Djúpivogur
A A

Aðalvefur

Frá Ellý Maríu hárgreiðsludömu

Af óviðráðanlegum orsökum fellur niður áður auglýstur viðverutími Ellýjar Maríu hárgreiðsludömu, en hún ætlaði að vera hér að klippa á Helgafelli á morgun, laugardag. Þess í stað kemur hún laugardaginn 4. febrúar nk.

Tímapantanir í síma 860-8063.

ÓB

27.01.2012

Auglýsing frá Arfleifð

Smellið á auglýsinguna til að sjá hana stóra.

 

 

 

 

 

 

27.01.2012

Auglýsing vegna úthlutunar byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2011/2012

Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um byggðakvóta til fiskiskipa fyrir eftirtalin byggðarlög skv. Ákvæðum reglugerðar nr. 1182/2011 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2011/2012

Grundarfjarðarbær (Grundarfjörður)
Borgarfjarðarhreppur (Borgarfjörður eystri)
Seyðisfjörður
Breiðdalshreppur (Breiðdalsvík)
Djúpavogshreppur (Djúpivogur)

Umsóknum skal skilað til Fiskistofu á eyðublaði sem er að finna hér.  Umsóknarfrestur er til og með 10. febrúar 2012.

Fiskistofa, 26. janúar 2012

26.01.2012

Fólk vantar til starfa fyrir Neista

Aðalfundur Neista er fyrirhugaður í lok febrúar og nú þegar ljóst að meirihluti núverandi stjórnar mun ekki gefa kost á sér aftur.  Áhugasömu fólki er því bent á að láta vita af sér við núverandi stjórnarmeðlimi eða á neisti@djupivogur.is.

Starfið innan Neista er ávallt skemmtilegt og gefandi og sérstaklega gaman að taka þátt í að móta íþróttastarf barnanna sem hefur verið í miklum blóma undanfarin ár.

Stjórnin

26.01.2012

Íþróttasprell hjá 0. - 2. bekk

Hefð er fyrir því að elstu nemendur leikskólans heimsæki grunnskólann síðasta árið sitt í leikskólanum.  Mjög gott er að byrja aðlögun barnanna sem fyrst þannig að þau verði búin að kynnast sem flestum þáttum grunnskólans þegar þau hefja skólastarið 6 ára gömul.

Sl. mánudag fóru þau í heimsókn í íþróttatíma með nemendum 1. og 2. bekkjar.  Verður farið annan hvorn mánudag í allan vetur og fylgir starfsmaður af leikskólanum börnunum í íþróttahúsið og aðstoðar við tímann þar. 

Á mánudagsmorguninn mættu börnin mjög spennt í leikskólann, öll tilbúin með íþróttatöskurnar sínar og klár í slaginn.  Eins og sést á meðfylgjandi myndum þá gáfu þau eldri börnunum ekkert eftir í fimi og lipurð og höfum við fengið fregnir af því að foreldarnir hafi fengið íþrótakennslu þegar komið var heim. 

Myndir frá fyrsta íþróttatímanum eru hér.

HDH

Forsala á Þorrablótið hefst í dag

Meðfylgjandi er auglýsing frá Hótel Framtíð í tengslum við Þorrablót Djúpavogsbúa 2012.

Smellið á auglýsinguna til að stækka hana.

ÓB

 

 

 

 

 

 

 

25.01.2012

Frá bókasafninu

Var að taka upp nýjar bækur, bæði fyrir börn og fullorðna.  Allir alltaf velkomnir á bókasafnið. 
Opnunartími er sem hér segir:  þriðjudagar frá 17:00 - 19:00 og fimmtudagar frá 18:00 - 20:00.
 

