Djúpivogur
A A

Aðalvefur

Frídagar og lokun ÍÞMD í maí

Íþróttamiðstöð Djúpavogs verður lokuð eftirtalda frídaga í maí:

1. maí, dagur verkalýðsins

4. maí, sundlaug lokuð vegna sundmóts

9. maí, uppstigningardagur

20.maí, annar í Hvítasunnu

 

Starfsfólk ÍÞMD

30.04.2013

Frá kirkjukórnum

Kórinn er að fara til Ungverjalands í ágúst 2013 til að halda tónleika á slóðum þeirra Józsefs og Andreu.
Mun kórinn halda tónleika á Austurlandi í maí, og fyrstu tóleikarnir verða 1. maí í kirkjunni á Djúpavogi kl. 17:00.
Aðgangseyrir kr. 1.500.

Einnig koma fram nemendur úr tónlistarskólanum.

Allur ágóði rennur til ferðarinnar og tónskólans.

Einsöngvarar eru:
Noémi Alföldi
Ólafur Eggertsson

Stjórnandi József Belá Kiss

Undirleikari er Noémi Alföldi á píanó

Aðrir tónleikar auglýstir síðar.

30.04.2013

Gömul mynd

Við rákumst á skemmtilega mynd í nýjasta tölublaði Framkvæmdafrétta Vegagerðarinnar. Hún er tekin milli Kross og Streitis á milli 1975-1980.

Hægt er að skoða myndina betur með því að smella á hana hér að neðan.

ÓB

 

 

 

 

 

 

29.04.2013

Fyrirlestrar um staðbundið veðurfar á Suðausturlandi

Dagana 29. og 30. apríl mun Austurbrú standa fyrir erindum um staðbundið veðurfar á Suðausturlandi. Fyrirlesari er Kristín Hermannsdóttir veðurfræðingur, en hún hefur unnið sem veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands síðastliðin 12 ár.

Fyrri fyrirlesturinn verður haldinn í Nýheimum á Hornafirði. Þar verður farið í einkenni veðurlags á Suðausturlandi og einkum við Hornafjörð. Rakið hver áhrif fjalla og jökla eru á hita, vind, úrkomu og snjóalög. Auk þess verður skoðað hversu mikil áhrif sjórinn og sjávarhitinn hefur á veðurfar. Síðast en ekki síst verður fjallað um hvaða gagn má hafa af veðurspám og hvernig þekking fólks á staðbundnu veðri getur aukið gagnsemi þeirra.

Seinni fyrirlesturinn verður í Löngubúð á Djúpavogi. Efnistök verða svipuð en sjónum þá meira beint að veðri nærri Djúpavogi.

Sem fyrr segir er það Austurbrú sem stendur fyrir heimsókn Kristínar en verkefnið er styrkt af Skinney-Þinganesi, Félagi smábátaeigenda á Austurlandi og AFLi Starfsgreinafélagi.
Staður og tími:

•    Höfn Hornafirði - Nýheimar, 29. apríl (mánudagur) frá 20:00 til 22:00.
•    Djúpivogur – Langabúð, 30. apríl (þriðjudagur) frá 20:00 til 22:00.  

Ókeypis er á báða fyrirlestra.

29.04.2013

Refaveiðar

Auglýst er eftir refaveiðimönnum til starfa á eftirtalin veiðisvæði í Djúpavogshreppi til eins árs  frá og með miðjum maí 2013:

Svæði 1:          Streiti til og með Berufirði (að Selnesi)
Svæði 2:          Fossárdalur að Hamarsá (Lindarbrekka meðtalin)
Svæði 3:          Sunnan Hamarsár að Múlahálsi
Svæði 4:          Múlaháls að hreppamörkum í Hvalnesskriðum (Hærukollsnes meðt.)

Greiðslur til refaveiðimanna verða samkvæmt tillögum landbúnaðarnefndar frá 8. apríl 2013. Drögin verða send / afhent þeim, er þess óska.

Vakin er athygli á að samkvæmt fjárhagsáætlun sveitarfélagsins var 1 milljón kr. ætluð til refaveiða í ár.  Að tillögu landbúnaðarnefndar var sú upphæð hækkuð um 500 þús. samkv. ákvörðun sveitarstjórnar dags. 18. apríl.

Umsóknarfrestur er til 1. maí 2013. Umsóknir og frekari fyrirspurnir berist skrifstofu Djúpavogshrepps, Bakka 1, 765 Djúpivogur eða á netfangið sveitarstjori@djupivogur.is.

