Djúpivogur
A A

Aðalvefur

Dagar myrkurs

Nú eru dagar myrkurs að ljúka hér í leikskólanum en við höfum brallað ýmislegt í tilefni daga myrkurs.  Í ár var ákveðið að þemað yrði Greppikló og Greppibarnið.

Greppikló og Greppibarnið eru bækur eftir Axel Scheffler og Julia Donaldson og hafa notið mikilla vinsælda um allan heim undanfarin ár en Þórarinn Eldjárn sá um þýðingu á bókunum

Greppikló? Hvað er greppikló?
Hva, greppikló? Það veistu þó! 
Þetta segir litla músin við refinn, ugluna og slönguna sem hún mætir á göngu sinni um skóginn. Þau verða hrædd og þjóta burt þótt músin viti vel að það er ekki til nein greppikló. Og þó … 

"Engin greppikló má," sagði Greppikló, "gera sér ferð inn í Dimmaskóg..."
Greppiklóin er ekki búin að gleyma músinni ógurlegu sem gabbaði hana eitt sinn og því harðbannar hún Greppibarninu að fara inn í skóginn.
En Greppibarnið óttast ekki neitt og eina dimma vetrarnótt læðist það frá mömmu sinni.

 

Við ákváðum því að nýta þessar sögur á dögum myrkurs og unnum með þær þannig að sögurnar lifnuðu við á veggjum og gólfi leikskólans.

Hér er verið að teikna upp og hanna Greppikló, krakkarnir á Tjaldadeild sáu um það

Fótspor Greppiklóarinnar, Greppibarnsins og músarinar

Enduðum svo á því í morgun að horfa á myndirnar um Greppikló og Greppibarnið

Fleiri myndir eru hér

ÞS

 

 

 

Minnum á jólakortin.

Hugmyndum verður að skila fyrir 20. nóv. Svo að það náist að prenta í tæka tíð.

Hollvinasamtökin um gömlu kirkjuna ætla að prenta jólakort sem seld verða til styrktar uppbyggingu á kirkjunni.

Nú viljum við leita til allra velunnara til að senda inn hugmynd að jólakorti sem dómnefnd mun svo velja úr til prentunar. Ekki verður boðin nein þóknun fyrir nema þá í formi prentaðra jólakorta.

Hvetjum við alla til að senda inn tillögur, þetta geta verið ljósmyndir, teikningar, ljóð, myndir í hvaða formi sem er og texti til að hafa inni í korti. Jafnvel hugmynd að korti sem einhver annar en höfundur getur útfært. Athugið, hægt er að skila tillögum í hvaða formi sem er.

 

f.h. Hollvinasamtaka um gömlu kirkjuna á Djúpavogi.

 

Unnur Malmquist Jónsdóttir

unnurkennari@gmail.com

s. 4788252

 

Þór Vigfússon

thorvigfusson@gmail.com

s. 4788115

8634498

14.11.2014

Sviðamessa 2014

Sviðamessan fer fram 15. nóvember næstkomandi á Hótel Framtíð. Sviðamessan er löngu búin að festa sig í sessi sem ein áhugaverðasta skemmtun landsins, en síðastliðin tvö ár hafa færri komist að en vildu. Það borgar sig því að tryggja sér miða í tíma því fyrir utan hin hefðbundnu svið verður boðið upp á frábæra Queen-sýningu frá Norðfirði.

Sjá nánar í auglýsingu hér að neðan.

ÓB

 

 

 

 

 

13.11.2014

Kökubasar á föstudaginn

Nemendur 9. og 10. bekkjar verða með kökubasar á Dögum myrkurs, föstudaginn 14. nóvember klukkan 16:00 í Samkaup-Strax.  Girnilegar hnallþórur í boði - fyrstur kemur - fyrstur fær.

9. og 10. bekkur

 

Bati er lífstíll

Hugaraflsmenn koma til Egilsstaða og verða með opinn fræðsludag og vinnusmiðjur um valdeflingu og bata. Árangursrík leið til að ná tökum á eigin lífi eftir áföll og veikindi s.s. þunglyndi og kvíða.

