabrennu frestað!
Áramótin á Djúpavogi
Áramót, flugeldar og brenna
Jólakveðja frá starfsfólki skrifstofu Djúpavogshrepps
Eftir langar og strangar æfingar er jólakveðjan frá skrifstofu Djúpavogshrepps nú loksins tilbúin. Í þetta sinn þurftum við að þjálfa upp tvo nýja dansara, þau Gretu Mjöll og Rúnar. Þau lofuðu nú ekkert sérstaklega góðu til að byrja með, voru reyndar alveg afleit, en eftir að Anna Sigrún ákvað að senda þau í þriggja vikna æfingabúðir til Gunnu Smára á Neskaupstað fóru hjólin loksins að snúast og jafnt og þétt fór þeim að takast að að halda sæmilegum takti. Gauti lét hafa eftir sér í upptökum að hann héldi að þau myndu innan ekki of margra ára ná þeim lágmarks kröfum sem krafist er af starfsfólki skrifstofunnar. Það má því segja að framtíðin sé björt.
Við óskum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
Starfsfólk skrifstofu Djúpavogshrepps
Jólasveinar og jólagjafir
Afhending í Neistahöllinni!
Austurbrú óskar eftir liðsmanni
Austurbrú auglýsir eftir starfsmanni í 50% starf með starfsstöð á Djúpavogi. Starfið er tímabundið til eins árs með möguleika á framtíðarstarfi. Umsækjendur þurfa að búa yfir frumkvæði, sjálfstæði og skapandi hugsun auk góðra samskiptahæfileika. Spennandi tækifæri fyrir áhugasama um þróun þjónustu við íbúa og fyrirtæki á Austurlandi.
Helstu verkefni:
Verkefnastjórnun á menningartengdum verkefnum t.d. matarmenningu
Skipulagning viðburða og námskeiða
Ýmis ráðgjöf
Skrif á umsóknum í sjóði sem og skýrslum og samantektum í tengslum við verkefni Austurbrúar
Þátttaka í öðrum verkefnum Austurbrúar
Umsýsla á starfsstöð og ýmis tilfallandi verkefni
Hæfni og menntun:
Háskólamenntun sem nýtist í starfi auk jákvæðni, þjónustulundar og hæfni í mannlegum samskiptum. Starfið krefst metnaðar, skipulagðra vinnubragða auk færni í ritun og framsetningu efnis. Mikilvægt er að verkefnastjóri geti bæði unnið sjálfstætt sem og hluti af teymi. Sérþekking og reynsla á sviði menningar og atvinnuþróunar er kostur.
Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Fræðagarðs.
Umsóknarfrestur er til og með 10. janúar 2019
- Hvetjum karla jafnt sem konur til að sækja um.
Áhugasamir sendi inn kynningarbréf ásamt ferilskrá á netfangið anna@austurbru.is. Frekari upplýsingar veitir Anna Alexandersdóttir í síma 470 3803 eða í ofangreindu netfangi.
Íþróttamiðstöðin um jól og áramót 2018
Opnunartímar íþróttamiðstöðvarinnar um jól og áramót 2018.
Deiliskipulag - Hamarssel í Djúpavogshreppi
Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga að eftirfarandi deiliskipulagi:
Uppbygging gistihúsa fyrir ferðamenn í Hamarsseli.
Deiliskipulagssvæðið er 1,1 ha að stærð og nær yfir bæjarstæði og næsta nágrenni. Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir uppbyggingu tveggja gistihúsa ætluðum til útleigu til ferðamanna auk bílastæða og göngustíga.
Tillaga að starfsleyfi Fiskeldis Austfjarða hf. í Berufirði til auglýs...
Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir Fiskeldi Austfjarða hf. til framleiðslu á allt að 9.800 tonnum af laxi frjóum eða ófrjóum ( að hámarki 6.000 tonn af frjóum laxi) í Berufirði. Tillagan ásamt fylgigögnum er aðgengileg á vefsíðu Umhverfisstofnunar og gefst tækifæri til að koma með athugasemdir á tímabilinu 14.desember 2018 til og með 18.janúar 2019.
