Djúpivogur
A A

Aðalvefur

Sumaropnunartími í Löngubúð

Frá og með 15. maí verður Langabúð opin alla daga frá kl. 10 - 18 og föstudag og laugardag 21-01.

Að þessu tilefni verður tilboð á kaffi og kökum helgina 17. og 18. maí

Verið velkomin

15.05.2014

Tilkynning frá sveitarstjórn Djúpavogshrepps

Síðustu vikur hafa fulltrúar sveitarfélagsins kallað ítrekað eftir viðbrögðum frá stjórnvöldum vegna þeirra áforma sem að Vísir hf hefur um lokun fiskvinnslunnar á Djúpavogi og færslu á öllum aflaheimildum af svæðinu.

Mörg samtöl og fundir hafa hafa átt sér stað viðvíkjandi málinu frá upphafi til þessa dags m.a. við einstaka þingmenn, Byggðastofnun, fulltrúa fyrirtækisins og svo hefur verið ályktað sérstaklega um málið af hálfu sveitarfélagsins og atvinnumálanefndar til stjórnvalda og fl.

Í síðustu viku áttu fulltrúar úr sveitarstjórn Djúpavogshrepps svo fund nr 2 með þingmönnum kjördæmisins í Alþingishúsinu vegna málsins og til að auka vægi þessa seinni fundar sátu einnig á honum, að ósk Djúpavogshrepps, fulltrúi sveitarstjórnarsviðs Austurbrúar og framkvæmdastjóri Afls starfsgreinasambands. Stjórnvöldum og öllum þingmönnum kjördæmisins, ásamt Byggðastofnun og öðrum viðkomandi aðilum hefur því í alla staði verið endurtekið og skilmerkilega gerð grein fyrir stöðu og alvarleika máls fyrir byggðarlagið á Djúpavogi.

Í gær barst svo tilkynning úr sjávarútvegsráðuneytinu sem birt var á heimsíðu ráðuneytisins.

Sveitarstjórn á eftir að fara yfir þessa niðurstöðu sjávarútvegsráðherra en þegar má ljóst vera að þessi afgreiðsla ráðherra er ekki í neinu samræmi við kröfur sveitarfélagsins. Ekki hafa ennþá borist skýr svör frá fyrirtækinu Vísir hf.

Þingmenn ríkisstjórnarinnar í kjördæminu hafa ekki enn fallist á að mæta til sameiginlegs fundar á Djúpavogi en haldið verður áfram að finna leiðir til þess.

AS

 

14.05.2014

Sveitarstjórn: Fundarboð 15.05.2014

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundarboð 15.05.2014

47. fundur 2010 – 2014

Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 15. maí 2014 kl. 16:00. 

Fundarstaður: Geysir.


Dagskrá:

1. Fjárhagsleg málefni
a) Ársreikningur Djúpavogshrepps 2013. Síðari umræða.

2. Fundargerðir
a) SSA, dags. 6. maí 2014.

3. Erindi og bréf
a) Skólaskrifstofa Austurland, dags 9. maí 2014.
b) Kálkur ehf., dags. 30. apríl 2014.

4. Kynningarmyndband
5. Skólamötuneyti
6. Refa- og minkaeyðing
7. Skýrsla sveitarstjóra

 

Djúpavogi, 13. maí 2014;
sveitarstjóri

13.05.2014

Á tökustað

Sigurður Már Davíðsson og Skúli Andrésson eru, eins og sagt var frá á heimasíðunni í gær, staddir hér á Djúpavogi við tökur á kynningarmyndbandi um Djúpavog.

Undirritaður leit við á tökustað í morgun, sem í þetta skiptið var í frímínútum í grunnskólanum. 

Myndir má sjá með því að smella hér.

ÓB

13.05.2014

Framboðslistar sveitarstjórnarkosninga í Djúpavogshreppi

Tveir listar bjóða fram til sveitarstjórnarkosninga í Djúpavogshreppi 31. maí 2014.

