Aðalvefur
Ríkið festir kaup á Teigarhorni
Í morgun var opinberuð aldeilis góð og stór frétt fyrir íbúa Djúpavogshrepps og reyndar landsmenn alla á vefsíðu Umhverfis- og auðlindaráðuneytis þar sem staðfest eru kaup ríkisins á Teigarhorni. Hér er á ferðinni mikil tíðindi sem ber í alla staði að fagna.
Um nokkuð langt skeið hafa fulltrúar sveitarfélagsins unnið að því að fá ríkisvaldið til að festa kaup á jörðinni Teigarhorni m.a. til að tryggja í sessi þau miklu náttúru- og menningarverðmæti sem þar er að finna. Jafnhliða vildu fulltrúar sveitarfélagsins tryggja aðra mikilvæga þætti sem skipta íbúa svæðisins gríðarlega miklu máli og má þar nefna vatnsverndarsvæði sveitarfélagsins og fl. Á næstu vikum munu mál varðandi jörðina skýrast frekar en sveitarfélagið vinnur nú með umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og viðkomandi stofnunum að því að móta framtíðarfyrirkomulag á jörðinni m.a. hver muni hafa umsjón með svæðinu. Til að upplýsa hér enn frekar þá hefur sveitarfélagið lýst áhuga á því að taka að sér umsjá með svæðinu með samningum við viðkomandi aðila, en þessir þættir skýrast betur á næstu vikum og munu liggja fyrir þegar jörðin verður formlega afhent ríkinu þann 15. apríl næstkomandi.
Fulltrúar sveitarfélagins munu upplýsa hér frekar um mál eftir því sem mál skýrast.
Sjá hér frétt frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu.
Til hamingju íbúar Djúpavogshrepps og landsmenn allir
Andrés Skúlson oddviti
Mynd AS
Mynd: AS
Djúpivogur fær ljósnet á árinu 2013
Samkvæmt þessari frétt þá er Djúpivogur einn 53 þéttbýlisstaða á landinu sem fá hið svokallaða ljósnet á árinu 2013.
Ljósnet er hraðasta internet-tenging sem völ er á hjá Símanum en skemmst er að minnast stækkunar símstöðvar hér á Djúpavogi sem átti sér stað um mitt ár 2012. Þá var eldri símstöð sem bauð upp á allt að 8 m/bs aflögð og ný símstöð sett upp sem færir okkur allt að 16 mb/s, auk Skjábíó og fjölmargra sjónvarpsstöða. Ljósnet býður upp á allt að 50 mb/s sem er rúmlega þreföldun á þeim hraða sem nú er í boði og rúmlega sexföldun þess hraða sem var í boði áður.
Það er því óhætt að segja að hlutirnir gerist hratt í þessum málum í orðsins fyllstu merkingu og að sjálfsögðu fögnum við þessum fyrirætlunum Símans.
Þess má geta að eins og staðan er í dag eru mánaðargjöld fyrir ljósnet almennt lægri en fyrir ADSL.
ÓB
Fatamarkaður
Er kominn tími á að poppa upp fataskápinn?
Ef svo er endilega kíktu þá við í Rauðakrosshúsinu að Mörk 12 laugardaginn 2. febrúar og sunnudaginn 3. febrúar.
Það verður ferlega spennandi fatamarkaður frá kl. 13:00-17:00 báða dagana.
Fullt af fallegum og góðum fatnaði og skóbúnaði.
Opið á kaffi KLINK
Allir velkomnir.
Frá nefndinni: Þorrablótið er á morgun
Æfingar fyrir Þorrablótið hafa staðið fram á nótt undanfarið en generalprufa fer fram í kvöld.
Sérstakur siðgæðisvörður nefndarinnar hefur séð ástæðu til að gera athugasemdir við nokkur atriði sem honum þóttu of djörf og ekki boðleg á blótinu. Sérstaklega hafa þeir Emil, Haukur og Ágúst þótt djarfir. Á meðfylgjandi mynd má sjá hvar er að lesa yfir þeim vegna sérstaklega grófs atriðis sem þurfti að skrifa upp á nýtt. Eins og sjá má tekur Emil vel eftir, Haukur skammast sín en Ágústi gæti ekki verið meira sama !
Nefndin
Ávaxtamót ÚÍA og Loðnuvinnslunnar
Í frjálsum íþróttum verður haldið í íþróttahúsinu áFáskrúðsfirði Laugardaginn 26. janúar.
Húsið opnar kl.11:30 og keppni hefst kl:12:00.
Mótið er fyrir 10 ára og yngri ogkjörið tækifæri til að kynnast frjálsum íþróttum. Keppt verður í langstökki án atrennu, boltakasti, spretti og þrautabraut. Keppnisgjald er 500 kr. óháð greinafjölda.