Haldnir verða fyrirlestrar um valdeflingu, bata og batahvetjandi leiðir, reynslu einstaklinga með greinda geðröskun og aðstandendur.

Í vinnusmiðjum verður farið dýpra í allar hliðar á málefninu og hvatt verður til skapandi umræðna frá þátttakendum.

Í Ásheimum Miðvangi 22, Egilsstaðir, fimmtudaginn 20. nóv. kl. 9:15-17:00

Allir velkomnir 

Aloca - StarfA - HSA - Geðhjálp

12.11.2014

Frá Tannlæknastofu Austurlands

Helgi tannlæknir verður á Djúpavogi eftirfarandi föstudaga:

5. desember 2014
9. janúar 2015
6. febrúar 2015
6. mars 2015
27. mars 2015

Tímapantanir eru í síma 471-1430.

Tannlæknastofa Austurlands

12.11.2014

Útgáfufagnaður í Tryggvabúð - myndir

Það var sannarlega skemmtileg stund í Tryggvabúð síðast liðinn laugardag þar sem Hrönn Jónsdóttir stóð fyrir útgáfuteiti og las upp úr nýrri bók sinni "Árdagsblik" sem við hvetjum hér með auðvitað alla til að tryggja sér eintak af. Sveitarstjórinn stýrði dagskrá þar sem ávörp voru m.a. flutt til heiðurs skáldkonunni.

Þá voru einnig tvö glæsileg tónlistaratriði á dagskrá í umsjá heimamanna, flutt af Helgu Björk Arnardóttur og Kristjáni Ingimarssyni, frábær flutningur hjá þeim báðum. Þá voru á boðstólnum veitingar framreiddar af starfsfólki Tryggvabúðar, sem sagt allt eins og best var á kosið. Heimamenn fjölmenntu á þennan ánægjulega menningarviðburð og voru viðtökur allar hinar bestu.

Við óskum Hrönn Jónsdóttur að sjálfsögðu innilega til hamingju með bókina. 

                                                                                                                              Samantekt. AS 

 

 

 

 

 

 

12.11.2014

Sveitarstjórn: Fundarboð 13.11.2014

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundarboð 13.11.2014

6. fundur 2014 – 2018

Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 13. nóvember 2014 kl. 16:30.
Fundarstaður: Geysir.

Dagskrá:

1. Fjárhagsleg málefni

a) Ákvörðun um útsvarsprósentu 2015.
b) Gjaldskrár 2015 til fyrri umræðu.
c) Eignabreytingar og framkvæmdir 2015.
d) Styrkbeiðnir o.fl. v. ársins 2015.
e) Drög að rekstrarútkomu Djúpavogshrepps 2014.
f) Fjárhagsáætlun Djúpavogshrepps 2015-2018. Fyrri umræða.
g) Samgönguáætlun 2015-2018.

2. Fundargerðir

a) Héraðsskjalasafn Austfirðinga, dags. 9. september 2014.
b) Samtök sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 12. september 2014.
c) Ferða- og menningarmálanefnd, dags. 24. september 2014.
d) Héraðsskjalasafn Austfirðinga, dags. 6. október 2014.
e) Samtök sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 7. október 2014.
f) Samtök sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 8. október 2014.
g) Aðalfundur samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 8. október 2014.
h) Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum, dags. 10. október 2014.
i) Atvinnuþróunarsjóður Austurlands, dags. 21. október 2014.
j) Atvinnumálanefnd, dags. 21. október 2014.
k) Samband sveitarfélaga á Austurlandi, dags. 22. október 2014.
l) Brunavarnir á Austurlandi, dags. 24. október 2014.
m) Hafnasamband Íslands, dags. 31. október 2014.
n) Samband íslenskra sveitarfélaga, dags. 31. október 2014.
o) Samtök sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 3. nóvember 2014.
p) Starfshópur um fjárhagsleg málefni, dags. 4. nóvember 2014.
q) Landbúnaðarnefnd, dags. 6. nóvember 2014.
r) Aðalfundur Héraðsskjalasafns Austfirðinga, dags. 6. nóvember 2014.

