Djúpivogur
A A

Aðalvefur

Fjölmennum á kósýkvöld Samkaup Strax fimmtudagskvöldið 12. nóvember, kl. 20:00-23:00.

Sjá nánar í auglýsingunni hér að neðan.

 

 

12.11.2015

Jólamarkaður kvenfélagsins Vöku

Jólamarkaður kvenfélagsins Vöku verður haldinn 3. desember í Löngubúð frá kl. 18:00 - 21:00.

Þeir sem vilja selja varning hafi samband við Grétu í síma 698-8114 eða 478-8114, í síðasta lagi miðvikudaginn 25. nóvember.

12.11.2015

Þorrablót 2016 - takið daginn frá!

Tilkynnist hér með að þorrablót Djúpavogshrepps 2016 verður haldið með mikilli viðhöfn á Hótel Framtíð þann 6. febrúar.

Takið því daginn frá, heimamenn, og bókið flug, þið sem fjarri eruð.

 

Hvað hefur gerst í sveitarfélaginu á árinu 2015?

Hver gerði hvað af sér?

Hvað hefur hneykslað og kætt?

 

Þetta og meira! Slúður ársins, gamanmál og söngur beint í æð!

Gleði og þorramat lofað!

Það missir enginn af þessu...

 

Meira þegar nær dregur,

 

Þorrablótsnefnd

12.11.2015

Jólafagnaður eldri borgara

Föstudaginn 4. desember kl. 19:00 ætlum við að halda jólafagnað í Tryggvabúð fyrir íbúa Djúpavogshrepps 60 ára og eldri. 

Verð 3.500 kr.

Þeir sem áhuga hafa vinsamlegast skráið ykkur í síðasta lagi 27. nóvember í síma 478-8275.

 

Hlökkum til að sjá sem flesta.

 

Starfskonur Tryggvabúðar.

12.11.2015

Námskeiði Landsbjargar frestað

Áætlað var að halda námskeiðið ferðamennska og rötun helgina 13.-15. nóvember. Þáttaka var ekki næg og hefur námskeiðinu því verið frestað.


Námskeiðið er á vegum Björgunarskóla Landsbjargar.

Verðið er 30 þúsund krónur.

 

Námskeiðiðið í ferðamennsku og er ætlað björgunarmönnum, ferðaþjónustunni og almenningi sem hyggja á ferðir um óbyggðir. Um sex klst. námskeið er að ræða, sem hefur það að markmiði að gera þátttakendur hæfari að stunda ferðamennsku og útivist af öryggi við erfiðar aðstæður. Á námskeiðinu er farið yfir ferðahegðun, ofkælingarhættu, fatnað, ferða- og útivistarbúnað, mataræði á ferðalögum, veðurfræði, snjóhúsa- og neyðarskýlagerð. Námskeiðið er bæði í boði í fjarnámi og staðnámi. Námskeiðið er í formi fyrirlestra.

 

Námskeiðið í rötun er ætlað a björgunarmönnum, ferðaþjónustunni og almenningi. Um 12 klst. námskeið er að ræða, sem hefur það að markmiði að gera þátttakendur sjálfbjarga í notkun áttavita og korta ásamt því að öðlast grunnþekkingu á notkun GPS tækja. Farið er yfir kortalestur, kortamælikvarða, útreikning vegalengda, bauganet jarðar; bæði breidd og lengd annars vegar og UTM hins vegar, áttavitastefnur á kortum, misvísun, staðsetningu með miðunum, notkun áttavita úti, ýmsar algengar villur og vandræði ásamt grunnatriðum í GPS tækninni. Þetta námskeið er skyldunámskeið á brautinni Björgunarmaður 1 og nauðsynlegt öllu björgunarfólki sem ætlar að vera skráð á útkallslista.

 

Nánar um námskeiðin.

 

 

ED

11.11.2015

Uppbyggingarsjóður auglýsir eftir umsóknum

Auglýst er eftir umsóknum í Uppbyggingarsjóð Austurlands fyrir árið 2016.

 

Tilgangur sjóðsins er að styrkja menningar- og nýsköpunarverkefni og önnur verkefni sem falla að sóknaráætlun Austurlands.

Sjá nánar á auglýsingunni hér að neðan.

 

Athugið að boðið er upp á vinnustofur þar sem hægt verður að fá aðstoð við gerð umsókna.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Austurbrúar.

 

 

 

10.11.2015

Viðburðir á aðventunni

Jólin eru að nálgast hægt og hægt og nú eru skemmtilegir viðburðir byrjaðir að raðast inn á aðventuna.

