Aðalvefur
Lýðheilsugöngu frestað til mánudags
Lýðheilsugöngunni frá Teigarhorni hefur verið frestað til mánudags 2. október, kl. 18:00, vegna veðurs. Gengið verður frá Teigarshornsbænum og út á Teigatanga. Mæting á hlaðinu á Teigarhorni.
Ferðafélag Djúpavogs
Fullveldisafmæli Ísland 2018
Opnuð hefur verið vefsíða fullveldisafmælis Íslands á slóðinni www.fullveldi1918.is. Vefsíðan verður upplýsingasíða þar sem m.a. verður hægt að fylgjast með dagskrá afmælisársins og skrá verkefni á dagskrá afmælisársins. Á síðunni verður einnig að finna fróðleik um árið 1918 og fullveldishugtakið sem og námsefni fyrir skóla.
Gríðarlegt vatnsveður í Djúpavogshreppi
Það fór vísast ekki fram hjá neinum sem staddur var í Djúpavogshreppi um helgina að úrkoman var í meira lagi, en segja má að rignt hafi linnulaust frá föstudagskvöldi til hádegis á sunnudegi. Og það ekkert smá.
Fyrr í siðustu viku fór ræsi á veginum ofan við Núp á Berufjarðarströnd eftir mikið vatnsveður, með tilheyrandi vegaskemmdum.
Um helgina voru vatnavextir gríðarlegir í Djúpavogshreppi og hækkaði vatnsborð í ám um allt að 2 metra.
Skriða féll á veginn innan við Búlandsá og lokaði honum.
Við höfum tekið saman mynda- og myndbandasafn frá ýmsum aðilum sem voru á vettvangi síðastliðna viku og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir afnotin.
Myndasafnið má sjá með því að smella hér og myndböndin eru hér að neðan.
ÓB
Í Hamarsfirði 23. september, Óskar Ragnarsson
Skriða á veginum innan við Búlandsdal 23. september, Marcelo Didcican Germino
Cittaslow heimsókn
Gestir okkar koma um kl. 23:00 til Djúpavogs. Þeir sem vilja bjóða þau velkomin komi þá í Löngubúð.
Cittaslow heimsókn - myndband frá heimsókn til Orvieto
Nú er von á Cittaslow heimsókn frá kennurum, skólastjóra og Cittaslow fulltrúum Orvieto á Ítalíu. Gestirnir koma í kvöld og dvelja á Djúpavogi frá föstudegi til miðvikudags 22.-27.september.
Við biðjum alla bæjarbúa að taka vel á móti þeim, sýna gestrisnina sem að einkennir Djúpavog svo innilega og gefa sér tíma til að stoppa og spjalla ef áhugi er fyrir því.
Cittaslow sunnudagurinn er á meðan þessari heimsókn stendur og verður gríðarlega gaman að sjá hvað er margt um að vera í þorpinu okkar.
Hér má sjá myndband sem sýnir brot úr ferð krakkanna okkar til Orvieto og móttökurnar sem þau fengu frá þessum gestum.
Greta Mjöll Samúelsdóttir
Djúpavogshreppur auglýsir starf menningar- og atvinnumálafulltrúa
Djúpavogshreppur óskar eftir að ráða menningar- og atvinnumálafulltrúa í 100% starf frá og með 1. nóvember nk.
Starfssvið:
Að vakta og greina stöðu atvinnumála í sveitarfélaginu. Aðstoða aðila í atvinnurekstri, nýsköpunarverkefnum og frumkvöðlastarfsemi með það fyrir augum að stuðla að fjölbreyttri atvinnustarfsemi í sveitarfélaginu.
Veita einstaklingum og fyrirtækjum aðstoð og ráðgjöf við umsóknir og skýrslugerð varðandi atvinnuskapandi verkefni.
Vinna kynningarefni fyrir sveitarfélagið með markaðsetningu þess í huga.
Að vinna að eflingu menningarmála í sveitarfélaginu í samvinnu við einkaaðila og félagasamtök ásamt því að vinna að þeim menningarviðburðum sem sveitarfélagið hefur forgöngu um í samstarfi við menningarmálanefnd.
Að hafa yfirumsjón með safnamálum í sveitarfélaginu og vera til aðstoðar og ráðgjafar er varðar gerð umsókna er heyra undir menningarmál.
Menntunar - og hæfniskröfur:
Háskólamenntun sem nýtist í starfi. Færni í mannlegum samskiptum. Áhersla er lögð á frumkvæði, öguð og sjálfstæð vinnubrögð. Góð íslensku-, ensku- og tölvukunnátta.
Launakjör:
Um laun og kjör fer eftir samningum viðkomandi stéttarfélags og Samninganefndar sveitarfélaga.
