Aðalvefur
Frá félagi eldri borgara
Fundur verður haldinn í félagi eldri borgara, laugardaginn 2. nóvember kl. 14:00 í Vogi (Markarlandi 2), nýrri aðstöðu fyrir eldri borgara í Djúpavogshreppi.
Nýir félagar velkomnir.
Stjórnin.
Söluvörur frá Neista
Loksins eru vörurnar, sem við hjá Neista vorum að selja, komnar og munum við dreifa þeim seinnipartinn í dag, kvöld og á morgun og vill ég biðja fólk að hafa taka vel á móti okkar fólki og hafa pening kláran.
Viljum við hjá Neista þakka öllum sem tóku þátt í að styrkja okkur í þessari fjáröflun.
SÞÞ
Árshátíð Djúpavogsskóla
Söngleikurinn FOOTLOOSE verður settur á svið föstudaginn kemur kl. 18:00 á Hótel Framtíð.
Miðaverð
Fyrir einn 800 kr
Fyrir tvo 1.500 kr
Fyrir þrjá 2.000 kr
Frítt fyrir 0 - 16 ára og eldri borgara.
Vonumst til að sjá sem flesta.
Nemendur og starfsfólk grunnskólans.
Snjórinn
Loksins kom snjór á Djúpavog og voru mikil fagnaðarlæti hjá börnunum í Bjarkatúni þegar þau sáu að jörðin var orðin hvít en smá föl fór að leggjast yfir allt þegar leið á morguninn. Auðvitað vildu allir fara út að leika í snjónum þrátt fyrir rokið sem fylgdi snjókomunni.
Auðvitað var búinn til snjókarl
Út var farið með bros á vör sem breyttist í smá skelfingu þegar snjókornin fuku beint í andlitið á börnunum, sum létu það ekkert á sig fá á meðan önnur leituðu í skjólið.
Betra að vera í skjólinu
Við vorum ekki lengi úti í þetta skiptið enda varð sumum fljótlega kalt enda snjórinn ansi blautur og breyttist fljótlega í slyddu.
Búa til snjóbolta
Á fullu að leika sér í snjónum
ÞS
Vetur konungur og alþjóðlegur bangsadagur
Í tilefni þess að fyrsti vetrardagur er á morgun og Alþjóðlegi bangsadagurinn er á sunnudaginn mættu börnin í leikskólanum á náttfötum og með bangsann sinn. Öllum finnst gaman að koma á náttfötum í skólann og ekki verra að hafa með sér uppáhaldsbangsann sinn. Byrjað var á deginum með því að borða morgunmat, þá var farið í samverustund. Eftir samverustundina var val þar sem þrír elstu árgangarnir fóru saman í val en tveir yngri árgangarnir voru inn á deild í leik. Börnin á Kjóadeild komu nefnilega í heimsókn á Krummadeildina. Síðan var haldið heljarinnar ball í salnum þar sem allir dönsuðu hókí pókí, superman og fleirri skemmtileg lög.
Fleiri myndir hér af bangsadeginum
Fleiri myndir hér af náttfataballinu
ÞS
Fatamarkaður
Fatamarkaður verður í Rauðakrosshúsinu laugardaginn 26. október frá kl. 12:00 - 17:00.
Buxur-vesti-brók og skór og svo miklu, miklu meira í boði á frábæru verði.
5 verð í gangi
200
500
700
1.000
1.500
Kaffi á könnunni og eitthvað gott með á kaffi-klink.
Flott að kíkja í spjall og kynnast starfseminni.
Sjáumst,
Rauðakrossdeild Djúpavogs
Jóga í Sambúð
Jóga verður á miðvikudaginn kemur kl. 18:00 í Sambúð.
Vinsamlegast mætið með dýnu, teppi og púða.
Leiðbeinandi Pála.
Allir velkomnir.
Sviðamessa 2013
Sviðamessa Djúpavogsbúa, sú 16. í röðinni, var haldin 19. október sl. á Hótel Framtíð.
Aldrei hefur verið mætt jafn vel á messuna og í fyrsta skipti seldist upp í forsölu. Það komust því færri að en vildu og það undirstrikar hversu stór þessi hátíð er orðin hjá Austfirðingum. Mikið var af aðkomufólki og gaman að sjá hversu nágrannar okkar eru duglegir að mæta.