3. Erindi og bréf

a) Byggðastofnun, atvinnumál á Djúpavogi, dags. 15. október 2014.
b) Skipulagsstofnun, tillaga að matsáætlun vegna 13.000 tonna aukningar í eldi á laxi og regnbogasilungi í Berufirði og Fáskrúðsfirði, dags. 6. nóvember 2014.

4. Skýrsla sveitarstjóra

 

Djúpavogi 10. nóvember 2014;
sveitarstjóri

10.11.2014

Dagar myrkurs á Djúpavogi

Hér gefur að líta dagskrá á Dögum myrkurs á Djúpavogi.


Bókasafnið: 
Vofur og vandræði, sektarlausir dagar. Bókasafnið er opið á þriðjudögum kl 16:00 – 19:00.

Djúpavogsskóli:
Fimmtudaginn 13. nóvember verður drungalegur dagur í Djúpavogsskóla. Þann dag mæta allir í dökkum fötum og drungalegir til fara. Í gestavikunni 18.-21. nóvember, bjóðum við svo áhugasömum að kíkja í heimsókn og kynnast starfi grunn-, leik- og tónskólans.

Grunnskóli:
Drungalegur samsöngur við kertaljós, þriðjudaginn 11. nóvember og fimmtudaginn 13. nóvember. Allir velkomnir.
Á matseðlinum á Hótelinu verður m.a. boðið uppá Drakúla steik og nornagraut.

Hótel Framtíð:
Föstudagur 7. nóv: Árshátíð grunnskóla Djúpavogs á Hótel Framtíð kl 18:00. Aðgangseyrir 800 kr fyrir fullorðna og 500 kr fyrir eldri borgara. Að þessu sinni verður sýnd uppfærsla á Með allt á hreinu. Pizzahlaðborð að lokinni árshátíð.
Laugardagur 15. nóv: Sviðamessa á Hótel Framtíð. Sviða og lappaveisla, BRJÁN flytur bestu lög Queen og dansleikur. Forsala á Hótel Framtíð 9. – 13. nóv.

Langabúð:
Föstudagur 14. nóv: Krakkabíó í Löngubúð klukkan 17:00 - Hryllingsleg teiknimynd. Köngulóarmúffur, múmíusvalar og allskonar draugalegt góðgæti.

Leikskóli:
Morgunmatur borðaður í myrkri við kertaljós og kósýheit á meðan dagar myrkurs eru. Við höfum verið að lesa bækurnar um Greppikló og Greppibarnið. Við ætlum að vinna verkefni út frá þeim bókum og er matseðill leikskólans í anda bókanna. M.a. verður boðið uppá Greppiklóarmauk og uglugott. Við skyggnumst inn í heim Greppiklóa og annarra furðuvera. Í andyri leikskólans hittum við fyrir Greppikló, Greppibarn og mús. Í fataklefanum er svarta myrkur og má sjá glóandi augu og klær Greppiklóarinnar. Við laumumst inn á deildirnar og fylgjum fótsporum músarinnar, Greppibarnsins eða Greppiklóarinnar. Inn á deildum eru Greppibörn út um allt að fylgjast með okkur... Ekki vera hrædd ..... Bókin um Greppibarnið er til á Bókasafni Djúpavogs og við hvetjum ykkur til að fá hana lánaða og lesa.

Tryggvabúð:
Laugardagur 8. nóv: Útgáfuboð í Tryggvabúð kl 14:00 – 16:00 vegna bókarinnar Árdagsblik eftir Hrönn Jónsdóttur.
Þriðjudagur 11. nóv: Sögukvöld í Tryggvabúð á vegum eldri borgara kl 20:30.

07.11.2014

Útgáfufagnaður í Tryggvabúð

Útgáfu bókarinnar "Árdagsblik" eftir Hrönn Jónsdóttur verður fagnað í Tryggvabúð laugardaginn 8. nóvember milli klukkan
14:00 og 16:00.

Boðið verður upp á kaffiveitingar og tónlistaratriði auk þess sem höfundur mun lesa upp úr bókinni.

Bókin verður til sölu á staðnum á kynningarverði og kostar kr. 3.500.

Allir velkomnir

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Hrönn Jónsdóttir 

 

 

06.11.2014

Frá félagi eldri borgara

Fundur verður í félagi eldri borgara föstudaginn 7. nóvember kl. 14:00 í Tryggvabúð, félagsaðstöðu eldri borgara, Markarlandi 2.