Umsóknarfrestur er til 10. október.
Frekari upplýsingar veitir sveitarstjóri 470-8700 / sveitarstjori@djupivogur.is
Cittaslow heimsókn
Í kvöld koma til Djúpavogs 10 gestir frá Cittaslow bæjarfélögum á Ítalíu og Belgíu vegna samvinnu við innleiðingu Cittaslow (22.-27. sept.) og vegna stofnunar Cittaslow Education (25. sept.). Gestir okkar koma til Djúpavogs seint í kvöld, föstudagskvöldið 22. sept. (líklega milli 22:00 og 24:00 – nákvæm tímasetning verður auglýst í kvöld á vefsíðu Djúpavogshrepps og fésbókinni, þegar vitað er hvenær von er á þeim) og er þá hugmyndin að allir sem vilja taka á móti þeim safnist saman í Löngubúð þar sem þau verða boðin velkomin með léttum veitingum úr héraði áður en þau fara heim með þeim sem hafa verið svo elskulegir að bjóðast til að hýsa þau á meðan heimsókn þeirra stendur yfir.
Íbúar eru hvattir til að skreyta hús sín eða garða í appelsínugulum lit til að halda upp á heimsóknina. Passa þarf þó í haustveðrum að ekki sé um skraut að ræða sem fýkur auðveldlega eða rignir niður, sem og að plast er ef til vill ekki heppilegast í plastlausum september og umhverfisvænu sveitarfélagi.
Þessum gestum mun að sjálfsögðu einnig verða boðið að koma á Cittaslow sunnudaginn okkar og það verður gaman að geta boðið þeim upp á mat og menningu af svæðinu meðan við njótum sjálf.
Við hvetjum íbúa til að bjóða þessa gesti okkar sérstaklega velkomna til Djúpavogshrepps.
Frá Löngubúð
Föstudaginn 29. september hefst félagsvistin aftur eftir sumarfrí.
Við hjá Löngubúð hvetjum félagasamtök til að nýta sér þessa leið til fjáröflunar og afþreyingu fyrir alla.
Áhugasamir hafið samband við Rán í s. 863 4303.
kveðja úr Löngubúð
Cittaslow sunnudagurinn og Cittaslow heimsókn
Cittaslow sunnudagurinn 2017
Langabúð, 24. september, kl. 11:00-14:00.
Cittaslow sunnudagurinn er haldinn ár hvert síðasta sunnudag í september í öllum aðildarsveitarfélögum Cittaslow. Að þessu sinni verður þemað okkar matur og menning úr héraði.
Allir sem gera einhverja rétti að hluta eða öllu leyti úr hráefni héðan úr sveitarfélaginu (t.d. úr fisk, mjólk, sveppum, kjöti, berjum, grösum, rabbarbara eða kartöflum), vinna handverk úr hráefnum sem hér finnast (t.d. ull, steinum, beinum, hornum, skeljum og við), taka ljósmyndir, skrifa, mála eða gera annað með mat- eða menningu sem tengist Djúpavogshreppi, eða hráefnum héðan, eru endilega beðnir um að taka það með sér og deila með öðrum íbúum.
Félagasamtök, sem og fyrirtæki sem starfa í anda Cittaslow, eru auk þess hvött vera með kynningar og flott væri að hafa vöru sem unnin er úr hráefnum úr Djúpavogshreppi til sölu.
Nokkrir punktar sem varða skipulag dagsins:
- Langabúð verður opin frá kl. 10:00 fyrir þá sem vilja mæta fyrr og koma sér fyrir áður en húsið opnar formlega.
- Reiknað er með því að vera með hlaðborð fyrir matvöru en einnig er hægt að fá sér borð. Miðar verða á staðnum þannig að hægt er að merkja hvern rétt. Þá væri gaman að taka með sér nokkur eintök af uppskriftum, sé það eitthvað sem áhugi er fyrir að dreifa til áhugasamra.
- Gaman væri að hafa bæði handverk og handavinnu til sýnis, þ.e. hvort um sig lokaafurðir og verk sem verið væri að vinna á staðnum sem hægt er að sjá og dást að – útskurð, prjón, vefnað eða enn annað.
- Ljósmyndarar eða myndlistarmenn geta bæði sýnt verk sín og verið að vinna að verkum í Löngubúð.
- Stefnt er að því að einhver lifandi dagskrá verði í boði á heila tímanum (kl. 12:00 og 13:00). Þá verður hljóðnemi til taks fyrir þá sem vilja taka í hann, hvort sem er til að taka lagið eða lesa upp sögur, kvæði eða annað.
- Þeir og þær sem eiga íslenska búninga eru hvött til að koma í þeim.