Bókasafnsvörður

Mælingar í heilsuátaki

Sævar og Heiðrún verða með  fitu- og ummálsmælingar í íþróttahúsinu á laugardaginn 28. janúar, fyrir þá sem hafa áhuga að fylgjast með árangri sínum þennan átaksmánuð. Þau koma svo aftur eftir mánuð og til að mæla.  Verð aðeins 2500 kr. Áhugasamir senda mail á saevar.rafns@gmail.com

Þau munu einnig kynna Smartshake sem þau eru með á sölu:
Smart shake er frábær nýjung á Íslandi fyrir fólk sem vill koma reglu á næringuna. Tilvalið í ræktina, útivistina, vinnuna og heima við. Smart shake er þinn besti vinur þegar kemur að því að halda vel utan um næringuna yfir daginn
25.01.2012

Þorrablót á leikskólanum

Hefð er fyrir því að halda Þorrablót á leikskólanum.  Ekki var brugðið út af þeirri venju í ár og fór blótið nokkuð vel fram.  Byrjað var á dansleik, þar sem hefðbundin leikskólalög voru spiluð auk þess sem Justin Bieber fékk að taka nokkra slagara við misjafnan fögnuð þeirra sem á hlýddu.  Að balli loknu var farið í slökun til að safna kröftum fyrir átið og lásu börnin bækur til að róa sig niður eftir tjúttið.  Starfsfólkið opnaði milli deilda og raðaði borðunum upp í langborð þannig að allir gætu nú verið saman í partýinu.  Þorramaturinn var síðan á borð borinn og að því loknu var ís í eftirmat.  Myndir frá þessum skemmtilega degi eru hér.  HDh

Efnafræðingar framtíðarinnar

Nemendur í 8. - 10. bekk eru að ljúka efnafræðinámi við grunnskólann. Oft hafa verið gerðar tilraunir og sú síðasta fólst í því að skoða hvað gerist þegar hjartarsalt er hitað. Húsmæður vita vel að hjartarsalt er lyftiefni en efnafræðingarnir komust að því að þær lofttegundir (lyftitegundir) lykta ekki vel og fór lyktin misjafnlega í nemendur. Hjartarsaltið skoppaði á skeiðinni og lyktin gaus upp. Við nánari athugun fundu nemendur líka raka (vatn) í efninu.  Myndir eru hér

LDB

Febrúarblað Bóndavörðunnar

Bóndavarðan kemur næst út fimmtudaginn 2. febrúar nk. Skilafrestur á greinum eða auglýsingum í blaðið er fimmtudagurinn 26. janúar nk. Þeir sem hafa áhuga á að skila inn efni eða kaupa aulýsingu er bent á að hafa samband á netfangið: 
bondavarðan@djupivogur.is eða í síma 478 8228.

Verðskrá auglýsinga er sem hér segir:
Heil síða 10.000.-
Hálf síða 5.000.-
Fjórðungur af síðu 2.500.-

Blaðinu er dreift til allra íbúa og fyrirtækja í sveitarfélaginu en auk þes býðst áhugasömum utan sveitarfélagsins að gerast áskrifendur að blaðinu en áskriftin kostar 3.000 kr. Hægt er að kaupa áskrift með því að senda póst á netfangið bondavarðan@djupivogur.is

HRG

20.01.2012

Sveitarstjórn: Fundargerð 19.01.2012

Hægt er að nálgast fundargerðina með því að smella hér

20.01.2012

Frá Löngubúð

Opið verður í Löngubúð laugardagskvöldið 21. janúar frá kl. 21:00

Langabúð

19.01.2012

Heilsuátak íþróttamiðstöðvar Djúpavogs og Samkaupa

Þann 25. janúar byrjum við á eins mánaðar hvatningarátaki til þess að koma okkur af stað í átt að heilbrigðari lífstíl. Átakið er algjörlega einstaklingsmiðað út frá hverjum og einum, öll hreyfing telur, hvort sem mætt er í skipulagða tíma, sund, þreksal, göngur, hlaup, hjól eða annað. Það sem þið þurfið að gera er að skrá ykkur í ÍÞMD fyrir 25. janúar og eftir það skrá alla íþróttaiðkun ykkar þennan mánuð hjá starfsmönnum íþróttamiðstöðvarinnar.

