Djúpivogur
A A

Aðalvefur

Auglýsing vegna úthlutunar byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2015/2016

Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um byggðakvóta til fiskiskipa í eftirfarandi byggðarlögum:


1) Á grundvelli reglugerðar um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa nr. 605, 3. júlí 2015

Djúpivogur

2) Auk ofangreindrar reglugerðar er vísað til sérstakra úthlutunarreglna í neðanskráðum byggðalögum sbr. auglýsingu nr. 1159/2015 í Stjórnartíðindum:

Norðurþing (Húsavík, Kópasker og Raufarhöfn)

3) Fiskistofa auglýsir öðru sinni eftir umsóknum um byggðakvóta til fiskiskipa í neðangreindum byggðarlögum sbr. reglugerð nr. 605/2015 og auglýsingu nr. 1159/2015 (áður sendar umsóknir eru gildar):

Vogar
Ísafjarðarbær (Ísafjörður)


Umsóknum skal skilað til Fiskistofu á eyðublaði sem er að finna hér. Umsóknum þarf að fylgja samningur við vinnslu á eyðublaði sem er að finna hér.

Vakin skal athygli á því að umsóknin telst ekki gild nema samningur um vinnslu fylgi.

Umsóknarfrestur er til og með 12. janúar 2016

Fiskistofa 29. desember 2015

30.12.2015

Félagsvist í Löngubúð

Í kvöld fer fram síðasta félagsvist ársins 2015 í Löngubúð.

Við byrjum kl. 20:30.

Kvenfélagið Vaka

29.12.2015

Áramótabrennan 2015

Kveikt verður í áramótabrennunni í Blánni þann 31. desember kl. 17:00. Fólk er hvatt til að koma gangandi til brennunnar.

Björgunarsveitin Bára sér um stórbrotna flugeldasýningu og Umf. Neisti sér um að kveikja upp í brennunni og halda henni á lífi.

Að venju vonumst við eftir fjölmenni við að kveðja gamla árið og fagna því nýja.

Sveitarstjóri

29.12.2015

Frá Bakkabúð

Síðustu opnunardagar ársins í Bakkabúð eru:

Þriðjudagurinn 29. des. og miðvikudagurinn 30. des. frá kl. 14:00 - 18:00.

Ef þið þurfið að skila eða skipta, endilega að kíkja :)

Starfsfólk Bakkabúðar

29.12.2015

Vöfflukaffi á aðventunni

Í byrjun aðventunar fór hópur barna úr leikskólanum í vöfflukaffi út í Tryggvabúð.  Vöfflukaffi er alla miðvikudaga í Tryggvabúð og fóru 7-8 börn frá leikskólanum í hvert skipti.  Farið var í fjögur skipti og var síðasta skiptið þann 16. desember.  Börnin gengu ef veður leyfði og voru ýmist sótt þangað eða komu til baka í leikskólann um fjögur leytið.  Var þetta skemmtileg tilbreyting á starfinu og fannst öllum gaman að kíkja á heldri borgara sem hafa aðstöðu þarna og sum hittu ömmu sína eða afa, langömmu eða frænku og snæða ljúffenga vöfflu með sultu og rjóma. 

Fyrsti hópurinn í vöfflukaffi


Síðasti hópurinn í vöfflukaffi

Fleiri myndir hér

ÞS

 

Jólalokun í Tryggvabúð

Tryggvabúð verður lokuð eftir kl. 15:00 á morgun, eftir skötuveisluna. Við opnum aftur 4. janúar kl. 09:00.

 

Jólakveðja

B og M

 

22.12.2015

Foreldrar kátra barna athugið!

Aðstoðarmenn jólasveinanna óska eftir ábendingum og tillögum að jólagjöfum handa börnunum. Vinsamlegast komið þeim til skila á Þorláksmessu, þann 23. desember, í Íþróttamiðstöð Djúpavogs.

Viðvera jólasveinanna verður frá kl. 16:00 - 17:00.

