Djúpivogur
A A

Aðalvefur

Jólaföndur Djúpavogsskóla

Foreldrafélag Djúpavogsskóla býður alla íbúa Djúpavogs velkomna á jólaföndur sunnudaginn 7.desember frá kl 11:00-14:00 í grunnskólanum. Föndrið verður með breyttu sniði í ár þar sem fylgt verður eftir Grænfána-stefnu skólans og því opinn efniviður í boði ásamt efnivið í jólakortagerð - látum hugmyndaflugið ráða för þetta árið :)

Allur efniviður er ókeypis en við hvetjum ykkur til að hafa með að heiman skæri, lím og annað sem þessu viðkemur. Leikhorn fyrir litlu krílin, jólatónlist, jólaskapið og föndur við allra hæfi!

Að venju munu nemendur í 6.-7.bekk vera með veitingasölu til styrktar skólaferðalags og vonum við að bæði föndrarar og þumalputtar mæti og styrki krakkana með kaupum á veitingum.  Veitingasalan verður frá 12:00 - 14:00.

Hlökkum til að sjá sem flesta!

Stjórn foreldrafélagsins.

2014 er metár í lönduðum bolfiskafla í Djúpavogshöfn

Þegar löndunartölur nóvembermánaðar lágu fyrir var ljóst að 7 ára gamalt met hafði fallið. Þar með var árið 2014 orðið metár í lönduðum bolfiskafla í Djúpavogshöfn frá upphafi - og er árið er ekki búið enn. Samtals hefur verið landað 10.497 tonnum.

Haustið í Djúpavogshöfn var engu líkt, en það má segja að löndun hafi verið nánast upp á hvern einasta dag í september, október og nóvember, oft 2 bátar á dag og stundum 3. Alls var 7.446 tonnum landað á þessum þremur mánuðum. Það er t.a.m. mun meira en allt árið 2011 þegar um 5.600 tonnum var landað. Haustin 2012 og 2013, sem þóttu mjög góð, gáfu af sér 5.300 tonn annars vegar og 4.900 hins vegar. Það er til marks um hversu mikill aflinn í haust var í raun.

Sem fyrr segir var gamla metið sett árið 2007 þegar 10.491 tonni var landað. 2014 hefur því siglt fram úr sem nemur 6 tonnum. Fróðlegt verður að sjá hverjar lokatölur verða þegar desember er um garð genginn.

Hér á neðan má sjá samanburðartölur síðustu 9 ára. Smellið á myndina til að stækka hana.

ÓB

 

 

 

05.12.2014

Myndir frá jólamarkaði kvenfélagsins

Það var hreint út sagt dásamleg stemmning í Löngubúð í gær á hinum árlega jólamarkaði kvenfélagsins Vöku. Sjaldan eða aldrei hafa svo margir verið að selja vörur og það var svo að segja stanslaust rennerí á meðan á markaðnum stóð. 

Myndir frá markaðnum má sjá með því að smella hér.

ÓB

05.12.2014

Jólaljósin tendruð - myndir

Ljósin voru tendruð á jólatrénu miðvikudaginn 3. desember síðastliðinn. Vegna veðurs varð að fresta tendruninni sem átti að fara fram 1. sunnudag í aðventu. Veðrið lék hins vegar við íbúa sveitarfélagsins á miðvikudaginn, þó ekki væri það neitt sérstaklega jólalegt.

Sem fyrr drógu nemendur grunnskólans um hver fengi að kveikja á jólaljósunum og í þetta skiptið var það Mateusz Jajackowski sem fékk þann heiður. Óhætt er að fullyrða að hann hafi staðið sig með stakri prýði. 

Að því loknu var sungið og gengið í kringum tréð undir taktföstu spili Kristjáns Ingimarssonar og tónvissri stjórn Helgu Bjarkar Arnardóttur. Jólasveinarnir létu aðeins bíða eftir sér, en eftir nokkra háværa söngva heyrðu þeir til okkar og var ákaft fagnað af yngri kynslóðinni þegar þeir birtust.

Myndir frá tendruninni má sjá með því að smella hér.