- Veitt verða verðlaun í lok dags til barns í flottasta Cittaslow sniglabúningnum!
Óskað er eftir því að fólk skrái sig hjá Ferða- og menningarmálafulltrúa, Erlu Dóru (s. 859-0345 eða með því að senda póst á erla@djupivogur.is) og taki þá fram hvort þörf sé á vegg, borði, hljóðnema, skjávarpa eða hverju sem er.
Þátttaka er auðvitað ókeypis og öllum opin. Leikurinn er til þess gerður að skemmta okkur saman!
Cittaslow heimsókn
Á sama tíma og Cittaslow sunnudagurinn verður haldinn hátíðlegur hjá okkur verða í heimsókn á Djúpavogi 10 gestir frá Cittaslow bæjarfélögum á Ítalíu og Belgíu vegna samvinnu við innleiðingu Cittaslow (22.-27. sept.) og vegna stofnunar Cittaslow Education (25. sept.). Þessum gestum mun að sjálfsögðu einnig verða boðið að koma á Cittaslow sunnudaginn okkar og það verður gaman að geta boðið þeim upp á mat og menningu af svæðinu meðan við njótum sjálf.
Í tengslum við heimsóknina hefur Nelita Vasconcellos verið svo yndisleg að bjóða íbúum upp á ókeypis, létta og skemmtilega ítölskukennslu í Við Voginn á kvöldin kl. 20:00-21:00 alla virka daga þar til gestir okkar koma, þ.e. 13.-15. september og 18.-21. september.
Íbúar eru hvattir til að skreyta hús sín eða garða í appelsínugulum lit til að halda upp á heimsóknina. Passa þarf þó í haustveðrum að ekki sé um skraut að ræða sem fýkur auðveldlega eða rignir niður, sem og að plast er ef til vill ekki heppilegast í plastlausum september og umhverfisvænu sveitarfélagi.
Gestirnir okkar koma til Djúpavogs seint föstudagskvöldið 22. sept. (líklega milli 22:00 og 24:00 – nákvæm tímasetning verður auglýst sama kvöld á vefsíðu Djúpavogshrepps, þegar vitað er hvenær von er á þeim) og er þá hugmyndin að allir sem vilja taka á móti þeim safnist saman í Löngubúð þar sem þau verða boðin velkomin með léttum veitingum úr héraði áður en þau fara heim með þeim sem hafa verið svo elskulegir að bjóðast til að hýsa þau á meðan heimsókn þeirra stendur yfir.
Við hvetjum íbúa til að bjóða þessa gesti okkar sérstaklega velkomna til Djúpavogshrepps.
Innflytjendur á Austurlandi - Könnun
Austurbrú fékk í sumarbyrjun styrk úr Þróunarsjóði innflytjendamála til að kanna hagi og viðhorf innflytjenda á Austurlandi. Á Austurlandi voru á síðasta ári um eitt þúsund innflytjendur af 47 þjóðernum; þar af voru Pólverjar rúmlega 500 og eru þeir vel yfir helmingur af öllum innflytjendum og tveir þriðju af öllum innflytjendum 20 ára og eldri. Þar á eftir koma Litháar, Tékkar og Danir. Alls eru innflytjendur tæp 10% af íbúum Austurlands.
Hlutfall innflytjenda er hæst í Fjarðabyggð; á Eskifirði og Reyðarfirði þar sem þeir eru um 17% af heildaríbúafjölda á hvorum stað. Á Fljótsdalshéraði eru innflytjendur rúmlega 4% af íbúafjöldanum.
Mikilvægt er að kanna hagi og viðhorf þessa stóra hóps og samfélagslega aðlögun hans. Tilgangur þessarar rannsóknar er sá og er spurt um viðhorf, skólamál, félagsþátttöku o.fl.
Hluti af rannsókninni er vefkönnun sem er dreift hér á þremur tungumálum.
Vonast er til að sem allra flestir taki þátt í vefkönnuninni sem er með öllu órekjanleg. Öll svör eru mikilvæg.
Á íslensku https://www.surveymonkey.com/r/WSM68X5
Á ensku https://www.surveymonkey.com/r/WSW3GFG
Á pólsku https://www.surveymonkey.com/r/WQWJKVL
Verkefnastjórar rannsóknarinnar eru Tinna Halldórsdóttir og Elfa Hlín Pétursdóttir.
ÓB
Immigrants in East-Iceland – Online Survey // Imigranci we Wschodniej Islandii...
Participation request
Immigrants in East-Iceland – Online Survey
Recently, Austurbrú received a research grant from the Immigration Development Fund to explore the situation and attitude of immigrants in East Iceland. In 2016 East-Iceland was home to about 900 immigrants from 47 nationalities. Polish nationals account for over half of all immigrants (over 500) and they are two thirds of the group aged 20 years and over. Lithuanians, Czechs and Danes came thereafter with 30-45 people each. In total, immigrants account for almost 10% of the East-Iceland population.
