Djúpivogur
A A

Aðalvefur

Matjurtarækt á Austurlandi - kynning í kvöld

Framfarafélag Fljótsdalshéraðs mun bjóða upp á kynningu á verkefninu "Matjurtarækt á Austurlandi" fimmtudagskvöldið 5. nóvember kl. 20:00 í Djúpinu.

 

Lítið framboð er á matjurtum ræktuðum á Austurlandi og veitingastaðir og önnur fyrirtæki greiða gjarnan háan flutningskostnað fyrir að koma vörunni að sunnan, hvort sem um er að ræða innlendar matjurtir eða innfluttar frá byrgjum í Reykjavík.

Framfarafélagið ákvað því að setja af stað verkefni til að kanna aðstæður og áhuga Austfirðinga á að snúa þessari þróun við og hlaut til þess styrk úr Uppbyggingarsjóði.

"Markmið verkefnisins er að stuðla að því að sem flestar matjurtir, sem matsölustaði á Austurlandi, einkum veitingastaði og mötuneyti, vanhagar um, verði ræktaðar í heimahéraði, auk þess að stuðla að aukinni heimaræktun matjurta almennt hér eystra."

 

Kynningin er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir!

 

Erla og Katrín

  

 

 

 

 

05.10.2015

Stefnumörkun í menningarmálum - opinn fundur í dag

Ferða- og menningarmálanefnd hefur sett sér það verkefni að vinna menningarstefnu fyrir Djúpavogshrepp auk aðgerðaáætlunar í þeim málaflokki. Stefnt er að því að hefja þessa vinnu í byrjun nóvember 2015.

 

Því verður haldinn opinn fundur um menningarmál í Djúpavogshreppi í Löngubúð 4. nóvember kl. 17:00.

 

Allir þeir sem vilja hafa áhrif á menningu og menningarstarf í sveitarfélaginu eru eindregið hvattir til að mæta og segja sína skoðun eða koma sínum hugmyndum á framfæri.

Það sem fram kemur á fundinum verður allt tekið til greina við mótun menningarstefnunnar og aðgerðaáætlunarinnar.

ED

04.10.2015

Frá félagi eldri borgara

Fundur verður í félagi eldri borgara föstudaginn 2. október kl. 14:00 í Tryggvabúð, félagsaðstöðu eldri borgara, Markarlandi 2.

Nýir félagar velkomnir.

Stjórnin

01.10.2015