ÓB
Myndir: ÓB/AS

05.12.2014

Frá Djúpavogskirkju

Aðventuhátíð 2. sunnudag í aðventu, 7. des. kl. 17.00.

Fjölbreytt dagskrá.
Kirkjukór og barnakór flytja aðventu-og jólalög.
Helgileikir fermingarbarna og grunnskólabarna.

Eigum saman góða aðventu- og hátíðarstund,
sóknarprestur

04.12.2014

Virkjun á rafrænum skilríkjum á Djúpavogi

Föstudaginn 5. desember verður endursöluaðili Símans, Rafhorn ehf, staðsettur í SPARISJÓÐNUM Á DJÚPAVOGI, frá kl. 11:00-14:00 vegna virkjunar á rafrænum skilríkjum í síma.

Strákarnir hjá Rafhorni verða með bunka af SIM kortum en margir þurfa einmitt á þeim að halda, t.d. í tengslum við staðfestingu á leiðréttingu verðtryggða lána. Stelpurnar í Sparisjóðnum verða með rjúkandi heitt kaffi á könnunni.

Nánar er hægt að lesa um rafræn skilríki í farsíma með því að smella hér.

Sparisjóðurinn - fyrir þig og þína.

03.12.2014

Svavar Pétur og Baggalútur gefa út jólalag

Út er komið jólalagið Kalt á toppnum en það eru Berfirðingurinn Svavar Pétur Eysteinsson, betur þekktur sem Prins Póló, og Baggalútur sem standa að útgáfu þess. Lagið sömdu þeir Svavar og Bragi Valdimar Skúlason, Baggalútur. 

Fyrir nokkru frumbirtu þeir lagið á nótnaformi sem vakti mikla lukku - allavega hjá þeim sem kunna að lesa nótur.

Nú er það semsagt komið út á formi sem allflestir skilja og erum við ekki í nokkrum vafa um að það muni slá í gegn, rétt eins og jólalög Baggalúts hafa hingað til gert sem og tónlist Prins Póló.

Myndin sem fylgir fréttinni, fylgdi tilkynningu Baggalúts um lagið en þar er okkar eini sanni Búlandstindur, kuldalegur til toppsins, klæddur kórónu Prinsins.

Við óskum Svavari innilega til hamingju með lagið sem má heyra með því að smella hér.

ÓB

 

 

03.12.2014

Frá félagi eldri borgara

Fundur verður í félagi eldri borgara föstudaginn 5. desember kl. 14:00 í Tryggvabúð, félagsaðstöðu eldri borgara, Markarlandi 2.

Nýir félagar velkomnir.

Stjórnin

03.12.2014

Tendrun jólatrésins 2014

Nú ætlum við að kveikja á jólatrénu í dag kl. 17:00. Veðurspá er góð og vonumst við eftir að sjá sem flesta.

Við biðjum ykkur láta þetta berast til allra.

Sveitarstjóri

03.12.2014

Frá Bakkabúð

Bakkabúð er opin í dag, miðvikudaginn 3. des. frá kl. 16:00 - 18:00 og fimmtudaginn 4. des. frá kl. 19:00 - 21:00.

Verið velkomin

03.12.2014

Jólamarkaður Kvenfélagsins

Kvenfélagið Vaka verður með basar í Löngubúð þann 4. desember frá kl. 18:00 - 21:00. 

Þeir sem vilja panta borð fyrir söluvarning skuliu hafa samband við Grétu í síma 698-8114.

Kvenfélagið Vaka

02.12.2014

Bréf vegna söfnunar á iPad mini tölvum

Opið bréf til  fyrirtækja, félagasamtaka og einstaklinga á Djúpavogi - og annarra velunnarra sem búa nær eða fjær

Bréfið hér að neðan var sent til nokkurra fyrirtækja og félagasamtaka á Djúpavogi  þann 13. nóvember sl.  Eins og þið sjáið er verið að safna fyrir iPad mini tölvum fyrir grunnskólann.  Söfnunin gengur ágætlega en ennþá vantar aðeins uppá að markmiðið okkar náist.  Ég fékk ábendingu um að ég hafi nú ekki sent bréfið á alla þá staði sem hægt hefði verið að senda á og ákvað því að setja bréfið hér á heimasíðuna.

