Djúpivogur
A A

Aðalvefur

Frá félagi eldri borgara

Fundur verður haldinn í félagi eldri borgara laugardaginn 2. mars kl. 14:00 á Helgafelli.

Nýir félaga velkomnir - óvænt uppákoma!

Stjórnin

27.02.2013

Félagsvist

Spiluð verður félagsvist í Löngubúð föstudagana 1. mars, 8. mars og 15. mars nk. kl. 20:30.

Sjáumst hress og kát.

Félag eldri borgara

27.02.2013

Frábært loftmyndasafn af Djúpavogi

Á heimasíðu Skarphéðins Guðmundar Þórissonar, hins kunna líffræðings á Egilsstöðum, er að finna alveg hreint magnað safn loftmynda úr Djúpavogshreppi. Reyndar má finna loftmyndir frá öllu Austurlandi á þessari síðu, en okkur finnst að sjálfsögðu safnið úr Djúpavogshreppi það flottasta.

Það er ótrúlega gaman að skoða sveitarfélagið okkar, sem er nú engin smásmíði, frá þessu sjónarhorni og það ótrúlega fjölbreytta landslag sem hér er að finna.

Safnið má finna með því að smella hér.

Myndin af Skarphéðni er af vef Náttúrustofu Austurlands.

ÓB

25.02.2013

Undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar

Undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar var haldin í Djúpavogskirkju í morgun.  Fimm nemendur úr 7. bekk kepptu um tvö laus sæti, til að fara sem fulltrúar skólans í aðalkeppnina sem haldin verður í Hornafjarðarkirkju þann 4. mars nk. 
Keppnin var mjög hörð og og spennandi og stóðu allir nemendurnir sig frábærlega vel.  Þeir sem báru sigur úr bítum voru Bergsveinn Ás og Jens og verður Kamilla Marín til vara. 
Óskum við þeim hjartanlega til hamingju.  Myndir eru hér. HDH

Breytt lega Axarvegar milli Háubrekku og Reiðeyrar

Vegagerðin kynnir hér nýja veglínu sem lögð er fram sem viðbót við áður birta matsskýrslu um umhverfismat Axarvegar, Hringvegar í Skriðdal og Hringvegar um Berufjarðarbotn í sveitarfélögunum Fljótsdalshéraði og Djúpavogshreppi.

Veglínan sem lögð er fram er 8,2 km löng og liggur frá Háubrekku í Berufjarðardal að Hringvegi við Reiðeyri við botn Berufjarðar í Djúpavogshreppi.

Í samræmi við lög nr. 106/2000 m.s.b., gr. 6, viðauka 2, lið 13a, er framkvæmdin tilkynningarskyld til Skipulagsstofnunar.

Hér fyrir neðan er greinargerð með nánari upplýsingum um framkvæmdina og ástæður þess að Vegagerðin leggur fram nýja veglínu.

Kynningarskýrsla

Teikningar

20.02.2013

Myndir frá öskudeginum

Börnin á Djúpavogi létu öskrandi rigningu á Öskudaginn ekkert á sig fá, heldur þrömmuðu milli fyrirtækja á Djúpavogi og sungu hástöfum og fengu gott í staðinn.

Að sjálfsögðu komu börnin við hér á skrifstofu Djúpavogshrepps og voru meðfylgjandi myndir teknar af því tilefni.

ÓB

20.02.2013

Nýtt myndagallerí á Djúpivogur.is

Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að við erum búin að taka í notkun nýtt myndagallerí á heimasíðu Djúpavogshrepps. Hið nýja form er mun skemmtilegra en það gamla en nú virkar það þannig að í stað þess að þurfa alltaf að hlaða alla síðuna, þegar flett er á milli mynda, þá kemur upp svokallað Fancybox eins og svo algengt er orðið á heimasíðum. Það gerir það að verkum að lesandi getur flett hraðar á milli mynda og eins birtast þær stærri en á gamla forminu.

Það hefur verið mikið kallað eftir þessum breytingum frá lesendum og vonumst við til að fólk verði almennt ánægt með þetta nýja myndagallerí. Það er allavega ljóst að það er mun skemmtilegra og ekki síður fljótlegra að skoða myndagalleríin núna.

Smellið hér til að komast inn á myndasafn Djúpivogur.is


ÓB

19.02.2013

Myndir frá 112 deginum

112 dagurinn var haldinn á Djúpavogi sunnudaginn 10. febrúar.

