Djúpivogur
A A

Aðalvefur

Spurningakeppni Neista 2015, 1. kvöld

Fyrsta kvöld í spurningakeppni Neista 2015 fór fram fimmtudaginn 19. febrúar sl. á Hótel Framtíð.

Spyrill keppninnar er hinn alsjándi og allsgáði Egill Egilsson, Guðrún Sigurðardóttir er stigavörður og Birgir Th. Ágústsson dómari og höfundur spurninga.

Í fyrstu umferð mættust nemendur grunnskólans og Kvenfélagið Vaka þar sem reynslan hafði betur gegn sprækum ungmennum. Í annarri umferð mætti Grafít nýstofnuðu fyrirtæki Búlandstinds og þar hafði Grafít betur.

Í síðustu umferðinni hafði Kvenfélagið sigur gegn Grafít, með 10 stigum gegn 8.

Kvenfélagið er því komið í úrslit.

Næsta keppni fer fram þriðjudaginn 3. mars kl. 20:00 en þar mæta annars vegar ríkjandi meistarar í Fiskmarkaði Djúpavogs liði leikskólans og Eyfreyjunes mætir Hótel Framtíð.

Meðfylgjandi myndir tók Birgir Th. Ágústsson.

ÓB

 

25.02.2015

Aron í Afríku - Stultuþorpið Ganvie

Eins og margir vita er Djúpavogsbúinnn Aron Daði Þórisson á ferðalagi um Afríku og hefur verið þar megnið af þessu ári. Þar hefur hann ferðast með öðrum Djúpavogsbúa, eða réttara sagt Hamarsdælingi, honum Ugniusi Hervar Didziokas.

Þeir félagar hafa ferðast vítt og breitt um Afríku og eftir því sem við best vitum eru þeir nú staddir í Kamerún.

Aron sendi okkur mjög skemmtilega ferðasögu fyrir stuttu, þegar þeir félagar voru staddir í Benín.

Við vonumst til að fá fleiri ferðasögur frá Aroni og erum því búin að útbúa svæði fyrir hann, Aron í Afríku, undir Innsent efni - Pistlar í veftrénu hér til vinstri.

Þið getið líka smellt hér til að fara beint á fyrsta pistilinn. Honum fylgja myndir og meira að segja ein hljóðskrá, sem inniheldur brot úr messu sem þeir félagar sigldu framhjá.

Góða skemmtun.

ÓB 

25.02.2015

Líf og starf í Tryggvabúð - myndasýning og fl.

Það var lif og fjör í Tryggvabúð í gær og nóg við að vera. Þegar undirritaður leit við var setið við vefstólana, meðan aðrir glugguðu í gamlar fréttaúrklippur og sýsluðu við annað.  

Seinni partinn var svo fullt hús af fólki í Tryggvabúð á myndasýningu sem undirritaður og Ólafur Björnsson stóðu fyrir og er það fjórða skipulagða myndasýningin sem haldin er frá áramótum í Tryggvabúð. Á þessari myndasýningu mættu nokkrir góðir Stöðfirðingar sem eiga ættir og uppruna að rekja að Krossi á Berufjarðarströnd en þaðan voru einmitt sýndar margar skemmtilegar myndir á sýningunni.

Myndirnar sem sýndar voru eru í eigu Alberts Geirssonar og var móðir hans Hjördís Albertsdóttir með honum í för til að útskýra myndefni og einnig veiðimaðurinn mikli og skipstjórinn Jens Albertsson sem á sínum yngri árum skokkaði gjarnan um sjávarbakkana á Krossi með byssu við hönd og stundaði einnig þaðan útræði og fékkst við hákarla og selveiðar áður en hann svo gerðist svo síðar á ævinni skipstjóri og aflakló á stærri skipum. Albert Geirsson hafði sömuleiðis frá mörgu að segja og fylgdi því myndefninu vel úr hlaði við góðar undirtektir gesta. Það var því virkilega gaman að fá heimsókn þessa og hlusta á fólkið frá Krossi segja sögur af útströndinni og fyrri tíðar lifnaðarháttum og sögur af samferðarfólki meðfram því sem gömlum myndum var varpað upp á tjald.

