Djúpivogur
A A

Aðalvefur

Lumar þú á viðskiptahugmynd?

Þriðjudaginn 21. apríl verða haldin tvö örnámskeið á vegum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Austurbrúar í Djúpinu kl. 18:00-22:00

Á námskeiðunum verða frumkvöðlar aðstoðaðir við að komast af stað með hugmyndir sínar.  Leiðbeinandi er Sigurður Steingrímsson, verkefnisstjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands.

Að finna hugmyndir:  Á námskeiðinu verður fjallað um aðferðir til að koma auga á hugmyndir og hvernig fólk þarf að hugsa og vinna til að sjá möguleg viðskiptatækifæri.

Frá draumi að veruleika: Kynntar verða aðferðir sem auðvelda fólki fyrstu skrefin við að meta hvort hugmyndir geta orðið viðskiptahugmyndir. 

 

Nánari upplýsingar og skráning á heimasíðu Austurbrúar:

www.austurbru.is

 

Frétt um námskeiðið hjá Austurfrétt:

http://www.austurfrett.is/lifid/3303-lumar-thu-a-vidhskiptahugmynd-tha-eru-oernamskeidhin-adh-finna-hugmyndir-fra-draumi-adh-veruleika-fyrir-thig

 

 

 

 

 

 

 

 

 

16.04.2015

Barna- og fjölskylduleiksýning

Barna- og fjölskylduleiksýningin Klaufar & kóngsdætur verður sýnd í Hótel Framtíð sunnudaginn 19. apríl, kl. 17:00.

Klaufar og kóngsdætur er leikgerð þriggja meðlima uppistandshljómsveitarinnar Ljótu hálfvitanna, þeirra Ármanns Guðmundssonar, Sævar Sigurgeirssonar og Þorgeirs Tryggvasonar, á nokkrum af ævintýrum H.C. Andersen.

Leiksýningin er sett upp af Leikfélagi Menntaskólans á Egilsstöðum, en leikstjóri er Unnar Geir Unnarsson. Leikritið varð fyrir vali LME í ár vegna 210 ára árstíðar H.C. Andersen.

Íbúum Djúpavogshrepps er boðið á sýninguna af Kvenfélaginu Vöku, Foreldrafélaginu, Neista, Lions, Hótel Framtíð og Djúpavogshreppi. Aðgangur er því ókeypis.

 Góða skemmtun!

ED

 

 

15.04.2015

Djúpavogsskóli og Djúpavogshreppur auglýsa

Grunnskólakennara vantar við grunnskólann í eftirfarandi stöður skólaárið 2015-2016:
Heimilisfræði, um 9 kst., textílmennt um 9 kst., upplýsinga- og tæknimennt um 10 kst., hönnun og smíði um 10 kst. tungumál á mið- og unglingastigi um 16 kst., íþróttir og sund um 15 kst., samfélagsgreinar á mið- og unglingastigi um 8  kst.

Leikskólakennara vantar við Leikskólann Bjarkatún í eftirfarandi stöður skólaárið 2015-2016

Starfsfólk vantar á yngri og eldri deildum, samtals 6 100% stöður

Nánari upplýsingar veitir skólastjóri, Halldóra D. Hafþórsdóttir á skolastjori@djupivogur.is  eða í síma 478-8246.  Umsóknarfrestur er t.o.m. 1. maí 2015.  Umsóknareyðublöð má finna á heimasíðum grunn- og leikskólans.

 

Þá auglýsir Djúpavogshreppur eftir íþrótta- og æskulýðsfulltrúa í 100% starf.  Starfsmaðurinn er framkvæmdastjóri Umf. Neista og vinnur náið með stjórn, auk þess að sjá um æfingar fyrir grunnskólabörn og elstu börnin í leikskólanum.  Þá hefur starfsmaðurinn yfirumsjón með æskulýðsstarfi grunnskólabarna og sinnir því.  Nánari upplýsingar veitir Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri á sveitarstjori@djupivogur.is eða í síma 478-8288. Umsóknarfrestur er t.o.m 1. júní 2015

 

Tónleikar kórs MH síðastliðið sunnudagskvöld

Kór Menntaskólans við Hamrahlíð hélt vægast sagt framúrskarandi tónleika í Djúpavogskirkju síðastliðið sunnudagskvöld.