The immigrant group is largest in Eskifjörður and Reyðarfjörður, where they are around 17% of the total population in those places, immigrants are a little over 4% in Fljótsdalshérað.
It is important to acknowledge the experience and attitudes of immigrants and their integration to the local community. This research aims to explore these topics, identify common themes and learn from the results.
Part of the research is this online questionnaire; the links are provided here in three languages.
We hope to see as many answers as possible and encourage immigrants to partake and share the links with others. All answers are important and help to further understand the experiences of immigrants in East-Iceland.
English version https://www.surveymonkey.com/r/WSW3GFG
Polish version https://www.surveymonkey.com/r/WQWJKVL
Icelandic version https://www.surveymonkey.com/r/WSM68X5
Project managers and contact persons at Austurbrú for the reseach are Tinna Halldórsdóttir og Elfa Hlín Pétursdóttir
Imigranci we Wschodniej Islandii - ankieta internetowa
Na początku lata Austurbrú otrzymało dotację badawczą z Funduszu Rozwoju Imigracji, aby zbadać sytuację i postawy imigrantów we Wschodniej Islandii. W 2016 roku Wschodnią Islandię zamieszkiwało około tysiąca imigrantów z 47 narodowości; z czego ponad 500 osób stanowili Polacy co jest ponad połową wszystkich imigrantów, przy czym dwie trzecie tej grupy było w wieku 20 lat i starszych. Następnymi grupami imigrantów są Litwini, Czesi i Duńczycy. Łącznie imigranci stanowią blisko 10% ludności Wschodniej Islandii. Procent imigrantów jest najwyższy w Fjarðabyggð; gdzie w Eskifjörður i Reyðarfjörður stanowi około 17% ogółu ludności. W Fljótsdalshérað imigranci stanowią okolo 4% ogóółu ludności.
Ważne jest, aby zbadać doświadczenia i stosunek imigrantów oraz ich integrację z lokalną społecznością. Celem tej ankiety jest zbadanie opinii imigrantów w kwestii np. szkolnictwa czy życia społecznego.
Częścią tego badania jest ankieta internetowa która jest dostępna w trzech językach pod tymi likami.
Mamy nadzieję, że jak najwięcej osób weźmie udział w tej ankiecie która jest anonimowa. Wszystkie odpowiedzi są ważne i pomagają w dalszym zrozumieniu doświadczeń imigrantów we Wschodniej Islandii.
Wersja angielska https://www.surveymonkey.com/r/WSW3GFG
Wersja polska https://www.surveymonkey.com/r/WQWJKVL
Wersja islandzka https://www.surveymonkey.com/r/WSM68X5
Kierownikami projektów i osobami kontaktowymi w Austurbrú w tym badaniu są Tinna Halldórsdóttir i Elfa Hlín Pétursdóttir.
Beiðni um þátttöku
Innflytjendur á Austurlandi – Könnun
Austurbrú fékk í sumarbyrjun styrk úr Þróunarsjóði innflytjendamála til að kanna hagi og viðhorf innflytjenda á Austurlandi. Á Austurlandi voru á síðasta ári um eitt þúsund innflytjendur af 47 þjóðernum; þar af voru Pólverjar rúmlega 500 og eru þeir vel yfir helmingur af öllum innflytjendum og tveir þriðju af öllum innflytjendum 20 ára og eldri. Þar á eftir koma Litháar, Tékkar og Danir. Alls eru innflytjendur tæp 10% af íbúum Austurlands.
Hlutfall innflytjenda er hæst í Fjarðabyggð; á Eskifirði og Reyðarfirði þar sem þeir eru um 17% af heildaríbúafjölda á hvorum stað. Á Fljótsdalshéraði eru innflytjendur rúmlega 4% af íbúafjöldanum.
Mikilvægt er að kanna hagi og viðhorf þessa stóra hóps og samfélagslega aðlögun hans. Tilgangur þessarar rannsóknar er sá og er spurt um viðhorf, skólamál, félagsþátttöku o.fl.
Hluti af rannsókninni er vefkönnun sem er dreift hér á þremur tungumálum.
Vonast er til að sem allra flestir taki þátt í vefkönnuninni sem er með öllu órekjanleg. Öll svör eru mikilvæg.
Á íslensku https://www.surveymonkey.com/r/WSM68X5
Á ensku https://www.surveymonkey.com/r/WSW3GFG
Á pólsku https://www.surveymonkey.com/r/WQWJKVL
Verkefnastjórar rannsóknarinnar eru Tinna Halldórsdóttir og Elfa Hlín Pétursdóttir
Sveitarstjórn: Fundargerð 14.09.2017
Hægt er að nálgast fundargerðina með því að smella hér.
