Aðalvefur
Splitt og spíkat í Íþróttahúsinu
Splitt og spíkat (Súmba) hefst í íþróttahúsinu mánudaginn 2. september kl. 17:00
Allir velkomnir
ÍÞMD
Rán Bátasmiðja leitar eftir starfskrafti
Rán bátasmiðja óskar eftir að ráða til sín starfsmann í tímabundna vinnu með möguleika á framtíðarstarfi. Um er að ræða 100% starf.
Þarf að vera samviskusamur, handlaginn og geta unnið sjálfstætt. Ekki er verra að hann sé vanur smíðavinnu.
Þarf að geta byrjað strax.
Starf sem hentar konum jafnt sem körlum.
Nánari upplýsingar í síma hjá Óskari í 894 5956 eða í tölvupósti: oskar@boats.is
Rán Bátasmiðja.
Frá bókasafninu
Opnunartími bókasafnsins í vetur er sem hér segir:
Þriðjudagar frá 18:00 - 20:00
Fimmtudagar frá 18:00 - 20:00
Bókasafnið opnar þriðjudaginn 3. september.
Bókasafnsvörður
Skólabyrjun
Til foreldra / forráðamanna barna í grunn- og tónskólanum
Ég vil minna á að grunnskólinn og tónskólinn hefjast mánudaginn 2. september með opnu húsi.
Nemendur 1. bekkjar mæta klukkan 9:30 í grunnskólann
Nemendur 2. bekkjar mæta milli 10:30 og 14:00 í grunnskólann, þegar þeim hentar
Nemendur 3. - 10. bekkjar mæta milli 10:00 og 14:00 í grunnskólann, þegar þeim hentar
Innritun í tónskólann fer fram frá 10:00 - 16:00 í tónskólanum. Mikilvægt er að foreldrar mæti með börnum sínum og velji hljóðfæri, auk þess sem skráð er í veltitíma o.fl.
Kennsla hefst skv. stundaskrá þriðjudaginn 3. september klukkan 8:05.
Á miðvikudag eða fimmtudag fá foreldrar bréf í venjulegum pósti, með nánari upplýsingum, auk þess sem hefðbundnir skráningarmiðar í mötuneyti, lengda viðveru (1.-4. bekkur), drykkjarmiðar, upplýsingar um skráningu í tónskóla og Neistamiðar fylgja með.
Hlökkum til að starfa með ykkur í vetur,
f.h. starfsfólks grunn- og tónskólans,
Halldóra Dröfn, skólastjóri
Sveitarstjórn: Fundargerð 22.08.2013
Hægt er að nálgast fundargerðina með því að smella hér.
ÓB
Djúpavogshreppur auglýsir: Félagsleg íbúð, laus til umsóknar
Neðangreind íbúð er laus til umsóknar hjá Djúpavogshreppi:
Staðsetning: Borgarland 20b
Byggð: 1992
Herbergi: 3
Stærð: 87,8 m2
Laus: 2. september 2013
Umsóknarfrestur er til kl. 16:00, föstudaginn 30. ágúst. 2013.
Upplýsingar og eyðublöð fást á skrifstofu Djúpavogshrepps.
Eyðublöð fást einnig hér á heimasíðu Djúpavogshrepps undir Stjórnsýsla-Eyðublöð
Sveitarstjóri
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi ráðinn til starfa hjá Djúpavogshreppi
Sveinn Þórður Þórðarson hefur verið ráðinn íþrótta- og æskulýðsfulltrúi til Djúpavogshrepps og hefur hann þegar tekið til starfa.
Er þetta í fyrsta sinn sem ráðinn er einstaklingur í þetta starf hjá Djúpavogshreppi og eru bundnar vonir við að þessi tilhögun muni styrkja enn betur barna og unglingastarf í sveitarfélaginu. Djúpavogshreppur hefur á síðustu árum lagt mjög mikla áherslu á að byggja upp fjölskyldumiðað samfélag og er ráðning íþrótta- og æskulýðsfulltrúa einn þáttur í að styrkja þá stefnu enn frekar.
Sveinn Þórður er fæddur í Keflavík en ólst upp á Reyðarfirði, fór í Verkmenntaskólann á Neskaupstað og útskrifaðist vorið 2000. Þaðan lá leiðin í Kennaraháskóla Íslands á Laugarvatni og þar sem hann útskrifaðist sem íþróttafræðingur vorið 2004. Sveinn er giftur Freydísi Ástu Friðriksdóttur og eiga þau saman þrjú börn; Birgittu Rán 10 ára, Friðrik Mána 2 ára og Breka Hrafn sem er 4 mánaða.
Við óskum Sveini til hamingju með starfið og velfarnaðar í þeim verkefnum sem bíða hans.
ÓB
Skógardagurinn
Skógardagur leikskólans var haldinn í blíðskaparveðri í júní. Mjög góð mæting var og áttum við góða stund saman. Gengið var í gegnum Hálsaskóg og á leiðinni hengdu börnin upp listaverkin sín, sem hangið hafa uppi í allt sumar, gestum og gangandi til mikillar gleði. Óskaboxið var sett á sinn stað og má gera ráð fyrir því að margar góðar óskir séu geymdar þar. Hefð er orðin fyrir því að birta óskirnar í fyrsta tölublaði Bóndavörðunnar á hverju hausti. Að sjálfsögðu áðum við í Aðalheiðarlundi og borðuðum nesti. Börnin léku sér allt í kring í þessari dásamlegu ævintýraveröld sem Hálsaskógur er og fullorðna fólkið spallaði um heima og geima.