En hér fylgja með nokkrar myndir frá viðburðaríkum degi í Tryggvabúð og nokkrar gamlar myndir sem voru til sýnis.

Samantekt og myndir: Andrés S 

 

  

 Iðnar við vefstólana - Rúna - Erla og Stefanía


Það vefst ekkert fyrir Stefaníu Hannesdóttur 


B
jörn Jónsson í Faxatúni gluggar í gamlar fréttaúrklippur 


Björg - Björn og Bergþóra  

 

Myndasýning og góðir gestir frá Stöðvarfirði - Sigurlaug - Albert - Sigríður - Jens og Hjördís 

 

Salurinn þéttsetinn á myndasýningunni 


Margar skemmtilegar myndir til sýnis

 

 

Krossþorpið 

 

 

  

24.02.2015

Starfsmenn í þjónustumiðstöð

Auglýst eru allt að 5 störf fyrir 17 ára og eldri við slátt lóða og opinna svæða, hreinsun, snyrtingu o.m.fl. Hluti af störfunum verður við flokksstjórn og skulu áhugasamir taka slíkt fram í umsókn. Einnig skal taka fram hvort viðkomandi hafi bílpróf. Fjöldi flokksstjóra verður ákveðinn, þegar fyrir liggur fjöldi umsækjenda úr Grunnskólanum. 

 

Umsóknarfrestur til 23. maí.

Umsóknir berist á skrifstofu sveitarfélagsins.

 

Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf eigi síðar en í byrjun júní.

 

Nánari upplýsingar, m. a. um launakjör í síma 478-8288.

24.02.2015

Unglingar

Nemendum í 8., 9. og 10. bekk í Grunnskóla Djúpavogs stendur til boða vinna á vegum sveitarfélagsins sumarið 2015 sem hér greinir:

 

8. bekkur: Frá 3. júní til og með 15. ág.:  4 klst. á dag.   

9. bekkur: Frá 3. júní til og með 15. ág.:  4 klst. á dag.   

10. bekkur: Frá 3. júní til og með 15. ág.:  8 klst. á dag.   

 

Umsóknarfrestur til 23. maí.

Umsóknir berist á skrifstofu sveitarfélagsins.

Umsækjendur eru beðnir um að virða umsóknarfrestinn.

 

Einnig verður í boði vinna í hefðbundinni hreinsunarviku fyrir 4. – 7. bekk og mun hún verða auglýst í skólanum.

24.02.2015

Starfsmaður á upplýsingamiðstöð

Starfið felst í meginatriðum í afgreiðslu á upplýsingamiðstöð, þ.e. að leiðbeina og svara spurningum ferðamanna sem sækja Djúpavogshrepp heim. Þrif upplýsingamiðstöðvar kæmu einnig í hluta starfsmanns sem og önnur tilfallandi verkefni.

 

Um er að ræða 50% hlutastarf auk 8 yfirvinnutíma á viku. Starfsmaður yrði með viðveru á upplýsingamiðstöð kl. 12-17:00 fjóra virka daga hverrar viku og frá 12-16:00 laugardag og sunnudag. Frídagur yrði virkur dagur og samkomulagsatriði hvaða dagur yrði fyrir valinu.

 

Umsækjandi þarf að vera 18 ára eða eldri, geta talað og lesið íslensku og ensku, og þekkja Djúpavogshrepp, eða vera tilbúinn til að kynna sér staðhætti og annað til að geta leiðbeint ferðamönnum.

Ráðningartími er 1. júní – 31. ágúst.

 

Umsóknarfrestur er til 15. mars.