Þó að dagskrá viðburða sé ómótuð ennþá er gott að nýta viðburðadagatal Djúpavogshrepps hér til hægri til að viðburðir sem nú eru í skipulagningu stangist ekki á við aðra viðburði sem þegar er búið að setja niður.

Skoðið því dagatalið ef þið eruð að skipuleggja viðburð og sendið tölvupóst á Erlu Dóru eða Óla þegar þið eruð búin að fastnegla tíma og við setjum viðburðinn inn í dagatalið þar sem aðrir geta séð hann.

Undirbúningsjólakveðjur,

Djúpavogshreppur

ED

10.11.2015

Námskeið í matjurtarækt á Austurlandi

Í framhaldi af kynningarfundum Framfarafélags Fljótsdalshéraðs um matjurtaverkefnið, verður fyrsta námskeiðið af fimm í vetur haldið um næstu helgi, ef næg þátttaka fæst (lágmark 12 nemendur).

 

Umsjón: Landbúnaðarháskóli Íslands

Heiti námskeiðs:  Aðstaða til ræktunar

Staðsetning: Gróðrarstöðin Barri í Fellabæ

Tímasetning: Kl. 16 -19:00 föstudaginn 13. nóvember og kl. 9-16:00 laugardaginn 14. nóvember.

Kennari: Jón Kristófer Arnarson við Starfs-og endurmenntunardeild LBHÍ

Verð: Öll námskeiðaröðin (5 námskeið) kostar kr. 90 þúsund; hver önn spannar 2-3 námskeið. Þannig kostar hvert námskeið að meðaltali kr. 18 þúsund. Athugið að flest stéttar- eða starfsgreinafélög styrkja slík námskeið og er fólk hvatt til að kynna sér það.

 

Skráning og frekari upplýsingar: Skrá þarf þáttöku sem fyrst og í síðasta lagi fyrir hádegi fimmtudaginn 12. nóvember hjá Margréti, sími 864 1192, netf: mma@simnet.is eða Þórarni, sími 897 2358, netf:  toti1940@gmail.com

Vinsamlega gefið upp nafn, kennitölu, heimilisfang, netfang og símanúmer.

10.11.2015

Stuðningsaðilar Cittaslow í Djúpavogshreppi

Í síðastliðinni viku var haldinn fundur með Stuðningsaðilum Cittaslow í Djúpavogshreppi. Vel var mætt á fundinn og 

10.11.2015

Kynningardeginum frestað fram á nýja árið

Kynningardegi félaga, fyrirtækja og frumkvöðla, sem áætlað var að halda 15. nóvember, hefur verið frestað fram yfir jól. Áhugi er mikill fyrir degi sem þessum, skráning góð og gífurleg ánægja með framtakið, en talið að nýárið henti betur.

Fylgist því með auglýsingum og undirbúið ykkur undir að taka þátt með ykkar félag, fyrirtæki eða rekstur. Við kynnum nýja dagsetningu við fyrsta tækifæri.

 

Frekari upplýsingar fást hjá Ágústu Margréti Arnardóttur

s. 863-1475 eða agusta@arfleifd.is

 

ED

09.11.2015

Kirkjuskóli á sunnudaginn

Kirkjuskóli sunnudaginn 8. nóv. kl. 11:00 í Djúpavogskirkju.

 

Söngur, gleði og Rebbi refur. 

Góð stund fyrir fjölskylduna.

 

Kær kveðja,

Sjöfn

06.11.2015

Áfangastaðurinn Austurland

Nú fjölgar ferðamönnum á Íslandi verulega ár frá ári og með væntalegri beinni tengingu Austurlands við Bretland, um flugvöllinn á Egilsstöðum næstkomandi sumar, er von á að ferðamönnum hér á Austurlandi fjölgi enn. 

 

Haldin var málstofa um Áfangastaðinn Austurland 3. október sl. á Egilsstöðum. Á málstofunni gafst íbúum Austurlands og fyrirtækjum einstakt tækifæri til að taka þátt í að móta framtíðarsýn fyrir áfangastaðinn, áherslur og verkfæri. Málstofan var ókeypis og öllum opin. Mjög góð vinna kom út úr vinnunni og gaf byr í seglin. 