ÓB
Landaður afli í ágúst 2017
Hér er yfirlit yfir landaðan afla í Djúpavogshöfn í ágúst 2017.
ÓB
Skip/Bátur | Afli | veiðarfæri | Fjöldi róðra |
Páll Jónsson GK | 259.894 | Lína | 3 |
Jóhanna Gíslad GK | 245.362 | Lína | 3 |
Sturla GK | 184.944 | Lína | 3 |
Kristín GK | 159.423 | Lína | 2 |
Hrafn GK | 159.305 | Lína | 3 |
Tómas Þorvalds GK | 100.322 | Lína | 2 |
Geir ÞH | 22.577 | Dragnót | 2 |
Sæfari ÁR | 80.250 | Plógur | 18 |
Tjálfi SU | 31.441 | Dragnót | 11 |
Sunnutindur SU | 85.415 | Lina | 18 |
Öðlingur SU | 15.687 | Handfæri | 14 |
Gestur SU | 6.120 | Handfæri | 6 |
Magga SU | 13.730 | Handfæri | 16 |
Emilý SU | 704 | Handfæri | 1 |
Nykur SU | 8.264 | Strandveiðar | 10 |
Már SU | 7.677 | Strandveiðar | 10 |
Birta SU | 7.543 | Strandveiðar | 10 |
Guðný SU | 7.530 | Strandveiðar | 10 |
Beta SU | 7.186 | Strandveiðar | 10 |
Birns SU | 6.998 | Strandveiðar | 10 |
Goði SU | 6.938 | Strandveiðar | 9 |
Rafn SU | 6.730 | Strandveiðar | 9 |
Orri SU | 6.795 | Strandveiðar | 9 |
Jóka SU | 6.090 | Strandveiðar | 8 |
Kría SU | 6.048 | Strandveiðar | 10 |
Freyr SU | 5.121 | Strandveiðar | 9 |
Þeyr SU | 3.556 | Strandveiðar | 6 |
Sjóriddarinn SU | 2.585 | Strandveiðar | 7 |
Glaður SU | 908 | Strandveiðar | 3 |
Samtals | 1.455.143 | 232 |
Skrifstofuþjónusta Austurlands opnar starfsstöð á Djúpavogi
Opnuð hefur verið ný starfsstöð Skrifstofuþjónustu Austurlands á Djúpavogi. Forstöðumaður hennar er Lilja Dögg Björgvinsdóttir.
Lilja er viðurkenndur bókari og hefur reynslu af bókhaldsstörfum. Skrifstofan er til húsa í Sambúð (Mörk 9) á Djúpavogi.
Síminn á skrifstofunni 478-1161, farsími Lilju er 867-9182 og netfang lilja@skrifa.is.
Um leið og við fögnum Lilju Dögg sem nýjum starfsmanni væntum við þess að atvinnurekendur á Djúpavogi og nágrenni taki þessari auknu þjónustu fagnandi og nýti sér þá þekkingu og reynslu sem starfsfólk SKRIFA býr nú yfir.
Fréttatilkynning frá Skrifstofuþjónustu Austurlands.
ÓB
Opinn fundur vegna Cittaslow sunnudags og heimsóknar
Haldinn verður opinn fundur í Löngubúð þriðjudagskvöldið 12. september nk. kl. 20:00 til að skipuleggja og ræða hugmyndir fyrir Cittaslow sunnudaginn 24. september, þar sem þemað verður matur og menning úr héraði, sem og heimsókn góðra gesta í tengslum við innleiðingu Cittaslow í skólana og stofnun Cittaslow Education (sjá nánar um þetta allt hér að neðan).
Sóst er eftir því að sem flestir íbúar, fyrirtæki og félagasamtök taki þátt í þessum viðburðum og skemmti sjálfum sér og öðrum.
Sjáumst í Löngubúð á þriðjudagskvöldið og skipuleggjum flotta hátíð og góðar móttökur!
Cittaslow sunnudagurinn 2017
Á fundi Ferða- og menningarmálanefndar var ákveðið að þemað á Cittaslow sunnudeginum 24. september 2017 yrði matur og menning úr héraði. Dagskráin verður kl. 11-14:00 í Löngubúð.
Nú hvetjum við alla sem vettlingi geta valdið að taka þátt: áhugafólk um sultugerð, fiskrétti, kjötrétti (eða hvað sem er úr héraði) og langar að gefa öðrum að smakka, tónlistarmenn eða sögumenn sem vilja leyfa öðrum að heyra, myndlistarfólk, handverksfólk , ljósmyndarar sem vilja leyfa öðrum að sjá... einnig mættu gjarnan vera kynningar á félagasamtökum og fyrirtækjum sem starfa í anda Cittaslow.