Þeir sem vilja styrkja verkefnið geta haft samband við mig í tölvupósti á netfangið skolastjori@djupivogur.is 

Hægt er að gefa 1- x mörg stykki af tölvu en einnig er hægt að styrkja um ákveðna upphæð og munið að margt smátt gerir eitt stórt.

Með fyrirfram þakklæti,
Halldóra Dröfn

 

Til fyrirtækja / félagasamtaka á Djúpavogi

Kæru forsvarsmenn

Í Djúpavogsskóla, grunnskóla, eru í vetur um 60 nemendur.  Starfsfólk skólans er metnaðarfullt og nemendur einnig.  Við störfum eftir mörgum háleitum markmiðum og leitumst við að uppfylla þau eftir bestu getu. 

Ljóst er að síðustu ár höfum við ekki getað staðið við öll markmiðin að fullu, þar sem engar spjaldtölvur eru til staðar í skólanum og fyrir vikið hefur skólinn dregist töluvert aftur úr í tengslum við kennslu í gegnum slík tæki. Sambærilegir skólar eru flest allir farnir að nýta sér þessi tæki í daglegri kennslu, þó er misjafnt hversu margar tölvur eru í hverjum skóla.

Við sjáum fyrir okkur að skynsamlegt sé að byrja á svokölluðum bekkjarsettum, þ.e. tvær tölvur á hvern bekk.

Við höfum kannað verð á iPad spjaldtölvum, en þær þykja bestar þegar kemur að kennslu, sé tekið mið af þeim kennsluforritum sem í boði eru.  Við höfum fengið tilboð í 20 iPad-mini tölvur og töskur utan um þær upp á 960.000.- Hver tölva kostar því um 48.000.- með tösku.

Með bréfi þessu langar okkur til að kanna hvort þú og / eða þitt fyrirtæki / félagasamtök sjáið ykkur fært að færa skólanum að gjöf 1 eða 2 tölvur eða styrkja okkur með ákveðinni upphæð að ykkar vali.

Ef af því yrði kæmi nafn ykkar fram sem gefandi á heimasíðu skólans og tölvan / tölvurnar merktar þínu / ykkar nafni.

Þess má geta að nú þegar hefur Kvenfélagið Vaka ákveðið að styrkja verkefnið.

Mér þætti vænt um að fá svar frá ykkur, annað hvort símleiðis, bréfleiðis eða með tölvupósti, eins fljótt og auðið er.

 

Með fyrirfram þakklæti og kærum kveðjum

f.h. nemenda og starfsfólks,

 

____________________________________
Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir, skólastjóri

Tendrun jólatrésins frestað vegna veðurs

Vegna slæmrar veðurspár hefur verið ákveðið að fresta tendrun jólatrésins sem fara átti fram kl. 17:00 í dag.

Ný tímasetning verður auglýst síðar.

Sveitarstjóri

30.11.2014

Frá Djúpavogskirkju

Fjölskylduguðsþjónusta 1. sunnudag í aðventu 30. nóv. kl. 11.00.

Kveikt á 1. kertinu á aðventukransinum.
Börnin fá límmiða á bænaspjöldin og brúður koma í heimsókn.

Frá sóknarnefnd:
Hægt verður að kveikja ljós á leiðum í kirkjugarðinum frá og með 1. sunnudegi í aðventu.
Vinsamlega leggið kr. 1.000 á reikning 1147-05-401066 kt. 690408-0230 Djúpavogskirkjugarður.

28.11.2014

Frá Löngubúð - félagsvist í umsjón áhafnarinnar á Gulltoppi

Félagsvist verður í kvöld, föstudaginn 28. nóvember kl. 20:30.

Áhöfnin á Gulltoppi ætlar ad sjá um vistina. Veglegir vinningar í boði.

500 krónur inn sem renna beint til Björgunarsveitarinnar Báru a Djúpavogi.