Verð á heimili er kr. 1.000.-

 

 

 

 

 

22.12.2015

Dagskráin fram að jólum og milli jóla og nýárs

22. desember

Hótel Framtíð: Pizzutilboð kl. 17:30-20:00. 12" pizza með þremur áleggstegundum og gos á kr. 2.350,-

 

23. desember

Skötuveisla í Tryggvabúð: Eldri borgarar bjóða upp á skötuveislu í Tryggvabúð á Þorláksmessu, 23. desember, kl. 12:00. Saltfiskur verður einnig í boði. Kaffi og konfekt í eftirrétt. Okkur þætti voða vænt um að þeir sem hafa hug á að koma, skrái sig mánudaginn 21. desember frá kl. 09:00 - 17:00 í síma 478-8275 eða í gegnum netfangið tryggvabud@djupivogur.is. Verð á mann er kr. 1.500, 750 kr. fyrir 12 ára og yngri. Allir hjartanlega velkomnir. Eldri borgarar í Djúpvogshreppi.

Þorláksmessa í Löngubúð: Langabúð verður opin í kvöld frá kl. 21.  Íris Antonía ætlar að syngja og spila huglúfa tónlist til að koma okkur í jólaskapið. Tilvalið að koma í hlýjuna og slaka á eftir jólaundirbúiningin í góðra vina hópi.

Sörur - marens - brauðterta, jólakaffi  og annað gúmmilaði

Allir velkomnir. Kveðja, Rán

 

24. desember

Gleðileg jól kæru íbúar Djúpavogshrepps!

Djúpavogskirkja: Aðfangadagskvöld kl. 18:00 - aftansöngur í Djúpavogskirkju. 

  

26. desember

Langabúð: Jólabarsvar kl. 22:00. Barinn opinn.

 

27. desember

Hofskirkja: Hátíðarguðsþjónusta í Hofskirkju sunnudaginn 27. des. kl. 14:00.

 

29. desember

Björgunarsveitin Bára: Flugeldasala í Sambúð að Mörk 12, kl. 13:00-20:00.

Hótel Framtíð: Pizzutilboð kl. 17:30-20:00. 12" pizza með þremur áleggstegundum og gos á kr. 2.350. ATH forsala fyrir áramótagleðina á Hótel Framtíð hefst í dag.

 

30. desember

Björgunarsveitin Bára: Flugeldasala í Sambúð að Mörk 12, kl. 13:00-22:00. 

Hótel Framtíð: Pizzutilboð kl. 17:30-20:00. 12" pizza með þremur áleggstegundum og gos á kr. 2.350,-

 

31. desember

Björgunarsveitin Bára: Flugeldasala í Sambúð að Mörk 12, kl. 10:00-14:00.

Áramótabrenna: Kveikt verður í áramótabrennunni í Blánni kl. 17:00. Fólk er hvatt til að koma gangandi til brennunnar. Björgunarsveitin Bára sér um stórbrotna flugeldasýningu og Umf. Neisti sér um að kveikja upp í brennunni og halda henni á lífi. Að venju vonumst við eftir fjölmenni við að kveðja gamla árið og fagna því nýja.

Áramótagleði á Hótel Framtíð: Kl. 01:00-04:00. Aldurstakmark 18 ára (dagurinn). Kr. 1.850,-  í forsölu (29. og 30. desember). Kr. 2.850,-  eftir að forsölu lýkur. Frír drykkur fylgir hverjum keyptum miða. 

 

 

22.12.2015

Fréttir og jólakveðja úr Djúpinu

Frá því 7. apríl 2015 hefur verið fastur starfsmaður í Djúpinu á starfsstöð Austurbrúar á Djúpavogi. Eitt af því sem hefur áunnist við opnun nýrrar starfsstöðvar á Djúpavogi er að grunnskólinn á staðnum losnaði við alla umsýslu vegna prófa fjarnema. Sú umsýsla sem lenti áður á herðum starfsmanna skólans var orðin ærin. Frá 1.-18. des voru 35 próf undirbúin í Djúpinu, en 32 tekin próf til 18. des. Ekki er vitað til annars en að nemendum hafi líkað aðstaðan í Djúpinu við próftökuna. Sumir vissu ekki af aðstöðunni og geta jafnvel hugsað sér að nýta hana í næstu framtíð við heimanám. Því ber að fagna enda töluverður fjöldi einstaklinga sem búsettir eru á Djúpavogi í fjarnámi. Það er virkilega jákvætt þegar góð námsaðstaða er til staðar fyrir heimamenn og ekki allir sem hafa ró og frið til þess að sinna námi sínu heima við. Við vonum bara að framhald verði á og fleiri sjái sér hag í því að nýta Djúpið.