Sveitarstjóri

29.04.2013

Sundlaugin opin sunnudag frá kl 10:00 - 13:00

Í tilefni af Hammondhátíð verður sundlaugin opin á sunnudaginn 28. apríl frá kl  10:00 – 13:00.
                                                          Verið velkomin
                                                          Starfsfólk ÍÞMD

26.04.2013

Skráningar í grunn- og leikskólann

Nú stendur yfir skipulagning fyrir næsta skólaár, bæði í grunn- og leikskólanum.
Foreldrar vinsamlegast athugið eftirfarandi:

Leikskóli:
Sækja þarf um vistun fyrir börn sem eiga að fá að koma inn í haust, eins fljótt og mögulegt er.
Tilkynna þarf um breytingar á vistunartíma þeirra barna sem nú er í leikskólanum, eins fljótt og mögulegt er.
Segja þarf upp vistun, ætli barn að hætta í leikskólanum, eins fljótt og mögulegt er.

Grunnskóli:
Tilkynna þarf til skólastjóra ef barn verður ekki í grunnskólanum næsta skólaár, eins fljótt og mögulegt er.
Senda þarf inn umsókn til skólastjóra fyrir lok maí, hyggist foreldri skrá barn sitt / börn sín í grunnskólann næsta haust.

Eyðublöð vegna leikskólans fást í leikskólanum.

Skráning og nánari upplýsingar fást með því að senda tölvupóst á skolastjori@djupivogur.is eða í síma 899-6913.

Halldóra Dröfn,
skólastjóri Djúpavogsskóla

 

Dagskrá annarra viðburða um Hammondhelgina

Hér að neðan er yfirlit yfir það sem um verður að vera í þorpinu um Hammondhelgina.

Smellið á myndina til að stækka hana.

ÓB

 

 

 

 

 

 

 

 

 

24.04.2013

Gönguferð um Teigarhorn

Ferðafélag Djúpavogs verður með gönguferð um land Teigarhorns um Hammondhelgina, nánar tiltekið á laugardeginum.

Mæting við Geysi kl. 11:00.

Allir velkomnir, félagsmenn og aðrir.

Ferðafélag Djúpavogs

24.04.2013

Kökubasar

Kökubasar á vegum 9. og 10. bekkjar verður haldinn í Samkaup 26. apríl kl. 15:30.

ÓB

24.04.2013

Bókamarkaður

Bókamarkaður verður haldinn í Sætúni (upplýsingamiðstöð) föstudaginn 26. apríl og laugardaginn 27. apríl frá kl. 14:00 - 18:00

ÓB

24.04.2013

Plötumarkaður

Plötumarkaður verður haldinn um Hammondhelgina, n.t.t. laugardaginn 27. apríl í versluninni Við Voginn á Djúpavogi, frá kl. 13:00 til 18:00.

Allir sem hafa áhuga á að selja gamlar plötur eða geisladiska á markaðnum eru beðnir að skrá sig í síma 478-8228 eða með því að senda tölvupóst á ugnius@djupivogur.is.

ÓB

24.04.2013

Sundlaugin lokuð sumardaginn fyrsta

 Íþróttamiðstöðin - sundlaugin verður að venju lokuð sumardaginn fyrsta þ.e. fimmtudaginn 25.apríl. 

 

                                                                                          Með sumarkveðju

                                                                                            Starfsfólk ÍÞMD    

 

 

 

24.04.2013

Bókasafnið lokað í dag

Bókasafnið er lokað í dag, fimmtudaginn 23. apríl.

Bókasafnsvörður

Skotmót

Fyrirhugað er að halda Riffilskotmót inn á skotsvæðinu á Hamarsáraurum laugardaginn 27. apríl kl 12:00.

Skotið verður á skífur frá Umhverfisstofnun (Ust) á 100m og 200m og farið eftir reglum Ust varðandi skotpróf til hreindýraveiða. Einnig geta menn þá tekið skotprófið í leiðinni.

Skotin verða 5 skot á 100m og 3 skot á 200m.
Samanlagt skor ræður úrslitum í mótinu.

Einungis er heimilt að nota hreindýrakaliber og að lágmarki 100 gr. kúlu.

Þátttökugjald er 2.000 krónur en 4.500 fyrir þá sem vilja taka skotpróf.

Skráning í síma 843-1115 eða á nokkvi@simnet.is fyrir föstudaginn 26. apríl.

Skotmannafélag Djúpavogs

23.04.2013

Kjörfundur vegna Alþingiskosninga

Kjörfundur vegna alþingiskosninga verður í Grunnskólanum á Djúpavogi, laugardaginn 27. apríl 2013.

Kjörfundur hefst kl. 10:00 og opið verður til 20:00.

