Djúpivogur
A A

Aðalvefur

Völundarsmíð

Eins og foreldrar grunn- og leikskólabarna hafa tekið eftir er búið að festa upp skilti við grunn- og leikskólann sem á stendur:  Vinsamlegast drepið á bílnum.  Skiltin voru smíðuð af þeim Axel, André og Adam og var vinnan unnin í tengslum við Grænfánann.  Í morgun komu þeir Bjarni Tristan og Guðjón Rafn, ásamt smíðakennara, í heimsókn á leikskólann til að festa skiltið upp.  Gekk það mjög vel, eins og sést á meðfylgjandi mynd.  Viljum við því hvetja alla foreldra og aðra sem stöðva bíla sína framan við grunn- og leikskólann að drepa á þeim!!!   HDH

Göngum í skólann

Skólastjóri vill minna nemendur og foreldra í grunnskólanum á að verkefnið Göngum í skólann 2011 hefst miðvikudaginn 7. september.  Nemendur eru hvattir til að ganga eða hjóla í skólann.  Verkefnið stendur formlega yfir í einn mánuð, en við hvetjum að sjálfsögðu alla til að ganga / hjóla í skólann eins lengi og veður og færð leyfa.
Ökumenn eru beðnir um að sýna ennþá meiri tillitssemi en vanalega.
Foreldrar / forráðmann eru hvattir til að ganga / hjóla með börnum sínum á leið til vinnu.  HDH

Strandveiðar 2011

Hér að neðan er búið að taka saman tölur yfir strandveiðar á Djúpavogi sumarið 2011. Alls gerðu 17 bátar út og skiluðu tæplega 260 tonnum. Ekki ónýt búbót það.

Þess má til gamans geta að einn þeirra sem reri í sumar, Sigurður Jónsson á Glað, verður 86 ára nú í október. Hann fór 10 róðra og landaði rúmum 3 tonnum. Geri aðrir betur.

ÓB

 

 

 

 

 

 

 

Bátur Hver rær? róðrar afli pr/róður
Beta SU Emil Karlsson 42 29.927 712,5
Bera SU Hringur Arason 44 23.990 545,2
Snjótindur SU Snjólfur Gunnarsson 41 23.434 571,5
Greifinn SU Brynjólfur Reynisson 39 19.975 512,2
Lilli Nebbi SU Ævar Orri Eðvaldsson 37 19.402 524,4
Orri SU Eðvald Ragnarsson 30 19.272 642,4
Sækóngur NS Ragnar Rafn Eðvaldsson 30 16.012 533,7
Freyr SU Sigurður Arnþórsson / Brynjólfur Einarsson 28 15.926 568,8
Sæperla SU Jón Karlsson 33 15.028 455,4
Höfrungur SU Hilmar Jónsson / Jón Ingvar Hilmarsson 22 14.964 680,2
Sigurvin SU Stefán Arnórsson 30 14.263 475,4
Birna SU Þráinn Sigurðsson 15 12.855 857.0
Már SU Karl Guðmundsson 12 9.786 815,5
Vala SU Guðni Jóhannsson 17 8.734 513,8
Goði SU Jóhann Þórisson 17 7.087 416,9
Eyrún SU Hjalti Jónsson 9 4.874 541,5
Glaður SU Sigurður Jónsson 10 3.286 328,6
    456 258.815 567,6
Bátur róðrar afli pr/róður
Beta SU 42 29.927 712,5
Bera SU 44 23.990 545,2
Snjótindur SU 41 23.434 571,5
Greifinn SU 39 19.975 512,2
Lilli Nebbi SU 37 19.402 524,4
Orri SU 30 19.272 642,4
Sækóngur NS 30 16.012 533,7
Freyr SU 28 15.926 568,8
Sæperla SU 33 15.028 455,4
Höfrungur SU 22 14.964 680,2
Sigurvin SU 30 14.263 475,4
Birna SU 15 12.855 857.0
Már SU 12 9.786 815,5
Vala SU 17 8.734 513,8
Goði SU 17 7.087 416,9
Eyrún SU 9 4.874 541,5
Glaður SU 10 3.286 328,6

456 258.815 567,6
05.09.2011

Bæjarlífið sumar 2011

Þá er hér kominn langþráður bæjarlífspakki og er hann í orðsins fyllstu merkingu stútfullur, enda dekkar hann sumarmánuðina þrjá. Í honum gefur líta hitt og þetta, allt frá hinum ýmsu framkvæmdum til sveitarstjóra í rusli.