Tónleikarnir voru liður í tónleikaferð MH um Suður-  og Suðausturland, en Lárus H. Bjarnason, rektor Menntaskólans við Hamrahlíð, og Orri Páll Jóhannsson, fulltrúi Reykjavíkurborgar í skólanefnd MH, voru fararstjórar í ferðinni og sáu um alla skipulagningu.

Tónleikagestir í Djúpavogskirkju voru yfir sig hrifnir. Allir hafa þeir líklega verið að búast við góðum flutningi, en þetta var meiriháttar stuð í bland við undurfagra tónlist og flutningurinn var hnökralaus. Varla er hægt að ímynda sér skemmtilegri kórtónleika eða líflegri hóp.

Kórinn skipa 83 nemendur við MH og fyllti kórinn því vel út í svið Djúpavogskirkju. Kórmeðlimir kynntu sjálfir verkin sem flutt voru, hver með sínu sniði, á fræðandi og stórskemmtilegan hátt, en Þorgerður Ingólfsdóttir stjórnaði kórnum af mikilli snilli og greinilegri ást og umhyggju.

Á efnisskrá tónleikanna var innlend og erlend tónlist, allt frá miðöldum til nútímans. Nokkur verkanna voru jafnvel sérstaklega samin, eða útsett af tónskáldinu, fyrir kór MH.

Tónleikunum lauk svo með allsherjar húllumhæi. Meðlimir kórsins tóku upp bongótrommur, trompet, saxófón og básúnu og buðu gestum upp þannig að dansað var í öllum sal kirkjunnar.

Kór Djúpavogskirkju verðlaunaði kór MH að loknum tónleikum með heimagerðu bakkelsi, kaffi og djúsi, sem þau þáðu með þökkum áður en þau lögðu aftur af stað suður á land.

 

Djúpavogshreppur er verulega heppinn að hafa fengið til sín þennan yndislega hóp ungmenna og listamanna, og við vonum að við fáum að taka aftur á móti þessum fríða flokki í framtíðinni.

ED

 

15.04.2015

Sumarstarf - Þjálfari

Ungmennafélagið Neisti óskar eftir að ráða þjálfara í sumar til að þjálfa fótbolta og/eða frjálsar hjá börnum á grunnskólaaldri.
Starfið fer fram frá 8. júní - 12. júlí. Tímasetningar og fjöldi tíma er umsemjanlegt. Allar nánari upplýsingar veitir Jóhanna í tölvupósti neisti@djupivogur.is eða í síma 848-5552.


14.04.2015

Músik Festival 2015

Músik Festival tónskólans verður haldið fimmtudaginn 16. apríl, klukkan 18:00 á Hótel Framtíð.

Hvetjum ykkur öll til að mæta og styðja flotta tónlistarkrakka. 

Auglýsingu má finna hér.

HDH

Sveitarstjórn: Fundargerð 09.04.2015

Hægt er að nálgast fundargerðina með því að smella hér.

ÓB

13.04.2015

Ungabarnasund Hrundar á Djúpavogi

Ungbarnasund Hrundar verður með námskeið í sundlauginni á Djúpavogi 13.- 21. júní.

Námskeiðið verður 6 skipti og kostar 13.000 kr.

Í boði verða námskeið fyrir 3-12 mánaða og 1-2 ára.

Foreldrar borga ekki aukalega ofan í laugina. Skráning fer fram á hrundjons@hotmail.com og í síma 690 3034. Nánari upplýsingar um sundið er hægt að finna inn á ungbarnasundhrundar.is og á facbook undir Ungbarnasundi Hrundar.

