Aðalvefur
Bæklingur um ferðaþjónustu í Djúpavogshreppi - endurprentun
Síðastliðið sumar kom út nýr bæklingur um ferðaþjónustu í sveitarfélaginu. Upplagið er nú að klárast og stefnt er að því að prenta nýtt upplag af bæklingnum nú á vormánuðum.
Þeir aðilar sem óska eftir að koma sinni þjónustu á framfæri og eru ekki nú þegar í bæklingnum eða vilja breyta sínum upplýsingum er bent á að hafa samband við ferða- og menningarmálafulltrúa, eigi síðar en 28.febrúar nk.
Auglýsingin kostar kr. 15.000 pr. fyrirtæki
Stefnt er að því að nýtt upplag af bæklingnum komi út 15.mars nk.
Hægt er að hafa samband á netfangið bryndis@djupivogur.is eða í síma 470-8703.
Ferða- og menningarmálafulltrúi
BR
Kynningarfundur um innleiðingu Cittaslow í Djúpavogsskóla
Frá Kvenfélaginu - bolla,bolla!
Kvenfélagið Vaka hefur til sölu bollur fyrir Bolludaginn.
Verð pr. stk. er kr. 350.-
Pantanir hjá Grétu í síma 698-8114.
Kvenfélagið Vaka
Djúpavogshreppur - framtíðarsýn!
Hvert viljum við stefna og hvernig komumst við þangað ?
Íbúafundur um skipulagsmál - fimmtudaginn 23.02. kl. 18.00 í Löngubúð
- Breyttar áherslur í atvinnumálum - hvernig er hægt að tryggja árangursríka framvindu í skipulagi m.a. í tengslum við ört vaxandi uppbyggingu í ferðaþjónustu í Djúpavogshreppi ?
- Miðbæjarsvæðið á Djúpavogi - hvernig er hægt að skapa gott umhverfi og upplifun fyrir íbúa ?
Dagskrá:
- Drífum í ´essu !! Af hverju taka skipulagsmál svona mikinn tíma ?
- Íbúar í forgrunni - miðbæjarskipulagið á Djúpavogi - staða mála, verndarsvæði í byggð, aðkomuleiðir, göngugata á Bakka, göngustígar, Djúpivogur 3D og sitthvað fleira.
- Kynning á aðalskipulagsbreytingu í landi Bragðavalla
Allir þeir sem hafa áhuga á framtíð og sérstöðu Djúpavogshrepps, ekki síst þeir sem vinna að og hafa áform um uppbyggingu innan marka sveitarfélagsins, eru eindregið hvattir til að mæta.
FRAMTÍÐIN ER NÚNA !
Íbúar á öllum aldri velkomnir
Sveitarstjórn / skipulagsnefnd Djúpavogshrepps
Skemmtiferðaskip á Djúpavogi sumarið 2017
Komum skemmtiferðaskipa á Djúpavog heldur áfram að fjölga og nú í sumar er gert ráð fyrir 26 skipakomum. Listi yfir þau skip sem hafa bókað sig nú í sumar má sjá hér fyrir:
|
|||||
Dagur |
koma |
brottför |
Skip |
Farþfj |
áhöfn |
23/05/2017 |
06:00 |
20:00 |
Ocean Diamond |
135 |
94 |
01/06/2017 |
06:00 |
20:00 |
Ocean Diamond |
135 |
94 |
02/06/2017 |
10.00 |
17.00 |
Crystal Symphony |
922 |
545 |
10/06/2017 |
06:00 |
20:00 |
Ocean Diamond |
135 |
94 |
19/06/2017 |
06:00 |
20:00 |
Ocean Diamond |
135 |
94 |
25/06/2017 |
08:30 |
18:00 |
Silver Explorer |
132 |
115 |
25/06/2017 |
06:00 |
15:00 |
Astor |
650 |
300 |
28/06/2017 |
06:00 |
20:00 |
Ocean Diamond |
135 |
94 |
29/06/2017 |
06;00 |
19:00 |
NG Orion/við til vara |
150 |
96 |
04/07/2017 |
09:00 |
17:00 |
Rotterdam |
1404 |
600 |
07/07/2017 |
06:00 |
20:00 |
Ocean Diamond |
135 |
94 |
11/07/2017 |
06:00 |
19:00 |
NG Orion/við til vara |
150 |
96 |
16/07/2017 |
06:00 |
20:00 |
Ocean Diamond |
135 |
94 |
19/07/2017 |
06;00 |
19:00 |
NG Explorer |
112 |
96 |
19/07/2017 |
06:00 |
06:00 |
NG Orion/við til vara |
150 |
96 |
25/07/2017 |
