Djúpivogur
A A

Aðalvefur

Fléttunámskeið

Fléttunámskeið verður í Djúpavogsskóla fimmtudaginn 2. maí kl 18:00.

Námskeiðið kostar kr. 1000 og eina sem fólk þarf að hafa með sér er barnið sitt til að gera fléttur í.

Vill ég hvetja alla feður til að mæta með dætur sínar.

Vonast til að sjá sem flesta;
Auja

17.04.2013

Sveitarstjórn: Fundargerð 16.04.2013

Hægt er að nálgast fundargerðina með því að smella hér.

ÓB

17.04.2013

Kjörskrá vegna Alþingiskosninga

Kjörskrá fyrir Djúpavogshrepp vegna Alþingiskosninga 27. apríl 2013 mun liggja frammi á afgreiðslutíma skrifstofu sveitarfélagsins að Bakka 1 frá miðvikudeginum 17. apríl til kjördags.    

Sveitarstjóri

17.04.2013

Sveitarstjórn: Fundarboð 18.04.2013

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps:  Fundarboð 18.04.2013

36. fundur 2010 – 2014


Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 18. apríl 2013 kl. 16:00.
Fundarstaður: Langabúð.

Dagskrá:


1.    Fjárhagsleg málefni

a)    Ársreikningur Djúpavogshrepps 2012. Fyrri umræða.

2.    Fundargerðir

a)    LBN, dags. 13. apríl 2013.
b)    HAUST, dags. 20. mars 2013.
c)    Samtök sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 21. febrúar 2013.
d)    Samtök sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 3. apríl 2013.

3.    Erindi og bréf

a)    Ungmennafélag Íslands, dags. 2. apríl 2013. Lagt fram til kynningar.
b)    Rauði Krossinn, Djúpavogsdeild, dags. 25. mars 2013.

4.    Sóknaráætlun sveitarfélaga
5.    Skýrsla sveitarstjóraDjúpavogi 16. apríl 2013;
Sveitarstjóri

16.04.2013

Spurningakeppni Neista hefst í kvöld

Þá er búið að draga í lið fyrir spurningakeppni Neista.

Liðin sem mætast fyrsta kvöldið þann 16. apríl kl. 20:00 í Löngubúð eru:
Kálkur – Kvenfélagið
Öðlingur – Fiskmarkaður


Seinna kvöldið þann 18. apríl kl. 20:00 mætast:
Vísir – Djúpavogshreppur
Hótel Framtíð - Djúpavogsskóli


Þau lið sem komast áfram þessi kvöld keppa til úrslita laugardags kvöldið 20. apríl kl.20.00 í Löngubúð.

Aðgangseyrir er 500 kr.

Hlökkum til að sjá sem flesta.
Stjórn Umf. Neista

16.04.2013

Djúpavogshreppur auglýsir: Æskulýðs- og íþróttafulltrúi

Djúpavogshreppur í samvinnu við Ungmennafélagið Neista auglýsir nýtt starf æskulýðs og íþróttafulltrúa.

Leitað er eftir öflugum einstaklingi sem er tilbúinn að stýra metnaðarfullu og lifandi æskulýðs- og íþróttastarfi í samvinnu Ungmennafélagsins Neista, Djúpavogssskóla og sveitarfélagsins.

Starfssvið:
Yfirumsjón með starfi Umf. Neista s.s. þjálfun, foreldra- og sjálfboðaliðastarfi, fjármálum, heimasíðu, mótshaldi og öðru sem lýtur að starfsemi félagsins í samvinnu við stjórn þess.
Yfirumsjón með æskulýðsstarfi í sveitarfélaginu í samvinnu við Djúpavogsskóla og sveitarstjórn.

Um er að ræða 75-100% starf frá og með 15. ágúst.

Hæfniskröfur:
•    Menntun sem nýtist í starfi
•    Reynsla og þekking á æskulýðs- og íþróttamálum
•    Góð framkoma og hæfni í mannlegum samskiptum
•    Reynsla af stjórnun og stefnumótun

Laun eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags við Samband íslenskra sveitarfélaga.