Umsóknir berist á skrifstofu sveitarfélagsins eða á netfangið erla@djupivogur.is

 

Nánari upplýsingar í síma 478-8228.

Erla Dóra Vogler

Ferða- og menningarmálafulltrúi Djúpavogshrepps

 

24.02.2015

Djúpavogshreppur auglýsir vinnu fyrir sumarið 2015

1. STARFSMAÐUR Á UPPLÝSINGAMIÐSTÖÐ

 

Starfið felst í meginatriðum í afgreiðslu á upplýsingamiðstöð, þ.e. að leiðbeina og svara spurningum ferðamanna sem sækja Djúpavogshrepp heim. Þrif upplýsingamiðstöðvar kæmu einnig í hluta starfsmanns sem og önnur tilfallandi verkefni.

 

Um er að ræða 50% hlutastarf auk 8 yfirvinnutíma á viku. Starfsmaður yrði með viðveru á upplýsingamiðstöð kl. 12-17:00 fjóra virka daga hverrar viku og frá 12-16:00 laugardag og sunnudag. Frídagur yrði virkur dagur og samkomulagsatriði hvaða dagur yrði fyrir valinu.

 

Umsækjandi þarf að vera 18 ára eða eldri, geta talað og lesið íslensku og ensku, og þekkja Djúpavogshrepp, eða vera tilbúinn til að kynna sér staðhætti og annað til að geta leiðbeint ferðamönnum.

Ráðningartími er 1. júní – 31. ágúst.

 

Umsóknarfrestur er til 15. mars.

Umsóknir berist á skrifstofu sveitarfélagsins eða á netfangið erla@djupivogur.is

 

Nánari upplýsingar í síma 478-8228.

Erla Dóra Vogler

Ferða- og menningarmálafulltrúi Djúpavogshrepps

 

 

 

2.    UNGLINGAR

 

Nemendum í 8., 9. og 10. bekk í Grunnskóla Djúpavogs stendur til boða vinna á vegum sveitarfélagsins sumarið 2015 sem hér greinir:

 

8. bekkur: Frá 3. júní til og með 15. ág.:  4 klst. á dag.   

9. bekkur: Frá 3. júní til og með 15. ág.:  4 klst. á dag.   

10. bekkur: Frá 3. júní til og með 15. ág.:  8 klst. á dag.   

 

Umsóknarfrestur til 23. maí.

Umsóknir berist á skrifstofu sveitarfélagsins.

Umsækjendur eru beðnir um að virða umsóknarfrestinn.

 

Einnig verður í boði vinna í hefðbundinni hreinsunarviku fyrir 4. – 7. bekk og mun hún verða auglýst í skólanum.

 

 

3.    STARFSMENN Í ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ

 

Auglýst eru allt að 5 störf fyrir 17 ára og eldri við slátt lóða og opinna svæða, hreinsun, snyrtingu o.m.fl. Hluti af störfunum verður við flokksstjórn og skulu áhugasamir taka slíkt fram í umsókn. Einnig skal taka fram hvort viðkomandi hafi bílpróf. Fjöldi flokksstjóra verður ákveðinn, þegar fyrir liggur fjöldi umsækjenda úr Grunnskólanum. 

 

Umsóknarfrestur til 23. maí.

Umsóknir berist á skrifstofu sveitarfélagsins.

 

Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf eigi síðar en í byrjun júní.

 

Nánari upplýsingar, m. a. um launakjör í síma 478-8288.

Cittaslow - fundur í Djúpinu

Miðvikudaginn 25. febrúar, milli kl. 12:00 og 13:00, verður haldinn opinn fundur í Djúpinu.

Á fundinum verður fjallað um Cittaslow og Stuðningsaðila Cittaslow í Djúpavogs-hreppi.

Bæði fyrirtækjum og einstaklingum í Djúpavogshreppi gefst nú kostur á að gerast Stuðningsaðilar Cittaslow. Á fundinum verður farið yfir kosti þessa og vonast eftir líflegum umræðum og spurningum í kjölfarið.