Þeir eru eftirfarandi:

 

 

 

 

 

 

 

 

Kjörstjórn

13.05.2014

Arfleifð í Ráðhúsi Reykjavíkur

Fréttatilkynning frá Arfleifð:

Nk. Fimmtudag hefst vorsýning Handverks og hönnunar í Ráðhúsi Reykjavíkur í þriðja sinn en haustsýningarnar hafa verið haldnar undanfarin 13 ár í október-nóvember.

Sýningarnar eru faglega og fallega settar upp og leytast er við að hafa hóp sýnenda sem fjölbreyttastan. Það er gríðarlega mikils virði fyrir landsbyggðarfólk í framleiðslu, hönnun, handverki og/ eða listum að komast á svona sýningar til að kynna sig og sitt.

Arfleifð hönnunar- og framleiðslufyrirtæki, sem hefur höfuðstöðvar sínar á Djúpavogi, var nú valið af dómnefnd í fjórða sinn til að taka þátt á sýningunni og eru starfsmenn Arfleifðar mjög spenntir og vonast til að sem flestir á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni sjái sér fært að mæta á sýninguna.

Arfleifð verður með töluvert af nýjum vörum sem ekki hafa áður verið til sýnis á höfuðborgarsvæðinu og ber þá helst að nefna töskurnar „Sunnu“ og „Sunnevu“ sem unnar eru úr hreindýraleðri með fiskiroðs loki og bæði hringirnar sem festa axlarólina við töskuna og sylgjan sem lokar töskunni eru gerðar úr hreindýrshornum sem fengin eru hjá handverksmanninum Jóni Friðriki Sigurðssyni sem einnig starfar við handverk og framleiðslu á Djúpavogi.

Auk Arfleifðar eru um 30 fjölbreyttir og flottir sýnendur frá öllu landinu, hér má sjá listann yfir þá:
http://www.handverkoghonnun.is/radhusid/thatttakendur/

Og hér má sjá myndir frá síðustu haustsýningum en þá var einnig Steinunn Björg í Sólhól í hópi sýnenda með sín glæsilegu ofnu verk:
http://www.handverkoghonnun.is/pages/islenska/radhusid/radhusid-2013/nov/myndir_nov_2013/november-2013/page/2/
http://www.handverkoghonnun.is/pages/islenska/radhusid/radhusid-2013/nov/myndir_nov_2013/november-2013/page/5/

Af Arfleifð er það einnig að frétta að í byrjun maí birtist 8 blaðsíðna tískuþáttur í tímartinu Man magasín- https://www.facebook.com/ManMagasin en myndirnar voru teknar í Hálsaskógi og á svörtu söndunum við Djúpavog og hafa vakið gríðarlega athygli. Það er engin smá kynning fyrir lítið fyrirtæki eins og Arfleifð að fá svona margar og góðar myndir birtar í tímariti sem prentað er í þúsundum eintaka og dreift um allt land.

Það er vonandi að þessi kynning skili enn fleiri ferðamönnum í verslun Arfleifðar í sumar, en verslunin var endurhönnuð og betrumbætt af innanhús arkitektunum og systrunum Ölfu og Rán Freysdætrum í apríl. Verslunin opnaði aftur á Hammond hátíðinni og fékk gríðarlega góðar viðtökur sem og mikla athygli, enda algjörlega fáránlega flott verslun með algjörlega einstökum vörum.

ÓB

 

 

 

13.05.2014

Frá bókasafninu

Frá og með 6. maí 2014 verður bókasafnið eingöngu opið á þriðjudögum, frá 18:00 – 20:00 og gildir sá opnunartími út júní.

Bókasafnið fer síðan í frí  frá og með 1. júlí og verður opnun auglýst síðar.

 

Bókasafnsvörður

Kynningarmynd um Djúpavog í bígerð

Þessa vikuna verða þeir Skúli Andrésson og Sigurður Már Davíðsson kvikmyndagerðarmenn hér á Djúpavogi við gerð kynningarmyndar um Djúpavog og samfélagið. Þema myndarinnar verður í stórum dráttum að sýna  áhrif fiskveiðistjórnunarkerfisins á byggðarlög á borð við Djúpavog og verður leitast við að sýna mögulegar afleiðingar kerfisins og kalla fram viðbrögð samfélagsins. Snúum vörn í sókn og sýnum úr hverju við erum gerð. Við viljum biðja íbúa að taka vel á móti þeim félögum á meðan dvöl þeirra stendur og eftir atvikum taka þátt í verkefninu ef til kemur.