Áfangastaðurinn er með tvær grúppur á fésbókinni, eina opna og aðra lokaða. Sú lokaða er ætluð til að miðla upplýsingum til þeirra sem vilja vinna með í fókushópum og fylgjast  með innri vinnu í verkefninu en hin er ætluð til að miðla almennt um framgang verkefnisins innan og utan svæðis. Allir sem hafa áhuga á að hafa áhrif á mótun áfangastaðarins ættu að skrá sig í lokuðu grúppuna og líka opnu síðuna.

Síðan fyrir lokaða hópinn.

Síðan fyrir opnu síðuna.

 

Framlag og þátttaka í mótun áfangastaðarins skiptir öllu máli. Áhugasömum er hér með boðið að skrá sig í fókusgrúppur um mismunandi vörur, þjónustu og staði, sjá í samantekt frá vinnufundinum hér

Skráning í hópa berist til info@destinationausturland.com

 

Heimasíðan http://destinationausturland.com/ verður virkjuð fljótlega til að miðla framgangi verkefnis.

 

 Verkefnið verður ekki stærra en við sjálf.

 

F. hönd verkefnisstjórnar

Lára Vilbergsdóttir

06.11.2015

Sunnudagsganga Ferðafélags Djúpavogs

 

Ferðafélag Djúpavogs stendur fyrir gönguferðum á sunnudögum.

Nú ætlum við að ganga gamla þjóðveginn.

 

Sunnudaginn 8. nóvember 2015

Streitishorn

Mæting Við Voginn kl. 13:00

 

 

 

 

Allir velkomnir, félagsmenn og aðrir!

Ferðafélag Djúpavogs

P.s. takið með ruslapoka

06.11.2015

Frá félagi eldri borgara

Fundur verður í félagi eldri borgara föstudaginn 6. nóvember kl. 14:00 í Tryggvabúð, félagsaðstöðu eldri borgara, Markarlandi 2.

Nýir félagar velkomnir.

Stjórnin

06.11.2015

Matjurtarækt á Austurlandi - kynning í kvöld

Framfarafélag Fljótsdalshéraðs mun bjóða upp á kynningu á verkefninu "Matjurtarækt á Austurlandi" fimmtudagskvöldið 5. nóvember kl. 20:00 í Djúpinu.

 

Lítið framboð er á matjurtum ræktuðum á Austurlandi og veitingastaðir og önnur fyrirtæki greiða gjarnan háan flutningskostnað fyrir að koma vörunni að sunnan, hvort sem um er að ræða innlendar matjurtir eða innfluttar frá byrgjum í Reykjavík.

Framfarafélagið ákvað því að setja af stað verkefni til að kanna aðstæður og áhuga Austfirðinga á að snúa þessari þróun við og hlaut til þess styrk úr Uppbyggingarsjóði.

"Markmið verkefnisins er að stuðla að því að sem flestar matjurtir, sem matsölustaði á Austurlandi, einkum veitingastaði og mötuneyti, vanhagar um, verði ræktaðar í heimahéraði, auk þess að stuðla að aukinni heimaræktun matjurta almennt hér eystra."

 

Kynningin er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir!

 

Katrín og Erla

 

05.11.2015

Árshátíð grunnskólans

Minni á árshátíð grunnskólans sem verður á morgun, fimmtudaginn 5. nóvember klukkan 18:00 á Hótel Framtíð.  Sjá auglýsingu hér.

Skólastjóri

Menningarstefna Djúpavoghsrepps - opinn fundur í dag

Ferða- og menningarmálanefnd hefur sett sér það verkefni að vinna menningarstefnu fyrir Djúpavogshrepp auk aðgerðaáætlunar í þeim málaflokki. Stefnt er að því að hefja þessa vinnu í byrjun nóvember 2015.

Því verður haldinn opinn fundur um menningarmál í Djúpavogshreppi í Löngubúð 4. nóvember kl. 17:00.

 

Allir þeir sem vilja hafa áhrif á menningu og menningarstarf í sveitarfélaginu eru eindregið hvattir til að mæta og segja sína skoðun eða koma sínum hugmyndum á framfæri.

Það sem fram kemur á fundinum verður allt tekið til greina við mótun menningarstefnunnar og aðgerðaáætlunarinnar.

ED

 

04.11.2015

Náttúruverndarsamtök Austurlands

Aðalfundur Náttúruverndarsamtaka Austurlands, NAUST, var haldinn á Egilsstöðum laugardaginn 24. október. Á dagskránni var m.a. greinagóð umfjöllun Hjörleifs Guttormssonar um 45 ára sögu samtakanna í máli og myndum, skráning nýrra félaga og afgreiðsla ályktana. Þá var kjörin ný stjórn NAUST. Hana skipa: Erla Dóra Vogler, Þórhallur Pálsson og Sóley Valdimarsdóttir.