Allir velkomnir

Langabúð

28.11.2014

Opinn fundur vegna reglna um úthlutun byggðakvóta

Ágætu útgerðarmenn

Boðað er til opins fundar í Löngubúð, þriðjudaginn 2. desember kl:17:00.

Fundarefni:
1. Reglur um úthlutun byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2014-2015

Vonandi að sem flestir sjái sér fært að mæta.

Atvinnumálanefnd Djúpavogs

27.11.2014

Jólabingó UMF Neista

Hið árlega jólabingó UMF. Neista verður haldið sunnudaginn 30. nóvember á Hótel Framtíð.

Barnabingóið (13 ára og yngri) hefst kl 14:00, spjaldið á 400 kr.
Fullorðinsbingó (14 ára og eldri) hefst kl 20:00, spjaldið á 800 kr.

Glæsilegir vinningar í boði og hvetjum við alla til að koma og gera sér glaðan dag.

Stjórn Neista

 

 

 

 

27.11.2014

Afmæli Carol

Hún Carol okkar á afmæli í dag og er þriggja ára gömul.  Af því tilefni komum við saman í salnum og sungum afmælissönginn fyrir hana og fengum ávexti í glösum.  Nemendurnir á Tjaldadeild voru búnir að útbúa plakat sem á stóð "Happy birthday" og nemendurnir á Kríudeild skrifuðu "Carol Til hamingju með afmælið" og síðan voru þessi plaköt skreytt með Glimmeri.  Söfnunarbaukur er búinn að vera í leikskólanum í viku og ætlum við að fara með hann í bankann á morgun og leggja inn á reikning sem Carol á og er framtíðarsjóðurinn hennar. 

Fleiri myndir eru hér

ÞS

Jólabingó UMF Neista

Hið árlega jólabingó UMF.Neista verður haldið sunnudaginn 30. nóvember á Hótel Framtíð.

Barnabingóið (13 ára og yngri) hefst kl 14:00, spjaldið á 400 kr.
Fullorðinsbingó (14 ára og eldri) hefst kl 20:00, spjaldið á 800 kr.

Glæsilegir vinningar í boði og hvetjum við alla til að koma og gera sér glaðan dag.

Stjórn Neista

 

 

 

26.11.2014

Designs from Nowhere hlýtur fyrstu Hönnunarverðlaun Íslands

Hönnunarverkefnið „Austurland: Designs from Nowhere“ fékk Hönnunarverðlaun Íslands sem voru afhent í fyrsta sinn í gær við hátíðlega athöfn í Kristalsal Þjóðleikhússins. Dómnefnd bárust ríflega 100 tilnefning og tilnefndi fjögur verkefni sem þóttu sigurstranglegust.

Stofnun Hönnunarverðlauna Íslands er mikið fagnaðarefni fyrir íslenskt hönnunarsamfélag, en vægi hönnunar í menningu okkar, samfélagi og viðskiptalífi er óðum að aukast og því mikilvægt vekja athygli á og auka skilning á gildi góðrar hönnunar. Austurland: Designs from Nowhere, er verkefni sem snýst um að kanna möguleika til framleiðslu og atvinnuuppbyggingar á Austurlandi, þar sem notast er við staðbundin hráefni og þekkingu. Karna Sigurðardóttir vöruhönnuður og kvikmyndaleikstjóri og Pete Collard, listrænn stjórnandi hjá Design Museum í London áttu frumkvæði að verkefninu og fengu til liðs við sig hönnuðina Þórunni Árnadóttur, Max Lamb, Juliu Lohmann og Gero Grundmann til að þróa sjálfstæð verkefni í nánu samstarfi við handverksfólk og fyrirtæki á Austfjörðum.