Kjörstjórn Djúpavogshrepps

23.04.2013

Sundmót Neista

 

Tilkynning  Vomóti Neista er frestað til 4. maí.

Nánar auglýst síðar.

22.04.2013

Hammondhátíð á N4

Í síðasta þætti af Glettum á Austurlandi á N4 var fjallað um Hammondhátíð Djúpavogs og rætt við þá Kristján Ingimarsson og Ólaf Björnsson um þessa frábæru hátíð sem hefst næstkomandi fimmtudag, sumardaginn fyrsta.

Spennan er svo sannarlega að magnast nú þegar Hammondvikan er gengin í garð og ljóst að mikil stemmning verður hér í bænum og mikið um að vera alveg frá miðvikudegi til sunnudags.

Hægt er að horfa á umfjöllunina, sem er fremst í þættinum, hér að neðan eða með því að smella hér.

AS

 

 

22.04.2013

Djúpavogshreppur auglýsir eftir minkaveiðimönnum

Auglýst er eftir minkaveiðimönnum til starfa í Djúpavogshreppi til eins árs frá og með maí 2013.

Greiðslur til minkaveiðimanna verða eftirfarandi samkvæmt tillögum landbúnaðarnefndar frá 8. apríl 2013.

Aksturstaxti 90.- kr./km.
Tímakaup fyrir grenjaleit verður kr. 800.-
Verðlaun fyrir unnin dýr eru: Fullorðin dýr: kr. 3.000. Hvolpar kr. 3.000.
Fyrir hvolpafullar læður, veiddar e. 15. apríl  skal auk þess gr. fyrir ígildi 4ja hvolpa.
Æskilegt er að í umsóknum komi fram upplýsingar um; tækjakost, hundakost og eftir atvikum um aðstoðarmenn.

Gengið verður frá sérstökum samningum við veiðimenn og byggt á samningsdrögum, sem unnin eru af landbúnaðarnefnd Djúpavogshrepps. Drög verða send / afhent þeim, er þess óska.
Vakin er athygli á að samkvæmt fjárhagsáætlun sveitarfélagsins eru 700.000 kr. ætlaðar til minkaveiða í ár.

Umsóknarfrestur er til 26. apríl  2013. Umsóknir og frekari fyrispurnir berist skrifstofu Djúpavogshrepps, Bakka 1, 765 Djúpivogur /netfang: sveitarstjori@djupivogur.is

Sveitarstjóri

22.04.2013

Músik Festival

Jæja !!!

Þá er komið að því.  Músik Festival, hjá nemendum tónskólans, verður haldið á Hótel Framtíð, föstudaginn 19. apríl klukkan 18:30.

Boðið verður upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá og verður allur aðgangseyrir nýttur til kaupa á nýjum hljóðfærum í tónskólann.

Fyrr í vetur auglýsti ég eftir styrktaraðilum til að hjálpa okkur við að standa straum af þeim kostnaði sem hlýst af slíku verkefni.  Móttökurnar hafa verið framar björtustu vonum og hafa fjölmörg fyrirtæki og félagasamtök styrkt okkur með háar og lágar fjárhæðir.  Þökkum við kærlega fyrir veittan stuðning.

Hvetjum við alla íbúa til að mæta og hlusta á frábæra krakka flytja flotta tónlist undir öruggri stjórn Józsefs og Andreu.

Verð inn á tónleikana er sem hér segir:

16 - 66 ára = 1.500.-
67 ára og eldri = 1.000.-
15 ára og yngri (grunnskólanemendur og yngri) = ókeypis.

Vonumst til að sjá ykkur sem flest.

Nemendur og starfsfólk tónskólans. 

Sveitarstjórn: Fundargerð 18.04.2013

Hægt er að nálgast fundargerðina með því að smella hér.

ÓB

19.04.2013

„Arfleifð fortíðar freyju“ sýning, breytt verslun, nýjar vörur

Þann 24. apríl nk. fagnar Arfleifð hönnunar og handverksfyrirtæki á Djúpavogi 3 ára afmæli sínu.

Arfleifð er hugarfóstur Ágústu Margrétar Arnardóttur sem nam almenna hönnun í Hafnarfirði og skó- og fylgihluta hönnun á Ítalíu. Undanfarin 6 ár hefur Ágústa þróað með sér einstaka tækni til að að vinna íslenskar aukaafurðir úr matvæla framleiðslu, svo sem loðið og óloðið lambaleður, hreindýraleður, horn og bein, blönduð fiskiroð og fleira.
Frá frumsýningu hefur mikið vatn runnið til sjávar, nú eru starfsmenn Arfleifðar tveir og bætist sumarstarfsmaður við í maí. Arfleifð rekur verslun í húsnæði Samkaups á Djúpavogi en vinnustofan er í kjallara heimilis Ágústu. Einnig rekur Arfleifð part í verslun á Hornafirði.

