Aðalvefur
Kveðja frá Bakkabúð
Bakkabúð óskar Djúpavogsbúum og öðrum viðskiptavinum gæfuríks komandi árs og þakkar fyrir viðskiptin á liðnu ári.
Áramótabrennan 2011
Kveikt verður í áramótabrennunni á Hermannastekkum kl. 20:30 á gamlárskvöld. SVD Bára mun sjá um flugeldasýningu.
Golfklúbbur Djúpavogs og Djúpavogshreppur
Úrslit í piparkökuhúsasamkeppninni
Á Þorláksmessu voru veitt verðlaun fyrir flottasta piparkökuhúsið í piparkökuhúsasamkeppni Djúpavogs. Að þessu sinni bárust aðeins þrjú hús en þau voru öll mjög flott og það var vandaverk fyrir dómnefndina að velja það flottasta. En að lokum var samþykkt að velja hús Bjarna Tristans sem flottasta húsið. Við þökkum þeim sem tóku þátt, eins Samkaup sem veitti aðstöðu og verðlaun, sem var 5000 kr. gjafabréf.
HRG
Sigurvegarinn Bjarni Tristan ásamt dómnefnd
Hús Hugrúnar Malmquist
Hús Auðbjargar á Hvannabrekku
Flugeldasala Björgunarsveitarinnar Báru
Meðfylgjandi er auglýsing frá Björgunarsveitinni Báru um flugeldasölu. Salan stendur yfir dagana 29. des. frá 17:00-22:00, 30. des. frá 15:00-22:00 og 31. des. frá 10:00-15:00 í Sambúð.
HRG
Frá Bakkabúð
Bakkabúð verður opin miðvikudaginn 28.des. frá kl. 16:00 - 18:00.
HRG
Helgihald í Djúpavogshreppi
Aftansöngur í Djúpavogskirkju á aðfangadagskvöld kl. 18.00
Hátíðarguðþjónusta í Berufjarðarkirkju á 2. jóladag kl. 13.00
Hátíðarguðsþjónusta í Hofskirkju á 2. jóladag kl. 17.00
Sóknarprestur
Samkeppni um fallegasta piparkökuhúsið
Í dag, Þorláksmessu mun dómnefnd mun skera úr um hver gerir flottasta húsið. Verðlaunin verða veitt kl. 16:00 í Samkaup-Strax.
HRG
Skötuhlaðborð
Skötuhlaðborð verður Við Voginn á þorláksmessu í hádeginu.
HRG
Lokað á skrifstofu Djúpavogshrepps í dag
Skrifstofa Djúpavogshrepps verður lokuð eftir hádegi 21. desember vegna jarðarfarar.
Íþróttamiðstöð - jól og áramót
Íþróttamiðstöð - jól og áramót.
Þorláksm. föstud. 23.des.
opið 10:00 - 15:00
Aðfangadagur - lokað
Jóladagur - lokað
Annar í jólum - lokað
Gamlársdagur laugard.30 des. - lokað
Nýársdagur - lokað
Gleðileg jól
Skemmtilegt bréf frá Þýskalandi
Þegar ég mætti til vinnu í morgun var brúnt umslag á borðinu mínu. Á því var blár miði sem á stóð: PRIORITAIRE, PARAVION. Utan á umslaginu stóð:
Grunnskóli Djúpivogur
-skólastjóri eða staðgegill-
ÍS - 765 Djúpivogur
Island
Ísland
Eins og lög gera ráð fyrir opnaði ég umslagið. Inni í því var kort og var búið að stinga mörgum ljósmyndum inn í kortið. Í kortinu stóð þetta:
Dr. Ernst-Friedrich Krauss
Im Alten 7
D 79539 Lörrach
Lörrach, 09. desember 2011
Góðu krakkar minir grunnskólans í Djúpuvogi!
Kannski munið þið eftit því?
Í byrjun september í ár var ég í gönguferð í Djúpuvogi á litlum sjónarhól. Ég för framhjá skólanum. Klukkan var tólf og skólinn var búinn. Nemendurnir voru að fara úr skólanum. Dökkhærður strákur spurði mig á ensku: "Hvað heitirðu? Og hvadan ertu?" Ég svarði: "ég heiti Ernst, ég er Þjóverji." Strákurinn gladdist og kallaði til bekkjarfélaganna sinn: "Komiði! Hérna er Þjóðverji! Það er gaman! Ég var þegar umkringdur af mörgum litlum íslendingum. Auðvitað tóku krakkinir eftir því, að ég tala bara lítið í íslensku. Þessvegna reyndu krakkarnir kenna mér svolítið í íslensku, þessvegna t.d. að telja og svarið að "takk fyrir" - "gerið svo vel".