Eftir hefðbundið sviða og lappaát, reyndar voru pizzur á borðum fyrir sviðafælna, hófust skemmtiatriðin sem svo sannarlega eru stór ástæða þess að hátíðin er orðin jafn stór og raun ber vitni. Eins og síðustu ár voru það burtfluttir Djúpavogsbúar (Sviðahausarnir) sem sáu um skemmta. Það hefur verið gríðarlega gaman að fylgjast með þessu hæfileikaríka hópi bæta sig ár frá ári og einhvernvegin ná þau toppa sig í hvert skipti.
Haft er eftir sjónvarvottum að Stefán Kjartansson hafi verið nær dauða en lífi úr hlátri á tímabili, en við seljum það ekki dýrar en við keyptum það en ef satt reynist er óhætt að nota það sem ákveðinn gæðastimpil á frammistöðuna.
Hópurinn kvaddi með orðunum „sjáumst á næsta ári“ svo okkur er óhætt að fara að hlakka til næstu Sviðamessu.
Meðfylgjandi myndir tók Andrés Skúlason.
ÓB
Til eigenda hunda- og katta á Djúpavogi
Ormahreinsun hunda og katta á Djúpavogi haustið 2013 fer fram í Áhaldahúsi Djúpavogshrepps sem hér segir:
Þriðjudaginn 22. október kl. 13:00 til 14:00
Eigendum hunda og katta er skylt er að láta ormahreinsa dýr sín einu sinni á ári.
Eigendum óskráðra dýra ber að skrá dýrin hjá Djúpavogshreppi.
Ormahreinsun fyrir skráða hunda og ketti er innifalin í leyfisgjaldi.
Djúpavogshreppur
Sveitarstjórn: Fundargerð 17.10.2013
Hægt er að nálgast fundargerðina með því að smella hér.
ÓB
Sviðamessan er á morgun
Sviðamessan er á morgun. Þessi hrekkjavökuhátíð okkar Djúpavogsbúa hefur farið ört stækkandi síðustu ár og nú í ár seldist í fyrsta skipti upp í forsölu og því eru færri sem komast að en vilja.
Að sjálfsögðu slær ekkert heilvita mannsbarn hendinni á móti vel sviðnum rollukjamma, svo við tölum nú ekki um lappirnar, en það er hins vegar ekki síst þeim ágætu félögum sem sjá um skemmtiatriðin að þakka að hátíðin er svo stór eins og raun ber vitni.
Undirritaður leit við á hótelinu í dag til að athuga hvort þeir væru ekki ábyggilega að halda sér við verkið. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum þurfum við ekki að hafa áhyggjur af því að þeir séu ekki að leggja sig alla fram um að gera annað kvöldið að ógleymanlegri skemmtun fyrir okkur.
ÓB
Frá Löngubúð
Minnum á félgasvistina á föstudaginn kl. 20:30.
Natan Pub Quiz sérfræðingur ætlar svo að vera með MIÐNÆTUR-PUB-QUIZ á föstudaginn 18. október.
Hlökkum til að sjá sem flesta,
starfsfólk Löngubúðar
Frá Djúpavogskirkju
Helgina 25.-.27. október verður haldið Landsmót æskulýðsfélaga þjóðkirkjunnar . Að þessu sinni verður það haldið í Reykjanesbæ (Keflavík) og 11 unglingar fara á mótið frá Djúpavogi ásamt tveimur leiðtogum.
Til fjáröflunar ætla unglingarnir að hafa kökubasar föstudaginn 18. október í Samkaup milli kl. 15:00 til 18:00 og einnig safna þau áheitum fyrir Biblíumaraþon, þau ganga í hús og biðja um áheit, en þau lesa valda kafla úr Biblíunni frá kl. 14:00- 16:00 sunnudaginn 20. október og er öllum boðið að koma og hlýða á þau. Kaffi og vöfflur meðan lesið verður.
Mig langar að biðja fólk að taka vel á móti unglingunum og styðja þau og munum, að margt smátt getur orðið stórt.
Sóknarprestur
Sveitarstjórn: Fundarboð 17.10.2013
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundarboð 17.10.2013
40. fundur 2010 – 2014
Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 17. október 2013 kl. 16:00. Fundarstaður: Langabúð.