06:00 |
20:00 |
Ocean Diamond |
135 |
94 |
25/07/2017 |
12:00 |
18:00 |
Zuiderdam |
1916 |
842 |
27/07/2017 |
06:00 |
19:00 |
NG Orion/við til vara |
150 |
96 |
04/08/2017 |
06:00 |
19:00 |
NG Orion/við til vara |
150 |
96 |
07/08/2017 |
23:00 |
17:30 |
Le Soeal |
264 |
139 |
10/08/2017 |
08:00 |
18:00 |
Silver Wind |
296 |
212 |
12/08/2017 |
06:15 |
19:00 |
NG Orion/við til vara |
150 |
96 |
19/08/2017 |
06:00 |
19:00 |
NG Orion/við til vara |
150 |
96 |
28/08/2017 |
08:00 |
15:00 |
Rotterdam |
1404 |
600 |
18/09/2017 |
06:00 |
20:00 |
Ocean Diamond |
135 |
94 |
25/09/2017 |
08:00 |
18:00 |
MV Bremen |
155 |
100 |
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Ferða- og menningarmálafulltrúi,
BR
Sunnudagaskólinn í Djúpavogskirkju
Sunnudagaskólinn í Djúpavogskirkju 19. febrúr kl. 11.00.
Verum öll með og eigum saman góða stund, sóknarprestur.
Sóknarprestur
Félag eldri borgara á Djúpavogi auglýsir spilavist
Félag eldri borgara á Djúpavogi heldur spilavist í Löngubúð næstu þrjú föstudagskvöld, þ.e. föstudaginn 17. febrúar, 24. febrúar og 3. mars nk.
Við byrjum að spila kl. 20:30
Allir velkomnir,
Félag eldri borgara á Djúpavogi.
BR
Stofnfundur Ungmennaráðs Djúpavogs
Djúpavogshreppur hefur að undanförnu, í samstarfi við Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, unnið að stofnun Ungmennaráðs Djúpavogs.
Markmið ungmennaráðsins er að veita fólki á aldrinum 12- 18 tækifæri til þess að hafa áhrif á samfélag sitt og stuðla að uppbyggingu og stefnumótun í málefnum ungs fólks í Djúpavogshreppi.
Til stendur að halda opinn stofnfund þar sem fulltrúar sveitastjórnar, ungt fólk og almenningur kemur saman og markar stefnu og markmið ungmennaráðsins fram á við.
Lagt verður til að fulltrúi ungmennaráðs hafi seturétt á þeim sveitarstjórnarfundum þar sem málefni ungs fólks eru rædd og hafi ráðgefandi hlutverk.
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi mun starfa með Ungmennaráði í þeim verkefnum og viðburðum sem ráðið tekur sér fyrir hendur.
Áhugasamir eru hvattir til þess að mæta og láta málefni ungs fólks sér varða.
Virðingarfyllst,
William Óðinn Lefever
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Djúpavogshrepps.
HSA auglýsir afleysingastarf á Djúpavogi
Óskum eftir að ráða móttökuritara á heilsugæsluna á Djúpavogi sem fyrst.
Um er að ræða tímabundið 50 % starf frá 1. mars til 30.júní, vinnutími frá 08:30 – 12:30
Helstu verkefni og ábyrgð;
Símvarsla, móttaka skjólstæðinga, gjaldtaka og uppgjör.
Miðlun upplýsinga, ritvinnsla og skráning.
Krafa er um tölvufærni, kunnáttu í ensku, og hæfni í mannlegum samskiptum. Íslenskukunnátta skilyrði.
Lög er áhersla á metnað í starfi, skipulögð vinnubrögð, jákvæðni og sveigjanleika. Lipurð og áreiðanleiki í samskiptum eru skilyrði.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi FOSA og fjármálaráðherra.
Hægt er að nálgast umsóknareyðublöð á heimasíðu stofnunarinnar www.hsa.is undir laus störf.
Nánari upplýsingar veitir Sigríður Kristinsdóttir mannauðsstjóri sigridur@hsa.is
ÓB
Sveitarstjórn: Fundargerð 09.02.2017
Hægt er að nálgast fundargerðina með því að smella hér.