Þetta var ein af skemmtilegustu reynslum mínum á Ísland. Ég mun aldrei gleyma og hugsa oft til Djupivogs og til glöðu nemendanna grunnskólans. Takk fyrir!
Ég hef tekið nokkrar ljósmzndir og sendi ykkur þær.
Ég óska ykkur, fjölskyldum ykkar og kennörunum ykkar skemmtilegrar aðventutiðar, gleðilegrur jóla og farsæls komandi árs 2012!
Bestu kveðjur
Ernst-Friedrich Krauss
Börnin sem hittu þennan almennilega Þjóðverja voru: Mark, Matti, Anna, Katla, Íris, Camilla, Aldís, Elísa, Laura, Natalía, Ísold og Lilja. Þessi börn fá sendar ljósmyndir heim. HDH
Bakpokar til sölu hjá Neista
Neisti hefur til sölu bakpoka í Neistalitunum. Bakpokarnir kosta 3000kr. og hægt er að nálgast þá í íþróttahúsinu á morgun laugardag og þriðjudag og fimmtudag í næstu viku.
Umf. Neisti
Sveitarstjórn: Fundargerð 15.12.2011
Hægt er að nálgast fundargerðina með því að smella hér
Styrktartónleikar á Hótel Framtíð
Laugardaginn 17. desember ætlar Tónleikafélag Djúpavogs að halda tónleika til styrktar fjölskyldu Jóns Ægis Ingimundarsonar.
Tónleikarnir munu fara fram á Hótel Framtíð og hefjast kl. 21:00
Á efnisskránni verða vinsæl dægurlög sem meðlimir Tónleikafélagsins hafa valið a f kostgæfni og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.
Aðgangseyrir 1.000 kr., 500 kr. fyrir börn yngri en 16 ára. Frjáls framlög.
Ath. að yngri en 18 ára skulu vera í fylgd með fullorðnum.
Þeim sem ekki sjá sér fært að mæta en vilja sýna stuðning er bent á áður stofnaðan styrktarreikning, 1147-05-400945, kt. 300674-2169.
Jólaball fyrir alla
Djúpavogsskóli og Hótel Framtíð vilja minna alla íbúa á jólaballið sem fer fram á Hótel Framtíð, á morgun, föstudaginn 16. desember. Ballið hefst klukkan 11:00 og því lýkur klukkan 12:00. Nemendur úr tónskólanum sjá um undirspil, nemendur úr grunnskólanum sjá um forsöng. Allir velkomnir. HDH
Jólatónleikar tónskólans
Jólatónleikar tónskólans voru haldnir í Djúpavogskirkju í gær. Að vanda voru tónleikarnir mjög vel heppnaðir og margir snillingar stigu á stokk. Sérstaklega er gaman að fylgjast með þeim sem eru að byrja tónlistarnámið sitt og síðan þeim sem eldri eru að spila saman í "litlum hljómsveitum." Flest lögin voru jólalög en nokkrir "rokkslagarar" í rólegri kantinum fengu að fylgja með. Dagskráin endaði á því að samsöngskórinn flutti tvö lög.
Við þökkum Andreu og József kærlega fyrir frábæra tónleika. Meðfylgjandi myndir tók Lilja Dögg. HDH
Jóla-& áramótaopnun Samkaup -Strax
Þorláksmessa : 11:00 – 22:00
Aðfangadagur: 10:00 – 12:00
Jóladagur: Lokað
Annar í Jólum: Lokað
27.des – 30.des: 10:00 – 18:00
Gamlársdagur: 10:00 – 12:00
1.janúar : Lokað
Boðið verður upp á rjúkandi heitt kaffi og piparkökur fram að jólum.
Allir velkomnir
Starfsstúlkur Samkaup-Strax
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundarboð 15. 12. 2011
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundarboð 15.12.2011
Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn. 15. desember 2011 kl. 15:00. Fundarstaður: Geysir.