Dagskrá:
1. Fjárhagsleg málefni
a) Fjárhagsáætlun 2014.
b) Viðauki við fjárhagsáætlun 2013.
2. Fundargerðir
a) Brunavarnir á Austurlandi, dags. 27. september 2013.
b) AsAust, dags. 8. október 2013.
c) Samtök sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 19. september 2013.
d) Cruise Iceland, dags. 1. október 2013.
e) HAUST, dags. 9. október 2013.
3. Erindi og bréf
a) Innanríkisráðuneytið, barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna, dags. 18. september 2013.
b) Fjárlaganefnd alþingis, fundir sveitarstjórna með fjárlaganefnd, dags. 26. september 2013.
c) Landsbyggðin lifi, dags. 2. október 2013.
4. Aðalskipulagsbreyting Axarvegur – Háabrekka - Reiðeyri
5. Staða hjúkrunarfræðings
6. Ályktanir aðalfundar SSA 2013
7. Skýrsla sveitarstjóra
Djúpavogi 15. október 2013;
sveitarstjóri
Lestun á baggaplasti
Ágætu bændur í Djúpavogshreppi
Nú stendur fyrir dyrum eins og áður að fara á sveitabæi í Djúpavogshreppi og taka baggaplast til endurvinnslu. Ákveðið hefur verið að mánudagurinn 21. október verði fyrir valinu og er áætlað að byrja að taka baggaplast á syðsta bæ í sveitarfélaginu um 9:30 og enda svo á Núpi. Ef ekki næst að taka allt baggaplastið í einni ferð verður önnur ferð skipulögð hið fyrsta og bændur þá upplýstir um það. Bændur eru hér með vinsamlega beðnir um að tryggja öruggt aðgengi að rúlluplastinu svo lestun gangi vandræðalaust fyrir sig.
Þeir bændur sem ætla að nýta sér þessa ferð eru vinsamlegast beðnir um að láta vita á skrifstofu Djúpavogshrepps í síma 478-8288 eigi síðar en föstudaginn 18. október
Með góðum samstarfskveðjum
Djúpavogshreppur – Sagaplast ehf.
Frekari upplýsingar ef með þarf gefur Magnús Kristjánsson í síma 895-3331
Sveitarstjóri
Ríki Vatnajökuls - Tilvist og tækifæri
Ríki Vatnajökuls - Tilvist og tækifæri
Opin ráðstefna og uppskeruhátið á Höfn, 1. nóvember 2013
09.40 – 10.10 Mæting og skráning
10.10 – 10.20 Ráðstefna sett - Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri
10.20 – 10.30 Ávarp bæjarstjóra
10.30 – 12.10 Lykilfyrirlestrar
Markaðshorfur í ferðamálum og möguleikar á fjarlægum mörkuðum
- Ársæll Harðarson, svæðisstjóri Icelandair, S-Evrópa, A-Evrópa, Asía
Möguleikar í þróun vetrarferðaþjónustu
- Árni Gunnarsson, formaður Samtaka Ferðaþjónustunnar
Nokkrar lykiltölur ferðaþjónustunnar í Austur-Skaftafellssýslu
- Guðrún Sigurðardóttir, verkefnastjóri hjá RV og Háskólasetrinu á Hornafirði
Developing Slow Adventure Tourism in Nordic Countries
- Dr. Peter Varley, Centre for Recreation and Tourism Research, University of the Highlands and Islands, Skotlandi
12.10 – 13.00 Hádegispása
13.00 – 14.00 Örerindi
- Álitamál í greiningu hagstærða og svæðisbundinna áhrifa í ferðaþjónustu – Edward Huijbens, forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála
- Skipan ferðamála í Austur-Skaftafellssýslu - Ásmundur Gíslason, Árnanesi
- Áfangastaðir innan Vatnajökulsþjóðgarðs – Regina Hreinsdóttir, þjóðgarðsvörður
- Samstarf um markaðssetningu þjóðgarðs – Kristbjörg Hjaltadóttir, framkv.stj. Vina Vatnajökuls
- Menning og minjar í Ríki Vatnajökuls – Vala Garðarsdóttir, forstöðumaður Hornafjarðarsafna
- Sjálfbær ferðaþjónusta – Þorvarður Árnason, forstöðumaður Háskólasetursins á Hornafirði
14.00 – 15.00 Umræður á borðum
15.15 – 16.00 Kynning á niðurstöðum umræðuhópa
16.00 – 16.20 Lokaorð
16.30 – 17.15 Óvissuferð í samvinnu við Náttúrustofu Austur-Skaftafellssýslu
19.00 – 20.00 Fordrykkur í Skreiðarskemmunni í boði Ríkis Vatnajökuls
20.00 - Kvöldmatur í Nýheimum, veislustjóri Jóhannes Kristjánsson
23.00 – Dans og djamm í Pakkhúsinu með Villa Trúbador
Nauðsynlegt er að skrá sig fyrir 20. október hjá gudrun@visitvatnajokull.is á bæði ráðstefnuna og kvöldprógrammið. Ráðstefnan er ókeypis (hádegisverður á 1.500 kr.), kvölddagskrá með mat 5.950 kr.