Í áliti Skipulagsstofnunar segir að fyrir liggi að fyrirhugað eldi Fiskeldis Austfjarða í Berufirði og Fáskrúðsfirði mun fylgja áhættumati Hafrannsóknastofnunar varðandi magn frjórra laxa í eldi. Áhættumatið miðar við 6.000 tonn af frjóum laxi í Berufirði og 15.000 tonnum í Fáskrúðsfirði og Reyðarfirði samanlagt, en Fiskeldi Austfjarða áformar eldi á 6.000 tonnum af frjóum laxi í Berufirði og 6.000 tonnum af frjóum laxi í Fáskrúðsfirði. Að teknu tilliti til þess og áformaðra öryggisráðstafana í búnaði og rekstri telur Skipulagsstofnun að fyrirhugað eldi Fiskeldis Austfjarða muni hafa nokkuð neikvæð áhrif á stofna villtra laxa, en áhrifin eru háð óvissu. Áhrifin eru líkleg til að verða mest í laxám næst fyrirhuguðum eldissvæðum en mun einnig mögulega gæta í laxám á stærra svæði.
Athugasemdir við tillöguna skulu vera skriflegar og sendar Umhverfisstofnun. Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 18. janúar 2019. Greinargerð mun fylgja starfsleyfi við útgáfu sbr. 6. gr. rg. nr. 550/2018.
Jólatónleikar tónskólans 2018 í dag
Í Löngubúð kl. 17:00 í dag.
Hangikjötsveisla Björgunarsveitarinnar Báru í kvöld
Á Hótel Framtíð kl.19
Sveitarstjórn: Fundargerð 13.12.2018
6. fundur 2018 - 2022.
Aðventuhátíð í Djúpavogskirkju í kvöld
Aðventuhátíð kl.18
Jólabingó Neista 2018
Bingó Neista 2018!!
21 milljón króna úthlutað til fjarvinnsluverkefna á Djúpavogi
21 milljón króna úthlutað til fjarvinnsluverkefna á Djúpavogi

Sveitarstjórn: Fundarboð 13.12.2018
Sveitarstjórn: Fundarboð 13.12.2018
Úthlutun hreindýraarðs 2018
Drög að úthlutun hreindýraarðs fyrir árið 2018 á ágangssvæði/jarðir í sveitarfélaginu liggja frammi á skrifstofu sveitarfélagsins til 14. desember.
Það er jafnframt sá frestur sem gefinn er til að gera skriflegar athugasemdir sem skulu sendast til:
Skrifstofa Umhverfisstofnunar
Tjarnarbraut 39A
Pósthólf 174
700 Egilsstaðir
Sveitarstjóri
Opnunartími Tryggvabúðar í desember
Dagsetningar lokunar í Tryggvabúð
Sameiningarviðræður: Samið við ráðgjafarfyrirtæki
Á fundi samstarfsnefndar um sameiningu sveitarfélaganna Borgafjarðar eystri, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar, sem haldinn var þriðjudaginn 4. desember 2018, var samþykkt samhljóða að ganga til samninga við RR ráðgjöf varðandi verkefnastjórn og vinnu við stöðumat og framtíðarsýn.
Fulltrúar í samstarfsnefnd eru einnig sammála um að vinna að verkefninu undir vinnuheitinu SVEITARFÉLAGIÐ AUSTURLAND með það að markmiði að grunnþjónusta við íbúa sameinaðs sveitarfélags verði efld frá því sem nú er m.a. með þróun nútíma stjórnunarhátta og rafrænnar stjórnsýslu. Áhersla verður lögð á að virkar og öflugar starfsstöðvar verði til staðar í öllum byggðakjörnum þess, framtíðarstjórnskipulag geri ráð fyrir hverfisráðum með ákvörðunarrétt í vissum málum s.s. varðandi umhverfis- og skipulagsmál og jafnframt verði unnið að því í sameiningarferlinu að fá samþykki stjórnvalda fyrir ákveðnum samgöngubótum innan svæðisins sem munu gegna lykilhlutverki varðandi framtíðarþróun þess.
Horft er til þess að íbúar sveitarfélaganna fjögurra kjósi um sameiningu þeirra fyrir árslok 2019 og mun verða leitast við að virkja starfsmenn, íbúa og fulltrúa félagasamtaka í þeirri vinnu sem leiða mun síðan af sér tillögur að framtíðarfyrirkomulagi SVEITARFÉLAGSINS AUSTURLANDS sem kosið verður þá um.
Jólamarkaður Kvenfélagsins Vöku 2018
Jólamarkaður í Löngubúð