Djúpivogur
A A

Aðalvefur

Stuðningfjölskylda - liðveisla

Félagsþjónusta Fljótsdalshéraðs/Djúpavogs auglýsir eftir  stuðningsfjölskyldu  á   Djúpavogi eða   nágrenni (ca. klst. akstursfjarlægð).  Hlutverk stuðningsfjölskyldu er að hafa barn  hjá sér í  2-3 sólarhringa í  mánuði gegn ákveðinni greiðslu og gæta  að velferð þess á þeim tíma.

Einnig er auglýst eftir hressum einstaklingi  til að vera liðveitandi fyrir ungan dreng  á Djúpavogi  allt að 4  klst.  í viku. Liðveitandi aðstoðar   við  ýmis konar uppbyggilega og skemmtilega  tómstundaiðju, útivist, hreyfingu og fl.

Upplýsingar veita Þorbjörg í síma 470 0705 milli kl. 9 og 15 virka daga, netfang thorbjorgg@egilsstadir.is  og Ólafur í síma 478-8288, netfang oli@djupivogur.is

07.05.2013

Ljóð unga fólksins

Ljóðasamkeppnin "Ljóð unga fólksins" hefur verið haldin á nokkurra ára fresti allt frá árinu 1998 undir merkjum Þallar, samstarfshóps um barnamenningu á bókasöfnum.  Afraksturinn hefur alltaf verið gefinn út á bókum. 
Verkefnið var kynnt á haustdögum á skóla- og almenningssöfnum um land allt.  Skilafrestur var til 1. desember 2012 og bárust alls 920 ljóð í keppnina.  Í Djúpavogsskóla tóku nemendur 4. og 5. bekkjar þátt.

Sl. föstudag var tilkynnt að einn nemandi Djúpavogsskóla væri meðal þeirra höfunda sem fengju ljóðið sitt birt í bókinni "Ljóð unga fólksins 2013."  Þessi nemandi var Þór Albertsson og má sjá ljóðið hans hér að neðan. 

Sumar
Á sumrin er gaman
þá leika allir saman.
Svo er langur dagur búinn
og ég er svo lúinn
en ég vona
að næsti dagur verði alveg eins.   
ÞA 

Óska ég honum hjartanlega til hamingju.  Bókasafnsvörður

Djúpavogshreppur gerist aðili að Cittaslow

Nýlega gerðist Djúpavogshreppur aðili að Cittaslow (Tsjittasló) hreyfingunni.  Sveitarstjóri undirritaði staðfestingu þess efnis á fundi í Kristinestad  í Finnlandi 12. apríl sl.  Undirbúningur vegna umsóknar um aðild  hefur staðið um nokkurt skeið undir forystu Páls J. Líndal og hefur notið styrks frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. 

Djúpavogshreppur er fyrsta og eina sveitarfélagið á Íslandi sem hlotið hefur inngöngu í hreyfinguna.  Markmið Cittaslow sveitarfélaga er að auka lífsgæði íbúa, leggja áherslu á sérstöðu þeirra, efla staðbundna framleiðslu og menningu og veita hraðaáráttu í borgum og bæjum nútímans viðnám.  Fyrirhugað er að kynna Cittaslow frekar á opnum fundi nú með vorinu og í haust verða svokallaðir „Íslenskir dagar – Cittaslow“ haldnir í sveitarfélaginu í samvinnu íbúa, félagasamtaka og atvinnulífs.

Á myndinni hér að neðan má sjá sveitarstjóra veita formlegri staðfestingu á þátttöku í Cittaslow viðtöku úr höndum Pier Giorgio Oliveti framkvæmdastjóra samtakanna.

Með því að smella hér er hægt að lesa meira um Cittaslow.

GJ

 

 

Frá félagi eldri borgara

Fundur verður haldinn í félagi eldri borgara, laugardaginn 4. maí kl. 14:00 í Löngubúð.

Nýir félagar velkomnir.

Stjórnin

02.05.2013

Framkvæmd við smátabátabryggju í Djúpavogshöfn - Opinn fundur

Kynningarfundur vegna smíði nýrrar smábátabryggju verður haldinn í Löngubúð föstudaginn 3. maí kl. 17:00. Fulltrúar Siglingastofnunnar, verktaka og hafnarnefndar verða á fundinum. Markmið fundarins er að upplýsa og kynna nánar hvernig staðið verður að framkvæmdinni og að hve miklu leyti hún mun hafa áhrif á hafnarsvæðið á komandi sumri.

Sveitarstjóri

02.05.2013

Sundlaugin lokuð 4. maí

Sundlaugin verður lokuð laugardaginn 4. maí vegna sundmóts.

Forstöðum. ÍÞMD

02.05.2013

Vormót sunddeildar Neista

Á laugardaginn kemur, 4. maí, verður hið árlega vormót sunddeildar Neista haldið. Við eigum von á mörgum gestum héðan af Austurlandi sem munu keppa í hinum fjölbreyttu sundgreinum. Mótið byrjar klukkan 10:00 en húsið opnar 9:15.

Fjöldi sjálfboðaliða heldur utan um mótið með vinnu sinni og þeir sem eru lausir þennan dag og vilja vinna fyrir Ungmennafélagið sem tímaverðir eða við annað sem til fellur láti vita af sér hið fyrsta, annað hvort til Lilju í síma 867-9182 eða þegar mætt er á mót á laugardaginn.

Í fjáröflunarskyni sunddeildarinnar verða léttar veitingar seldar á staðnum bæði fyrir keppendur og hvetjendur.

Áfram Neisti.

01.05.2013