Smellið hér til að sjá myndir frá deginum.

ÓB

19.02.2013

Bæjarlífið janúar 2013

Bæjarlífssyrpa janúarmánaðar er klár.

Smellið hér til að skoða hana.

ÓB

18.02.2013

Uppskeruhátíð Neista

Uppskeruhátíð Neista var haldin í gær, 17. febrúar. Mikill fjöldi iðkenda mætti á svæðið og einnig þó nokkrir foreldrar. Veitt voru iðkendaverðlaun og var Bjarni Tristan Vilbergsson kosinn íþróttamaður ársins. Þykir hann vel að þeim titli kominn þar sem hann er mjög duglegur og hæfileikaríkur ungur íþróttamaður. Var hann einnig Fótboltaneistinn og Anný Mist Snjólfsdóttir var Sundneistinn. Fyrir fyrirmyndaástundun í sinni grein fengu þeir Kristófer Dan Stefánsson, fyrir fótbolta og Davíð Örn Sigurðarson, fyrir sund, bikar.

Við viljum þakka öllum iðkendum kærlega fyrir komuna og samveruna í gær og Ómari fyrir myndirnar sem fylgja þessari frétt.

Myndir frá uppskeruhátíðinni má sjá með því að smella hér.

Aðalfundur Neista var haldinn kl. 16:00 í gær. Sex félagar fyrir utan stjórn mættu og hefur enginn gefið kost á sér í stjórn. Var ákveðið að fresta kosningum um einn mánuð þar sem þrír stjórnarmeðlimir gefa ekki kost á sér til áframhaldandi setu. Á meðan verður einungis grunnrekstur félagsins starfræktur, þ.e. íþróttatímar fyrir börnin og almennur rekstur. Engar fjáraflanir eða skemmtanir verða þennan mánuðinn.

Kosning í stjórn Neista verður því 17. mars kl. 16:00 í Löngubúð. Við munum auglýsa það aftur þegar nær dregur.

Óstjórn Neista.

18.02.2013

Helgin í Löngubúð

Minnum á spilavistina í kvöld, föstudag kl. 20:30.

Gunnar Nelson í beinni, laugardagskvöldið 16. febrúar kl. 20:00.

Sjáumst!

Langabúð

15.02.2013

Sveitarstjórn: Fundargerð 15.02.2013

Hægt er að nálgast fundargerðina með því að smella hér.

ÓB

15.02.2013

Músik Festival 2013 !!!

Opið bréf til fyrirtækja og félagasamtaka á Djúpavogi

Þann 19. apríl nk. ætla nemendur tónskólans að efna til tónlistarveislu á Hótel Framtíð.

Tilgangurinn er fyrst og fremst að safna fyrir hljóðfærum í tónskólann, en einnig að skemmta áhorfendum með gleði og hljóðfæraleik.

Töluverður kostnaður er því samfara að halda slíka tónleika og til þess að aðgangseyririnn geti runnið óskiptur til hljóðfærakaupa þá langar okkur að óska eftir styrk frá fyrirtækjum og félagasamtökum á Djúpavogi, ýmist 5.000.- eða 10.000.- krónur, frá hverju fyrir sig.  Stærri styrkir eru að sjálfsögðu vel þegnir, ef fyrirtæki vilja t.d. styrkja tónskólann fyrir ákveðnu hljóðfæri.

Þeir sem hafa áhuga á að leggja þessu góða málefni lið eru beðnir um að hafa samband við Halldóru í síma 899-6913 eða á netfangið skolastjori@djupivogur.is.

Nánari upplýsingar um tímasetningu og fyrirkomulag hátíðarinnar verður auglýst síðar.

Halldóra Dröfn, József og nemendur tónskólans

Auglýsingu má sjá hér

 

 

Miðasala á Hammondhátíð hefst í dag

Miðasala á Hammondhátíð hefst í dag, föstudaginn 15. febrúar kl. 12:00 á midi.is.

250 heildarpassar verða í boði á hátíðina. Einnig verður hægt að kaupa miða inn á staka viðburði.

Smellið hér til að komast á Hammondhátíð á midi.is.

Smellið hér til að sjá Spurt og svarað um miðasöluna.

ÓB

14.02.2013

Aðalfundur UMF Neista

Aðalfundur Umf. Neista

 

Stjórn umf. Neista boðar til aðalfundar í félaginu. Fundurinn verður haldinn sunnudaginn 17. febrúar  kl.16 í Löngubúð.