Undirrituð þakkar nemendum fyrir komuna og óskar þeim gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.


Kær kveðja, 
Katrín Reynisdóttir
Verkefnastjóri
katrin@austurbru.is • 470 3870 • 853 7765

 

22.12.2015

Munum eftir að flokka um jólin

Þá fara jólin að ganga í garð með allri sinni gleði og yndislegheitum... og líka auka rusli. 
 
  • Jólapappír er endurvinnanlegur líkt og annar pappír og oft er jafnvel hægt að endurnýta hann að ári. Stundum er reyndar innpökkunarpappír úr plasti og þá á hann heima með því.
  • Týpískir jólaborðar eru úr plastefni og flokkast sem slíkt.
  • Slaufur og efnisborða má endurnýta næstum fram í hið óendanlega.
  • Orabaunirnar koma í dós sem auðvelt er að þrífa og flokka með öðrum málmum. Sama máli gegnir um lokið á rauðkálskrukkunni.
  • Krukkur flokkast með öðru því gleri sem ekki er skilagjald á. 
  • Fernur utan af þeim mikla rjóma sem notast yfir hátíðirinar (m.a. í möndlugraut og jólaís) flokkast með öðrum fernum.
  • Matarafganga er hægt að nýta í moltugerð eða t.d. sem fæði fyrir hænur í sveitarfélaginu.
  • Umframorku af jólaáti má nýta í létt skokk eða jólaljósagöngu.

Svo er hægt að styðja félög og góð málefni með því að gefa flöskur og dósir.

 

Jólakveðjur,

Djúpavogshreppur

ED

21.12.2015

Þorláksmessuskata í Tryggvabúð

Eldri borgarar bjóða upp á skötuveislu í Tryggvabúð á Þorláksmessu, 23. desember, kl. 12:00. Saltfiskur verður einnig í boði. Kaffi og konfekt í eftirrétt.

Okkur þætti voða vænt um að þeir sem hafa hug á að koma, skrái sig mánudaginn 21. desember frá kl. 09:00 - 17:00 í síma 478-8275 eða í gegnum netfangið tryggvabud@djupivogur.is.

Verð á mann er kr. 1.500, 750 kr. fyrir 12 ára og yngri.

Allir hjartanlega velkomnir.

Eldri borgarar í Djúpvogshreppi

18.12.2015

Opnunartími Bakkabúðar til jóla

 

Opið alla daga til jóla frá kl. 13:00 - 18:00.

Opið á Þorláksmessu frá kl. 13:00 - 21:00.

 

Verið velkomin!!

Sigrún Svavarsdóttir

15.12.2015

Leiðrétting á dagskrá Hótel Framtíðar

Kæru viðskiptavinir,

mistök voru í auglýsingunni yfir dagskrá Hótel Framtíðar í desembermánuði sem birtist í Bóndavörðunni. 

Pizzatilboð verður þann 22. desember, en ekki 23. eins og misritaðist.

 

Kveðja,

starfsfólk Hótel Framtíðar

15.12.2015

Hvað er að gerast jólalegt í vikunni?

14. desember

Tryggvabúð: Nýjar bækur: Lesið verður úr nýjum bókum í Tryggvabúð mánudagskvöldið 14. desember  kl. 20:30.

Heitt á könnunni og nammi í skál.

Allir velkomnir!

Félag h-eldri borgara

 

18. desember

Við Voginn: Skötuhlaðborð

Hótel Framtíð: Jólatrésskemmtun kl. 11:00. Allir velkomnir og frítt inn. 

 

19. desember

Jólatréssala: Jólatréssala Skógræktarfélags Djúpavogs í skógræktinni kl. 13:00-14:00.

Farið er upp afleggjarann við kirkjugarðinn og fólk getur valið sér tré.

Félagar skógræktarfélagsins verða á staðnum og saga fyrir fólk.

Verð kr. 3.000.-

Ljótu-jólapeysupartý í Löngubúð: Verðlaun fyrir ljótustu peysuna. 2 fyrir 1 ár barnum kl. 22:00-23:00. Jólaglögg, jólabjór...

