Djúpivogur
A A

Aðalvefur

Tiltekt í myndasafni Sveins Þorsteinssonar

Við vorum aðeins að taka til í myndasafni Sveins Þorsteinssonar hér á síðunni. Nú er búið að skipta safninu í þrennt og gera það aðgengilegra.

Hægt er að skoða myndasafnið með því að smella hér.

ÓB

08.03.2013

Rörahlið til sölu

Djúpavogshreppur hefur til sölu rörahlið, það hið sama og var á veginum við Háaura.

Áhugasamir hafið samband við Gauta í síma 478-8288.

ÓB

08.03.2013

Sögustund í Löngubúð

Ólafur Áki Ragnarsson ætlar að segja frá dvöl sinni í Eþíópíu í Löngubúð í kvöld kl. 20:00

Allir velkomnir

Langabúð

07.03.2013

Hetjur og heljarmenni

Menn fara mikinn í lýsingum sínum á óveðrinu á suðvesturhorninu. Hér á Djúpavogi sinna menn bara sínum daglegu skyldum þegjandi og hljóðalaust og gera það vel.

ÓB

 

 

 

 

 

 

 

06.03.2013

1. bekkur í smíðakennslu hjá 9. og 10. bekk

Það er töluvert um fjarvistir vegna veikinda hjá nemendum og kennurum í grunnskólanum þessa dagana. Til að mynda vantaði í dag helminginn af 1. bekk og þó nokkra í 9. og 10. bekk. Auk þess vantaði smíðakennarann. Vegna þessa var brugðið á það snilldarráð að láta nemendur 9. og 10. bekkjar sjá um smíðakennslu hjá 1. bekk. Elstu nemendurnir voru ekki í miklum vandræðum með að finna námsefnið eins og sjá má á á meðfylgjandi myndum.

ÓB

Stóra upplestrarkeppnin

Í lok febrúar kepptu nemendur 7. bekkjar í undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar í Djúpavogskirkju.  Fimm nemendur kepptu um tvö laus sæti til að fara fyrir hönd skólans til Hornafjarðar.  Mjög jöfn og spennandi keppni fór fram í kirkjunni og fór það svo að Bergsveinn Ás Hafliðason og Jens Albertsson voru valdir sem fulltrúar skólans.  Þeir fóru síðan ásamt fullri rútu af stuðningsfólki til Hornafjarðar í gær þar sem þeir öttu kappi við 10 nemendur úr Grunnskóla Hornafjarðar og 1 nemanda úr Grunnskólanum Hofgarði.  Fór það svo að Bergsveinn Ás bar sigur úr býtum en stúlkur úr Grunnskóla Hornafjarðar lentu í 2. og 3. sæti.  Óskum við Bergsveini innilega til hamingju með þennan frábæra árangur.   Myndir eru hér.                     HDH

 

Bæjarlífið febrúar 2013

Bollur, rafmagnsleysi og jólatré er meðal þess sem kemur fyrir í bæjarlífssyrpu febrúarmánaðar.

ÓB

04.03.2013

Harmonikuspil

Harmonikan í leikskólum landsins er átak sem samband íslenskra harmonikuunnenda (S.Í.H.U.) er með í gangi nú um þessar mundir.  Þar sem boðið er upp á heimsókn harmonikuleikara sem mun spila fjögur lög fyrir leikskólabörnin.  Við á Bjarkatúni fengum svo harmonikuleikara til okkar sl. fimmtudag og spilaði hann fyrir okkur þessi fjögur lög, skósmiðadansinn, Óli skans, Karl gekk út um morguntíma og Kátir voru karlar.  Síðan fengu börnin að skoða hljóðfærið og prófa að ýta á takkanna.   Þeim fannst öllum þetta mjög framandi hljóðfæri og sungu og dönsuðu með. 

 

 

 

 

 

Tilbúin að hlusta á harmonikuspil

Að prófa hljóðfærið

 

Tekið upp hald og dansað undir harmonikuspili

Fleirri myndir hér

ÞS