Á fundinn kemur einnig Jóna Árný Þórðar-dóttir, framkvæmdarstjóri Austurbrúar. 

ED

24.02.2015

List án landamæra 2015

Þema Listar án landamæra í ár er hreindýr.

Skipulagningarfundur verður haldinn í Geysi miðvikudaginn 25. febrúar, kl. 17:00.

Leik-, grunn- og tónskólinn hafa staðfest þátttöku sína.

Aðrir sem hafa áhuga á að taka þátt í hátíðinni eru hvattir til að mæta á fundinn, bæði einstaklingar og fyrirtæki. 

ED

24.02.2015

Laus störf við Djúpavogsskóla

Við Djúpavogsskóla vantar starfsmenn tímabundið

Grunnskólinn.  Skólaliða vantar í 56% starf frá 1. mars – 29. maí.  Um er að ræða aðstoð í 1.-3. bekk auk annarra tilfallandi verkefna.   Vinnutími frá 8:00 – 12:30.  Laun greiðast skv. Kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Afls starfsgreinafélags.

Leikskólinn.  Leikskólakennara eða leiðbeinanda  vantar í 100% starf eða tvö 50% störf frá 1.mars – 29. maí.  Um er að ræða starf inni á Krummadeild þar sem eru eins -þriggja ára börn, fyrir hádegi og síðan í afleysingar frá 12:00 – 16:00.   Laun greiðast skv. Kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ eða Afls starfsgreinafélags.

Umsóknir sendist á skolastjori@djupivogur.is og veitir skólastjóri nánari upplýsingar.

Umsóknarfrestur rennur út klukkan 12:00 þann 27. febrúar nk.

Halldóra Dröfn, skólastjóri

 

Myndasýning í Tryggvabúð - Krossþorpið og fl. kl 17:00 í dag

Á sýningunni sem stendur fyrir dyrum kl 17:00 í dag í Tryggvabúð ætlum við að brjóta aðeins formið upp og fá eigenda myndanna sem sýna á í dag til að fylgja efninu úr hlaði. Um er að ræða myndasafn úr eigu Albert Geirssonar. Þessar gömlu myndir eru margar teknar á og við Kross á Berufjarðarströnd sem í eina tíð var kallað einu nafni Krossþorpið. Okkur sem standa að myndasýningum þessum hefur einmitt skort upplýsingar og gamalt myndefni frá þessu svæði til að geta miðlað áfram fróðleik um þetta svæði, sem er fyrir margra hluta sakir stórmerkilegt. Segja má að Krossþorpið og fólkið sem þar bjó hafi verið síðasta alvöru veiðimannasamfélagið þar sem fólkið lifði á því sem landið gaf og verða sýndar nokkrar myndir því til staðfestingar.      

Þá má sjá gamlar myndir í safni þessu frá Djúpavogi sem hvergi hafa verið birtar opinberlega áður frekar en hinar myndirnar.  

Albert Geirsson verður því sérstakur gestur á sýningunni í dag og mun skýra það sem fyrir augu ber, auk þess sem fleiri staðkunnugir verða með honum í för. Hér er því um að ræða skemmtilegan og fróðlegan viðburð fyrir þá sem áhuga hafa á að kynna sér sögu og menningu þeirra sem lifðu og störfuðu í Krossþorpinu gamla á Berufjarðarströnd auk þess sem áður segir eru myndir héðan frá Djúpavogi sem eru líka mjög áhugaverðar.  

Látum eina mynd úr safninu fylgja með svona til gamans. 