14.12.2015

Sveitarstjórn: Fundargerð 10.12.2015

Hægt er að nálgast fundargerðina með því að smella hér.

ÓB

11.12.2015

Úthlutun hreindýraarðs 2015

Drög að úthlutun hreindýraarðs fyrir árið 2015 á ágangssvæði/jarðir í sveitarfélaginu liggja frammi á skrifstofu sveitarfélagsins til 18. desember. Það er jafnframt sá frestur sem gefinn er til að gera skriflegar athugasemdir sem skulu sendast til:

Skrifstofa Umhverfisstofnunar
Tjarnarbraut 39A
Pósthólf 174
700 Egilsstaðir

Sveitarstjóri

11.12.2015

Jólabingó Neista 2016

Næstkomandi sunnudag mun ungmennafélagið Neisti halda sitt árlega jólabingó á Hótel Framtíð

Bingóið er sem fyrr stórglæsilegt og skiptist í barnabingó sem verður kl. 14:00 og fullorðinsbingó sem verður kl. 20:00.

Vinningar eru meðal annars flug, gisting, veitingar, kræsingar beint úr sveitum og sjó, humarsúpa, hárvörur, hönnun, handverk, gjafabréf, leikföng og margt, margt fleira sem ungmennafélagið fær að styrk frá fyrirtækjum og einstaklingum sem leggja þannig sitt að mörkum til uppbyggingar á íþróttastarfi á Djúpavogi.

Viljum við nota tækifærið og þakka kærlega fyrir það framlag og hvetja alla bæjarbúa til að koma og spila.

Innkoma seldra bingóspjalda rennur að sjálfsögðu beint til ungmennafélagsins og verður til þess að áframhaldandi uppbygging og fjölbreytileiki helst í starfi Neista.

 

Bestu kveðjur,

stjórn Neista

 

11.12.2015

Umsóknarfrestur í tvo sjóði að renna út 15. des.

Norsk-íslenskur menningarsjóður

Umsóknarfrestur til 15. desember 2015.

Skoðið textan og heimasíður sem veita upplýsingar hér fyrir neðan og sækjið um ef þið eruð með verkefni.

Þeir sem starfa á sviði lista og menningar í Noregi og á Íslandi geta sótt um styrki til samstarfsverkefna sem stuðla að fjörbreytilegu samstarfi á því sviði og koma á varanlegum tengslum milli listamanna, þeirra sem starfa að menningarmálum og menningarstofnana í báðum löndum. Norska menningarráðið (Norsk kulturråd) og mennta- og menningarmálaráðuneyti taka umsóknir til umfjöllunar.

Leiðbeiningar fyrir umsækjendur:

Umsækjendur skulu fylla út umsóknareyðublað sem er á vef Norsk kulturråd (http://kulturradet.no/stotteordninger/norsk-islandsk-kultursamarbeid) með upplýsingum um markmið verkefnisins ásamt verkefnis-, framkvæmdar-, fjárhags- og fjármögnunaráætlun. Allar umsóknir þurfa að fara í gegnum vef Norsk kulturråd. Að verkefni loknu skal afhenda skýrslu um verkefnið til Norsk kulturråd í samræmi við þær reglur sem gilda fyrir ríksisstyrkþega.

Athugið. Umsóknir skulu vera á norsku, dönsku sænsku eða ensku.

http://www.menntamalaraduneyti.is/afgreidsla/sjodir-og-eydublod/menningarmal/nr/5061

http://www.noregur.is/News_and_events/Stotteordninger/Framlag-til-norsks-islensks-menningarsamstarfs---uthlutanir-2015/#.VkymI3bhDRY

http://www.kulturradet.no/stotteordninger/norsk-islandsk-kultursamarbeid

 

 

Uppbyggingarsjóður Austurlands

Umsóknarfrestur til 15. desember 2015.

Tilgangur sjóðsins er að styrkja menningar- og nýsköpunarverkefni og önnur verkefni sem falla að sóknaráætlun Austurlands.

Sjá nánar á auglýsingunni hér að neðan.

Athugið að boðið er upp á vinnustofur þar sem hægt verður að fá aðstoð við gerð umsókna.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Austurbrúar.