Einu kröfurnar er varðar þátttöku í átakinu eru þær að viðkomandi þarf að skrá sig og mæta í hreyfingu að lágmarki þrisvar í viku á tímabilinu.

Þeir sem taka þátt í átakinu fá 25% afslátt af ferskum ávöxtum og grænmeti hjá Samkaup-Strax á Djúpavogi. Vinningar verða svo veittir fyrir 3 efstu sætin frá Íþróttahúsinu og Samkaupum. Þeir sem ætla að taka þátt geta byrjað að skrá sig miðvikudaginn 18. janúar og þann 25. janúar hefst skráning á allri hreyfingu og þá verður einnig afhent afsláttarkort hjá Samkaup í íþróttamiðstöðinni.

Bestu kveðjur Íþróttahús Djúpavogs og Samkaup-Strax 

18.01.2012

Sveitarstjórn: Fundarboð 19.01.2012

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps:  Fundarboð  19.01.2012

Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn. 19. janúar  2012  kl. 16:00. Fundarstaður: Geysir.

Dagskrá:

1.    Fjárhagsleg málefni

a)    Þriggja ára áætlun.
b)    Lánasjóður sveitarfélaga.
c)    Staða innheimtumála.

2.    Fundargerðir

a)    FMA, dags. 4. janúar 2012
b)    HHN, ódags.
c)    Stjórn SSA, dags. 12. desember 2011.
d)    Samstarfsnefnd SSA, dags. 14. desember 2011.
e)    Samgöngunefnd SSA, dags. 14. desember 2011.
f)    Heilbrigðisnefnd Austurlands, dags. 14. desember 2011.
g)    Samband íslenskra sveitarfélaga, dags. 16. desember 2011.
h)    Hafnasamband Íslands, dags. 18. nóvember 2011.
i)    Héraðsskjalasafn Austfirðinga, dags. 4. janúar 2012.

3.    Erindi og bréf

a)    Eðvald Ragnarsson, dags. 19. desember 2011.
b)    Héraðsskjalasafn Austfirðinga, dags. 30. desember 2011.
c)    Ungmennafélag Íslands, dags. 3. janúar 2012.
d)    Stjórn SSA, dags. 10. janúar 2012.

4.    Samkomulag um brunavarnir

5.    Byggðakvóti

6.    Héraðsdómur Austurlands - Stórhóll

7.    Skýrsla sveitarstjóra



Djúpavogi 17. janúar 2012;
Sveitarstjóri

17.01.2012

Spilavist í Löngubúð

Byrjað verður að spila föstudaginn 20. janúar kl 20:30 í Löngubúð.

17.01.2012

Fyrsti sigur Neista í Bólholtsbikarnum

Körfuboltalið Neista gerði góða ferð í Brúarás síðastliðinn laugardag. Þar mættu okkar menn liði Ássins í hörku körfuboltaleik og höfðu sigur 53-47.  Næsti leikur Neista verður hér heima við lið Einherja og að öllum líkindum verður hann háður laugardaginn 28. janúar.

Þá viljum við benda á heimasíðu Bólholtsbikarsins, en þar er hægt að fylgjast með dagsetningum leikja og úrslitum.

SDB



16.01.2012

Íþróttamiðstöðin lokuð á morgun, laugardag

Vakin er athygli á að Íþróttamiðstöðin/sundlaugin verður lokuð á morgun, laugardag. 

                                                                                       Forstöðm.ÍÞMD

13.01.2012

Félagsþjónustan með viðveru á Djúpavogi

Félagsþjónustan verður með viðveru í Geysi fimmtudaginn 19. janúar nk.

Hægt er að panta tíma 4 700 705.

ÓB

12.01.2012

Mest lesnu fréttir ársins 2011

Hér að neðan má sjá lista yfir 20 mest lesnu fréttir Djúpavogssíðunnar árið 2011.