ÓB

 

 

 

13.04.2015

Tónleikar með 83 manna kór Menntaskólans við Hamrahlíð

Kór Menntaskólans við Hamrahlíð heldur tónleika í Djúpavogskirkju sunnudagskvöldið 12. apríl, kl. 20:00.

Kórinn er skipaður 83 nemendum á aldrinum 16 til 20 ára og meðal kórfélaga eru margir hljóðfæraleikarar.

Mjög gaman er að fá í heimsókn kór af þessari stærðargráðu sem hefur getið sér gott orð til fjölda ára. Ekki nóg með að kórinn sé meðal fremstu kóra á landinu heldur er stjórnandi kórsins, Þorgerður Ingólfsdóttir, orðin goðsögn í lifanda lífi. 

Efnisskráin sem flutt verður samanstendur af íslenskum og erlendum tónverkum.

Aðgangur ókeypis.

 

12.04.2015

Djúpavogskirkja fær góða gjöf

Kvenfélagið Vaka hefur gefið margar góðar gjafir til Djúpavogskirkju í gegnum tíðina og í dag bættu þær enn um betur og færðu kirkjunni að þessu sinni snúningsstól fyrir líkkistur ásamt viðeigandi áhöldum.

Má segja að kvenfélagið hafi með þessari góðu gjöf bætt verulega aðstöðu við útfarir frá Djúpavogskirkju.  

Sjá meðfylgjandi myndir frá afhendingu gjafarinnar.  

AS

 

 

 

 

 

 

11.04.2015

Bingó

Kvenfélagið Vaka verður með bingó laugardaginn 11. apríl á Hótel Framtíð.

Kl. 14:00 - Barnabingó. Spjaldið kostar 400 kr.

Kl. 20:00 - Bingó fyrir fullorðna (miðað við fermingarárið). Spjaldið kostar 600 kr.

 

Kvenfélagið Vaka

ED

11.04.2015

Skotmót

Skotmót verður haldið laugardaginn 25. apríl kl. 10:00 á skotsvæði Skotmannafélags Djúpavogs.

 

Skotið verður eftir lítillega breyttum reglum UST varðandi skotpróf til hreindýraveiða.

Skotið verður á 100 og 200 metrum. Öll kaliber leyfð.

 

Skráning í síma 843-1115 fyrir kl. 12:00, föstudaginn 24. apríl.

Þátttökugjald kr. 1.000.-

 

Skotmannafélag Djúpavogs

ED

10.04.2015

Hnísa eða hákarl?

Ósk barnanna í Bjarkatúni rættist heldur betur í gær þegar Jón Ingvar mætti með Hnísu þó svo að börnunm hafi fundist þetta vera hákarl.  Þau urðu yfir sig spennt enda stærðarinnar dýr í augum þeirra.  Hnísan var skoðuð hátt og lágt og mjög merkileg á allan hátt.  Hún slefaði að þeirra sögn, var með pínkulítil augu en rosalega slett og mjúk viðkomu. Hún var með öndunarop ofan á hausnum og síðan var kíkt í munninn á henni og þar var hún með pínkulitlar tennur enginn þorði þó að koma við þær. Börnunum fannst þetta ótrúlega skemmtilegt og voru áhugasöm um Hnísuna.  Við þökkum Jóni Ingvari kærlega fyrir að koma og sýna okkur Hnísuna. 

Hnísan fallega

Munnurinn og tennurnar skoðaðar

Hún átti líka sporð og ugga

Krakkarnir á Krummadeild kíktu á Hnísuna

Öndunaropið skoðað vel og vandlega

Fleiri myndir hér

Miðasala á Hammondhátíð 2015

Hammondhátíð vill koma því á framfæri að miðum á hátíðina í ár fer fækkandi. Líklegt er, miðað við stöðuna í dag, að heildarmiðar fari úr sölu eftir morgundaginn, jafnvel fyrr. Örfáir miðar eru eftir á sunnudagstónleika þeirra Pálma, Magnúsar og Þóris í Djúpavogskirkju og ekki langt í það að uppselt verði á Bubba og Dimmu á laugardeginum.