 

10.12.2015

Jólatréssala Skógræktarfélags Djúpavogs

 

Skógræktarfélags Djúpavogs mun standa fyrir sölu jólatrjáa í skógræktinni laugardaginn 19. desember kl. 13:00-14:00.

Farið er upp afleggjarann við kirkjugarðinn og fólk getur valið sér tré.

Félagar skógræktarfélagsins verða á staðnum og saga fyrir fólk.

Verð kr. 3.000.-

 

Skógræktarfélag Djúpavogs

 

10.12.2015

Nýjar bækur

 

Lesið verður úr nýjum bókum í Tryggvabúð mánudagskvöldið 14. desember  kl. 20:30.

Heitt á könnunni og nammi í skál.

Allir velkomnir!

 

Félag h-eldri borgara

09.12.2015

Sveitarstjórn: Fundarboð 10.12.2015

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundarboð 10.12.2015

18. fundur 2010-2014

Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 10. desember 2015 kl. 15:00. Fundarstaður: Geysir.

Dagskrá:

1. Fjárhagsáætlun 2016; fjárhagsleg málefni, málefni stofnana o. fl.

2. Fundargerðir

a) Ársfundur umsjónaraðila friðlýstra svæða, dags. 13. nóvember 2015
b) Stjórn Hafnasambands Íslands, dags. 16. nóvember 2015.
c) Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 20. nóvember 2015.
d) Stjórn Héraðsskjalasafns Austfirðinga, dags. 25. nóvember 2015.
e) Aðalfundur Héraðsskjalasafns Austfirðinga, dags. 25. nóvember 2015.
f) Stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 26. nóvember 2015.
g) Heilbrigðisnefnd Austurlands, dags. 2. desember 2015.
h) Fræðslu- og tómstundanefnd, dags. 3. desember.

3. Erindi og bréf

a) Hammondhátíð Djúpavogs, styrkbeiðni, dags. 18. nóvember 2015.
b) Landgræðsla ríkisins, styrkbeiðni, dags. 23. nóvember 2015
c) Innanríkisráðuneytið, breytingar á lögræðislögum, dags. 23. nóvember 2015
d) Samtök sveitarfélaga á Austurlandi, framlenging á samningi um almenningssamgöngur, dags. 25. nóvember 2015.
e) Bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar, breyting á vinnslu úrgangs, dags. 26. nóvember 2015.
f) Samband íslenskra sveitarfélaga, gerð leiðbeininga um störf almannavarnanefnda, dags. 26. nóvember 2015.
g) Skógræktarfélag Djúpavogs, styrkbeiðni, dags. 2. desember 2015.

4. Breyting á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008-2020: Hringvegur um Berufjarðarbotn

5. Skýrsla sveitarstjóra


Djúpavogi 7. desember 2015;
Sveitarstjóri

07.12.2015

Opnunartími Íþróttamiðstöðvar Djúpavogs yfir hátíðirnar

Sjá hér að neðan auglýstan opnunartíma Íþróttamiðstöðvar Djúpavogs yfir hátíðirnar.

 

07.12.2015

Gleðidagskrá þessarrar viku

9. desember

Jólatónleikar (Jólastund) tónskólans verður haldin í Helgafelli 9. desember kl. 17:30.

Vinsæl og falleg jólalög. Allir velkomnir!

 

11. desember

Við Voginn: Jólahlaðborð

 

12. desember

Langabúð: Bardagi Gunnar Nelson á skjánum og barinn opinn.

 

13. desember

Hótel Framtíð: Jólabingó Neista!

Barnabingó kl. 14:00-16:00

Fullorðinsbingó kl. 20:00-22:00 

07.12.2015

Jólaföndur og kaffihús

Jólaföndur foreldrafélags Djúpavogs

Laugardaginn 5. desember verður árlegt jólaföndur Djúpavogsskóla í grunnskólanum.
Föndrið verður frá 11:00 - 14:00.  Í boði verður alls konar endurnýtanlegur efniviður, allt er ókeypis en gott er að taka með sér lím, skæri og auglýsingapésa til að föndra úr.
Nemendur 9. bekkjar verða með kaffihús frá 12:00 - 14:00 og verða margar girnilegar hnallþórur í boði.

Allir íbúar sveitarfélagsins eru hjartanlega velkomnir, ef ekki til að föndra þá bara til að hitta aðra og kíkja á kaffihúsið. 