 

 

 

 

 

 

12.05.2014

Djúpavogshreppur auglýsir: Bæjarvinna 2014

Djúpavogshreppur auglýsir vinnu fyrir sumarið 2014:

1.    UNGLINGAR

Nemendum í 8., 9. og 10. bekk í Grunnskóla Djúpavogs stendur til boða vinna á vegum sveitarfélagsins sumarið 2013 sem hér greinir:

8. bekkur: Frá 3. júní til og með 15. ág.:  4 klst. á dag.    
9. bekkur: Frá 3. júní til og með 15. ág.:  4 klst. á dag.    
10. bekkur: Frá 3. júní til og með 15. ág.:  8 klst. á dag.    

Umsóknarfrestur til 23. maí (umsóknir berist á skrifstofu sveitarfélagsins)
Umsækjendur eru beðnir um að virða umsóknarfrestinn.

Einnig verður í boði vinna í hefðbundinni hreinsunarviku fyrir 4. – 7. bekk og mun hún verða auglýst í skólanum.

2.    STARFSMENN Í ÁHALDAHÚSI

Djúpavogshreppur auglýsir eftirt. tímabundin sumarstörf til umsóknar:
Auglýst eru allt að 4 störf fyrir 17 ára og eldri við slátt lóða og opinna svæða, hreinsun, snyrtingu o.m.fl. Hluti af störfunum verður við flokksstjórn og skulu áhugasamir taka slíkt fram í umsókn. (Fjöldi flokksstjóra verður ákveðinn, þegar fyrir liggur fjöldi umsækjenda úr Grunnskólanum).  

Umsóknarfrestur til 23. maí (umsóknir berist á skrifstofu sveitarfélagsins.)

Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf eigi síðar en í byrjun júní.

Nánari upplýsingar, m. a. um launakjör í síma 478-8288.

12.05.2014

Frá Kjörstjörn

Kjörstjórn Djúpavogshrepps hefur framlengt framboðsfrest um tvo sólarhringa þar sem einungis einn listi barst innan tilskilins frests.  Framboðsfrestur rennur því út kl. 12:00, mánudaginn 12. maí 2014. 

Kjörstjórn

 

10.05.2014

Wezwanie/Apel do Islandzkiego Parlamentu

Wezwanie/Apel do Islandzkiego Parlamentu

Mieszkancy Djúpivogur prezentuja  liste  podpisow mieszkancow do  rzadu i parlamentu Islandzkiego do podjecia dzialan z powodu rychlego zamkniecia Visir hf. w Djúpivogur. 
Listy do podpisow sa dostepne  w nastepujacych miejscach:
 
Við Voginn
Samkaup – Strax
Geysir – gmina   


Listy powinny byc zlozone do niedzieli. 
Organizatorzy petycji/listy zachecaja mieszkanców do okazania solidarnosci oraz do  podpisania listy ze wzgledu na wynikle problemy, przed którymi obecnie stoimy.  

Tekst petycji jest:
 
Prezes Rady Ministrów Sigmund Davíð Gunnlaugsson  

 

Wezwanie/Apel do Islandzkiego Parlamentu 

My, mieszkancy Djúpivogur apelujemy  do rzadu i parlamentu, aby dzialac zgodnie z prawem wedlug  ustawy nr. 116/2006 o zarzadzaniu rybolówstwem poprzez zapewnienie oraz wzmocnienie   przyszlosci  w  Djúpivogur z powodu zblizajacego sie zamkniecia Visir hf. w Djúpivogur.
Artykul 1 ustawy ds. rybolówstwa stwierdza co nastepuje:
    "Zapasy w wodach Islandii sa wspólna wlasnoscia narodu Islandzkiego. Celem  ustawy jest promowanie ochrony i efektywnego wykorzystania oraz zapewnienia stabilnej pracy i rozwoju regionalnego. Przydzial uprawnien do polowów na mocy niniejszej ustawy nie przyznaje wlasnosci lub nieodwolalne kontrole poszczególnych partii kwot“.