Cittaslow sunnudagur 2013
Sunnudaginn 29. september var í fyrsta skipti haldinn Cittaslow sunnudagur í Djúpavogshreppi.
Cittaslow sunnudagur er haldinn ár hvert síðasta sunnudag í september í öllum aðildarsveitarfélögum Cittaslow.
Markmiðið er að kynna staðbundna framleiðslu, menningu og /eða sögu. Að þessu sinni varlögð áhersla á ber, sveppi og annan jarðargróður. Dagskráin hófst í Löngubúð kl. 14:00 með því að sveitarstjóri kynnti Cittaslow og fyir hvað samtökin standa. Að því loknu var gestum boðið að bragða á afurðum unnum af heimamönnum s.s. sultum, saft, sveppum, líkjörum og síðast en ekki síst hundasúrusúpu. Mikil ánægja var með hvernig til tókst og er undirbúningur þegar hafinn fyrir næsta ár en viðfangsefnið þá verður sauðkindin og allt það sem hún hefur upp á að bjóða.
Myndir má skoða með því að smella hér.
Einnig er hægt að smella hér til að skoða nokkrar uppskriftir sem okkur bárust í tengslum við þennan dag.
GJ
Myndir: AS
Frá Karlakórnum Trausta
Nú fer vetrarstarfið að hefjast hjá Karlakórnum Trausta. Fyrsta æfingin verður á fimmtudaginn í kirkjunni kl. 20:00-22:00. Æft verður einu sinni í viku í vetur að jafnaði. Virkir félagar í kórnum eru 15-20 og hefur starfið eflst mjög frá byrjun.
Stefnt er að því að halda eina tónleika á þessari önn auk þess sem hinn sívinsæli haustfagnaður kórsins verður haldinn 2. nóvember.
Nýir félagar eru boðnir velkomnir í hópinn.
Stjórnin
UWAGA!
Sezon zimowy zaczyna się w naszym chórze męskie “Karlakór Trausta”.
Pierwszą zajencia odbędą się w czwartek 10. Października w kościele od godziny 20:00 do 22:00.
Będziemy ćwiczyć raz w tygodniu, średnio w okresie zimowym.
Od dzisiaj aktywni członkowie są 15-20 i chór jest mocniej niz wcześniej.
Celem jest, aby trzymać się koncert w tym semestrze, także dużą popularnością mający Świętowanie Jesienią chórza odbędzie się w dniu 2. listopada w tym roku.
Witamy nowych członków do grupy!
Zarząd chóru
Met í lönduðum afla í Djúpavogshöfn
Í september 2013 var sett nýtt met í lönduðum bolfiskafla í Djúpavogshöfn þegar landað var hvorki meira né minna en 2.277 tonnum og 904 kílóum betur. Er það bæting um rúm 50 tonn frá fyrra meti sem sett var í október 2007 en þá var landað 2.227 tonnum og 120 kílóum.
Af fram fer sem horfir og landanir verða með svipuðu móti og síðustu haust er hætt við að heildarmetið, 10.491.570 kg frá árinu 2007, sé í stórkostlegri hættu. Sjáum hvað setur.
ÓB
Ný félagsaðstaða eldri borgara
Vogur, ný félagsaðstaða eldri borgara að Markarlandi 2 er opin alla virka daga frá kl. 13:00 - 17:00.