Umsóknum ásamt meðmælum og ferilskrá skal skila á skrifstofu Djúpavogshrepps, Bakka 1, 765 Djúpavogi og á netfangið djupivogur@djupivogur.is

 

16.04.2013

Djúpavogshreppur auglýsir: Æskulýðs- og íþróttafulltrúi

Djúpavogshreppur í samvinnu við Ungmennafélagið Neista auglýsir nýtt starf æskulýðs og íþróttafulltrúa.
Leitað er eftir öflugum einstaklingi sem er tilbúinn að stýra metnaðarfullu og lifandi æskulýðs- og íþróttastarfi í samvinnu Ungmennafélagsins Neista, Djúpavogssskóla og sveitarfélagsins.

Starfssvið:
Yfirumsjón með starfi Umf. Neista s.s. þjálfun, foreldra- og sjálfboðaliðastarfi, fjármálum, heimasíðu, mótshaldi og öðru sem lýtur að starfsemi félagsins í samvinnu við stjórn þess.
Yfirumsjón með æskulýðsstarfi í sveitarfélaginu í samvinnu við Djúpavogsskóla og sveitarstjórn.

Um er að ræða 75-100% starf frá og með 15. ágúst.

Hæfniskröfur:
•    Menntun sem nýtist í starfi
•    Reynsla og þekking á æskulýðs- og íþróttamálum
•    Góð framkoma og hæfni í mannlegum samskiptum
•    Reynsla af stjórnun og stefnumótun

Laun eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags við Samband íslenskra sveitarfélaga.

Umsóknum ásamt meðmælum og ferilskrá skal skila á skrifstofu Djúpavogshrepps,
Bakka 1 , 765 Djúpavogi.

16.04.2013

Friðlýsing Teigarhorns undirrituð

Svandís Svavarsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, undirritaði í dag friðlýsingu jarðarinnar Teigarhorns sem fólkvangs. Við sama tækifæri undirritaði ráðherra endurskoðaða friðlýsingu geislasteinanáma á jörðinni sem náttúruvætti.

Íslenska ríkið festi fyrr á árinu kaup á jörðinni sem er um 2000 hektarar að stærð. Þar er einn þekktasti fundarstaður geislasteina (zeolita) í heiminum og var sá hluti jarðarinnar friðlýstur sem náttúruvætti árið 1975. Með endurskoðaðri friðlýsingu náttúruvættisins í dag var svæðið sem það tekur til stækkað.

Þá hefur Teigarhorn gegnt mikilvægu hlutverki í sögu og skráningu veðurfars hér á landi. Þar hafa m.a. verið stundaðar veðurfarsathuganir síðan 1881 og mælingar á hitafari frá 1873. Hús Weyvadts kaupmanns á Teigarhorni þykir einnig meðal mikilvægra menningarminja en það var byggt á árunum 1880–1882, en húsið er í umsjá Þjóðminjasafns Íslands. Á Teigarhorni var sömuleiðis starfrækt ljósmyndastofa Nicoline Weywadt sem var fyrst kvenna til að nema ljósmyndun á Íslandi, en hún lauk námi frá Danmörku árið 1872.

Sem fyrr segir hefur jörðin öll nú verið friðlýst sem fólkvangur en markmið friðlýsingarinnar er að tryggja útivistarsvæði í fögru umhverfi þar sem gestum gefst tækifæri á að kynnast sérstakri náttúru svæðisins og sögu jarðarinnar Teigarhorns. Þannig er almenningi heimil för um fólkvanginn en gæta þarf vel að umgengni.

Í dag var einnig undirritaður samningur Umhverfisstofnunar við sveitarfélagið Djúpavogshrepp um daglega umsjón og rekstur friðlýstu svæðanna á Teigarhorni.


Sjá nánar á vef Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins

15.04.2013

Sveitarstjórn: Fundarboð

Aukafundur verður haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps, þriðjudag 16. apríl kl. 16:00. Fundarstaður: Geysir


Dagskrá:

1. Kjörskrá.


Djúpavogi; 15. apríl 2013
Sveitarstjóri

15.04.2013

Umsóknir í Vaxtarsamning Austurlands

Auglýst er eftir umsóknum í Vaxtarsamning Austurlands.

Umsóknarfrestur er til og með 5. maí 2013 og umsóknir skilist rafrænt til Vaxtarsamnings Austurlands, vaxa@austurbru.is

Umsóknareyðublað er hægt að nálgast á heimasíðu Vaxtarsamningsins www.austur.is og eru umsækjendur einnig hvattir til að kynna sér samninginn og viðauka hans á sömu heimasíðu, www.austur.is en úthlutun fer fram skv. ákvæðum samningsins og viðaukum.