Skemmtilegast væri að sem flestir tækju þátt!
Þátttaka verður ókeypis og öllum opin, en til að halda utan um viðburðinn er fólk beðið um að ská sig hjá Ferða- og menningarmálafulltrúa, Erlu Dóru (s. 859-0345 eða með því að senda póst á erla@djupivogur.is) fyrir 19. september og taka þá fram hvort þörf sé á vegg, borði, hljóðnema, skjávarpa eða hverju sem er.
Cittaslow heimsókn
Á sama tíma og Cittaslow sunnudagurinn verður haldinn hátíðlegur hjá okkur verða í heimsókn á Djúpavogi nokkrir gestir frá Cittaslow bæjarfélögum á Ítalíu og fleiri löndum vegna samvinnu við innleiðingu Cittaslow (22.-26. sept.) og vegna stofnunar Cittaslow Education (25. sept.). Þessum gestum mun að sjálfsögðu einnig verða boðið að koma á Cittaslow sunnudaginn okkar og það verður gaman að geta boðið þeim upp á mat og menningu af svæðinu meðan við njótum sjálf.
Við hvetjum íbúa til að bjóða þau sérstaklega velkomin til okkar.
Sveitarstjórn: Fundarboð 14.09.2017
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundarboð 14.09.2017
37. fundur 2014-2018
Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 14. september 2017 kl. 16:00. Fundarstaður: Geysir.
Dagskrá:
1. Fjárhagsleg málefni – Fjárhagsáætlun 2018
2. Fundargerðir
a) Stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 15. ágúst. 2017.
b) Stjórn Hafnasambands Íslands, dags. 25. ágúst 2017.
c) Hafnarnefnd, dags. 29. ágúst 2017.
d) Stjórn SSA, dags. 29. ágúst 2017.
e) Stjórn Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 1. september 2017.
f) Stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 6. september 2017.
g) Heilbrigðisnefnd Austurlands, dags. 6. september 2017.
h) Fundur um gerð sam. húsnæðisáætlunar f. Austurland, dags. 7. september 2017.
i) Aðalfundur Kvennasmiðjunnar ehf., dags. 11. september 2017.
j) Stjórn Samtaka sjávarútvegsveitarfélaga, dags. 11. september 2017.
3. Erindi og bréf
a) Þjóðskrá Íslands, Tilkynning um fasteignamat 2018, dags. 12. júlí 2017.
b) Vegagerðin, úthlutun úr styrkvegasjóði, dags. 24. júlí 2017.
c) Þór Vigfússon, athugasemd v. Verndarsvæði í byggð, dags. 31. júlí 2017.
d) Ágústa Arnardóttir, nytjamarkaður, dags. 2. ágúst 2017.
e) Skipulagsstofnun, deiliskipulag í landi Blábjarga, dags. 3. ágúst 2017.
f) Alda Snæbjörnsdóttir, styrkbeiðni, dags. 6. ágúst 2017.
g) Svavar Eysteinsson, veggirðing í landi Karlsstaða, dags. 14. ágúst 2017.
h) Samband ísl. sveitarf., kostnaðarþátttaka vegna kjaramálavinnu, dags. 18. ágúst 2017.
i) Vegagerðin, svör Vegagerðarinnar vegna athugasemda við breytingu á aðalskipulagi, dags. 1. september 2017.
j) Ásdís H. Benediktsdóttir, vargfugl í námunda við fiskeldi, dags. 10. september 2017.
k) Íbúar við Hamra, Vigdísarlundur, 11. september 2017.
l) Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, auglýsing umsóknar um byggðakvóta, dags. 11. september 2017.
4. Bygginga- og skipulagsmál
5. Starfsmannamál
6. Málefni Löngubúðar
7. Skýrsla sveitarstjóra
Djúpavogi 11. september 2017
Sveitarstjóri
Heilsunudd og heilun
Kynning frá Reyni Katrínarsyni sem hefur hafið starfsemi í Sætúni. Við bjóðum hann hjartanlega velkominn í sveitarfélagið.
Fyrir ári síðan kom ég hér til Djúpavogs og var hér ágústmánuð, bauð þá upp á heilsunudd og heilun og var líka að skoða umhverfið hér á Austfjörðum.
Nú í ár kom ég aftur í sama tilgangi og er enn heillaður af þessu svæði, svo ég ákvað að flytja hingað. Það er eitthvað í orku svæðisins sem hefur góð áhrif á mig í sambandi við myndlistina og það að skrifa.
