Djúpivogur
A A

Aðalvefur

Skólaslit og útskrift

Kæru íbúar Djúpavogshrepps

Laugardaginn 1. júní verða skólaslit grunn- og tónskólans, ásamt útskrift elstu nemenda leikskólans í Djúpavogskirkju. Athöfnin hefst klukkan 11:00 og eru allir velkomnir.
Að athöfn lokinni verða opin hús í grunn- og leikskólanum ásamt því að foreldrafélagið býður uppá grillaðar pylsur fyrir alla gesti, við leikskólann.

Skólastjóri 

Útskriftarferð 2013

Í gær var farið í útskriftarferð með elstu nemendur leikskólans enda er þetta síðasta skólaárið þeirra í leikskólanum og við tekur grunnskólaganga næsta haust.  Þó svo að þau hafi farið í útskriftarferð og séu að útskrifast næstkomandi laugardag þá stendur þeim til boða að vera í leikskólanum fram að sumarleyfi. 

Árgangur 2007...tilvonandi grunnskólanemendur

Í ár var útskriftarferðin farin út á sanda þar sem þau léku sér með fötur í sandinum, bjuggu til sandkastala, teiknuðu og skrifuðuð í sandinn.  Þau fundu krabba sem skírður var Krabbi Kóngur og var settur efst upp á sandkastalann. Þau borðuðu nesti sem var agalega hressandi. 

Sandkastalinn

Borðað nesti

Síðan var farið út í fuglahús og fuglalífið skoða en á leiðinni þangað fundu þau egg.  Kíkt var eftir hornsílum og prílað smá á brúnni yfir síkið mikla.

Í fuglahúsinu

 

Að lokum var auðvitað skrifað í gestabókina.  Það voru svo glaðir og ánægðir krakkar sem komu aftur upp í leikskóla eftir velheppnaða útskriftarferð. 

 

Fleirri myndir hér

 

ÞS

Garðlönd - Settu niður kartöflur

Nú er búið að tæta upp kartöflugarðana neðan við Grænahraun.

Öllum er velkomið að nýta sér svæðið.

Sveitarstjóri

30.05.2013

Sjómannadagurinn 2013

Hér að neðan er auglýsing vegna Sjómannadagsins 2013.

ÓB

 

 

 

 

 

 

 

 

28.05.2013

Borgarafundur

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps boðar til opins borgarafundar um ýmis málefni sveitarfélagsins.

Fundurinn verður haldinn sem hér greinir:
Staður: Hótel Framtíð.
Dagur: Fimmtud. 30. maí 2013.
Tími: Hefst kl. 18:00.

Á fundinum mun sveitarstjóri kynna ársreikninga 2012, fjárhags-og framkvæmdaáætlun v/ ársins 2013 og  3ja ára áætlun.  

Auk þess munu fulltrúar sveitarstjórnar kynna helstu áherslur og verkefni sem framundan eru sem og verkefni sem unnið hefur verið að á kjörtímabilinu sem brátt rennur sitt skeið á enda.

Þá mun fulltrúi  Teiknistofu TGJ verða með kynningu á breytingu á Aðalskipulagi vegna breyttrar legu á vegstæði í Berufjarðardal milli Háubrekku og Reiðeyrar.

Sveitarstjóri

27.05.2013

Frá Íþróttamiðstöðinni

Íþróttamiðstöðin verður lokuð fimmtudaginn 30. maí vegna námskeiðs hjá starfsfólki ÍÞMD.

Forstöðumaður ÍÞMD

27.05.2013

Aðalfundur Ferðafélags Djúpavogs

Aðalfundur Ferðarfélags Djúpavogs verður haldinn í Sambúð, föstudaginn 31. maí 2013.

Hefst kl. 20:00.

1. Venjuleg aðalfundarstörf
2. Önnur mál.

Allir félagsmenn hvattir til að mæta og nýir félagar boðnir velkomnir.

Stjórnin

Undirbúningsfundur fyrir sjómannadaginn

Hvetjum alla til að mæta á alveg gríðarlega skemmtilegan undirbúningsfund fyrir sjómannadaginn, sunnudagskvöldið 26. maí.