Um mánaðamótin þurfum við síðan að hittast aftur og taka niður verkin og skila skóginum hreinum og fínum, eins og við tókum við honum í vor. Myndir eru hér. HDH
Sveitarstjórn: Fundarboð 22.08.2013
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundarboð 22.08.2013
4. aukafundur 2010 – 2014
Aukafundur verður haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 22. ágúst 2013 kl. 16:00. Fundarstaður: Geysir.
Dagskrá:
1. Breyting á aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008-2020.
2. Fundargerðir
a) HNN, dags. 5. júlí 2013.
b) Cruise Iceland, dags. 8. maí 2013.
c) Ársfundur Menningarráðs Austurlands, dags. 14. maí 2013.
d) Félagsmálanefnd, 24. júní 2013.
e) HAUST, dags. 27. júní 2013.
f) SÍS, dags. 28. júní 2013.
g) Samtök sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 2. júlí 2013.
h) SSA, dags. 9. ágúst 2013.
i) Félagsmálanefnd, 19. ágúst 2013.
j) SSKS, dags. 19. ágúst 2013.
3. Gatnagerð
4. Erindi og bréf
a) Hagsmunasamtök heimilanna, stöðvun nauðungarsala án dómsúrskurðar.
b) Innanríkisráðuneytið, dags. 10 júlí 2013.
c) SSA, dags. 11. júlí 2013.
d) Umhverfisstofnun, dags. 8. ágúst 2013.
5. Skýrsla sveitarstjóra
Djúpavogi 21. ágúst 2013;
sveitarstjóri
Kynning á breytingu á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008 - 2020
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps kynnir eftirfarandi breytingu á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008 - 2020 skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010:
Breytt lega Axarvegar (veglína G) milli Háubrekku og Reiðeyrar, staðsetning nýrra T-vegamóta Hringvegar (1) um Berufjarðarbotn og staðsetning átta nýrra efnistökusvæða í landi Berufjarðar ásamt umhverfisskýrslu.
Breytingartillaga ásamt umhverfisskýrslu er aðgengileg hér fyrir neðan:
Tillaga að breyttu aðalskipulagi, uppdráttur og greinargerð
Ennfremur mun tillagan liggja frammi á skrifstofu Djúpavogshrepps, Bakka 1.
Frestur til ábendinga við tillöguna rennur út kl. 16.00 þriðjudaginn 20. ágúst 2013 og skal þeim skilað með tölvupósti til TGJ Teiknistofu Guðrúnar Jónsdóttur (tgj@tgj.is) þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram.
Að lokinni kynningu verður breytingartillagan tekin til afgreiðslu hjá sveitarstjórn og í kjölfar þess verður óskað eftir heimild Skipulagsstofnunar til auglýsingar sbr. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
15. ágúst 2013;
Sveitarstjóri
Aukafundur í sveitarstjórn
Aukafundur verður haldinn í sveitarstjórn í Geysi miðvikudaginn 14.ágúst kl 16:00.
Eina dagskrármálið
1. Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008 -2020 ásamt umhverfisskýrslu
vegna Axarvegar milli Háabrekku og Reiðeyri.
Sveitarstjóri
Myndir frá grunnskólanum
Vegna anna hefur lítið verið sett inn af myndum frá grunnskólanum. Það breytir þó ekki því að nóg var um að vera í maí og hef ég nú sett inn fjögur myndasöfn.
Það fyrsta er frá ratleiknum sem haldinn var í Hálsaskógi í maí. Smellið hér.
Næsta er frá heimsókn Reynis Arnórssonar, en hann var með kynningu á notkun reiðhjólahjálma. Smellið hér.
Þriðja myndasafnið er frá Vordögunum, þegar nemendur 4. og 5. bekkjar fór inn á Teigarhorn með Rannveigu umsjónarkennaranum sínum. Smellið hér.
Síðasta myndasafnið er frá gróðursetningu elris en nokkrir nemendur úr 4. og 5. bekk buðust til að hjálpa skólastjóra við að gróðursetja tré, sem skólinn fékk úr Yrkjusjóðnum. Smellið hér.
HDH
Djúpavogsskóli auglýsir
Vegna fæðingarorlofs vantar starfsmann í 100% starf við leikskólann frá 19. ágúst 2013 til og með 31. mars 2014. Vinnutími frá 8:00 – 16:00. Laun eru skv. kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.
Umsóknarfrestur er til og með 15. ágúst 2013. Umsóknir sendist á netfangið skolastjori@djupivogur.is
Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir, skólastjóri
Fiskeldi í Berufirði - þáttur á N4
Hér gefur á að líta flott viðtal við Kristján Ingimarsson frá því fyrr í sumar í þættinum Glettum á N4 um fiskeldi í Berufirði, stöðu þess og framtíðarhorfur http://www.n4.is/tube/file/view/3505/1/ AS
Skemmtiferðaskip á Djúpavogi
Í morgun lagðist stórt skemmtiferðaskip við festar í Berufirði og að venju voru farþegar ferjaðir í land á litlum bátum þegar um svo stór skip eru að ræða eins og í þessu tilviki. Hér má sjá stutt myndskeið sem tekið var í dag eða svokallað timelapse í tilefni þessa og eins og sjá má er mikið líf í bænum. Hækkið myndgæði í youtube í 1080 p. við áhorf. http://www.youtube.com/watch?v=YaJlVNCq-S4&feature=youtu.be AS