Verkefnastjóri Vaxtarsamnings verður með viðveru á Breiðdalsvík og Reyðarfirði 26. apríl og á Seyðisfirði og Egilsstöðum 30. apríl. Tímapantanir í síma 470-3851 fyrir 24. apríl (Breiðdalsvík og Reyðarfjörður) og 29. apríl (Seyðisfjörður og Egilsstaðir).

Nánari upplýsingar og ráðgjöf veitir Hrund Snorradóttir hjá Austurbrú,

netfang: vaxa@austurbru.is eða í síma 470-3851

10.04.2013

Stoppum við gangbrautir !!!

Ég vil minna okkur öll á að gangbrautir eru fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur.
Þegar veðrið er svona gott er mikið af börnum og fullorðnum á ferli og mjög mikilvægt að við sem förum ferða okkar á bifreiðum sínum fulla tillitssemi og stöðvum bílana okkar við gangbrautirnar og hleypum gangandi og hjólandi vegfarendum yfir.  
Einnig vil ég hvetja foreldra til þess að fara leiðina í skólann með börnunum sínum og kenna þeim hvar á að fara yfir götur, þannig að allir komist heilir á húfi á leiðarenda.  HDH 

Laufblaðið

Við í 6.-8. bekk ætlum að gefa út Laufblaðið þann 24. apríl.

Við viljum bjóða fyrirtækjum að auglýsa í blaðinu. Lokaskil verða 18. apríl.

1/4 bls. = 5.000
½ bls. = 10.000
1 bls. = 15.000

Við munum ganga í fyrirtæki í þessari viku en einnig er hægt að hafa samband við Lilju á netfangið: lilja@djupivogur.is.

 

 

 

 

 

09.04.2013

Zumbatímar

Zumbatímar verða í þessari viku sem hér segir:

Þriðjudagur, kl. 17:00
Miðvikudagur, kl. 17:00
Fimmtudagur, kl. 17:00

ÓB

09.04.2013

Foreldrafundur vegna skóladagatals grunnskólans

Fundur verður haldinn með foreldrum grunnskólabarna til að ræða skóladagatal næsta skólaárs, þ.e. hvort foreldrar samþykkja að grunnskólinn verði 170 dagar í stað 180 daga eins og verið hefur sl. tvö skólaár.

Fundurinn verður haldinn þann 16. apríl, klukkan 16:30 í grunnskólanum.  HDH

Zumba hjá Guðrúnu Smára

Fyrsti Zumbatíminn hjá Guðrúnu Smára verður í ÍMD klukkan 18:00 í kvöld, mánudaginn 8. apríl.
Þar verður framhaldið ákveðið, hversu margir tímar verða í boði í vikunni og á hvaða tímum þeir verða.  HDH

08.04.2013

Fundarboð

Sjá meðf. fundarboð frá Samfylkingunni.

 

 

08.04.2013

Fundarboð

Frambjóðendur Framsóknarflokksins í Norð-austurkjördæmi verða með opinn fund á Hótel framtíð, miðvikudaginn 10. apríl kl. 12:00.

Allir velkomnir,

Framsóknarflokkurinn

05.04.2013

Félagsvist í Löngubúð í kvöld

Minnum á félagsvistina í kvöld, föstudag 5. apríl kl. 20:30

Kvenfélagið Vaka

05.04.2013

Bæjarlífið mars 2013

Bæjarlífssyrpa marsmánaðar bætir meltinguna og gefur hraustlegt og gott útlit - síðan 1913.

Hana má finna með því að smella hér.

ÓB

03.04.2013

Tilboð aldarinnar !!!

Nú eru tímamót í grunnskólanum á Djúpavogi.  Appelsínugula sófasettið sem prýtt hefur kaffistofu starfsfólks grunnskólans er til sölu.  Mikil eftirsjá er af settinu enda eru margar góðar minningar tengdar þessu fallega og níðsterka sófasetti.  Settið samanstendur af 3+2+1 sætum og er hægt að bjóða í það til og með 5. apríl, klukkan 15:00.  Verður það síðan selt hæstbjóðanda.HDH