Nú er aðstaðan að verða að mestu klár innanhúss þó enn eigi eftir að gera ýmislegt smálegt, en er mikið verk óunnið að utan bæði á húsinu sjálfu og lóðinni í kring.
Meðfylgjandi eru myndir sem teknar voru í gær.
ÓB
Þrek og styrktarnámskeið
Á næstkomandi föstudag hefjast þrek og styrktartímar í íþróttamiðstöðinni.
Tímarnir verða á þriðjudögum kl 19 og á föstudagsmorgnum kl 6:45 og verður námskeiðið í 6 vikur.
Námskeiðið verður í umsjón Sveins Þórðarsonar íþróttafræðings.
Verðið er 5000kr fyrr þá sem vilja taka þátt í báðum tímunum en 3000kr ef aðeins á að taka þátt 1 sinnum í viku og er þá hægt að velja hvort mætt er á þriðjudegi eða föstudegi. Athugið að gjald í salinn er ekki innifalið.
Á morgun, þriðjudaginn 8. oktòber, kl 19 er prufutími fyrir þá sem vilja prófa.
Tímarnir munu taka um 30-45 mínútur og henta bæði konum og körlum í allskonar ástandi.
Tekið verður við skráningum eftir prufutímann, í netfanginu sveinnthordur@gmail.com eða hjá Sveini í íþròttamiðstöðinni á milli 9 og 12
SÞÞ
Litið við hjá Bátasmiðjunni Rán
Það er óhætt að segja að það sé góður gangur í Bátasmiðjunni Rán þessa dagana, en nú er ekki þverfótað fyrir bátum, mislangt komnum, í húsakynnum bátasmiðjunnar.
Þegar ljósmyndara síðunnar bar að garði voru Óskar Ragnarsson og Gísli Sigurðarson að leggja lokahönd á 6,5 metra bát sem Laxeldi Austfjarða hefur fest kaup á. BEinnig var annar bátur inni sem kominn er vel á veg, líka 6,5 metra en hann er búið að selja suður til Reykjavíkur. Þá var þriðji báturinn úti í porti en hann verður með húsi og innanborðsmótor en hinir tveir eru með utanborðsmótor. Það er ekki enn kominn kaupandi að þriðja bátnum.
Það er mikið gleðiefni að svona metnaðarfullu verkefni skuli miða svona vel og ljóst er að það verður spennandi að fylgjast með þeim félögum næstu misserin.
Smellið hér til að sjá myndir frá heimsókninni.
Þá er hér fyrir neðan glæsilegt kynningarmyndband frá Bátasmiðjunni Rán, unnið af þeim Skúli Andréssyni og Sigurði Má Davíðssyni.
ÓB
Djúpavogsbúar vinna við nýja þáttaröð á RÚV
Fátt finnst okkur skemmtilegra en að segja frá Djúpavogsbúum sem eru að gera það gott. Það eru þeir félagar, Þór Vigfússon og Sigurður Már Davíðsson, svo sannarlega að gera.
Á næsta ári hefur göngu sína þátturinn Hraunið á RÚV en Þór er leikmyndahönnuður þáttarins og Sigurður Már aðstoðartökumaður.
Þáttaröðin er sjálfstætt framhald sjónvarpsþáttanna Hamarinn sem sýndir voru í Ríkissjónvarpinu árið 2009.
Hraunið er í leikstjórn Reynis Lyngdal og standa tökur nú yfir á Snæfellsnesi. Með aðalhlutverk fara Heiða Rún Sigurðardóttir, Björn Hlynur Haraldsson, Atli Rafn Sigurðarson, María Ellingsen og Svandís Dóra Einarsdóttir.
Það er hætt við því að Djúpavogsbúar sitji límdir við sjónvarpsskjáinn þegar fyrsti þátturinn fer í loftið.
Meðfylgjandi mynd var tekin baksviðs við tökur þáttanna.
ÓB
Mynd: SMD
Þór Vigfússon og Sigurður Már með þá Baldvin Z og Reyni Lyngdal á milli sín.
Frá félagi eldri borgara
Fundur verður í félagi eldri borgara laugardaginn 5. október kl. 14:00 í nýrri aðstöðu eldri borgara í Vogi, Markarlandi 2.
Nýir félagar velkomnir.
Stjórnin