Hvetjum alla til að mæta og koma með nýjar og ferskar hugmyndir fyrir þennan skemmtilega sið að heiðra íslenska sjómanninn. 

Mæting í hús okkar SAMBÚÐ kl. 20:00

Allir velkomnir.

P.s. munið að setja sunnudagssteikina í ofninn fyrr þennan dag til að geta mætt.

Björgunarsveitin Bára

25.05.2013

Rjúpa gerir sig heimakomna

Það eru örugglega ekki margir leikskólar á landinu sem geta státað sig af því að fá heimsókn frá rjúpnapari og það í mikilli nálægð.  Börnin fengu að fylgjast með því þegar tvær rjúpur voru í tilhugalífinu á leikskólalóðinni og var annar fuglinn mjög forvitinn um hvað væri að gerast innandyra enda kom hann á hurðina og bankaði.  Þeim fannst þetta mjög spennandi og vildu helst opna hurðina og hleypa rjúpunni inn og eiga hana.  Það er von okkar að við fáum að sjá fullt af rjúpnaungum hér í kringum leikskólann þegar líða tekur á sumarið.  Myndbandið sem hér sést fyrir neðan er tekið í sl. viku. 

 

ÞS

Djúpavogshreppur auglýsir: Hreinsunarvika 2013

Almenn hreinsunarvika á Djúpavogi hefst mánudaginn 3. júní 2013. Eru bæði íbúar og forsvarsmenn fyrirtækja hér með hvattir til að hreinsa lóðir sínar og lendur og koma hefðbundnum garða- og lóðaúrgangi að vegkanti, þar sem hann verður sóttur af starfsmönnum sveitarfélagsins og fjarlægður.

Fyrsta ferð hreinsunartækis verður mánudaginn 3. júní, önnur ferð miðvikudaginn 5. júní og sú síðasta föstudaginn 7. júní.

Af þessu tilefni eru börn í 4. – 7. bekk sem ætla að taka þátt í hreinsunarátakinu beðin að mæta við áhaldahúsið mánudaginn 3. júní kl. 08:00, klædd eftir veðri og fyrirliggjandi verkefnum. Vinnutími verður frá 08:00 – 12:00.

Djúpavogi, 23. maí 2013;   

Sveitarstjóri

23.05.2013

Djupivogur.is á Facebook

Við viljum vekja atygli lesenda á Facebook síðu Djúpivogur.is en hún er búin að vera í loftinu í rúmt ár og hefur fengið góðar viðtökur. Inn á þá síðu setjum við tengla á flestar fréttir heimasíðunnar og þá slæðast oft inn skemmtilegar myndir og aðrir tenglar á skemmtilegt efni tengt sveitarfélaginu.

Við hvetjum ykkur til að fara inn á síðuna og "læka" hana. Þannig missið þið ekki af neinu.

ÓB

22.05.2013

Gróðurmold

N� geta �b�ar sveitarf�lagsins n�lgast gr��urmold vi� veginn � lei�inni ni�ur � B�landsh�fn, � svipu�um sta� og � fyrra. �B � � � � � � �

21.05.2013

Fuglaskoðunarferð að Borgargarðsvatni

Þriðjudaginn 21.maí kl:20:00 verður farin skipulögð fuglaskoðunargönguferð á vegum birds.is að Borgargarðsvatni, lagt verður af stað frá skúrnum við íþróttavöllinn.

                                                                                                              Allir velkomnir

 

 

 

 

 

 

 

20.05.2013

Hátíðarguðsþjónusta í Beruneskirkju

Hátíðarguðsþjónusta verður í Beruneskirkju á annan hvítasunnudag kl. 14.00.  

Sóknarprestur.
 

17.05.2013

Frá bókasafninu

Frá og með þriðjudeginum 22. maí til og með 11. júní verður bókasafnið einungis opið einu sinni í viku þ.e. á þriðjudögum frá kl. 17:00 – 19:00.   Stefnt er að því að opna safnið aftur eftir sumarfrí í lok ágúst.  Nánar auglýst síðar.   