Skólastjóri

 

Skemmtilegheit þessarar viku

Þegar líður að jólum er margt að gerast. Hér að neðan má sjá dagskrá vikunnar:

 

2. desember 

Smákökubakstur hjá foreldrafélaginu fyrir 5.-6. bekk kl. 15:00-16:30 og 3.-4. bekk 16:30-18:00. 

Baksturinn fer fram í Helgafelli.

 

 

3. desember

Jólamarkaður kvenfélagsins Vöku í Löngubúð kl. 18:00-21:00.

 

 

4. desember

Jólafagnaður eldri borgara

Föstudaginn 4. desember kl. 19:00 ætlum við að halda jólafagnað í Tryggvabúð fyrir íbúa Djúpavogshrepps 60 ára og eldri. 

Verð 3.500 kr.

Þeir sem áhuga hafa vinsamlegast skráið ykkur í síðasta lagi 27. nóvember í síma 478-8275.

Hlökkum til að sjá sem flesta.

Starfskonur Tryggvabúðar.

 

Jólahlaðborð á Hótel Framtíð 

Verð á hlaðborð kr. 8.950,- pr/mann

Hópatilboð verð kr. 7.900,- pr/mann

Einnig tilboð á gistingu, sjá auglýsinguna hér

Pantanir á framtid@simnet.is eða í s. 478-8887

 

 

5. desember

Jólaföndur Djúpavogsskóla 2015

Hið árlega jólaföndur Djúpavogsskóla verður haldið laugardaginn 5. desember frá klukkan 11:00-14:00 úti í grunnskóla. Eins og fyrri ár verður kaffi- og kökusala á staðnum. 

Jólaföndrið er frítt öllum!

Foreldrafélagið

 

Jólahlaðborð á Hótel Framtíð

Verð á hlaðborð kr. 8.950,- pr/mann

Hópatilboð verð kr. 7.900,- pr/mann

Einnig tilboð á gistingu, sjá auglýsinguna hér

Pantanir á framtid@simnet.is eða í s. 478-8887

 

 

6. desember

Aðventuhátíð 2. sunnudag í aðventu 6. des. kl. 17.00. 

Barnakór og kirkjukór syngja aðventu- og jólalög. 

Helgileikir og hugvekja.

 

 

03.12.2015

Til eigenda hunda- og katta á Djúpavogi

Eigendum hunda og katta er skylt er að láta ormahreinsa dýr sín einu sinni á ári. Ormahreinsun hunda og katta á Djúpavogi haustið 2015 fer fram í áhaldahúsi Djúpavogshrepps fimmtudaginn 10. desember kl. 13:00-14:00 og er hún innifalin í leyfisgjaldi skráðra dýra.

Eigendum óskráðra dýra er bent á að nota tækifærið og láta örmerkja þau og bólusetja og ganga síðan frá skráningu á þeim hjá Djúpavogshreppi. Örmerking og bólusetning er á kostnað eiganda.

Jafnframt er minnt á nýjar samþykktir um hunda-, katta- og gæludýrahald í sveitarfélaginu útgefnum 15. október 2015. Þær má finna með því að smella hér.

Sveitarstjóri

 

03.12.2015

Djúpavogshreppur auglýsir bifreið til sölu

Djúpavogshreppur auglýsir bifreið til sölu. Um er að ræða Toyota Hilux, þá hina sömu og sést á meðfylgjandi mynd.

Bifreiðin er tæplega seld til annars en niðurrifs enda gírkassi og millikassi ónýtir ásamt kúplingspressu.

Vél er léleg og útlit dapurlegt, hvort heldur er að innan eða utan.

Bifreiðin verður seld hæstbjóðanda en tilboðum skal skila á skrifstofu hreppsins eigi síðar en kl. 15:00 mánudaginn 7. desember.

Sveitarstjóri

p.s. fylgihlutir sem sjást á mynd fylgja ekki, hvorki þeir sem sjást að utan né þessir að innan.
p.p.s. ástand bifreiðarinnar er mun, mun verra en myndin sýnir.
p.p.p.s. engir jólasveinar slösuðust við töku meðfylgjandi myndar, ekki heldur neinir Skúlar.

 

 

02.12.2015