Þannig að nú er ég fluttur á Djúpavog og kominn með nuddaðstöðu í Sætúni og er að bjóða upp á heilsunudd og heilun. Einnig verð ég með opna vinnustofu þar sem hægt er að kíkja i heimsókn og skoða það sem ég er að vinna í.
Nánari upplýsingar og tímapantanir í síma 8612004.
Reynir Katrínarson, heilsunuddari
Einnig hef ég hugsað mér að halda námskeið í vetur t.d. í myndlist, vattasaum o.fl.
Gaman væri að heyra í fólki sem hefur áhuga á að koma á námskeið.
Verið hjartanlega velkomin að hafa samband við mig í síma 8612004 eða kíkja i heimsókn i Sætún. Einnig er hægt að skoða listaverk mín á facebook vinasíðunni minni. Þar eru albúm með myndum af listaverkum mínum.
Fjölskylduferð um Berufjörð
Sunnudaginn 10. september nk. verður farið í fjölskylduferð um Berufjörð í samstarfi við Ferðafélag Austur-Skaftfellinga.
Við ætlum að skoða fossa, víkur og skorur við Berufjörð, með viðkomu í Nönnusafni í Berufirði.
Verð: 1000 kr.
Fararstjóri: Kristján Karlsson (Djúpavogi), s. 892-5887
Brottför frá Höfn: Tjaldstæðið kl. 10:00 og ekið austur á Djúpavog
Brottför frá Djúpavogi: Við Voginn kl. 11:30
Ferðin samanstendur af akstri milli staða og göngutúrum í Berufirði.
Fært öllum bílum - svo nú er um að gera að nýta tækifærið og skella sér í skemmtilega fjölskylduferð.
Athugið: Áætlað er að ferðin taki um 8 til 9 tíma í heildina.
DIO heiðurstónleikar í Valaskjálf
Laugardaginn 9. september fara fram heiðurs- og yfirlitstónleikar í Valaskjálf á 75 ára afmælisári Ronnie James Dio. Þar mun hljómsvetin First in leine leika lög Ronnie James Dio ásamt söngvurunum Stefáni Jakobssyni og Matthíasi Matthíassyni. Bassaleikari í hljómsveitinni er Djúpavogsbúinn Jens Albertsson.
Ronnie James Dio fæddist 10. júlí 1942 og dó 16. maí 2010. Hann stofnaði og fór fyrir nokkuð mörgum böndum á sínum ferli, meðal annars Elf, Rainbow, Black Sabbath, Dio og Heaven and hell. Hann var fljótt þekktur fyrir gríðarlega sterka og karaktermikla rödd sína og líflega sviðsframkomu. Dio gerði hin alþjóðlegu rokkhorn að einkenniskveðju allra rokkara.
Rödd hans er mjög einkennandi og auðþekkt. Textar Dio hafa sterka tengingu við ævintýri og fantasíur. Tónlistarferill Dio var mjög langur og farsæll og spannaði 53 ár. Plötur sem Dio söng inn á eru á þriðja tuginn. Við ætlum að heiðra þennan frábæra listamann með tónleikum í Valaskjálf laugardaginn 9. september.
Ágóðinn rennur til styrktar geðheilbrigðismála ungmenna á Austurlandi.
Tónleikarnir verða í tveimur hlutum sá fyrri verður stutt yfirlit yfir ferilinn og eftir hlé verður meistaraverkið Holy Diver flutt í heild sinni. Það er því ljóst að allir unnendur taktfasts rokks geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Tónleikarnir verða sem fyrr segir í flutningi hljómsveitarinnar The First In Line sem skipuð er:
Matthías Matthíasson - söngur
Stefán Jakobsson - söngur
Elísabet Arna Gunnlaugsdóttir - trommur
Pálmi Stefánsson - trommur
Jens Albertsson - bassi
Bergur Hallgrímsson - bassi
Ívar Andri Bjarnason - gítar
Friðrik Jónsson - gítar
Júlíus Óli Jacobsen - hljómborð
Við hvetjum Djúpavogsbúa til að mæta á þennan flotta viðburð, hlýða á frábæra rokkmúsík og styrkja frábært málefni í leiðinni.
ÓB
Cittaslow sunnudagurinn - matur og menning úr héraði
Á fundi Ferða- og menningarmálanefndar var ákveðið að þemað á Cittaslow sunnudeginum 24. september 2017 yrði matur og menning úr héraði. Dagskráin verður kl. 11-14:00 í Löngubúð.