Bókasafnsvörður

Baráttudagur gegn hómófóbíu og transfóbíu

Í dag er alþjóðlegur baráttudagur gegn hómófóbíu og transfóbíu (IDAHO day). Dagurinn er tileinkaður þeim fjölmörgu sem líða vegna andúðar fólks á kynhneigð þess, kynferði og kyngervi en þann 17. maí árið 1990 var samkynhneigð tekin út af sjúkdómalista Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar.

Af því tilefni flöggum við hjá Djúpavogshreppi Regnbogafánanum og sýnum þannig málefninu stuðning í verki. Á meðfylgjandi mynd má sjá sveitarstjóra Djúpavogshrepps, Gauta Jóhannesson, draga fánann að húni.

Hægt er að lesa nánar um daginn með því að smella hér.

ÓB

 

 


Gauti Jóhannesson dregur fánann að húni

 

17.05.2013

Eurovision gleði á á Hótel Framtíð

Jæja dömur og herrar, ungir sem aldnir.

Fyrst að Eyþór Ingi og hans gengi komust áfram í undanúrslitum síðasta fimmtudagskvöld, ætlum við að hafa brjálað júrópartý stuð laugardagskvöldið 18. maí.

Við byrjum kvöldið á heitrjúkandi FLATBÖKU-tilboði sem hljóðar uppá 12” pizzu með þrem eldheitum áleggstegundum og gosi á aðeins 1.950 kjell. B-O-B-A BOOOMBA!!

Svo sýnum við Júróvisjón á breiðtjaldi í hátíðarsal Hótelsins. Þar vilt þú vera því þar verður gott að vera. Og gaman.

Sjáumst,

Hótel Framtíð

17.05.2013

Sveitarstjórn: Fundargerð 14.05.2013

Hægt er að nálgast fundargerðina með því að smella hér.

ÓB

15.05.2013

Frá ÍÞMD - lokað vegna viðhaldsverkefna til föstudags

Vegna viðhaldsverkefna verður Íþróttamiðstöð Djúpavogs lokuð sem hér segir:

Mánudag 13. maí – lokað í þrek og ljós.
Þriðjudag 14. maí – lokað í allt
Miðvikudag 15. maí – lokað í allt
Fimmtudag 16.maí - lokað í allt  

Forstöðum.ÍÞMD

14.05.2013

Símasambandslaust við Leikskólann

Sem stendur er símasambandslaust við Leikskólann Bjarkatún. Unnið er að viðgerð.  Hægt er að ná í leikskólann í síma 895-9957. 

14.05.2013

"Allir öruggir heim"

Í dag fengum við góða gesti í heimsókn í 1. bekk.  Það voru þau Kristborg Ásta og Reynir,frá Slysavarnarfélaginu Báru,  en þau komu færandi hendi með 8 öryggisvesti sem gjöf handa grunnskólanum en til notkunar fyrir 1. bekk.
Um er að ræða samstarfsverkefni Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, Alcoa Fjarðaáls, Dynjanda ehf, EFLU verkfræðistofu, Eflingu stéttarfélags, HB Granda, Isavia, Landsvirkjunar, Neyðarlínunnar, Tryggingamiðstöðvarinnar, Umferðarstofu og Þekkingar en þessir aðilar eru að gefa öllum skólum á landinu endurskinsvesti sem nota á í vettvangsferðum barna í 1. bekk.  Um 4400 börn eru í árganginum á landinu öllu. 

Djúpavogsskóli þakkar þessa höfðinglegu gjöf og mun að sjálfsögðu nota vestin eins og til er ætlast.  HDH

Vortónleikar tónskólans

Vortónleikar tónskólans verða haldnir á morgun, þriðjudaginn 14. maí, klukkan 17:00 í Djúpavogskirkju.
Aðgangur er ókeypis og allir eru hjartanlega velkomnir.
Nemendur munu vígja nýju hljóðfærin sem keypt voru fyrir styrktarfé vegna Músik Festival og ríkir mikil gleði hjá nemendum og starfsfólki tónskólans með þau
Að afloknum tónleikum verður boðið uppá léttar veitingar í safnaðarheimilinu.
HDH .

