Aðalvefur
Styrktar- og menningarsjóður
Síðastliðinn fimmtudag úthlutaði Sparisjóðurinn úr Styrktar- og menningarsjóði Sparisjóðs Vestmannaeyja.
Afhentar voru viðurkenningar til 3ja aðila að þessu sinni, einnig var skrifað undir áframhaldandi samstarfssamning við UMF Sindra, knd.yngri flokka sem eru 7. – 3. flokkur til næstu 2ja ára.
Þessir aðilar hlutu styrkinn/viðurkenninguna að þessu sinni:
Arfleifð Ágústa Arnardóttir
Huldusteinn, steinasafn
Fuglaathugunarstöð Suðausturlands
Við óskum þessum aðilum til hamingju með viðurkenninguna.
HRG
Söfnun fyrir æfingatækjum
Sl. tvö ár hefur grunnskólinn tekið þátt í Skólahreysti. Fyrsta árið lentum við í 9. sæti en í fyrra lentum við í 4. sæti. Mikill áhuga er hjá mörgum nemendum að taka þátt í þessu verkefni og hefur það virkað hvetjandi á marga að hreyfa sig meira og styrkja.
Það hefur þó staðið okkur fyrir þrifum að æfingaaðstaðan, fyrir þessi sérhæfðu verkefni, mætti vera betri. Nú er hægt að festa kaup á sérstökum æfingatækjum sem eru sniðin að þörfum þeirra sem eru að æfa fyrir Skólahreysti. Tækin kosta um 150.000.- með vsk. og hafa grunnskólinn og Neisti áhuga á að festa kaup á slíkum tækjum. Ljóst er að kostnaðurinn er þó töluverður og er því hér með óskað eftir styrkjum frá fyrirtækjum og félagasamtökum sem hafa áhuga á að leggja þessu málefni lið. Hægt er að lesa um tækin og skoða myndir af þeim á síðunni hér fyrir neðan.
http://www.skolahreysti.is/Xodus.aspx?id=111&MainCatID=26&CatID=0
Að lokum má geta þess að austurlandsriðillinn fer fram á Egilsstöðum 15 mars 2012, klukkan 14:00.
Þeim sem hafa áhuga á að leggja málinu lið er bent á að hafa samband við Halldóru í grunnskólanum. HDH
Samstarf leik- og grunnskóla
Samstarf milli leik- og grunnskólans hefur alltaf verið gott. Elstu nemendur leikskólans komu í fyrstu heimsóknina í grunnskólann fyrir nokkru. Nemendur 1. og 2. bekkjar gengu um skólann og fræddu þau um starfsemina sem fer fram í grunnskólanum. M.a. lentu börnin inn í tónmenntatíma hjá 3. og 4. bekk og tóku þau lagið þar með Andreu og börnunum. Síðan lá leiðin á bókasafnið þar sem margt var að skoða.
Fljótlega mun 1. bekkur heimsækja gamla leikskólann sinn og rifja upp góðar minningar þar. Myndir frá heimsókninni eru hér. HDH
Ná hýenurnar að hertaka þorpið??
Mikil vá vofir yfir Djúpavogshreppi. Hýenur sem eiga heimkynni í Fílakirkjugarðinum ganga lausum hala undir forystu svikaljónsins Skara!!!
Nei, bara grín - nemendur í grunnskólanum eru nú á fullu að undirbúa hina árlegu árshátíð sem fram fer á Hótel Framtíð föstudaginn 4. nóvember. Að þessu sinni verður sett upp leikritið Konungur ljónanna (Lion King) og eru allir íbúar hvattir til að taka kvöldið frá. Nánar auglýst síðar. HDH
Tilkynning frá byggingarfulltrúa
Þessa dagana er unnið að uppmælingu á lóðum og húsum í þorpinu. Fólk getur því búist við mælingarmönnum á ferð í nágrenni húsa sinna.
P.S. Bannað að gefa Magnúsi nammi.
Byggingarfulltrúi
Vetri fagnað
Nemendur og starfsfólk leikskólans fögnuðu vetri þann 21. október sl., en fyrsti vetrardagur var laugardaginn 22. október. Hefð er fyrir því að halda uppá komu vetrarins með ýmsum hætti. Ákveðið var að hafa þenna dag búningadag og mættu allir skemmtilegum búningum. Starfsfólkið lét sitt ekki eftir liggja og blés til samkeppni um fallegasta búninginn. Að öðrum ólöstuðum áttu Guðrún og Þórdís skemmtilegustu hugmyndina, en Guðrún var prinsessa sumarsins og Þórdís vetur konungur. Léku þær leikrit fyrir börnin þar sem sumarið kvaddi og veturinn heilsaði. Þannig fór svo að Þórdís sigraði keppnina um flottasta búninginn. Börnin fengu síðan vetrarís í tilefni dagsins. Myndir eru hér. HDH
Heima er best - Myndband eftir Skúla Andrésson
Okkur barst í dag frábært myndband frá Skúla Andréssyni (syni Andrésar og Grétu). Skúli hefur undanfarin misseri stundað nám við Kvikmyndaskóla Íslands. Það er ljóst að hann er efnilegur kvikmyndagerðarmaður og hefur gott auga fyrir fallegum skotum.