Dagskrá:
1. Sala eigna.
2. Erindi og bréf.
a) Skúli Andrésson 15. nóv.
b) Framkvæmdastjóri SSA 29. nóv.
c) UMFÍ 29. nóv.
d) Sveitarfélagið Skagafjörður 2. des.
e) Umf. Neisti 2. des.
f) Ólafur Áki Ragnarsson 6. des.
3. Fundargerðir.
a) Samband íslenskra sveitarfélaga 29. nóv.
b) Brunavarnir á Austurlandi 8. des.
4. Skýrsla sveitarstjóra.
Djúpavogi 13. des. 2011
Sveitarstjóri
Annasamir dagar
Alltaf er nóg að gera hjá okkur börnunum í leikskólanum. Það er langt síðan við höfum sett inn frétt en það er bara af því að það hefur verið í nógu að snúast. Við fengum kanínu í heimsókn í Gestavikunni og það var mjög skemmtileg. Hún var ótrúlega þæg og góð og rosalega mjúk. Við fengum meira að segja að knúsa hana. Svo vorum við á Kríudeild að æfa fyrir skuggaleikhúsið sem við sýndum í foreldrakaffinu þann 8. desember. Þá komu mjög margir gestir í heimsókn til okkar og gáfum við þeim piparkökurnar sem við vorum búin að baka og skreyta (reyndar hjálpuðu konurnar sem vinna í leikskólanum okkur smá þar.)
Nú hvað getum við sagt meira - jú, við vorum í hlutverkaleik - að leika óléttar konur, því það eru víst bara allir óléttir þessa dagana og okkur fannst það ótrúlega fyndið. Það var bókadagur á leikskólanum og fengum við að koma með uppáhaldsbækurnar okkar og sýna hvert öðru. Svo komu krakkarnir í 1. bekk í heimsókn og rifjuðu upp hvað það er gaman í leikskólanum.
Afmælisbörnin fengu næga athygli, bæði þegar afmælisdagurinn þeirra var og líka þegar haldið var uppá afmælið. Hún Svala er nú svo góð við okkur að baka góðar kökur og leyfa okkur að taka þátt í að skreyta þær.
Það er búið að taka fullt af myndum og má finna þær hér.
Kveðja, krakkarnir í leikskólanum.
Upplestur úr jólabókum
Mánudagskvöldið 12. desember Kl. 20:00 ætlum við að eiga saman notalega stund í Löngubúð þar sem lesið verður úr nýútkomnum bókum. Lesinn verður stuttur kafli úr hverri bók og má sjá listann hér fyrir neðan.
Drífa Ragnarsdóttir les brot úr bókinni „Ríkisfang: Ekkert“. Sigríður Víðis Jónsdóttir skrifar þessa sönnu sögu.
Eðvald Ragnarsson les úr bók Öldu Snæbjörnsdóttur frá Þiljuvöllum: „Tröllaspor. Íslenskar tröllasögur II“.
Reynir Arnórsson les úr bókinni „Útkall. Ofviðri í Ljósufjöllum“. Eftir Óttar Sveinsson.
Ásdís Þórðardóttir les úr skáldverkinu „Konan við 1000° -Herborg María“. Eftir Hallgrím Helgason.
Tilvalið tækifæri til þess að setjast niður í amstri jólanna, hlusta á skemmtilegar sögur og njóta góðra veitinga í Löngubúðinni.
HRG
Jólapappír til sölu
Foreldrafélagið - leikskóladeild á enn til sölu nokkrar pakkningar af jólapappír. Þær eru í leikskólanum þessa viku og næstu ef einhverjir hafa áhuga á að styrkja gott málefni. Einnig eru nokkrar pakkningar eftir af servíettum.
Verðið á jólapappírnum eru 1.800.- (fjórar rúllur og eitthvað dúllerí með). Servíettur kosta 500.-
Foreldrafélagið
Myndir frá opnun sýningar Þórs Vigfússonar
Heimasíða Djúpavogshrepps er sem áður með puttann á púlsinum bæði hér heima og einnig langt út fyrir landsteinana. Hér hefur áður verið fjallað um sýningu Þórs Vigfússonar listamannsins frá Sólhól á Djúpavogi, sem stendur nú yfir í Ouint gallerí í San Diego.