Podpis (imie, nazwisko)  

09.05.2014

Landsmót fuglaáhugamanna á Djúpavogi

 

 

 

 

 

Birds.is vill minna á mjög áhugaverð erindi sem verða í tengslum við landsmót fuglaáhugamanna um næstu helgi.  Á föstudagskvöldið verða Hornfirðingarnir Björn G. Arnarsson og Brynjólfur Brynjúlfsson með erindi í Löngubúð, um greiningu á máfum.  Hefst það klukkan 20:00.  Á laugardagskvöldið mun náttúruljósmyndarinn og fuglafræðinugirnn Jóhann Óli Hilmarsson fjalla um náttúru og dýralíf á Svalbarða og einnig vera með myndasýningu um fuglaíf í Djúpavogshreppi, í sínu erindi.  Það hefst klukkan 21:00 og verður á Hótel Framtíð.

Að öðru leyti er vísað í áður auglýsta dagskrá hér að neðan:

Dagskráin getur tekið breytingum vegna veðurs

Föstudagur 9. maí
Mæting á Hótel Framtíð. Setning er klukkan 20:00 og síðan munu þeir félagar Björn og Binni frá Höfn vera með kynningu á því hvernig best er að greina máfa

Laugardagur 10. maí
Lagt verður af stað klukkan 8:00 frá Hótel Framtíð í skoðunarferð. Byrjað verður að skoða syðst í Álftafirði og haldið áfram í átt að Búlandsnesi. Kaffi- og nestisstopp verður þar sem hentar.
Klukkan 20:00 verður kvöldverður á Hótel Framtíð. Eftir hann verður Jóhann Óli Hilmarsson með erindi um náttúru og dýralífi á Svalbarða og einnig frá þessu svæði hér.

Sunnudagur 11. maí
Dagskrá sunnudagsins er nokkuð opin en stefnt er að því að skoða Teigarhorn, Hálsaskóg og fleiri áhugaverða staði.

www.bird.is

Skráning og nánari upplýsingar á: albert@djupivogur.is eða kristjan@djupivogur.is

ÓB

07.05.2014

Áskorun til Alþingis Íslendinga

Íbúar Djúpavogshrepps hafa sett fram undirskriftalista þar sem skorað er á ríkisstjórn Íslands og Alþingi að grípa til aðgerða vegna yfirvofandi lokunar Vísis hf. á Djúpavogi.

Undirskriftalistarnir liggja frammi til undirritunar á eftirtöldum stöðum:

Við Voginn
Samkaup strax
Geysir - ráðhús

Listarnir munu liggja fyrir til sunnudags. Aðstandendur listans vilja hvetja íbúa til að sýna samstöðu og leggja sitt af mörkum með undirskrift vegna þess vanda sem nú steðjar að.

 

Texti undirskriftalista er svohljóðandi:

 

Áskorun til Alþingis Íslendinga


Forsætisráðherra
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

Við íbúar í Djúpavogshreppi skorum á ríkisstjórn Íslands og hið háttvirta Alþingi að vinna í anda laga nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða með því að tryggja og treysta byggð á Djúpavogi til framtíðar vegna yfirvofandi lokunar Vísis hf á Djúpavogi.

Í 1. grein laga um stjórn fiskveiða segir eftirfarandi:
"Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum."

 

Nafn                                  kt.