Allir velkomnir

AS  

 

 

 

 

 

23.02.2015

Spjaldtölvuvæðing í Djúpavogsskóla

Eins og einhverjir muna eftir fór grunnskólinn af stað með heljarinnar söfnun fyrir jól, til að safna fyrir iPad tölvum. Leitað var til fyrirtækja og félagasamtaka og ákváðum við að vera ofur bjartsýn og stefna á að geta keypt 20 tölvur. Gerðum við góðan samning við Tölvulistann og keyptum iPad mini en þeir hafa reynst mjög vel í þeim skólum þar sem þeir hafa verið valdir.

Söfnunin fór fram úr okkar björtustu vonum og náðum við að safna fyrir 25 tölvum sem munu nýtast vel í kennslu. Fyrirkomulagið verður þannig að tvær tölvur verða staðsettar í hverri bekkjarstofu fyrir sig en síðan geta kennarar skráð á sig heilt sett og þannig leyft öllum í bekknum að hafa hver sína tölvu þegar kennslunni er háttað þannig.

Spjaldtölvur hafa marga kosti sem kennslutæki og eru mjög góð viðbót við það kennsluefni og þau kennslutæki sem við nýtum nú þegar.

Starfsfólk og nemendur senda enn og aftur hjartans þakkir til allra þeirra sem komu að þessu verkefni.


Hér má sjá styrktaraðilana:

Kvenfélagið Vaka 500.000
Rauði krossinn á Djúpavogi 100.000
Vísir hf. 100.000
Sparisjóður Hornafjarðar 100.000
Eyfreyjunes 96.000
Fiskmarkaður Djúpavogs 50.000
Lionsklúbbur Djúpavogs 50.000
Bakkabúð 48.000
Við Voginn ehf. 48.000
Kálkur ehf. 20.000
Baggi ehf. 20.000
VÍS  15.000
Sjóvá 20.000
Rán bátasmiðja  10.000
PVA ehf. 10.000

Kennarar hafa nú sótt eitt námskeið, en við fengum til okkar hann Sæmund Helgason, kennara í Grunnskóla Hornafjarðar þann 16. janúar sl. Hornfirðingar eru komnir skrefinu lengra en við í þessum fræðum og var mjög fræðandi og skemmtilegt að hafa Sæmund hjá okkur. Síðan þá hafa kennarar og nemendur verið að feta fyrstu skrefin í að læra á þessi nýju tæki og stefnum við á að vera búin að marka okkur skýra stefnu næsta haust.

Á meðfylgjandi mynd má sjá nemendur 1. bekkjar í tölvustofu grunnskólans með spjaldtölvurnar góðu.

Skólastjóri

 

Prins Póló heldur áfram að gera það gott

Svavar Pétur Eysteinsson, Prins Póló, hefur farið mikinn með hljómsveit sinni síðustu vikur. Eins og við greindum frá hér var árið 2014 einstaklega viðburðarríkt hjá Prins Póló. Plata hans, Sorrí, var valin plata ársins hjá fjölmörgum tónlistarskríbentum auk þess sem tónlist prinsins við kvikmyndina París norðursins fékk frábærar viðtökur, þá sérstaklega titillagið sem var eitt af vinsælustu lögum ársins.

Nú á dögunum bárust þær frábæru fréttir að platan Sorrí er tilnefnd til Norrænu tónlistarverðlaunanna. Úrslitin verða kunngjörð á tónlistarhátíðinni by:Larm í Noregi þann 5. mars og hlýtur vinningshafinn 30 þúsund norskar krónur, eða um hálfa milljón króna. Verðlaunin voru fyrst veitt árið 2010 og féllu þá í skaut Jónsa en síðustu ár hafa sænsku tónlistarmennirnir Goran Kajfes (2011), First Aid Kit (2012) og The Knife 2013 hlotið heiðurinn.

Um nýliðna helgi fóru síðan íslensku tónlistarverðlaunin fram í Hörpu. Prins Póló var þar tilnefndur fyrir lag ársins, plötu ársins, sem textahöfundur ársins og lagahöfundur ársins. Þegar verðlaunaafhendingu var lokið stóð prinsinn uppi með tvö verðlaun - Sorrí var valin plata ársins og prinsinn lagahöfundur ársins. Ekki ónýtt það. Hljómsveitin steig aukinheldur á stokk á verðlaunaafhendingunni og spilaði París norðursins fyrir viðstadda.