Erla Dóra er formaður félagsins og jafnframt Ferða- og menningarmálafulltrúi Djúpavogshrepps. Þá situr Þórhallur Pálsson byggingarfulltrúi Djúpavogshrepps í stjórn og þar að auki er Skúli Benediktsson varamaður. 

 

Hér má sjá viðtal Austurfréttar við Erlu Dóru.

03.11.2015

Sundlaug Djúpavogs lokuð í dag

Sundlaug Djúpavogs verður lokuð í dag vegna bilunar. 

Opið sem áður í þrek og sal ef menn vilja - en bilun í lagnakerfi er þess eðlis að ekki
verður hægt að fara í sturtu í dag.

Viðgerð verður lokið að óbreyttu í kvöld og því opið í sund á morgun. 

                                                                                     Starfsfólk ÍÞMD

02.11.2015

Rafmagnsleysi á Djúpavogi aðfaranótt föstudags

Straumlaust verður í hluta Djúpavogs aðfaranótt föstudagsins 30.10.2015 frá miðnætti til 03:00 vegna viðgerða í spennistöðvum.
Nánar tiltekið við Búland, Steina, Hraun, Hamra, Hlíð og hluta Markarlands.

Bilanasími Rarik er 5289790

RARIK ohf.

29.10.2015

Sinfóníuhljómsveit Íslands - báðum tónleikunum aflýst

Búið er að aflýsa báðum tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands sem áttu að vera á Egilsstöðum í dag vegna ókyrrðar í lofti.

Stefnt er því að tónleikarnir verði haldnir fljótlega.

Vinsamlegast látið þetta berast ef mögulegt er.

 

29.10.2015

Dagar myrkurs í Djúpavogshreppi í algleymingi

Dagar myrkurs standa yfir um allt Austurland dagana 28. okt. – 1. nóv.

Í ár verður þema Daga myrkurs í Djúpavogshreppi: kertaljós og kósíheit. Kynnið ykkur dagskrá okkar Daga myrkurs hér að neðan og í viðburðadagatalinu hér til hliðar. 

Þakkir fá þau félög, fyrirtæki og stofnanir sem standa að viðburðum á þessu tímabili: Félag eldri borgara, Íþróttamiðstöð Djúpavogshrepps, Skógræktarfélag Djúpavogs, Kvenfélagið Vaka og Djúpavogskirkja.

 

Njótum myrkursins saman næstu dagana,

Djúpavogshreppur

ED

 

29.10.2015

Safnahelgi á suðurlandi

Nágrannar okkar af suðurlandi vekja athygli á Safnahelgi á Suðurlandi, sem fer fram núna um helgina.

Frekari upplýsingar um Safnahelgina er að finna á plakatinu hér að neðan og hér.

 

 

 

 

 

 

 

29.10.2015

Rökkurréttir á Hótel Framtíð

Sjá hér að neðan auglýsingu frá Hótel Framtíð vegna rökkurrétta á Dögum myrkurs.

Við vekjum athygli á að tímasetningin er 17:00 - 21:00 alla dagana en ekki 17:00 - 19:00 eins og misritaðist í auglýsingum frá Djúpavogshreppi.

ÓB

 

 

 

 

 

28.10.2015

Árshátíð grunnskólans

Ég vil vekja athygli á því að ákveðið hefur verið að færa árshátíð grunnskólans fram um einn dag.  Hún verður því fimmtudaginn 5. nóvember klukkan 18:00 á Hótel Framtíð !!!
Allir að taka daginn frá.  Sýning þessa árs er "Emil í Kattholti."
Nánar auglýst síðar

Skólastjóri

Fundur með Stuðningsaðilum Cittaslow

Haldinn verður fundur með Stuðningsaðilum Cittaslow í Djúpavogshreppi 2. nóvember, kl. 20:00 í Geysi.

Nýir meðlimir eða aðrir áhugasamir eru hjartanlega velkomnir!