 

07.05.2014

Listahátíðin List án landamæra á Djúpavogi

Dagskrá Listar án landamæra á Djúpavogi, laugardaginn 10. maí:

Hótel Framtíð: Kl. 15:00-17:00. ,,Þjóðsögur og vættir“ - myndlistarsýningar og tónlistaratriði um þjóðsögur og vætti. Verkin eru unnin og flutt af nemendum í Djúpavogsskóla.
Tryggvabúð: Útisýning ,,Fjórir vættir jarðarinnar“ í allt sumar eftir fólk í félagi eldri borgara á Djúpavogi.
Langabúð: Chiaroscuro/ljós og myrkur, sýning á ljósmyndum eftir Ingimar Hrímni og málverkum og teikningum eftir Caroline Vitelli heldur áfram.
Ljósmyndasýning nemenda í 7., 8., 9. og 10. bekk frá kl. 17:00-18:00.

Verið velkomin

07.05.2014

Fiskmarkaður Djúpavogs sigurvegari spurningakeppni Neista 2014

Einhverra hluta vegna fyrirfórst það hjá okkur að setja inn frétt um úrslitakvöld spurningakeppni Neista 2014.
Úr því skal nú bætt.

Fiskmarkaður Djúpavogs stóð uppi sem sigurvegari spurningakeppni Neista 2014.
Á úrslitakvöldinu mættust í fyrstu viðureign stjórn Neista og Fiskmarkaður Djúpavogs, þar sem síðarnefnda liðið hafði sigur. Í annarri viðureign mættust Vísir hf. og Fiskeldi Austfjarða. Þar hafði Fiskeldi Austfjarða sigur.

Í úrslitum hafði síðan Fiskmarkaðurinn betur gegn Fiskeldinu.

Við óskum Fiskmarkað Djúpavogs til hamingju með sigurinn!

Veglegt myndasafn frá kvöldinu má sjá með því að smella hér.

ÓB

07.05.2014

Val í ljósmyndun

Í valgrein í vetur var haldið ljósmyndanámskeið, leiðbeinandi var Ester S. Sigurðardóttir.

Krakkararnir í 7-10 bekk fóru út og mynduðu það sem þeim þótti áhugavert. Mikill ljósmyndaáhugi er meðal unglinga í skólanum. Gaman er að sjá hvað hugsun og frumlegheit fengu að njóta sín og skapandi nálgun á efni sem þau tóku fyrir var skemmtilegt.

Unnu þau myndirnar í myndvinnsluforritið Picasa sem allir geta nálgast frítt á netinu. Þetta er mjög einfalt og þægilegt forrit sem nemendur voru fljótir að tileinka sér. Með þessu myndvinnsluforriti er með einföldum aðgerðum hægt að lagfæra ýmsa galla í ljósmyndum. Einnig að búa til video og setja tónlist með og flytja yfir á YouTube.  Allar þær myndir sem þau tóku og völdu á sýninguna eru í myndbandinu en hver nemandi fekk að velja eina mynd til sýningar í Löngubúð. Unnar voru um 50 myndir.

Afrakstur þessa námskeiðis er listsýning á vegum List án landamæra sem er árleg listahátíð með áherslu á fjölbreytileika mannlífsins. Á hátíðinni vinnur listafólk saman að allskonar list með frábærri útkomu. Þátttakendur í hátíðinni 2013 voru um 600 manns og viðburðir um 60 talsins. Hátíðin hefur stuðlað að samvinnu við listasöfn, starfandi listafólk, leikhópa og tónlistarfólk svo eitthvað sé nefnt.

Sýningin „List án landamæra“ verður í Löngubúð frá og með 10. maí nk. Við bjóðum alla velkomna í Löngubúð til að njóta þeirra mynda sem verða til sýnis á listahátíðinni.

ESS

 

Næsta skólaár / Next winter in Djúpavogsskóli

Til núverandi og verðandi foreldra / forráðamanna barna í Djúpavogsskóla
Nú stendur yfir skipulagsvinna fyrir næsta skólaár.  Til að sú vinna verði markviss er mikilvægt að hafa upplýsingar um fjölda nemenda á hreinu.
Því óska ég hér með eftir því að foreldrar skrái ný börn í eða úr Djúpavogsskóla sem fyrst.  Ekki þarf að gera grein fyrir börnum sem flytjast milli grunn- og leikskólans.
Með kæru þakklæti,
skólastjóri