Skúli hefur dvalið undanfarna viku hér á Dúpavogi og hefur sést til hans með myndavélina á vappi um bæinn. Afrakstur þess má sjá í meðfylgjandi myndbandi sem eflaust hefur framkallað nokkur tár hjá burtflúnum og fyllt þá og að sjálfsögðu okkur hin sem hér búum miklu stolti. Myndbandið er glæsileg kynning fyrir Djúpavogshrepp og ef við þekkjum veraldarvefinn rétt þá verður þess ekki langt að bíða að það rati fyrir augu útlendinga og veki áhuga þeirra á að heimsækja okkar fallega hrepp.
Við þökkum Skúla fyrir myndbandið og hann má svo sannarlega vera stoltur af því.
ÓB
Eldri umfjallanir um Skúla:
22.06.2011 - Lífsviljinn - Stuttmynd um Rafn Heiðdal
Sveitarstjórn: Fundargerð 20.10.2011
Hægt er að nálgast fundargerðina með því að smella hér.
Íþróttamiðstöðin - lokuð laugardag 22.okt.
Íþróttamiðstöðin verður lokuð laugardaginn 22.okt.
Forstöðum. AS
Frá Löngubúð
Spilavist fellur niður föstudagskvöldið 21. okt. nk. en næsta spilavist verður haldin föstudagskvöldið 28. okt.
Einnig verður Langabúð lokuð laugardagskvöldið 22. okt.
Langabúð
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundarboð 20. 10. 2011
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundarboð 20.10.2011
Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtud. 20. október 2011 kl. 15:00.
Fundarstaður: Geysir.
Dagskrá:
1. Fjárhagsleg málefni
a) Fjárhagsáætlun 2012.
b) Milliuppgjör 31.8.2011
2. Erindi og bréf.
a) Héraðsskjalasafn Austurlands, dags, 6, sept. 2011.
b) Stefanía Inga Lárusdóttir, 9. sept. 2011.
c) Fiskistofa, 13. sept. 2011.
d) Innanríkisráðuneytið, 23. sept. 2011.
e) Safnahúsið á Egilsstöðum, dags. 26. sept. 2011.
f) Umhverfisráðuneytið, dags. 26. sept. 2011.
g) Mennta- og menningarmálaráðuneyti, dags. 28. sept. 2011.
h) Samband íslenskra sveitarfélaga, dags. 30. sept. 2011.
i) Sigurrós R. Guðmundsdóttir, dags. 1. okt. 2011.
j) Hjalti Þór Vignisson, dags. 4. okt. 2011.
3. Fundargerðir.
a) Skipulags-, byggingar- og umhverfisnefnd, dags. 6. sept. 2011.
b) Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Austurlandi 9. sept. 2011.
c) Framkvæmdaráð Sambands sveitarfélaga á Austurlandi 9. sept. 2011.
d) Samband íslenskra sveitarfélaga 9. sept.2011.
e) Heilbrigðisnefnd Austurlands, dags. 14. sept. 2011.
f) Fræðslu- og jafnréttisnefnd, dags. 19. sept. 2011.
g) Brunavarnir Austurlands, dags. 21. sept. 2011.
h) Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Austurlandi, dags 29. sept. 2011.
i) Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á Austurlandi, dags. 30. sept. 2011.
j) Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Austurlandi, dags 1. okt. 2011.
k) Samþykktir aðalfundar Sambands sveitarfélaga á Austurlandi, dags. 1. okt. 2011.
l) Undirbúningshópur vegna almenningssamgangna, dags. 3. okt. 2011.
m) Stjórn Skólaskrifstofu Austurlands, dags. 14. okt. 2011.
4. Skýrsla sveitarstjóra.
Djúpavogi 18. október 2011;
Sveitarstjóri
Frá bókasafninu
Bókasafnið verður lokað í kvöld, fimmtudaginn 13. október. Bókasafnsvörður
Félagsþjónustan með viðveru á Djúpavogi
Fulltrúar frá Félagsþjónustunni verða á Djúpavogi föstudaginn 14. október nk.
Hægt er að panta viðtal í síma 4 700 705.
HRG
Flöskusöfnun
Næstkomandi fimmtudag, 6. október, munu 8. og 9. bekkur ganga í hús á Djúpavogi til að safna flöskum fyrir ferðasjóð sinn. Gengið verður milli klukkan 18:00-20:00. Kveðja nemendurnir
Bleikur dagur á föstudaginn
Föstudagurinn 7. október er bleikur dagur í grunnskólanum og leikskólanum. Þann dag hvetjum við nemendur og starfsfólk til að mæta í einhverju bleiku eða með eitthvað bleikt í skólana.
Í októbermánuði vill Krabbameinsfélag Íslands vekja athygli á brjóstakrabbameini og mikilvægi þess að konur fari reglulega í skoðun. Viljum við með bleika deginum sína hug okkar í verki. Við hvetjum aðra íbúa í sveitarfélaginu til að gera slíkt hið sama. HDH