Nýjungar á komandi sumri eru textíl fatnaður með roð og leður skrauti, nýjir litir í töskum, krögum, Brögum og fatnaði og ýmis ný snið.

Sú breyting verður á rekstri Arfleifðar þetta árið að í stað þess að selja  og sýna vörur um allt land er fókusinn tekinn á austurland, heimamenn á því svæði og gesti. Verslunin hefur verið í mikilli yfirhymlingu síðustu mánuði og mun opna aftur af fullum krafti á sumardaginn fyrsta, en þá verður líka frumsýnd samsýning Arfleifðar, ljósmyndarans Sigurðar Mar og skáldkonunnar Hrannar Jónsdóttur, kennd við Sæbakka. Sýningin er sambland af fatnaði og fylgihlutum, ljósmyndum og ljóðum sem allt er innblásið frá sögum um konur fortíðarinnar. Þess má til gamans geta að nú þegar hafa 2 af myndum sýningarinnar verið valdar inn á myndabloggsíðu Ítalska Vogue, en myndir sem valdar eru þangað inn fara í gegnum gríðarlega stranga síu og ekki öllum gefið.

Verslun Arfleifðar á Djúpavogi verður opin:
Sumardaginn fyrsta, 25. apríl milli kl. 11-14
Föstudaginn 26. apríl milli kl. 11-18
Laugardaginn 27. apríl milli kl. 11-14

Sýningin „Arfleifð fortíðar freyju“ opnar formlega kl 16:00 sumardaginn fyrsta og verður opin til kl. 18 þann dag, eftir það er sýningin opin á opnunartíma Löngubúðar fram á sumar.

Ýmis tilboð verða í boði og kynning og sala á vörum frá millibör á Hornafirði verða þessa stóru afmælis hátíðar og Hammondhelgi og vonast starfsfólk Arfleifðar til að sjá sem flesta af öllu austurlandi.

Arfleifð

 

19.04.2013

Forvarnaspjall í Gömlu kirkjunni

Jónas Sig. og Máni á X-inu verða með forvarnaspjall í Gömlu kirkjunni á föstudegi Hammondhátíðar.

Sjá nánar í auglýsingu hér að neðan.

ÓB

 

 

 

 

 

 

 

 

19.04.2013

Ertu búinn að tryggja þér miða á Hammondhátíð?

Hammondhátíð hefst eftir 6 daga, en hún verður sett sumardaginn fyrsta, 25. apríl.

Við viljum koma því á framfæri að aldrei hefur verið selt jafn mikið af miðum á hátíðina og þeir hafa verið að fara hratt núna síðustu daga. Við hvetjum fólk því til að tryggja sér miða, en takmarkað magn er í boði.

Það er sáraeinfalt að næla sér í miða, en það er gert á vefsíðunni midi.is - þar er hægt að prenta út miðann að loknum viðskiptum.

Þú finnur allar upplýsingar um hátíðina í ár á heimasíðu Hammondhátíðar.
Við hvetjum ykkur líka til að fylgjast með á Facebooksíðu Hammondhátíðar.

Sjáumst á Hammond!

Hammondhátíð

19.04.2013

Gisting o.fl. á Hótel Framtíð um Hammondhelgina

Sjá hér auglýsingu frá Hótel Framtíð um gistingu, mat o.fl. fyrir Hammondhelgina.

Smellið á auglýsinguna til að stækka hana.

ÓB

 

 

 

 

 

 

 

 

19.04.2013

Spurningakeppni Neista í kvöld

Seinna undankvöld spurningakeppni Neista fer fram í Löngubúð í kvöld.

Keppni hefst kl. 20:00 og liðin sem keppa eru þessi:

Vísir - Djúpavogshreppur
Hótel Framtíð - Djúpavogsskóli

Þau lið sem vinna sínar viðureignir keppa til úrslita laugardagskvöldið 20. apríl kl. 20:00 í Löngubúð. Nú þegar hafa Öðlingur og Kálkur tryggt sér sæti í úrslitunum.

Aðgangseyrir er kr. 500

Hlökkum til að sjá sem flesta;
Stjórn Umf. Neista

18.04.2013

Skoðun slökkvitækja

Slökkvitækjaþjónusta Austurlands verður með viðveru á Djúpavogi föstudaginn 19. apríl frá kl. 11:00 í Áhaldahúsi Djúpavogshrepps.

Slökkvitækjaþjónusta Austurlands

17.04.2013