Drodzy rodzice/opiekunowie
Obecnie planujemy organizacje pracy na przysz�y rok szkolny, dlatego te� wa�na jest dla nas przewidywana liczba uczniów/dzieci.
W zwi�zku zwracamy si� do rodziców/opiekunów o jak najszybsze zapisanie dzieci do szko�y/przedszkola.
Pro�ba nie dotyczy uczniów/dzieci, które przechodz� z przedszkola do szko�y.
Z powa�aniem,
Dyrektor szko�y i przedszkola

 

Stakir jakar í Djúpavogskirkju

Söngsveitin Stakir jakar frá Hornafirði verður með tónleika í Djúpavogskirkju miðvikudaginn 7. maí kl. 20:00.

Gestasöngvari er Berglind okkar Einarsdóttir. Stjórnandi og undirleikari er Guðlaug Hestnes.

Nánar í meðfylgjandi auglýsingu.

ÓB

 

 

 

 

 

05.05.2014

List án landamæra á Austurlandi 2014

Listahátíðin List án landamæra á Austurlandi 2014 verður haldin 10. til 25. maí.

Dagskrá:


EGILSSTAÐIR - 10. maí (laugardagur) – Opnunarhátíð
Klukkan 14-16 (2-4) Gistihúsið á Egilsstöðum Blásturshljómsveit Fljótsdalshéraðs tekur á móti gestum og gangandi með pompi og prakt. Tónlistarsmiðja - samstarfsverkefni Stólpa (hæfing/iðja) og barna á leikskólanum Tjarnarskógi. Margrét Lára Þórarinsdóttir, söng - og tónlistarkennari, stjórnar söng og hljóðfæraleik. Tónlistaratriði - nemendur úr tónlistarskólum Fljótsdalshéraðs (Egilsstöðum, Fellabæ og Brúarási) taka þátt og verða sannkallaðar tónlistarveislur víðs vegar um bæinn. Grýla og Leppalúði mæta á svæðið með grín og gotterí. Fjársjóðsleit - leitin að Ormagulli í boði Gistihússins á Egilsstöðum. Listasmiðjur í boði Nettó - gestum gefst kostur á að taka þátt í skapandi listasmiðjum. Dansatriði frá Fimleikadeild Hattar. Dagskrá líkur með Ormadans - öllum velkomið að taka þátt. Markmiðið er að túlka Lagarfljótsorminn í dansi.
Aðrir Sýningarstaðir á Fljótsdalshéraði:
Bókakaffi Hlöðum Fellabæ, Salt - Café & Bistro, Icelandair Hótel Hérað, Kaffi Egilsstaðir, Bókasafn Héraðsbúa, Heilbrigðisstofnun Austurlands Egilsstöðum, Úti í náttúrunni, Skriðuklaustur.

DJÚPIVOGUR – 10. maí (laugardagur) – Opnunarhátíð
Klukkan 15-17 (3-5) Hótel Framtíð Þjóðsögur og vættir - myndlistarsýningar og tónlistaratriði um þjóðsögur og vætti. Verkin eru unnin og flutt af af nemendum í Grunnskólanum á Djúpavogi.Tryggvabúð Trélistaverk, handverk, veflistaverk eftir fólk í félagi eldri borgara á Djúpavogi.

SEYÐISFJÖRÐUR - 15. maí (fimmtudagur) – Opnunarhátíð
Klukkan 14 - 17 (2-5) Bókabúðin/verkefnarými Disney, Latibær og Leikfangasaga - Daníel Björnsson, frumflytur eigið hljóðverk undir handleiðslu Elvars Más Kjartanssonar hljóðlistamanns og sýnir fjölbreyttar teikningar sem hann hefur unnið í vetur. Skaftfell Bistró Samspil vætta og þjóðsagna - sýning á verkum ævintýrasagna í samstarfi leikskólabarna frá deildunum Álfhóli og Vinaminni á leikskólanum Sólvöllum og vistmanna á Norðurhlíð, deild heilabilaðra á Sjúkrahúsinu á Seyðisfirði. Leiðsögn: Halldóra Malen Pétursdóttir. Skaftfell Bistró Úr rótum fortíðar Sýning á myndskreytingum við þjóðlega sagnahefð eftir nemendur úr 3. - 6. bekk Grunnskólans á Seyðisfirði. Leiðsögn: Þorkell Helgason myndmenntakennari.