Í tilkynningu frá dómnefnd segir: „Verkefnið þykir sýna á afar sannfærandi hátt að hlutverk hönnuða í dag felst í æ ríkari mæli í því að efla sýn og auka metnað til sköpunar og framleiðslu. Landsbyggðin hefur víða notið góðs af aðkomu hönnuða og hafa mörg sveitarfélög á Íslandi, fyrirtæki og bændur tekið þátt í fjölbreyttum verkefnum á síðustu árum, þar sem leitast er við að finna nýjar leiðir í hráefnisnotkun og atvinnusköpun með mjög góðum árangri. Verkefnið, sem var bundið við Austurland, sýnir að samstillt sýn og virðing fyrir menningu á hverjum stað, þar sem handverk, þekking og staðbundinn efniviður er kannaður til hlítar, felur í sér aukin tækifæri til að skapa framúrskarandi verk og hlýtur að vera hvatning öllum til handa.“

Meðal verkefna í Designs from nowhere er heimildamyndin The more you know. The more you know unnin af Kristínu Örnu Sigurðardóttur og Sebastian Ziegler. Myndin fjallar um upplifun hönnuðanna, sem tóku þátt í verkefninu, á Austurlandi.

Sá hluti af kvikmyndinni sem snýr að Djúpavogshreppi eru hugleiðingar Max Lamb um aðlögun hans sem utanaðkomandi listamanns að umhverfi hreppsins og samskiptum við heima- og listamanninn Villa í Hvarfi.

Það er mikil hvatning fyrir uppbyggingu skapandi greina á Austurlandi að verkefnið skuli hljóta þann heiður að fá  fyrstu hönnunarverðlaun Íslandssögunnar.  Design From Nowhere byggir á hugmyndafræði MAKE by Þorpið sem fjallar um að hámarka nýtingu á staðbundum hráefnum, leiða saman ólíka þekkingu og færni og samnýta fjármuni og mannauð svæðisins.  Design From Nowhere er eitt af þeim verkefnum sem urðu til á lokaráðstefnu MAKE it happen sem var haldin í lok September 2012.  Þar varð til tengslanet sem leiddi til alþjóðlegrar samvinnu og samstarfs þvert á mismunandi bakgrunn, þekkingu  og færni fólks innan og utan Austurlands. Design From Nowhere vinnur með netagerðinni Egersund á Eskifirði, Markúsi Nolte og Þórhalli Árnasyni hjá Þorpssmiðjunni á Egilsstöðum, Hjörleifi Gunnlaugssyni á Neskaupsstað, Vilmundi Þorgrímssyni á Djúpavogi ásamt hönnuðunum sem áður eru taldir upp.

Verkefnið var sýnt sem framlag Austurlands á Hönnunarmars 2014 í Spark design Space Reykjavík, síðan á Sumarsýningu Sláturhússins á Egilsstöðum í sumar og einnig á London design festival í September 2014. Austurbrú hefur komið að verkefninu með styrkveitingum frá Menningarráði Austurlands og Vaxtarsamningi en einnig hefur verkefnisstjóri skapandi greina hjá Austurbrú o.fl. ásamt SAM félaginu grasrótarsamtökum skapandi fólks á Austurlandi lagt verkefninu lið á verkefnistímanum. 

Verkefnið sem slíkt hefur nú þegar vakið mikla athygli  á því kraftmikla starfi sem er í gangi á Austurlandi á sviði skapandi greina. Hönnunarverðlaunin gefa byr í báða vængi og staðfesta að samstarf ólíkra aðila getur leitt til atvinnusköpunar sem byggir á sjálfbærni og möguleikum til að kynna Austurland fyrir heimsbyggðinni í gegnum einstaka vöru sem segir söguna um það hver við erum.

Meira um verkefnið má finna á vef Hönnunarsmiðstöðvar Íslands:
http://www.honnunarmidstod.is/Forsida/

Heimasíða verkefnisins:
http://designsfromnowhere.is/

ÓB


Þórunn Árnadóttir og Karna Sigurðardóttir vöruhönnuðir við verðlaunaafhendinguna. 
Mynd: Hönnunarveðlaun Íslands. 

 

25.11.2014

Dagskrá Tryggvabúðar í nóvember og desember

Mánudagar - Miðvikudagar – Fimmtudagar

Handavinna, opið fyrir alla.
Björg í Sólhól leiðbeinir við vefstólana frá kl.14:00
Lestur framhaldssögu.

Alla mánudaga:
Berta hjúkrunarfræðingur er hjá okkur frá kl. 13:00 til 15:00 með allskonar heilsueflingu.