Dagskrá:      

  1.  Venjulega aðalfundarstörf                                                                                 

2.  Önnur mál.

Allir félagar eru hvattir til að mæta og nýjir félagar eru velkomnir. Nýtt fólk vantar til starfa fyrir Neista, bæði í aðalstjórn og ráðin. Þeir sem vilja gefa kost á sér til starfa en komast ekki á fundinn geta látið vita af sér hjá Kristborgu Ástu í síma 862-1667 eða neisti@djupivogur.is       

Iðkendur Neista eru boðnir velkomnir í Löngubúð kl. 14 þar sem verðlaun fyrir iðkun síðasta árs verða veitt og boðið verður upp á veitingar. Krakkar komið sem flest.                                                                                              

Stjórn umf. Neista

13.02.2013

Keppnisdagar 2013

Keppnisdögum í grunnskólanum lauk nú í dag, en þeir hafa staðið yfir síðan á mánudag.

Börn og kennarar úr grunnskólanum á Breiðdalsvík tóku þátt með okkur eins og síðastliðin ár. Mikið er búið að ganga á þessa daga og dásamlegt að fylgjast með því hversu skemmtilegir og hæfileikaríkir þessir krakkar eru. Hápunkturinn var í morgun en þá var hæfileikakeppni í íþróttahúsinu og svo húllumhæ á eftir.

Myndir frá keppnisdögum má sjá með því að smella hér.

ÓB

Öskudagssprell í leikskólanum

Öskudagssprellið í leikskólanum byrjaði með því að börnini slógu köttinn úr tunnunni og hlutu að launum poka með ýmsu góðgæti í.  Daginn áður höfðu elstu nemendurnir málað og skreytt tunnuna.  Síðan var dansað við lögin úr söngvakeppni sjónvarpsins en leikskólanum fékk þann disk að gjöf við mikinn fögnuð barnanna.  Þegar ballið var búið var horft á DVD mynd um Brúðubílinn en elstu nemendurnir fengu að fara upp í grunnskóla og horfa á hæfileikakeppninna þar. 

Elstu nemendurnir að mála tunnuna

Að slá í tunnuna

Tjúttað á ballinu

Fullt af myndum hér

ÞS

Sveitarstjórn: Fundarboð 14.02.2013

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 14.02.2013

34. fundur 2010 – 2014

Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 14. febrúar 2013 kl. 16:00. Fundarstaður: Langabúð.

Dagskrá:

1. Fundargerðir

a) SBU, dags. 31. janúar 2013. SSA, dags. 8. janúar 2013.
b) SSA, dags. 5. febrúar 2013..
c) Héraðsskjalasafn Austfirðinga, dags. 23. janúar 2013.
d) Héraðsskjalasafn Austfirðinga, dags. 30. janúar 2013.
e) Héraðsskjalasafn Austfirðinga, dags. 6. febrúar 2013.
f) Heilbrigðisnefnd Austurlands, dags. 14. janúar 2013.
g) Hafnasamband Íslands, dags. 18. janúar 2013.
h) Samtök sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 16. janúar 2013.
i) Samband íslenskra sveitarfélaga, dags. 25. janúar 2013.

2. Erindi og bréf

a) Lífstöltið, dags. 7. febrúar 2013.
b) Samtök sjávarútvegssveitarfélaga, dags. janúar 2013.
c) Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, dags. 25. janúar 2013.
d) Síminn, dags. 6. febrúar 2013.

3. Félagsmálanefndin
4. Kjör fulltrúa á 27. Landsþing sambands íslenskra sveitarfélaga
5. Kjör stjórnarmanna í Ríkarðshús
6. Cittaslow
7. Útboð vegna bryggjusmíði í Djúpavogshöfn
8. Kaup ríkisins á Teigarhorni
9. Markarland 2
10. Skýrsla sveitarstjóra

 

Djúpavogi 12. febrúar 2013;
Sveitarstjóri

12.02.2013

Zumba fellur niður í íþróttahúsinu

Zumba fellur niður dagana 14., 18., 21., og 25. febrúar.

ÍÞMD

12.02.2013

Öskudagssprell

Á morgun er öskudagur.  Eins og hefð er fyrir ætla nemendur og starfsfólk í grunnskólanum og Grunnskóla Breiðdalshrepps að sprella saman í íþróttahúsinu og ljúka Keppnisdögunum sem staðið hafa yfir síðan á mánudaginn.  Dagskráin hefst klukkan 10:30 og eru allir velkomnir.  Við munum enda á því að dansa saman og hvetjum við foreldra, ömmur og afa og alla sem langar til, að koma og vera með okkur.