Að sjálfsögðu nýtti sveitamaðurinn kaupstaðarferðina vel og kom bæði fram fram á Sónar Reykjavík, þann 13. febrúar og hélt síðan tónleika ásamt Páli Ivan frá Eiðum á Húrra þann 21. febrúar. Fyrr í febrúar var hljómsveitin með tónleika á Græna hattinum á Akureyri.

Þá tilkynnti Hammondhátíð Djúpavogs að Prins Póló muni koma fram á föstudagskvöldi hátíðarinnar í ár.

Við óskum prinsinum og prinsessunni á Karlsstöðum innilega til hamingju með allt ofantalið og meira til!

Hér að neðan er myndband sem Baldur Kristjánsson frá Grapevine tók upp á Karlsstöðum í Berufirði í byrjun janúar. Myndirnar með fréttinni eru einnig eftir Baldur. 

ÓB

 

 

23.02.2015

Dagskrá Hammondhátíðar 2015

Hammondhátíð Djúpavogs hefur gefið út hverjir munu spila á hátíðinni í ár, sem verður sú 10. í röðinni.

Óhætt er að segja að dagskráin sé sérstaklega glæsilegt, en forsvarsmenn hátíðarinnar voru búnir að gefa út að öllu yrði til tjaldað, til þess að gera þessa afmælishátíð sem glæsilegasta.

Miðasala mun verða auglýst fljótlega.

Hér að neðan er hægt að sjá dagskrána.





 

20.02.2015

Sumarstörf í Íþróttamiðstöð Djúpavogs

Laus eru til umsóknar störf vegna sumarafleysinga við Íþróttamiðstöð Djúpavogs fyrir sumarið 2015.

Starfið fellst í meginatriðum í gæslu / eftirliti við sundlaug og í baðklefum - afgreiðslu, við þrif og eftir atvikum öðrum tilheyrandi verkum er falla til í ÍÞMD.  

Ráðningatímabil: 1. júní – 20. ágúst.

Umsóknarfrestur er til 1.mars.

Óheimilt er að ráða starfsmenn yngri en 18 ára.

Umsóknir og fyrirspurnir skulu berast á netfangið andres@djupivogur.is

Andrés Skúlason 
Forstöðum. ÍÞMD

18.02.2015

Sumarstörf í Íþróttamiðstöð Djúpavogs

Laus eru til umsóknar störf vegna sumarafleysinga við Íþróttamiðstöð Djúpavogs fyrir sumarið 2015.

Starfið fellst í meginatriðum í gæslu / eftirliti við sundlaug og í baðklefum - afgreiðslu, við þrif og eftir atvikum öðrum tilheyrandi verkum er falla til í ÍÞMD.  

Ráðningatímabil: 1. júní – 20. ágúst.

Umsóknarfrestur er til 1.mars.

Óheimilt er að ráða starfsmenn yngri en 18 ára.

Umsóknir og fyrirspurnir skulu berast á netfangið andres@djupivogur.is

Andrés Skúlason 
Forstöðum. ÍÞMD

18.02.2015

Öskudagur

Frábær þátttaka var á opnum degi í grunnskólanum í dag. Nemendur og fleiri mættu í furðufötum og sýndu gestum sínum þau verk sem unnin voru á síðustu tveimur dögum. Eldgos voru látin gjósa á 20 mínútna fresti, spiluð voru minnisspil tengd eldgosanöfnum, upplýsingar um nokkrar eldstöðvar á Íslandi og á bókasafninu voru sérhönnuð póstkort tengd eldgosi til sýnis. Verða þau uppihangandi næstu daga svo gestir bókasafnsins geti notið. Í lok dags var boðið upp á eldfjallakökur og úrslit tilkynnt um frumlegustu, óhugnalegustu og flottustu búninga nemenda og kennara.