24. nóvember:
Elstu börn úr grunnskólanum steikja laufabrauð með aðstoð eldriborgara.

5. desember:
Kl. 14:00 fundur í félagi eldriborgara

8. desember:
Upplestur úr nýjum bókum.
KL.16:00 lestur úr barna og unglingabókum.
Kl. 20:30 lestur fyrir fullorna.

12. desember:
Jólahlaðborð fyrir eldri borgara, nánar auglýst síðar.

23. desember:
Skötuveisla

Öll fimmtudagskvöld eru prjónakvöld.


Starfsfólk Tryggvabúðar

 

 

 

 

 

25.11.2014

Jóla-Bóndavarðan

Jóla-Bóndavarðan er að koma út og við erum að safna efni.

Ert þú með skemmtilegt efni sem þú vilt koma á framfæri, smásögu, ljóð, ferðasögu, jólasögu, frásögn eða eitthvað annað?

Sendu þá inn efni á netfangið ran@djupivogur.is. Við tökum við efni til föstudagsins 28. nóvember.

Djúpavogshreppur

21.11.2014

Frá Djúpavogskirkju

Fjölskyldusamvera og kirkjuskóli í Djúpavogskirkju n.k. sunnudag 23. nóv. kl. 11.00.

Rebbi refur og Mýsla koma í heimsókn og Biblíusaga verður sýnd á skjávarpa.

Söngur og gaman og allir fá nýja límmiða á bænaspjöldin og þau sem eiga ekki bænaspjald fá það.


Allir krakkar velkomnir, einnig foreldrar, systkini, vinir og vinkonur,

sóknarprestur

 

21.11.2014

Jólapappírssala Foreldrafélags Djúpavogsskóla

Ein af aðal fjáröflunum Foreldrafélags Djúpavogsskóla er sala á Jólapappír. Líkt og undanfarin ár verður gengið í hús og pappírinn seldur. Fjórar rúllur saman í pakka ásamt skrauti á 2000kr. 
Gengið verður í hús frá og með morgundeginum og til mánudags. Glöggir sölumenn/foreldrar og börn sjá til þess að enginn missir af möguleikanum á því að kaupa jólapappír og styrkja þar með Foreldrafélagið. 

Með gleði í hjarta

Stjórn Foreldrafélagsins

19.11.2014

Útboð og samkeppnishæfi fyrirtækja á Austurlandi

Föstudaginn 28. nóvember frá kl 10.00 - 12.00 á Hótel Bláfelli á Breiðdalsvík stendur Austurbrú fyrir málþingi um útboð og samkeppnishæfi fyrirtækja á Austurlandi.

Fjallað verður um kröfur um fjárhagslegt hæfi, kröfur í alþjóðlegu umhverfi s.s. öryggiskröfur/vottanir og notun alþjóðlegra útboðsvefja.

Dagskrá:

Kröfur um fjárhagslegt hæfi
- Sigurður B. Halldórsson, Samtök iðnaðarins
Kröfur í alþjóðlegu umhverfi
- Ólafur Atli Sigurðsson, Alcoa Fjarðaál
- Sigurður Björnsson, Landsvirkjun
- Sigurður Arnalds, Mannvit
- Magnús Helgason/Ásgeir Ásgeirsson, Launafl

Fundarstjóri: Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, verkefnastjóri, Fjarðabyggð.

Skráning á málþingið er til 24. nóvember nk. Hægt er að skrá sig með því að senda tölvupóst á austurbru@austurbru.is eða með því að hringja í síma 470 3800

Allir velkomnir;

Austurbrú

19.11.2014

Frá Bakkabúð

Bakkabúð verður opin frá kl. 16:00 - 18:00 í dag, miðvikudag.

Nýjar vörur m.a. Frozen leggings, náttkjólar og fl. Einnig Monster high náttföt.

Verið velkomin í Bakkabúð!

19.11.2014

Sveitarstjórn: Fundargerð 13.11.2014

Hægt er að nálgast fundargerðina með því að smella hér.

ÓB

19.11.2014