Nú hvetjum við alla sem vettlingi geta valdið að taka þátt: áhugafólk um sultugerð, fiskrétti, kjötrétti (eða hvað sem er úr héraði) og langar að gefa öðrum að smakka, tónlistarmenn eða sögumenn sem vilja leyfa öðrum að heyra, myndlistarfólk, handverksfólk , ljósmyndarar sem vilja leyfa öðrum að sjá... einnig mættu gjarnan vera kynningar á félagasamtökum og fyrirtækjum sem starfa í anda Cittaslow.
Skemmtilegast væri að sem flestir tækju þátt!
Þátttaka verður ókeypis og öllum opin, en til að halda utan um viðburðinn er fólk beðið um að ská sig hjá Ferða- og menningarmálafulltrúa, Erlu Dóru (s. 859-0345 eða með því að senda póst á erla@djupivogur.is) fyrir 19. september og taka þá fram hvort þörf sé á vegg, borði, hljóðnema, skjávarpa eða hverju sem er.
Á sama tíma og Cittaslow sunnudagurinn verður haldinn hátíðlegur hjá okkur verða í heimsókn á Djúpavogi nokkrir gestir frá Cittaslow bæjarfélögum á Ítalíu og fleiri löndum vegna samvinnu við innleiðingu Cittaslow (22.-26. sept.) og vegna stofnunar Cittaslow Education (25. sept.). Þessum gestum mun að sjálfsögðu einnig verða boðið að koma á Cittaslow sunnudaginn okkar og það verður gaman að geta boðið þeim upp á mat og menningu af svæðinu meðan við njótum sjálf.
Við hvetjum íbúa til að bjóða þau sérstaklega velkomin til okkar.
Lýðheilsugöngur Ferðafélags Íslands í september
Á miðvikudögum í september ætlar Ferðafélag Djúpavogs að taka þátt í lýðheilsugöngum Ferðafélags Íslands. Á morgun, miðvikudaginn 6. september, verður gengið út í Sandey og byrjar gangan frá VIÐ VOGINN kl. 18.00.
Fylgist með á fésbókarvef Ferðafélags Djúpavogs.
Um verkefnið
Lýðheilsugöngur Ferðafélags Íslands verða á öllu landinu nú í september og eru einn af hápunktunum í glæsilegri afmælisdagskrá FÍ en félagið fagnar 90 ára afmæli á árinu. Göngurnar munu fara fram alla miðvikudaga í septembermánuði kl. 18:00. Þetta eru fjölskylduvænar göngur sem taka u.þ.b. 60-90 mínútur og er tilgangur þeirra að hvetja fólk til útivistar og hreyfingar í góðum félagsskap og efla þar með heilsu sína og lífsgæði.
Munið:
September 2017
Alla miðvikudaga kl. 18:00
Náttúra, vellíðan, saga og vinátta
Fjölskylduvænar 60-90 mínútna göngur Í flestum sveitarfélögum landsins
Allir velkomnir – þátttaka ókeypis
Reimið endilega á ykkur gönguskóna, komið út að ganga með Ferðafélagi Íslands á miðvikudögum í september og njótum náttúrunnar í sameiningu.
Allar upplýsingar um göngustaði vítt og breitt um landið má nálgast hér á sérvef verkefnisins http://fi.is/lydheilsa
Frá Íþróttamiðstöðinni
Til áréttingar tekur hefðbundin opnunartími gildi frá og með 1. sept.
Vetraropnun: Opið alla virka daga frá kl.07:00 - 20:30
Lokað frá 12:00 - 13:00
Laugardaga frá kl. 11:00 - 15:00
Íþróttamiðstöð Djúpavogs er vel búin tækjum og búnaði til hreyfingar og heilsueflingar. Vel búinn íþróttasalur, sundlaug með inni og útipottum, þreksalur, ljósabekkur og sauna er meðal þess sem er í boði.
Íbúar hér með hvattir til að nýta sér þá góðu aðstöðu sem Íþróttamiðstöðin hefur upp á að bjóða til heilsueflingar.
Ávallt velkomin
Starfsfólk ÍÞMD
Plastlaus Kjörbúð
6. september næstkomandi mun Kjörbúðin byrja átak til að sporna við notkun plastpoka.
Viðskiptavinir geta komið með 3 plastpoka og skipt þeim út fyrir fjölnota poka, frítt á meðan fyrstu byrgðir endast, en í framhaldið verða þeir í sölu.
Á sama tíma munum við taka í sölu maís-ruslapoka sem fara mun betur með umhverfið og henta vel í Cittaslow sveitarfélagið okkar.
Við munum einnig hækka verðið á plastpokum til innkaupa. Svo það er um að gera að vera dugleg að muna eftir fjölnota pokunum.
Við starfsfólkið í Kjörbúðinni erum ákaflega stoltar af því að taka grænt skref í rétta átt og vonum að íbúar Djúpavogshrepps taki þessu fagnandi.
Helga Björk Arnardóttir