Allir fá þátttökuverðlaun.Skráning fer fram á skrifstofu UÍA í síma 471-1353,í tölvupósti á uia@uia.is eða á staðnum áður en keppni hefst. Við hvetjum foreldra til að mæta með sín börn og taka þátt. Þeir keppeendur sem eru félagar í Neista greiða ekki þátttökugjald heldur mun Ungmennafélagið sjá um þær greiðslur.
Stjórn Neista.
Frá nefndinni - síðasti dagur í forsölu er í dag (mynd)
Mikil leynd hefur ríkt um þau atriði sem tekin verða fyrir á Þorrablótinu á laugardaginn. Útsendara heimasíðunnar tókst að ná mynd af nokkrum leikmunum á æfingunni í gærkvöldi þar á meðal þessum brjóstum. Ekki er ljóst til hvers þau verða notuð en þeir sem vilja komast að því eru hvattir til að mæta.
Síðasti dagur í forsölu er í dag.
Nefndin.
Frá þorrablótsnefndinni
Þorrablótsnefndin hefur æft stíft undanfarna daga. Þótt ólíklegt megi virðast reyndist ótrúlega margt hæfileikafólk í nefndinni. Sigurjón Stefánsson hefur til dæmis komið á óvart með sinni tæru og hreinu söngrödd. Konurnar í nefndinni og jafnvel einstaka karlmenn hafa fellt tár í tilfinningaríkustu köflunum í verki þar sem hann syngur eitt aðalhlutverkið. Þessi mynd er tekin á æfingu í gær.
Blótið er á laugardaginn og opnar húsið kl. 19:00. Forsala aðgöngumiða er á hótelinu en síðasti dagur í forsölu er fimmtudagurinn 24. janúar.
Nefndin
Bakkabúð auglýsir
Bakkabúð verður lokuð á morgun, miðvikudaginn 23. janúar.
Bakkabúð
Langabúð auglýsir
Langabúð óskar eftir að ráða til sín starfsfólk í sumarvinnu á kaffihúsið. Einnig er laust til umsóknar starf safnvarðar.
Frekari upplýsingar gefur Rán í síma 863-4303 eða ran@ran.is
ÓB
Í mötuneytinu
Meðfylgjandi myndir voru teknar í mötuneyti Grunnskólans, sem starfrækt er á Hótel Framtíð. Eins og gefur að skilja er oft mikið sem gengur á þegar gefa þarf 40 börnum að borða - svo þarf líka að syngja afmælissönginn þegar svo ber undir en þennan dag átti Anna Jóna Eðvarðsdóttir 7 ára afmæli.
Myndirnar má skoða með því að smella hér.
ÓB
Frá Löngubúð
Engin félagsvist verður í kvöld.
Næsta félagsvist verður föstudaginn 1. febrúar nk.
Golfklúbbur Djúpavogs
Starfsmann vantar í leikskólann
Leikskólakennara vantar í Leikskólann Bjarkatún, afleysingar vegna fæðingarorlofs. Tímabilið sem um ræðir er 11. febrúar – 31. maí 2013. Vinnutími er 8:00 – 14:00 Ef enginn menntaður leikskólakennari sækir um verður ráðið inn í húsið með tilliti til menntunar, reynslu og þess hvernig viðkomandi starfsmaður nýtist sem best í þau störf sem fyrir liggja. Umsóknarfrestur er til 15:00 þann 25. janúar 2013. Hægt er að senda inn umsóknir á netfangið: skolastjori@djupivogur.is, einnig má hringja í skólastjóra í 478-8832 eða 899-6913. Skólastjóri
Auglýsing vegna úthlutunar byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2012/2013
Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um byggðakvóta til fiskiskipa fyrir eftirtalin byggðarlög skv. Ákvæðum reglugerðar nr. 628/2012 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2012/2013 Auk reglugerðarinnar er vísað til sérstakra úthlutunarreglna í neðanskráðum byggðalögum sbr. auglýsingu nr. 2/2013 í Stjórnartíðindum Umsóknum skal skilað til Fiskistofu á eyðublaði sem er að finna hér. Umsóknum þarf að fylgja samningur við vinnslu á eyðublaði sem er að finna hér. |
Spilavist fellur niður í kvöld
Af óviðráðanlegum orsökum fellur fyrirhuguð spilavist niður í Löngubúð í kvöld.
Golfklúbbur Djúpavogs
Sveitarstjórn: Fundargerð 10.01.2012
Hægt er að nálgast fundargerðina með því að smella hér.
ÓB
Sveitarstjórn: Fundarboð 10.01.2013
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundarboð 10.01.2013
33. fundur 2010 – 2014
Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 10. janúar 2013 kl. 16:00.