Það fer því hver að verða síðastur að tryggja sér heildarmiða á hátíðina og hraðar hendur þarf að hafa vilji menn tryggja sér miða á laugardags- og sunnudagstónleikana.

Miðasala er á midi.is og Hótel Framtíð.

Nánar má fylgjast með á heimasíðu hátíðarinnar og Fésbókarsíðu hennar.

EDV

 

 

 

08.04.2015

Uppbyggingarsjóður

Minnt er á að búið er að auglýsa eftir umsóknum í nýjan Uppbyggingarsjóð Austurlands.

Þetta er sjóður sem sameinar það sem áður voru verkefnastyrkir til menningarmála, stofn og rekstrarstyrkir til menningarmála og vaxtarsamninga sem styrktu nýsköpun í atvinnumálum. 

Það er mjög stuttur umsóknarfrestur, eða til 12. apríl, og einungis verður auglýst einu sinni á þessu ári.

Meðfylgjandi eru auglýsing frá Austurbrú.

ED

 

 

 

 

07.04.2015

Sveitarstjórn: Fundarboð 09.04.2015

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundarboð 09.04.2015

11. fundur 2010-2014

Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 9. apríl 2015 kl. 16:30. Fundarstaður: Geysir.

Dagskrá:
1. Fundargerðir

a) Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum, dags. 10. mars 2015.
b) Samband sveitarfélaga á Austurlandi, dags. 13. mars 2015.
c) Stjórn Hafnasambands Íslands, dags. 13. mars 2015.
d) Starfshópur um fjárhagsleg málefni, dags. 24. mars 2015.
e) Landbúnaðarnefnd, dags. 30. mars 2015.
f) Cittaslow v. stuðningsaðila, dags. 31. mars 2015.

2. Erindi og bréf

a) Umhverfisstofnun, Lýsing. Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008-2020. Lýsing. Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008-2020, dags. 6. mars 2015.
b) Ferðamálastofa, Teigarhorn í Djúpavogshreppi – beiðni um umsagnir Ferðamálastofu dags. 11. mars 2015.
c) Austurbrú, Tilnefningar vegna stjórnarkjörs hjá Austurbrú ses. dags 18. mars 2015.
d) Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, Fjárhagsáætlun 2015-2018 dags. 18. mars 2015.
e) Vegagerðin, Mögulegar veglínur um Teigarhorn dags. 21. mars 2015.
f) Ágústa Margrét Arnardóttir og Guðlaugur Birgisson, Sumarlokun leikskóla, gæsluvöllur, íþrótta og æskulýðsstarf dags. 30. mars 2015.

3. Menningarsamningar

4. Samningur um sóknaráætlun

5. Uppbygging Faktorshússins

6. Gjaldskrá vegna fráveitugjalds

7. Skýrsla sveitarstjóra


Djúpavogi 1. apríl 2015
Sveitarstjóri

 

01.04.2015

Páskakiðlingar að Núpi

Margt gengur á að Núpi á Berufjarðarströnd þessa dagana.

Fyrir réttri viku bar huðna þar tvo kiðlinga. Fæðingin gekk mjög vel og kiðlingarnir eru hraustir og pattaralegir. Þeir drekka vel og er einnig gefin smá mjólk til að létta á huðnunni. Björgvin, bóndi að Núpi, segir kiðlinga vera allt öðruvísi en lömb. Þeir hafi allt annað eðli, séu miklu villtari, vitrari og vilji helst vera prílandi upp á allt og út um allt og með nefið niðri í öllu. Kiðlingarnir hafa ekki verið skírðir, en mögulega verður ráðin bót á því, þar sem margar kirkjuferðir eru framundan hjá heimilisfólkinu.

Kolbrún Rós, dóttir hjónanna að Núpi, eignaðist sitt fyrsta barn á dögunum, og það verður skírt að Berunesi í dag. Svo á morgun, skírdag, verður dóttirin Katrín Birta fermd í Heydalakirkju.

ED

 

 

 

  

 

 

 

01.04.2015