Pakkann má sjá með því að smella hér.

ÓB

02.09.2011

Hrein völundarsmíð

Upphaflega stóð til að setja mynd af fyrirbæri því, sem þessi frétt fjallar um, inn í bæjarlífspakka sem væntanlegur er.

Að betur athuguðu máli var ljóst að það væri fyllilega búið að vinna sér inn sérstaka frétt á heimasíðunni. Fyrirbærið, sem hefur ekki hlotið nafn, var upphaflega sett saman í tengslum við hverfakeppni á 17. júní og fékk m.a. mynd af sér birta á heimasíðunni, ásamt höfundi sínum, í myndasyrpu tengda þjóðhátíðardeginum. Þar vakti það strax mikla og verðskuldaða athygli.

Það varð úr að fyrirbærinu var komið fyrir framan við fuglasafnið og er skemmst frá því að segja það leið varla sá hálftími í sumar að ekki voru einhverjir að skoða og taka myndir. Í stuttu máli sagt erum við nokkuð viss um að fátt hafi vakið jafn mikla athygli ferðamanna og þetta fyrirbæri.

Við erum að sjálfsögðu að tala um "hreindýrið" sem er völundarsmíð Skúla nokkurs Benediktssonar, heimamanns. Er það sett saman úr hreindýrshornum og er því um að ræða nokkurs konar hreindýrshornahreindýr. Það sómir sér gríðarlega vel í miðbænum og er okkur bæjarbúum og að vitaskuld Skúla sjálfum til mikils sóma. Sennilega eru myndirnar sem teknar hafa verið af því orðnar óteljandi, hvort sem menn taka myndir af því einu og sér eða stilla sér upp og láta taka myndir af sér við hlið þess.

Við sem að heimasíðunni stöndum þökkum Skúla framlag hans og það að gera Djúpavog að áhugaverðari og þekktari bæ. Ljóst er að myndir af verki hans hafa farið víða um lönd og munu stuðla að því að vekja áhuga þeirra, er hyggja á ferðir til Íslands að heimsækja byggðarlagið okkar, m.a. til að berja augum hreindýrshornahreindýrið.

ÓB

 

 

Hrein völundarsmíð

Upphaflega stóð til að setja mynd af fyrirbæri því, sem þessi frétt fjallar um, inn í bæjarlífspakka sem væntanlegur er.

Að betur athuguðu máli var ljóst að það væri fyllilega búið að vinna sér inn sérstaka frétt á heimasíðunni. Fyrirbærið, sem hefur ekki hlotið nafn, var upphaflega sett saman í tengslum við hverfakeppni á 17. júní og fékk m.a. mynd af sér birta á heimasíðunni, ásamt höfundi sínum, í myndasyrpu tengda þjóðhátíðardeginum. Þar vakti það strax mikla og verðskuldaða athygli.

Það varð úr að fyrirbærinu var komið fyrir framan við fuglasafnið og er skemmst frá því að segja það leið varla sá hálftími í sumar að ekki voru einhverjir að skoða og taka myndir. Í stuttu máli sagt erum við nokkuð viss um að fátt hafi vakið jafn mikla athygli ferðamanna og þetta fyrirbæri.

Við erum að sjálfsögðu að tala um "hreindýrið" sem er völundarsmíð Skúla nokkurs Benediktssonar, heimamanns. Er það sett saman úr hreindýrshornum og er því um að ræða nokkurs konar hreindýrshornahreindýr. Það sómir sér gríðarlega vel í miðbænum og er okkur og að vitaskuld Skúla sjálfum til mikils sóma. Sennilega eru myndirnar sem teknar hafa verið af því orðnar óteljandi, hvort sem menn taka myndir af því einu og sér eða stilla sér upp og láta taka myndir af sér við hlið þess.

Við sem að heimasíðunni stöndum þökkum Skúla Ben. framlag hans og það að gera Djúpavog að skemmtilegri og þekktari bæ. Ljóst er að myndir af verki hans hafa farið víða um lönd og munu stuðla að því að vekja áhuga þeirra, er hyggja á ferðir til Íslands að heimsækja byggðarlagið okkar, m.a. til að berja augum hreindýrshornahreindýrið.

ÓB

 

 

 


Skúli Benediktsson og hreindýrið