Nýir félagar velkomnir.

Stjórnin

05.11.2014

Sólblómaleikskólinn Bjarkatún

Eins og fram hefur komið ákváðu nemendur og starfsfólk Bjarkatúns að taka að sér SOS-Sólblómabarn.  Það er hún Carol sem býr í SOS þorpi í Zambíu. 

Nemendur hafa sl. vikur verið að undirbúa afmælisgjöf handa henni en hún verður þriggja ára núna 27. nóvember.  Pakkinn frá krökkunum fór í póst í gær og í honum voru límmiðar, hárskraut, litabók og litir.  Börnin á Tjaldadeild bjuggu til afskaplega fallegt afmæliskort sem fór líka með.

Leikskólinn borgar fast árgjald til Carol sem fer í að sjá henni fyrir helstu nauðsynjum.  Okkur stendur einnig til boða að greiða valfrjálsan gíróseðil að eigin upphæð.  Sá peningur fer í að búa til sjóð sem hún fær afhentan þegar hún yfirgefur barnaþorpið og þarf að standa á eigin fótum og mennta sig.

Í forstofunni í leikskólanum er baukur.  Það er öllum frjálst að koma í heimsókn og kannski setja nokkrar krónur í baukinn sem renna allar óskiptar til Carol.  Við ætlum síðan að leggja þennan pening inn á afmælisdeginu hennar og hvetjum alla til að vera með.

 

HDH

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Árshátíð grunnskólans

Árshátíð grunnskólans fer fram á Hótel Framtíð föstudaginn 7. nóvember næstkomandi.

Að þessu sinni verður það Með allt á hreinu sem nemendurnir munu sýna.

Sjá nánar í auglýsingu hér að neðan.

ÓB

 

 

 

 

 

Atvinnumálanefnd: Fundargerð 21.10.2014

Fundargerð atvinnumálanefndar Djúpavogshrepps frá 21. október síðastliðnum er nú aðgengileg á vefnum.

Smellið hér til að skoða hana.

ÓB

03.11.2014

Kósýkvöld í Samkaup

Annað kvöld fer fram hið margrómaða kósýkvöld í Samkaup.

Sjá nánar í auglýsingu hér að neðan.

ÓB

 

 

 

 

 

03.11.2014

Jólakort fyrir gömlu kirkjuna

Hollvinasamtökin um gömlu kirkjuna ætla að prenta jólakort sem seld verða til styrktar uppbyggingu á kirkjunni. 

Nú viljum við leita til allra velunnara til að senda inn hugmynd að jólakorti sem dómnefnd mun svo velja úr til prentunar. Ekki verður boðin nein þóknun fyrir nema þá í formi prentaðra jólakorta.

Hvetjum við alla til að senda inn tillögur, þetta geta verið ljósmyndir, teikningar, ljóð, myndir í hvaða formi sem er og texti til að hafa inni í korti. Jafnvel hugmynd að korti sem einhver annar en höfundur getur útfært. Athugið, hægt er að skila tillögum í hvaða formi sem er.

f.h. Hollvinasamtaka um gömlu kirkjuna á Djúpavogi;

Unnur Malmquist Jónsdóttir
unnurkennari@gmail.com
s. 478-8252

Þór Vigfússon
thorvigfusson@gmail.com
s. 478-8115
863-4498

31.10.2014

Rauði krossinn

Í tilefni af 90 ára afmæli Rauða krossins á Íslandi verða grunnskólar á landinu heimsóttir af sjálfboðaliðum. Tilgangur heimsóknanna er að minna á mikilvægi skyndihjálpar. Egill og Auður komu í heimsókn í grunnskólann þriðjudaginn síðasta til að kynna skyndihjálp fyrir nemendum Djúpavogsskóla. Farið var yfir hver viðbrögð skulu vera þegar slys ber að höndum. Krakkarnir fengu að svara spurningum, koma við dúkkur og elstu fengu bæði kennslu í Heimlich takinu og grunn í hjartahnoði.