 

Eftirtalin fyrirtæki og félagasamtök eru nú þegar Stuðningsaðilar Cittaslow í Djúpavogshreppi:

Bragðavellir Cottages - www.bragdavellir.is 

Adventura ehf. - www.adventura.is

Hótel Framtíð - www.hotelframtid.com

Kvenfélagið Vaka - kvenfélagið

Íþróttamiðstöð Djúpavogs - íþróttamiðstöð

Við Voginn

Arfleifð - www.arfleifd.is

Langabúð

Landsbankinn - www.landsbankinn.is

Havarí - www.havari.is

 

Stuðningsaðilar Cittaslow í Djúpavogshreppi

  • Hafa í heiðri hugmyndafræði Cittaslow og starfa samkvæmt henni.
  • Eru tilbúnir til að skuldbinda sig til að fylgja viðmiðum Cittaslow sem sett eru fram af hálfu Cittaslow International á hverjum tíma.
  • Sýna ofangreind atriði í vilja og verki t.d. með þátttöku í þróun verkefna og tilfallandi viðburðum tengdum Cittaslow í Djúpavogshreppi, s.s. Cittaslow Sunday.
  • Stuðningsaðilar eru opnir fyrir samstarfi við aðra Stuðningsaðila Cittaslow innan sveitarfélagsins um framleiðslu, þróun, sölu og notkun á staðbundnum afurðum og þjónustu.
  • Eigendur og starfsmenn geta miðlað grunnupplýsingum um Djúpavogshrepp og hugmyndafræði Cittaslow, kynna samtökin og þátttöku fyrirtækisins eftir föngum, s.s. í bæklingum og á vefsíðu.
  • Eigendur gæta að því að merkingar utandyra falli vel að umhverfinu og séu í samræmi við reglur og viðmið Cittaslow International og Djúpavogshrepps.
  • Starfsfólk sýnir góða þjónustulund og jákvætt viðmót.
  • Byggingum og nærumhverfi fyrirtækis er vel við haldið þannig að það sé snyrtilegt og aðlaðandi.

Merki Cittaslow er gæðastimpill og loforð um uppruna afurða og/eða þjónustu í Djúpavogshreppi. 

 

Tilgangur fundarins er að allir Stuðningsaðilar Cittaslow í Djúpavogshreppi hittist ásamt fulltrúa sveitarfélagsins og farið verði yfir hvernig hægt sé að nýta betur og efla tenginguna við Cittaslow í Djúpavogshreppi og hvað leggja megi áherslu á hjá hverju fyrirtæki sem Cittaslow.

Því sýnilegra sem Cittaslow er, því sterkara er merkið sem kynning á sveitarfélaginu sem og fyrirtækjunum/félögunum sem eru Stuðningsaðilar. Allt vinnur þetta saman að því að gefa flotta og aðlaðandi heildarmynd af sveitarfélagi sem er með rétta hugsjón og viðmið.

 

Þátttaka Djúpavogshrepps í Cittaslow var auglýst talsvert í sumar – skilti voru sett upp, sérstakt rými inni á upplýsingamiðstöðinni var helgað Cittaslow í Djúpavogshreppi og sagt var frá Cittaslow í öllu kynningarefni sem sent var út eða sett í bæklinga. Þá voru settar inn upplýsingar um Cittaslow og Stuðningsaðila Cittaslow á vefsíðu Djúpavogshrepps bæði á ensku og íslensku. Þetta hafði talsverð áhrif og margir spurðu um snigilinn og vildu vita meira, eða þekktu Cittaslow og höfðu áhuga á að vita meira um hvað væri Cittaslow í Djúpavogshreppi.

Á ársfundi norðurlandanets Cittaslow samtakanna í Ulvik, Noregi, sl. september var ákveðið að næsti ársfundur samtakanna yrði haldinn hér í Djúpavogshreppi 24.-26. maí 2016. Þá verður gaman að sýna fulltrúum annarra Cittaslow samfélaga hvað er Cittaslow í Djúpavogshreppi.

23.10.2015

MurMur leikur í Sköpunarmistöðinni á Stöðvarfirði

Hljómsveitin MurMur, með trommuleikaranum og Djúpavogsbúanum Bergsveini Ási Hafliðasyni, mun leika í Sköpunarmiðstöðinni á Stöðvarfirði á Dögum myrkurs, 30. október, kl. 21:00.

Aðgangseyrir kr. 1.000,-

Eins og kom fram í síðustu Bóndavörðu stefna strákarnir í hljómsveitinni á að taka þátt í Músíktilraunum 2016. Þeir sem vilja leggja strákunum lið og styrkja þá aukalega er bent á reikning 0175-05-070425, kt. 1130798-4389 (Ívar Andri Bjarnason) og skrifa "MurMur" sem skýring greiðslu.

 

23.10.2015