Á heimasíðu gallerí Quint má nú sjá myndir frá opnun sýningarinnar en eins og áður hefur komið fram hefur verkum Þórs verið afar vel tekið og sýningin hlotið lofsamlega dóma. Að þessu tilefni óskar heimasíðan Þór Vigfússyni innilega til hamingju með sýninguna sem og viðtökurnar. Hér á tengli má sjá fullt af skemmtilegum myndum frá opnuninni http://quintgallery.com/events
AS
Jólaleikjatími í ÍÞMD í dag
í dag var efnt til skemmtilegrar stundar af hálfu foreldrafélags leikskólans í íþróttamiðstöð Djúpavogs. Það voru þau Bella, Klara, Heiða Guðmunds og Óðinn sem höfðu veg og vanda að þessum jólaleikjatíma sem tókst frábærlega í alla staði.
Fyrst var stillt upp leiktækjum og þrautum fyrir krakkana og svo þegar krakkarnir voru búnir að fá hæfilega útrás í hreyfingu voru sungnir jólasöngvar og jólasveinar komu í heimsókn. Lukkaðist þetta framúrskarandi vel og eiga þeir sem að komu þakkir skildar fyrir að búa til svo líflega og skemmtilegan viðburð sem raunin var.
Kristján Ingimarsson spilaði undir og stýrði söng og það má til sannsvegar færa að Stjáni stendur sig hreint frábærlega í þessu hlutverki þessa dagana eins og öðru sem hann tekur sér fyrir hendur í tónlistarlífinu hér á Djúpavogi.
Sjá annars meðfylgjandi myndir og myndskeið frá þessari skemmtilegu stund í Íþróttamiðstöðinni í dag.
AS
Sumir fengu ekki nóga athygli - þessi jólasveinn stakk sér því inn á eina myndina
Leynivinavika
Eins og lesendur heimasíðunnar og íbúar á Djúpavogi hafa flestir tekið eftir hafa ýmsir dularfullir atburðir átt sér stað í kringum starfsfólk Djúpavogsskóla sl. viku. Þetta á sér nú allt saman eðlilegar skýringar en síðustu daga hefur staðið yfir "Leynivinavika." Þetta byrjaði ósköp sakleysislega. Hver starfsmaður fékk úthlutað leynivini og áttu menn að vera ósköp góðir við leynivininn sinn mánudag, þriðjudag og miðvikudag. Fengu allir fallegar gjafir, sem ýmist biðu á skrifborðum fólks á morgnana, voru bornar heim í hús, fengu jafnvel aðstoð frá góðu fólki í þorpinu t.d. sóknarprestinum o.fl. En á fimmtudaginn fór að færast fjör í leikinn. Þá átti að hrekkja leynivininn sinn en hrekkurinn mátti ekki vera illgjarn heldur átti að hrekkja "eins við viljum sjálf vera hrekkt." Hugmyndaflugi fólks eru greinilega lítil takmörk sett því margt fyndið og skemmtilegt kom í ljós. Frétt var sett á heimasíðuna um draumráðningar, símar voru klættir í plastfilmu, föt og skór voru límd saman, auglýst var ljóðakvöld, settar voru platauglýsingar á Barnaland, blöðrur flutu út úr krókum og kimum og eitt stykki bíll var klæddur í plastfilmu. Hefur starfsfólkið sést laumast milli bygginga í alls konar erindagjörðum og mikið er búið að hlæja.
Á föstudaginn tók við nýtt verkefni sem stendur til 20:05 í kvöld. Nú er samkeppni milli starfsmanna grunn- og leikskólans um að prjóna trefil. Ekki voru mjög flóknar leiðbeiningar um það hvernig trefillinn á að vera: Fitja skal upp 40 lykkjur og byrja á gulu. EFtir það var hönnunin frjáls.
Í kvöld ætlar starfsfólkið að hittast í Löngubúð og halda sína árlegu jólagleði, snæða góðan mat og hlæja mikið. Þá kemur í ljós hver leynivinurinn er og þá mun dómnefnd skera úr um hver er sigurvegarinn í "treflasamkeppninni." Ekki er ólíklegt að treflarnir verði myndaðir í bak og fyrir og lesendur fá fregnir af því eftir helgi hvernig keppnin fór.
Meðfylgjandi eru nokkrar myndir af sprellinu sl. viku. HDH