Við þökkum sjálfboðaliðunum kærlega fyrir heimsóknina og má sjá myndir með fréttinni hér.

LDB

 

Sköpunarkjarkur í Djúpinu - formleg opnun og frítt námskeið

Mánudaginn 3. nóvember verður boðið upp á frítt námskeið í Djúpinu og um kvöldið verður síðan formleg opnun á frumkvöðlasetrinu.

Kl. 16:00 - Fyrirlestur og námskeiðið Sköpunarkjarkur. Námskeiðið er lauslega byggt á bókinni Creative Confidence eftir bræðurna Tom og David Kelly. Kennt verður á einföld verkfæri sem nýst geta til að virkja sköpunarkraftinn. Öll erum við skapandi! Kennari er Karl Guðmundsson, ráðgjafi í vöruþróun og markaðsmálum.

Námskeiðið er FRÍTT. Skráning í tölvupósti á frumkvodlasetur@djupivogur.is. Takmarkaður sætafjöldi.

Kl. 20:00 - Opið hús. Formleg opnun á Djúpinu. Kaffi á könnunni og sköpunargleði í loftinu. Allir velkomnir!

Eftirfarandi aðilar gera Djúpinu kleift að bjóða upp á námskeiðið Sköpunarkjarkur:

Sparisjóðurinn, PVA, Langabúð, Við voginn, Hótel Framtíð og Vísir hf.

31.10.2014

Sveitarstjórn: Fundargerð 29.10.2014

Hægt er að nálgast fundargerðina með því að smella hér.

ÓB

30.10.2014

Fiskvinnsla hefst undir merkjum Búlandstinds um næstu áramót

Vísir hf. hefur selt Ósnesi hlutafé sitt í Búlandstindi á 500 þúsund krónur.
Fiskvinnsla hefst undir merkjum Búlandstinds um næstu áramót. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Fasteignir Vísis hf. eru metnar á 50 milljónir króna og afhendir Vísir Búlandstindi þær endurgjaldslaust gegn því að það verði stöðug vinnsla í húsunum næstu fimm ár

Engin starfsemi hefur verið undir nafni Búlandstinds síðustu ár en Ósnes og Fiskeldi Austfjarða hf. hafa skuldbundið sig til þess að auka hlutafé Búlandstinds um samtals 140 milljónir króna og hefja þar fiskvinnslu, auk vinnslu og pökkunar á eldisfiski.

Ósnes kaupir tæki og búnað Vísis á staðnum og leggur inn sem hlutafé í Búlandstind og hlutafé Fiskeldis Austfjarða verður í formi tækjabúnaðar til vinnslu og pökkunar á eldisfiski.

Með þessum samningum og afhendingu fasteigna sinna án greiðslu að uppfylltu skilyrði um vinnslu næstu ár, vill Vísir gera sitt til að tryggja áframhaldandi fiskvinnslu á Djúpavogi eftir að fyrirtækið flytur starfsemi sína þaðan til Grindavíkur um næstu áramót. Gert er ráð fyrir um 30 störfum hjá Búlandstindi við almenna fiskvinnslu og slátrun, vinnslu og pökkun á eldisfiski.

ÓB

 

29.10.2014

Djúpið, fumkvöðlasetur opnar

Þá er komið að því. Djúpið frumkvöðlasetur opnar 1. nóvember næstkomandi.

Leiga á skrifborði er kr. 12.500 á mánuði.

Umsóknir og frekari fyrirspurnir sendist á frumkvodlasetur@djupivogur.is

Djúpið er bækistöð á Djúpavogi. Bækistöðvar veita frumkvöðlum aðstöðu, skapandi umhverfi, tengslanet og faglega ráðgjöf og skapa þeim þannig betri vaxtarskilyrði til að vinna að nýsköpun sinni.

Djúpið gefur nemendum kost á að sækja um aðstöðu í laust pláss.

Djúpið - bækistöð á Djúpavogi

29.10.2014

Sveitarstjórn: Fundarboð 29.10.2014 (aukafundur)

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundarboð 29.10.2014

1. aukafundur 2014 – 2018

Aukafundur verður haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps miðvikudaginn 29. október 2014 kl. 16:30. Fundarstaður: Geysir.