Skólastjóri

Dagskrá Hammondhátíðar 2013 er klár

Þá er búið að kynna allar þær hljómsveitir og alla þá listamenn sem munu koma fram á Hammondhátíð 2013. Dagskráin er sannarlega glæsileg og óhætt að segja að hún sé að vekja mikla lukku.

Þetta eru annars ólíkindatól sem að hátíðinni standa og aldrei að vita nema einhverju óvæntu verði skotið inn í dagskrána þegar nær dregur.

Hér að neðan er hægt að sjá dagskrána, smellið á myndina til að stækka.

Miðasala á Hammondhátíð hefst föstudaginn 15. febrúar.

Fylgist með á heimasíðu Hammondhátíðar og Facebooksíðu Hammondhátíðar.

 

08.02.2013

112 dagurinn

Næstkomandi sunnudag verður haldið upp á 112 daginn á Djúpavogi. Upp úr kl. 13:00 munu allir viðbragðsbílar byggðarlagsins keyra um götur Djúpavogs. Kl. 14:00 til 15:00 bjóða viðbragðsaðilar Djúpavogs upp á léttar veitingar í Sambúð. Í Sambúð verða til sýnis bílar og græjur af öllum stærðum og gerðum. Íbúar sveitarsfélagsins eru hvattir til þess að mæta og kynna sér starfsemina.

112 dagurinn hefur verið haldinn árlega síðan 2005. Markmið dagsins er að kynna neyðarnúmerið 112 og starfsemi hinna fjölmörgu neyðarþjónustuaðila sem tengjast því, efla vitund almennings um mikilvægi þessarar starfsemi og hvernig þjónustan nýtist almenningi. Að deginum standa Neyðarlínan, Ríkislögreglustjórinn, Brunamálastofnun, slökkviliðin, Slysavarnafélagið Landsbjörg, Rauði krossinn, Landhelgisgæslan, Barnaverndarstofa, Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna og Flugstoðir. Að þessu sinni verður sjónum beint sérstaklega að öryggi og velferð barna og ungmenna. Markmiðið er annars vegar að halda á lofti því víðtæka öryggis- og velferðarkerfi sem börn og ungmenni hafa aðgang að í gegnum neyðarnúmerið en hins vegar að benda á leiðir fyrir börn og ungmenni til þess að taka þátt í starfi samtaka á þessu sviði og stuðla að eigin öryggi og annarra, meðal annars með þekkingu í skyndihjálp og eldvörnum.

ÓB

07.02.2013

Jónas og Ómar verða á fimmtudagskvöldi Hammondhátíðar

Þær frábæru fréttir voru að berast að Jónas Sigurðsson og Ómar Guðjónsson verða með tónleika ásamt Stefáni Erni Gunnlaugssyni hammondleikara á upphafskvöldi Hammondhátíðar Djúpavogs.

Jónas og Ómar fóru hringferð um landið í sumar sem vakti gríðarlega lukku en þeir eru rómaðir fyrir líflega framkomu og undantekningalaust myndast mögnuð stemmning á tónleikum þeirra.

Jónas Sigurðsson gaf út ásamt Lúðrasveit Þorlákshafnar plötuna Þar sem himin ber við haf á síðasta ári og Ómar gaf út plötu sem ber heitið Út í geim.

Stefán Örn Gunnlaugsson hefur getið sér gott orð sem hljómborðsleikari með hljómsveitum eins og Buff og Ritvélum framtíðarinnar.

Hún er því að verða ansi heilsteypt dagskrá þessarar hátíðar en áður var búið að kynna til leiks Nýdönsk, Dúndurfréttir, Magnús og Jóhann, Karlakórinn Trausta og Tónlistarskóla FÍH.

Það er því óhætt að fara láta sér hlakka til Hammondhátíðar 2013!

Fylgist með á heimasíðu Hammondhátíðar og Facebooksíðu Hammondhátíðar.

Miðasala á Hammondhátíð 2013 hefst föstudaginn 15. febrúar á midi.is

07.02.2013

Félagsvist á föstudaginn

Við ætlum að spila félagsvist í Löngubúð föstudaginn 8. febrúar.

Við byrjum kl. 20:30.