ÓB
Emmsjé Gauti og Íris Birgis bætast við dagskrá Hammondhátíðar 2017
Þá er dagskrá fyrsta í Hammond, fimmtudagsins 20. apríl klár. Eins og áður var auglýst mun Djúpavogsbúinn Íris Birgisdóttir stíga á stokk ásamt hljómsveit og það er enginn annar en Emmsjé Gauti sem mun sjá um að loka kvöldinu af sinni alkunnu snilld.
Íris Birgisdóttir mun útskrifast í vor úr Tónlistarskóla FÍH og mun mæta hingað með magnað band með sér, Einar Scheving á trommur, Ásgeir Ásgeirsson á gítar, Róbert Þórhallson á bassa og Karl Olgeirsson mun sjá um að þenja Hammondorgelið.
Emmsjé Gauti er án efa einn vinsælasti tónlistarmaður landsins í dag. Gauti mætir að sjálfsögðu með stórskotalið á hátíðina en tveir þeirra eru gestum hátíðarinnar að góðu kunnir, bassaleikarinnar Vignir og trommarinn Keli úr Agent Fresco, sem spiluðu hér á síðustu hátíð. Fjórði meðlimurinn er Bjössi sem mun standa á bakvið DJ græjurnar.
Þetta er því óhætt að segja að þetta sé glæsileg viðbót við þá dagskrá Hammondhátíðar sem búið var að kynna, en eins og kunnugt er mun Dikta spila á föstudagskvöldinu og Mugison á laugardagskvöldinu. Enn á eftir að tilkynna hverjir koma fram á lokatónleikum hátíðarinnar á sunnudeginum.
Miðasala hefst 20. febrúar
Fylgist með framvindu á heimasíðu Hammondhátíðar og Facebooksíðu Hammondhátíðar.
Danssýning í dag
Í dag klukkan 15:00 verður danssýning 0.-10. bekkjar í íþróttamiðstöðinni. Nemendur hafa verið að æfa sig alla vikuna undir stjórn Guðrúnar Smáradóttur frá Neskaupstað og í dag fáum við að njóta þess að sjá hvað þau eru orðin flink.
Aðgangur er ókeypis og hvet ég alla sem komast til að kíkja á okkur í dag. Lofa frábærri skemmtun :)
Skólastjóri Djúpavogsskóla
Rúllandi snjóbolti valinn á Eyrarrósarlistann 2017
Rúllandi snjóbolti er meðal þeirra sex verkefna sem hafa verið valin á Eyrrarósarlistann 2017.
Vigdís Jakobsdóttir, nýr listrænn stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík sem heldur utan um Eyrarrósarverkefnið, segir að umsóknir um Eyrarrósina hafi sjaldan verið fleiri en hún verður nú afhent í þrettánda sinn. Áhuginn fyrir verkefninu sé því mikill. „Það er mjög mikið af glæsilegum lista- og menningarverkefnum á landsbyggðinni, það er ein ástæðan fyrir fjölda umsókna. Önnur ástæða er að Eyrarrósin er mjög gott tækifæri til að vekja athygli á þessum góðu verkefnum. Þá hafa peningaverðlaunin sitt að segja,“ segir Vigdís og bætir við að upphæð verðlaunanna hafi nú verið hækkuð, upp í tvær milljónir, og það muni um minna í menningunni, úti á landi sem annars staðar.
Um Rúllandi snjóbolta segir í umsögn:
Í gömlu Bræðslunni á Djúpavogi hefur alþjóðlega samtímalistasýningin Rúllandi snjóbolti verið haldin árlega frá árinu 2014 og styrkir stöðu sína með hverju ári. Um er að ræða eftirtektarvert og afar metnaðarfullt samstarfsverkefni Djúpavogshrepps og CEAC (Chinese European Art Center). Á sýningunni síðastliðið sumar áttu 32 íslenskir og erlendir listamenn verk á sýningunni og þannig er um að ræða eina stærstu samtímalistasýningu ársins hérlendis. Aðgangur á sýninguna var ókeypis og nutu bæði Austfirðingar og ferðamenn góðs af.
Þetta er í annað sinn sem verkefni frá Djúpavogi er valið á listann, en Hammondhátíð Djúpavogs var valin árið 2015.
Við óskum Rúllandi snjóbolta innilega til hamingju með tilnefninguna en forsetafrúin Eliza Reid, nýr verndari Eyrarrósarinnar, mun afhenda verðlaunin 16. febrúar næstkomandi við athöfn í Verksmiðjunni á Hjalteyri, sem er handhafi Eyrarrósarinnar frá síðasta ári.
Sjá nánar í frétt á mbl.is.