Myndir segja meira en þúsund orð. 

Takk fyrir frábæran dag.

LDB

Öskudagur í leikskólanum 2015

Öskudagurinn var haldinn með pomp og prakt í leikskólanum eins og venja er.  Börn og starfsfólk mætti prúðbúið til vinnu og byrjaði dagurinn á morgunmat.  Þá var farið í salinn og kötturinn sleginn úr tunnunni.  Þegar það hafðist að slá tunnunna í sundur var sest niður og bragðað á góðgætinu sem kom úr tunnunni.  Þegar flestir voru búnir með úr sínum poka var slegið í ball og tjúttað duglega.  Þegar þreyta var komin í hópinn var ballinu slaufað og allir settust niður og horfðu á Brúðubílinn á DVD.  Eftir hádegismatinn fóru elstu krakkarnir í gönguferð og sungu fyrir nammi en hin börnin fóru út í garð að leika og taka á móti krökkum sem komu og sungu fyrir okkur í leikskólanum. 


Krummadeild á öskudegi



Kríudeild á öskudegi



Tjaldadeild á öskudaginn

Yngsta leikskólatígrisdýr að slá í tunnunna

Elsa í Frozen var vinsæl

Meiri fjölbreytileiki var í búninngum strákanna en það voru tveir superman

Fleiri myndir af öskudegi hér

ÞS

Þemadagur 2

Krakkarnir unnu sleitulaust allan morguninn að verkefnum sínum eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

LDB

Spurningakeppni Neista, fyrsta kvöldið

Þá er komið að fyrsta kvöldinu í spurningakeppni Neista. Til að gæta fyllstu sanngirni var auðvitað dregið saman í lið og hægt að sjá neðst á auglýsingunni hvaða lið munu keppa saman og hvenær.

17.02.2015

Rauði krossinn auglýsir

Rauðakrossbúðin verður opin á morgun, þriðjudag 17. febrúar, frá kl. 17:00-18:00.

Úrvals tækifæri til að fullklára Öskudagsbúninginn.

16.02.2015

Gauti í Mannlega þættinum á Rás 1

Gauti Jóhannesson sveitarstjóri spjallaði við Magnús Einarsson og Guðrúnu Gunnars, m.a. um veðrið, í Mannlega þættinum á Rás 1 í síðustu viku.

Hægt er að hlusta á viðtalið sem byrjar á 25:30 með því að smella hér.

ÓB

16.02.2015

Þemadagar í Djúpavogsskóla

Föstuinngangur er upphaf langaföstu sem stendur yfir þrjá daga fyrir öskudag, frá sunnudegi til þriðjudags. Hann fer víðast fram með fögnuði fyrir föstutímann. Gleðskapur við upphaf föstunar á sér fornar rætur og hefur runnið saman við vorhátíðir í Suður-Evrópu.

Við í grunnskólanum höfum haldið keppnisdaga síðustu ár á þessum dögum en brydduðum upp á þeirri nýbreytni að halda þemadaga. Nemendum er skipt í 6 hópa – þrjá yngri hópa og þrjá eldri hópa. Vinna nemendur verkefni tengd eldgosi á sex stöðvum á mánudag og þriðjudag. Á öskudag mæta nemendur í grímubúningum og munum við hafa opið hús frá kl. 10 – 12 þar sem nemendur kynna vinnu sína fyrir gestum. Hlökkum til að fá ykkur í heimsókn og sína ykkur það sem skoða má gróflega á þessum myndum.