Kvenfélagið Vaka

07.02.2013

Magnús og Jóhann bætast við dagskrá Hammondhátíðar

Þá er orðið ljóst hverjir munu leika á sunnudagstónleikum Hammondhátíðar í kirkjunni. Það eru engir aðrir en Magnús og Jóhann sem munu stíga á stokk ásamt Jóni Ólafssyni á Hammond.

Magnús Þór Sigmundsson og Jóhann Helgason þarf vart að kynna fyrir þjóðinni en þeir fögnuðu 40 ára starfsafmæli sínu árið 2011. Eftir þá félaga liggja fjölmörg lög sem eru stór hluti af íslenskri dægurlagasögu, lög eins og Álfar, Ást, Söknuður, Jörðin sem ég ann, Ástin og lífið, Dag sem dimma nátt, Yakety Yak, Þú átt mig ein, Í Reykjavíkurborg, Blue Jean Queen, Mary Jane, Seinna meir, Ísland er land þitt o.fl.

Þetta er því óhætt að segja að þetta sé glæsileg viðbót við þá dagskrá Hammondhátíðar sem búið var að kynna, en eins og kunnugt er munu Nýdönsk, Dúndurfréttir, Karlakórinn Trausti og FÍH bandið stíga á stokk á hátíðinni. Enn á eftir að ganga endanlega frá dagskrá fimmtudagsins.

Miðasala verður auglýst síðar.

Fylgist með framvindu á heimasíðu Hammondhátíðar og Facebooksíðu Hammondhátíðar.

06.02.2013

Dagur leikskólans

Dagur leikskólans er haldinn hátíðlegur í leikskólum landsins 6. febrúar ár hvert. Þetta er merkisdagur í íslenskri leikskólasögu því þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Tilgangurinn er að auka jákvæða umræðu um leikskólann, vekja umræðu um hlutverk leikskóla og starf leikskólakennara og kynna starfsemi leikskóla út á við.

Í tilefni dagsins, sem nú verður haldinn í sjötta sinn, mun mennta- og menningarmálaráðherra veita þeim sem þótt hafa skarað fram úr og unnið ötullega í þágu leikskóla og/eða leikskólabarna viðurkenninguna Orðsporið 2013.
Félagsmenn í Félagi leikskólakennara og Félagi stjórnenda leikskóla sendu inn tilnefningar til verðlaunanna til sérstakrar valnefndar. Hægt var að tilnefna einstakan leikskólakennara, kennarahóp, verkefni, leikskóla, leikskólastjóra, stefnumótun, skipulag, foreldrasamstarf, sérkennslu, forvarnir, sveitarfélag eða annað sem vel hefur verið gert og er til fyrirmyndar varðandi leikskólastarf og aðkomu að því. Valnefndin er skipuð fulltrúum mennta- og menningarmálaráðuneytis, Félags leikskólakennara, Félags stjórnenda leikskóla, Sambands Íslenskra Sveitarfélaga og Heimilis og skóla.

Allir sem koma að málefnum leikskólans á einn eða annan hátt eru hvattir til að halda degi leikskólans á lofti og fylgjast sérstaklega vel með starfsemi leikskóla þennan dag. Látum dag leikskólans verða okkur hvatning til að kynna okkur það mikilvæga starf sem þar fer fram.

Í verslun Samkaups-Strax á Djúpavogi má nú sjá sýningu af listaverkum sem nemendur hafa unnið að í vetur.  Við hvetjum alla til að leggja leið sína þangað og skoða þessi fallegu og skemmtilegu verkefnin.  Sýningin mun hanga uppi í nokkrar vikur.  HDH

Þorrablót 2013

Þorrablót leikskólans var haldið 25. janúar sl.  Byrjað var á balli kl. 10:00 þar sem farið var í hókí pókí, superman, fugladansinn og fleiri hreyfidansa.  Að því loknu fóru börnin á Kríudeild í jóga áður en maturinn byrjaði.  Krummadeild borðaði á sinni deild en Kríudeild borðaði saman með því að opna á milli deilda og salar.  Allur venjulegur þorramatur var í boði,súrt og ósúrt, hangikjöt, hákarl, hrútspungar, sviðasulta, svínasulta, súr hvalur, harðfiskur og margt fleira.  Börnin voru dugleg að smakka og voru nokkur sem fannst maturinn agalega góður á meðan önnur létu næga að smakka.  Ís var svo í eftirrétt. 

Allir að dansa

Verið að dansa makarena

Að smakka þorramatinn

Ís í eftirrétt

Fleiri myndir frá þorrablótinu eru hér

ÞS