Sveitarstjórn: Fundarboð 14.05.2013

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps:  Fundarboð  14. 05. 2013
37. fundur 2010-2014


Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps þriðjudaginn. 14. maí 2013 kl. 16:00. Fundarstaður: Langabúð.

Dagskrá:

1.    Ársreikningur Djúpavogshrepps 2012, síðari umræða.            .

2.    Stjórn og fundarsköp Djúpavogshrepps

3.    Gjaldskrá fyrir byggingarleyfisgjöld

4.    Fundargerðir

a)    SSA, dags. 23. apríl 2013.
b)    StarfA, dags. 15. febrúar 2013.
c)    StarfA, dags. 22. apríl 2013.
d)    Hafnasamband Íslands, dags. 8. apríl 2013.
e)    Samband íslenskra sveitarfélaga, dags. 19. apríl 2013.

5.    Skýrsla sveitarstjóra

Djúpavogi 12. maí 2013;
Sveitarstjóri

12.05.2013

Frá Djúpavogskirkju

Fjölskyldu- og vorhátíð í Djúpavogskirkju kl. 11.00 sunnudaginn 12. maí. 

Andlitsmálun, stund í kirkjunni  með  söng, sögu og góðir gestir koma í heimsókn og allir fá blöðrur. 

Hátíðinni lýkur með pylsuboði og kökubasar 10-12 ára TTT barna, en þau ætla að selja kökur á góðu verði til styrktar góðu málefni. 

Með kærum þökkum og kveðju, Sjöfn

10.05.2013

Íþróttamiðstöðin lokuð vegna viðhaldsverkefna

Vegna viðhaldsverkefna verður Íþróttamiðstöðin lokuð mánudaginn 13. maí og þriðjudaginn 14. maí. 

                                                                                                                     Forstöðum. ÍÞMD

Djúpavogshreppur auglýsir: Bæjarvinna 2013

Djúpavogshreppur auglýsir vinnu fyrir sumarið 2013:

1.    UNGLINGAR

Nemendum í 8., 9. og 10. bekk í Grunnskóla Djúpavogs stendur til boða vinna á vegum sveitarfélagsins sumarið 2013 sem hér greinir:

8. bekkur: Frá 1. júní til og með 15. ág.:  4 klst. á dag.    
9. bekkur: Frá 1. júní til og með 15. ág.:  4 klst. á dag.    
10. bekkur: Frá 1. júní til og með 15. ág.:  8 klst. á dag.    

Umsóknarfrestur til 24. maí (umsóknir berist á skrifstofu sveitarfélagsins)
Umsækjendur eru beðnir um að virða umsóknarfrestinn.

Einnig verður í boði vinna í hefðbundinni hreinsunarviku fyrir 4. – 7. bekk og mun hún verða auglýst í skólanum.

2.    STARFSMENN Í ÁHALDAHÚSI

Djúpavogshreppur auglýsir eftirt. tímabundin sumarstörf til umsóknar:
Auglýst eru allt að 4 störf fyrir 17 ára og eldri við slátt lóða og opinna svæða, hreinsun, snyrtingu o.m.fl. Hluti af störfunum verður við flokksstjórn og skulu áhugasamir taka slíkt fram í umsókn. (Fjöldi flokksstjóra verður ákveðinn, þegar fyrir liggur fjöldi umsækjenda úr Grunnskólanum).  

Umsóknarfrestur til 24. maí (umsóknir berist á skrifstofu sveitarfélagsins.)

Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf eigi síðar en í byrjun júní.

Nánari upplýsingar, m. a. um launakjör í síma 478-8288.



Sveitarstjóri

10.05.2013

Frá yngri flokka ráði Neista

 

Auglýsingar á Neistabúninga til sölu. Um er að ræða langerma keppnistreyju og stuttbuxur sem hvor um sig getur borið eina litla auglýsingu og að auki eina stærri framan á treyjunni. Hver treyja verður að auki merkt barni og númeri ásamt Neistamerki.

Áhugasamir vinsamlegast hafið samband við Lilju í síma 8679182 eða á netfangið lilja@djupivogur.is fyrir 16. maí.

08.05.2013