Fundarstaður: Langabúð.
Dagskrá:
1. Fundargerðir
a) Framkvæmdastjórn Skólaskrifstofu Austurlands, dags. 20. nóvember.
b) Skólaskrifstofa Austurlands, dags. 23. nóvember 2012.
c) Heilbrigðisnefnd Austurlands, dags. 12. desember 2012.
d) Héraðsskjalasafn Austfirðinga, dags. 18. desember 2012.
e) Cruise Iceland, dags. 27. apríl 2012.
f) Samtök sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 11. desember 2012.
g) Samband íslenskra sveitarfélaga, dags. 12. desember 2012.
2. Erindi og bréf
a) SBU, dags. 2. janúar 2013.
3. Almenningssamgöngur
4. Sérstakar húsaleigubætur
5. Skýrsla sveitarstjóra
Djúpavogi, 8. janúar 2013;
sveitarstjóri
Úthlutun úr Styrktar- og menningarsjóði Sparisjóðs Vestmannaeyja
Meðfylgjandi er fréttatilkynning og myndir frá Sparisjóðnum vegna úthlutunar úr Styrktar- og menningarsjóði Sparisjóðsins 2012. Skógræktarfélag Djúpavogs hlaut viðurkenningu í þetta skiptið og voru það Guðlaugur Birgisson og Vigdís Guðlaugsdóttir sem tóku við henni fyrir hönd Skógræktarfélagsins:
Sparisjóðurinn úthlutaði úr Styrktar- og menningarsjóði Sparisjóðs Vestmannaeyja, í fimmta skipti þann 29. nóvember s.l.
Við hittumst hér í sparisjóðnum á Höfn og áttum góða stund saman.
Dagskráin var þannig að 2 ungir hljóðfæraleikarar, Þorkell Ragnar og Ármann Örn, léku fyrir okkur á hljómborð og gítar, meðal annars frumsamin lög.
Við afhentum viðurkenningar til 3ja aðila að þessu sinni og einnig skrifuðum við undir áframhaldandi samstarfssamning við Golfklúbb Hornafjarðar til næstu 3ja ára.
Þessir aðilar fengu viðurkenningu og styrk:
Nemendafélag FAS
Skógræktarfélag Djúpavogs
Björgunarsveitin Eining á Breiðdalsvík
Á eftir var boðið upp á veitingar, snittur og nýlagað kaffi að hætti okkar í sparisjóðnum.
Anna Halldórsdóttir
forstöðum. Sparisjóðsins
Neðar á síðunni má sjá nánar um þá sem fengu styrkveitingu
Skógræktarfélag Djúpavogs
Hálsaskógur er sannkallaður sælureitur, sem lætur ekki mikið yfir sér frá þjóðveginum séð. Fyrir 60 árum var Skógræktarfélag Djúpavogs stofnað og hefur félagið verið ötult í gróðursetningu allar götur síðan. Auk fallegs gróðurs, skartar skógurinn góðum göngustígum og þar er líka að finna bekki og borð sem nýtast vel til útivistar í veðursælum skógarlundinum, sem er staðsettur í um 2ja km fjarlægð frá, hinu fallega bæjarstæði, Djúpavogi. Hálsaskógur var formlega vígður sem“ Opinn skógur“ í júní 2008. Ég vitna hér í grein frá Skógræktarfélagi Íslands:
„Ýmsir áhugaverðir staðir eru í og við Hálsaskóg. Álfheiðarskúti er hellir rétt fyrir ofan skóginn. Dregur hann nafn sitt af ungri stúlku, sem árið 1627 tókst að sleppa frá ræningjum „Tyrkja“ (sem reyndar voru frá Marokkó) með því að fela sig í hellinum. Gatklettur ber nafn sitt af tveimur samsíða götum, sem tengja jarðmyndunina og skóginn, en götin eru leifar af trjástofni sem varð fyrir hrauni.
Bergið á svæðinu er frá síð-míosen tíma (8,5-10 milljón ár) og á þeim tíma uxu þar ýmsar tegundir barr- og lauftrjáa, en líklegast er að barrtré hafi myndað götin, vegna þess hversu bein þau eru. Í skóginum má einnig finna tóftir, fjárrétt og fallega kletta“.
Skógræktarfélag Djúpavogs hefur unnið að stöðugri uppbyggingu skógarins í 60 ár og af því tilefni sendum við okkar bestu afmæliskveðjur í Hálsaskóg. Megi hann stækka og dafna á ókomnum árum og verða íbúum og gestum á svæðinu áframhaldandi gleðigjafi.