BORGARFJÖRÐUR EYSTRI - 17. maí (laugardagur) - Opnunarhátíð
Klukkan 14 - 17 (2-5) Álfa Café Álfar og huldufólk - sýning á myndlist og verkefnum nemenda í Leik- og Grunnskóla Borgarfjarðar eystri tengt þjóðsögum og vættum. Tónlist - nemendur flytja tónlistaratriði.

FJARÐABYGGÐ - 17. maí (laugardagur) - Opnunarhátið
Klukkan 14 - 17 (2-5) Félagslundur Reyðarfirði Vættir og þjóðsögur - samsýning grunn - og leikskóla í Fjarðabyggð, Félags eldri borgara og Iðjunnar á Reyðarfirði. Tónlistaratriði nemenda Tónlistarskóla Fjarðabyggðar.

VOPNAFJÖRÐUR - 17. maí (laugardagur) - Opnunarhátíð
Klukkan 14 - 17 (2-5) Mikligarður Þjóðsögur - sýning á verkum byggðum á þjóðsögum nemenda úr leikskólanum Brekkubæ. Félag eldri borgara og Kvennahópur sýna afrakstur vetrarins og önnur verk tengd Þjóðsögum. Tónlistaratriði frá nemendum Tónlistarskóla Vopnafjarðar.
Nánari upplýsingar um opnanir sýningarstaða má finna í sýningaskrám.

ÓB

05.05.2014

Starf við heimaþjónustu

Djúpavogshreppur auglýsir eftir starfsmanni í hlutastarf við heimaþjónustu (þéttbýli og dreifbýli).

Starfshlutfall ræðst af umfangi hverju sinni en áformað er að ráða í u.þ.b. 20% starf í upphafi.

Starfið er laust nú þegar.

Nánari upplýsingar veita:

Fráfarandi starfsm., Bergþóra Valgeirsd. (s. 865-0870, varðandi fyrirkomul.)
Launafulltrúi Djúpavogshrepps (478-8288, varðandi launamál).

Umsóknir með upplýsingum um menntun, reynslu, fyrri störf og annað, er að gagni má koma, berist skrifstofu Djúpavogshrepps eigi síðar en kl. 16:00 12. maí 2014.

Umsóknareyðublöð má nálgast á vef Djúpavogshrepps og á bæjarskrifstofu.

05.05.2014

Djúpavogshreppur auglýsir: Starf við heimaþjónustu

Djúpavogshreppur auglýsir eftir starfsmanni í hlutastarf við heimaþjónustu (þéttbýli og dreifbýli).

Starfshlutfall ræðst af umfangi hverju sinni en áformað er að ráða í u.þ.b. 20% starf í upphafi.

Starfið er laust nú þegar.

Nánari upplýsingar veita:

Fráfarandi starfsm., Bergþóra Valgeirsd. (s. 865-0870, varðandi fyrirkomul.)
Launafulltrúi Djúpavogshrepps (478-8288, varðandi launamál).

Umsóknir með upplýsingum um menntun, reynslu, fyrri störf og annað, er að gagni má koma, berist skrifstofu Djúpavogshrepps eigi síðar en kl. 16:00 12. maí 2014.

Umsóknareyðublöð má nálgast á vef Djúpavogshrepps og á bæjarskrifstofu.

 


Djúpavogi 5. maí 2014;

Sveitarstjóri

 

05.05.2014

Kristján Ingimarsson í Morgunglugganum

Landsmót fuglaáhugamanna verður haldið á Djúpavogi helgina 9.-11. maí næstkomandi hér á Djúpavogi.

Morgunglugginn á Rás 1 ræddi við Kristján Ingimarsson, einn af skipuleggjendum mótsins í morgun.

Hægt er að hlusta á viðtalið með því að smella hér.

ÓB

02.05.2014