Söfnunarreikningur vegna uppbyggingar á Steinaborg

Eins og kunnugt er gerðist sá sorglegi atburður hér fyrir skemmstu að hið merka hús Steinaborg á Berufjarðarströnd brann til kaldra kola. Nú er eigandi og ábúandi strax farin að huga að endurreisn hússins, en eftir brunann standa heillegar hleðslur í bakveggjum og grunni sem hægt verður að byggja á. Vegna þessa hefur verið stofnaður sérstakur söfnunarreikningur til stuðnings uppbyggingu hússins á Steinaborg en stefnt er að að endurbyggja húsið í sinni upprunalegu mynd.

Hér með eru allir áhugasamir hvattir til að leggja málinu lið.

Reikningurinn er 1147-05-407228, kt. 090759-7449

Við látum hér fylgja frétt RÚV vegna brunans.

Einnig umfjöllun Landans um Berg Hrannar Guðmundsson og Steinaborg sem birtist snemma á þessu ári.

AS

16.02.2015

Dagskrá Tryggvabúðar fram að páskum

Mánudagar:

Handavinna, opið fyrir alla.

Björg í Sólhól leiðbeinir við vefstólana frá kl. 14:00.

Framhaldssaga: mánudaginn 16. febrúar kl. 13:15 hefst lestur nýrrar framhaldssögu. Hrönn Jónsdóttir les. Sagan heitir Allt fyrir hreinlætið eftir Evu Ramm og fjallar um frú Svendsen. Frú Svendsen þvær og skúrar gólfin sín uns þau verða gerilsneydd, en í leiðinni þrífur hún burt notalegheitin af litla heimilinu, nuddar gyllinguna af ástinni og hellir hamingjunni út með uppþvottavatningu. Af hverju gerir frú Svendsen þetta?

Myndasýning: mánudaginn 23. febrúar, 9. mars og 23. mars munu Andrés Skúlason, Ólafur Björnsson og Magnús Kristjánsson halda myndasýningar. Myndasýningarnar hefjast kl. 17:00.

 

Miðvikudagar:

Handavinna, opið fyrir alla.

Björg í Sólhól leiðbeinir við vefstólana frá kl. 14:00.

Framhaldssaga.

 

Fimmtudagar:

Handavinna, opið fyrir alla.

Björg í Sólhól leiðbeinir við vefstólana frá kl. 14:00.

Öll fimmtudagskvöld eru prjónakvöld.

16.02.2015

Gleðilegan bolludag!

Bolludagurinn byrjaði með eindæma lofi sveitarstjóra á bollum kvenfélagsins.

Starfsfólk Geysis óskar þess að íbúar Djúpavogshrepps njóti bolludagsins.

 EDV

 

 

 

 

 

 

 

 

Bolludagurinn haldinn hátíðlegur í ráðhúsinu

16.02.2015

Ljósmyndir af Henglu á Búlandsdal

Að undanförnu höfum við fylgst með hreinkýr hér á svæðinu sem hefur GPS sendibúnað um hálsinn. Hreinkýr þessi ber nafnið Hengla eftir Henglavíkinni þar sem hún var merkt þann 18. jan. síðast liðinn.

Eins og áður hefur komið fram er ætlunin að birta hér á heimasíðunni upplýsingar um ferðir Henglu með reglulegum hætti en í hverri viku sendir Skarphéðinn Þórisson starfsmaður Náttúrustofu Austurlands eina ferilmynd af ferðum Henglu til undirritaðs. Undirtektir við fréttaflutningi af Henglu hér á heimasíðunni hafa verið mjög góðar og er því stefnan sett á að halda uppteknum hætti.

Til frekari upplýsinga og til gamans fór undirritaður á slóðir Henglu inn á Búlandsdal í dag þar sem sást fljótlega til hennar í hópi hreindýra á svipuðum slóðum og hún hefur haldið sig að undanförnu.  Hér má sjá myndir af því tilefni sem teknar eru á nokkuð löngu færi, en hægt er að stækka myndirnar og sjá betur með því að tvíklikka á þær.    
Samantekt og myndir Andrés S.

 

 

 

 

 

 

15.02.2015