ÓB
Fréttir af Kvenfélaginu Vöku
Okkur Vökukonum langar að segja ykkur frá starfsemi félagsins á nýliðnu ári 2016.
Starfsárið okkar er frá október og fram í maí, fundir haldnir fyrsta þriðjudag í mánuði nema aðalfundur alltaf haldinn 9. desember, en þann dag árið 1928 var félagið stofnað.
Í dag eru 23 konur í félaginu.
Fastir liðir hjá félaginu er sala á blómum fyrir bóndadaginn, bollusala fyrir bolludaginn, bingó , sala á sumarblómum, kertasala og Jólamarkaður.
Á árinu 2016 styrktum við m.a þessi verkefni:
300.000 til kaupa á allskonar tæki og tólum fyrir íþróttamiðstöðina.
300.000 til kaupa á útileikföngum á leikskólanum Bjarkatúni.
Styrkir til einstaklinga samtals 900.000.
Við sáum um veitingar á opnunardegi listasýningunar Rúllandi snjóbolti 7 og bökuðum lummur inn í Hálsaskógi á aðalfundi Skógræktarfélags Íslands.
Þökkum öllum sem tóku vel á móti okkur á árinu.
Vökukonur.
Mugison og Dikta á Hammondhátíð 2017
Hammondhátíð hefur nú gefið út hverjir það eru sem búið er að staðfesta á hátíðina í ár, sem haldin verður dagana 20. - 23. apríl næstkomandi.
Ekki er búið að ganga endanlega frá fimmtudagskvöldinu og þá á eftir að tilkynna hverjir leika á lokatónleikum Hammondhátíðar á sunnudeginum.
Hljómsveitin Dikta mun spila á föstudagskvöldinu 21. apríl og Mugison spilar á laugardagskvöldinu 22. apríl. Þá mun Djúpavogsbúinn Íris Birgsidóttir mæta ásamt hljómsveit á fimmtudagskvöldinu, en hún útskrifast í vor úr Tónlistarskóla FÍH.
Það er því óhætt að fara að hlakka til Hammondhátíðar 2017 og ljóst að þau atriði sem enn á eftir að tilkynna verða stór bónus við það sem nú er klárt.
Miðasala hefst 20. febrúar.
Fylgist með framvindu á heimasíðu Hammondhátíðar og Facebooksíðu Hammondhátíðar.
Sveitarstjórn: Fundarboð 09.02.2017
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundarboð 09.02.2017
31. fundur 2014-2018
Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 9. febrúar 2017 kl. 16:00.
Fundarstaður: Geysir.
Dagskrá:
1. Fjárhagsleg málefni
2. Fundargerðir
a) Stjórn Hafnasambands Íslands, dags. 23. janúar 2017.
b) Félagsmálanefnd, dags. 25. janúar 2017.
c) Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 27. janúar 2017.
d) Stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 3. febrúar 2017.
3. Erindi og bréf
a) Mannvit, breytingar á útihúsum, Bragðavellir 2, dags. 12. desember 2016.
b) Minjastofnun, skráning menningarminja, dags. 10. janúar 2017.
c) Skipulagsstofnun, Lýsing, Bragðavellir, ferðaþjónusta, dags. 11. janúar 2017.
d) Sýslumaðurinn á Austurlandi, umsóknar um rekstarleyfi, dags. 11. janúar 2017.
e) Minjastofnun, Starmýri II, Djúpavogshreppur – deiliskipulagslýsing, dags. 17. janúar 2017.
f) Strympa, Ósk um samþykki fyrir stofnun lóðar úr landi Þvottár í Djúpavogshreppi og
skipulagslýsing vegna væntanlegrar deiliskipulagstillögu á lóðinni, dags. 20. janúar 2017.
g) Skúli Benediktsson, athugasemdir við deiliskipulagsuppdrátt, dags. 1. febrúar 2017.
h) Þórunnborg og Steinunn Jónsdætur, ósk um samþykki sveitarstjórnar fyrir stofnun 3ja lóða
út úr Bragðavöllum 2, dags. 1. febrúar 2017.
i) Einn blár strengur, styrkbeiðni, ódagsett.
j) Breiðdalshreppur, Aðalskipulag Breiðdalshrepps 2016-2036 – skipulagslýsing.