Dagskrá:

1. Reglur um úthlutun byggðakvóta.

2. Stefna vegna Kvennasmiðjunnar ehf.

 

Djúpavogi 27. október 2014
Sveitarstjóri

28.10.2014

Sálræn eftirköst áfalla - Rudolf Adolfsson á Djúpavogi

Undanfarna mánuði hef ég unnið að því að fá til okkar geðhjúkrunafræðing frá miðstöð áfallahjálpar af Bráðasviði LSH í Fossvogi. Tilgangurinn er að halda samstöðufund fyrir íbúa á Djúpavogi og Breiðdalsvík sem og alla viðbragðsaðila á svæðinu, s.s. slökkvilið, sjúkraflutningamenn, rauðikrossinn, slysavarnarfélagið o.s.frv.

Nú er svo komið að þann 25.-26. nóvember mun Rudolf Adolfsson, geðhjúkrunarfræðingur frá áfallamiðstöð LSH í Fossvogi, koma hingað á Djúpavog.

Dagskráin verður þannig að hann mun halda sameiginlegan fund fyrir íbúa Djúpavogshrepps og Breiðdalshrepps þriðjudaginn 25. nóvember kl. 19:30 í Djúpavogskirkju. Sá fundur mun bera yfirskriftina Sálræn eftirköst áfalla - leiðbeiningar og úrræði fyrir þolendur og aðstandendur þeirra.

Miðvikudaginn 26. nóvember kl. 12:00 mun Rúdolf vera með sameiginlegan fund fyrir starfsfólk Djúpavogsskóla.

Sama dag, kl. 16:00, mun svo vera haldinn fundur fyrir alla viðbragðsaðila á Djúpavogi og Breiðdalsvík. Hann mun þá stikla á ýmsum þáttum í okkar starfi og þjappa þessum góða hópi enn betur saman. Farið verður sérstaklega yfir viðranir af ýmsum toga í kjölfar tiltekinna atriða og margt fleira sem nýtist starfinu.

Berta Björg Sæmundsdóttir,
hjúkrunafræðingur

24.10.2014

Vefsjá fyrir SO2-handmæla

Nú hefur Veðurstofa Íslands komið upp vefsjá þar sem skráðar eru inn brennisteinsmælingar sem gerðar eru með handmælum sem nýlega var dreift um landið. Einn slíkur er hér á Djúpavogi. Þessir mælar eru eins og nafnið gefur til kynna færanlegir en mælirinn hér er að jafnaði staðsettur inn við áhaldahúsið (Víkurlandi 6).

Umsjónarmenn mælanna færa inn skráningar í þetta nýja form og þær birtast í því um leið. Mælt er á nokkurra klukkutíma fresti og oftar ef þurfa þykir.

Við minnum svo á upplýsingasíðuna sem við settum upp fyrir nokkru á heimasíðunni, en við erum alltaf að setja inn nýjar síður og upplýsingar ef þær berast.

ÓB

22.10.2014

Nýjar Panorama-myndir

Við vorum að bæta við nýju Panorama safni en þau eru nú orðin tvö. Í því nýja eru 70 nýjar myndir.

Smellið hér til að skoða það.

ÓB

22.10.2014

Kirkjudagurinn mikli

Laugardaginn 4. október kom nokkur hópur sjálfboðaliða saman í gömlu kirkjunni. Var unnið að niðurrifi á klæðningu neðan úr lofti kirkjunnar og fleira. Efnið naglhreinsað og komið í geymslu. Margir komu einnig til að skoða og kynna sér framkvæmdir. Erum við öll sem að þessu komu mjög ánægð með vel heppnaðan dag. Getum varla beðið eftir öðru tækifæri til að koma saman aftur, gaman væri að hjálpast að við að rífa járn og múr af norðurhlið og göflum kirkjunnar. En laugardagurinn var ánægjulegur.

Hér eru nokkrar myndir frá Andrési og Þór.

F.h. Hollvinasamtakanna;
Þór Vigfússon

20.10.2014

Sveitarstjórn: Fundargerð 16.10.2014

Hægt er að nálgast fundargerðina með því að smella hér.

ÓB

17.10.2014