Nemendafélag FAS
Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) fagnar 25 ára afmæli skólans á þessu ári. Einn af viðburðum ársins var nýstárleg sýning á leikverkinu „Átta konur“ en það var samstarfsverkefni Leikhóps FAS og Leikfélags Hornafjarðar.
Nemendur skólans hafa mest um það að segja hvernig tekst til að halda uppi öflugu og fjölbreyttu félagslífi. Það er augljóst að þetta ár hefur verið viðburðaríkt. Ekki er hægt að gera öllum þáttum skil en þess skal getið að 12 klúbbar voru stofnaðir í ársbyrjun og viðburðir voru fjölmargir. Þar má nefna kaffihúsakvöld, þorrablót, stelpu/konukvöld, handboltamót, FÍFA mót, RockBand mót, öskudagsball fyrir börn sveitarfélagsins, útvarpsútsendingar og árshátíð, svo dæmi séu tekin. Skólahúsnæðið var nýtt undir flesta þessa viðburði og mæltist það vel fyrir.
Það vill stundum gleymast að þakka unga fólkinu það sem vel er gert. Nemendafélag FAS er vel að því komið að fá viðurkenningu fyrir öflugt félagslíf í skólanum sínum og sendum við skólanum og nemendum hans góðar kveðjur og framtíðaróskir.
Björgunarsveitin Eining
Árið 1950 bar boðað til fundar í samkomuhúsinu á Heydölum. Tilefni fundarins var stofnun slysavarnardeildar í Breiðdal. Fjörutíu manns sóttu fundinn.
Á þessum 60 árum hefur starfið þróast og breyst eins og gefur að skilja.
Félagið hélt í samráði við ungmennafélagið samkomu á 17. júní árið 1952 og við það tilefni flutti formaður deildarinnar ávarp sem hér verður gripið niður í:
„Heiðruðu samkomugestir!
Þetta er í fyrsta sinn sem slysavarnardeildin Eining boðar til samkomu og þykir okkur, sem að henni stöndum, mikils um vert að vel megi takast. Slysavarnarmálin eru eitt af því fáa, sem íslenska þjóðin sameinast einhuga um og því hefur svo mikið áunnist til góðs í þeim málum á síðari árum og sannast þar sem víðar hið fornkveðna: „Sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér.“"
Í dag, rúmlega 60 árum síðar, getum við flutt þennan sama texta við þetta tækifæri og hvert orð, er orð að sönnu.
Það er því heiður að fá að afhenda þessa viðurkenningu enda er björgunarsveitin Eining einn af mörgum hlekkjum í stórri keðju Slysavarnarfélagsins Landsbjargar.
Djúpavogshreppur auglýsir: Félagsleg íbúð, laus til umsóknar
Íbúðin að Borgarlandi 40 er laus til umsóknar.
Staðsetning: Byggð: Herb.: Stærð: Laus:
Borgarland 40 1990 3 109,6m2 28 jan.
Umsóknarfrestur er til kl. 16:00, mánudaginn 21. janúar 2013.
Upplýsingar og eyðublöð fást á skrifstofu Djúpavogshrepps.
Eyðublöð má einnig nálgast hér á heimasíðu Djúpavogshrepps.
Sveitarstjóri
Þrettándagleði
Þrettándagleði verður haldin sunnudaginn 6. janúar kl. 16:00. Gengið verður frá Kirkjunni inná Hermannastekka þar sem kveiktur verður varðeldur og sungið, auk þess sem kynjaverur fara á stjá og flugeldar verða tendraðir. Mætum vel klædd með endurskinsmerki, stjörnuljósin og góða skapið.
Þrettándanefndin
Mest lesnu fréttir ársins 2012
Þá er komið að því að birta lista yfir mest lesnu fréttir ársins 2012. Þessar upptalningar virðast mælast vel fyrir því í raun var mest lesna fréttin 2012 Mest lesnu fréttirnar 2011. Sú frétt var þó ekki gjaldgeng á listann og ekki heldur auglýsingar og tilkynningar.
Hægt er að smella á hverja frétt fyrir sig til að skoða nánar.
ÓB
1. Strandveiði
2. Við höldum áfram að fjölga okkur
3. Húsris
4. Gjöf
5. Öxi
6. Strákarnir okkar
7. Húsris
8. Vel gert hjá Ölfu að komast á þennan lista, frétt í lok desember
9. Langþráð malbikun
10. Heimsfrægð
11. Átaksverkefni og átakaverkefni
12. Sauðburður
13. Hammond
14. Heiður þeim sem heiður ber
15. Ungur og efnilegur
16. Rödd Djúpavogs
17. Bíó
18. Hammond
19. Ugnius
20. Gjöf
21. Tröllkonurnar okkar
22. Heimsfrægð
23. Ekki týndur
24. Húsris
25. Heimsfrægð