4. Starfsreglur svæðisskipulagsnefndar
5. Ljósleiðaravæðing í Djúpavogshreppi
6. Samþykkt um fiðurfé í Djúpavogshreppi utan skipulagðra landbúnaðarsvæða
7. Skipulags og byggingamál
8. Skýrsla sveitarstjóra
Djúpavogi 6. febrúar 2017
Sveitarstjóri
Lestun á baggaplasti
Ágætu bændur í Djúpavogshreppi
Nú stendur fyrir dyrum að fara á sveitabæi í Djúpavogshreppi og taka baggaplast til endurvinnslu. Það verður gert miðvikudaginn 15. febrúar og er áætlað að byrja að taka baggaplast á syðsta sveitabæ um hádegisbil og enda svo á Núpi. Ef ekki næst að taka allt baggaplastið í einni ferð verður önnur ferð skipulögð hið fyrsta og bændur þá upplýstir um það. Bændur eru hér með vinsamlega beðnir um að tryggja öruggt aðgengi að rúlluplastinu svo lestun gangi vandræðalaust fyrir sig.
Þeir bændur sem ætla að nýta sér þessa ferð eru vinsamlegast beðnir um að láta vita á skrifstofu Djúpavogshrepps í síma 470-8700 eigi síðar en föstudaginn 10. febrúar.
Með góðum samstarfskveðjum
Djúpavogshreppur – Sjónarás.
Kjörbúðin opnar á Djúpavogi
Kjörbúðin opnaði á Djúpavogi í dag en það er ný verslunarkeðja sem tekur við af Samkaupsverslunum víða um land. Þetta var ákveðið að undangenginni mikilli vinnu og framkvæmd kannana meðal rúmlega 4.000 viðskiptavina Samkaupa um land allt.
Eftirfarandi má meðal annars lesa í fréttatilkynningu frá Samkaupum: „Kjörbúðinni er ætlað að þjónusta bæjarbúa með því að bjóða gott úrval, lágt verð og ferskar vörur úr nærumhverfinu á hverjum stað. Með því vill Samkaup gera viðskiptavinum sínum um allt land kleift að versla daglega allar helstu nauðsynjavörur á samkeppnishæfu verði“.
Starfsfólk hefur staðið í ströngu undanfarna daga, ásamt her manns úr röðum Samkaupa, við ýmsar lagfæringar og breytingar.
Viðskiptavinum var boðið uppá kaffi og köku, auk þess sem ýmis opnuartilboð eru í gangi næstu daga.
Sjá myndir frá opnuninni með því að smella hér.
ÓB
Sameining sveitarfélaga - könnun
Kæru íbúar Sveitarfélagsins Hornafjarðar, Djúpavogshrepps og Skaftárhrepps.
Vinna stendur nú yfir að greiningu á kostum og göllum þess að sameina Sveitarfélagið Hornafjörð, Djúpavogshrepp og Skaftárhrepp í eitt sveitarfélag. Verkefninu er stýrt af ráðgjafarsviði KPMG. Í framhaldi af þeirri vinnu fer fram umræða innan sveitarstjórna sveitarfélaganna um tillöguna.
Sjónarmið íbúa sveitarfélaganna skipta miklu máli við gerð þessarar greiningar og því eru íbúar hvattir til þess að taka þátt í skoðanakönnun um málefnið (7-10 mínútur).
Könnunin er nafnlaus og er ekki hægt að rekja svör til þátttakenda. Smellið hér til þess að taka þátt í könnuninni.
Þeir sem ekki hafa tök á að svara könnunni rafrænt geta nálgast útprentað eintak á skrifstofum sveitarfélaganna.
Sveitarstjórnir sveitarfélaganna þriggja hvetja alla íbúa til þess að taka virkan þátt í þessu verkefni með því að svara þessari könnun.
Síðar í þessu greiningarferli verður boðað til íbúafunda þar sem farið verður nánar út í þá þætti sem skipta íbúa hvað mestu máli í framtíðinni. Nánar auglýst síðar.
Könnunin er opin til 10. febrúar.
Með von um góða þátttöku,
Félag eldri borgara á Djúpavogi auglýsir
Fundur verður haldinn í Félagi eldri borgara, í Tryggvabúð, mánudaginn 6.febrúar kl. 14:00.
Athugið breyttan fundardag!
Stjórnin
BR
Miðasala á Þorrablót Djúpavogshrepps 2017
Við minnum á að miðasalan fyrir þorrablótið er í fullum gangi og best að drífa sig á hótelið sem fyrst til þess að ná miða.
Nefndin er gríðarlega vel stemmd fyrir blótinu, eins og meðfylgjandi mynd sýnir glöggt
Þorrablótsnefndin 2017
BR