Hægt er að smella á hverja frétt fyrir sig til að skoða í heild sinni.

ÓB

 

 

 

 

 

 

1. Skúli Andrésson fór mikinn á árinu.

 


2. Ágústa heldur áfram að gera góða hluti

 


3. Gömlu myndirnar vekja alltaf mikla hrifningu

 


4. Skúli Ben hlýtur að verða gerður að heiðurslistamanni árið 2012

 

 


5. Mögnuð mynd Skúla Andrésar um Rabba vakti mikla athygli

 


6. Sviðamessan á sínum stað

 


 

7. Gott málefni fékk góðar móttökur á Djúpavogi

 


8. Þetta var skemmtilegt

 


9. Júróvisjónæði

 


10. Við hrekktum óþarflega marga með þessari fyrirsögn - sorrí

 


11. Áfram Álftafjörður

 


12. Þeim væri nær að vera í vinnunni, þessum andsk'*'*

 


13. Góður og þarfur fundur

 


14. Skriðuföll...

 


15. Blíða

 


16. Vel heppnuð Aðventuhátíð

 


17. Vel heppnaður þjóðhátíðardagur

 


18. Strákarnir okkar

 


19. Albert Jensson sýndi á sér nýja hlið

 


20. Eins og við höfum oft sagt: Þær eru dásamlegar Kvenfélagskonurnar okkar

09.01.2012

Þrettándinn 2012

Þrettándanum var fagnað á Djúpavogi í blíðskaparveðri. Farin var blysför frá kirkjunni að brennunni á Hermannastekkum. Þar var sungið og trallað, jólasveinarnir litu við og SVD Bára stóð fyrir flottir flugeldasýningu.

Meðfylgjandi myndir tók Andrés Skúlason.

ÓB

07.01.2012

Þrettándinn á Djúpavogi

Sjá meðfylgjandi auglýsingu frá þrettándanefndinni.

 

 

 

 

 

 

 

 

06.01.2012

Splitt og spíkat

Í dag kl. 17:00 mun hópurinn splitt og spíkat hefja sprikl að nýju í íþróttahúsinu. Allir að mæta og hrista af sér jólasteikina!

05.01.2012

Atvinna í boði

Skipstjóra vantar á Papeyjarferjuna, Gísla í Papey, komandi sumar. Viðkomandi þarf að hafa tilskilin réttindi í starfið. Nánari upplýsingar eru gefnar í síma 478 8183/478 8119/ 8661353.

HRG

05.01.2012

Pizzahlaðborð á Þrettándanum

Sjá meðfylgjandi auglýsingu frá Hótel Framtíð.

 

 

 

 

 

 

 

04.01.2012

Ísland allt árið

Auglýst er eftir umsóknum í þróunarsjóð á sviði ferðamála sem ætlað er að styrkja ferðaþjónustu utan háannatíma eða allt árið, í samræmi við áherslur Ísland, allt árið sem er markaðsverkefni iðnaðarráðuneytis, Icelandair, SAF, Reykjavíkurborgar, Landsbankans, SVÞ og Iceland Express.  

Hvatt er til samstarfsverkefna, þriggja eða fleiri fyrirtækja, sem geta haft veruleg áhrif á lengingu ferðamannatímans á viðkomandi svæði. Lögð er áhersla á samstarfsverkefni en það er ekki forsenda fyrir stuðningi.  

Umsóknarfrestur er til 10. janúar 2012 og er gert ráð fyrir að afgreiðslu verði lokið í febrúar 2012. Umsóknir skal senda í gegnum umsóknarkerfi Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Nánari upplýsingar hér.

Ef þið eruð með hugmynd að verkefni sem gæti lengt ferðamannatímann er um að gera að sækja í þennan sjóð. Hægt er að fá aðstoð hjá ferða- og menningarmálafulltrúa virka daga frá 8:00-12:00, netfang: helgarun@djupivogur.is og sími: 4788228.

HRG