Djúpivogur
A A

Aðalvefur

Langabúð auglýsir

Af óviðráðanlegum ástæðum þarf að fresta opnun á nýrri sýningu á safni Ríkarðs Jónssonar. 

Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvenær sýning mun opna en það verður auglýst sérstaklega. 

Langabúð

BR

13.05.2011

Til leigu lóðir undir tómstundabúskap

Til leigu eru lóðir undir tómstundabúskap.

Um er að ræða lóðir númer 1a og 8 í Löngulág undir tómstundabúskap.

Umsóknum þarf að skila til sveitarsjóra sem gefur frekari upplýsingar.

Sveitarstjóri

Til leigu lóð undir tómstundabúskap.

 

Til leigu er lóðir  númer 1a og 8 í Löngulág undir tómstundabúskap.

Umsóknum þarf að skila til sveitarsjóra sem gefur frekari upplýsingar.

Sveitarstjóri

12.05.2011

Hammondhátíð 2011

Í dag hefst Hammondhátíð Djúpavogs með tónleikum ASA tríósins og Tónleikafélagi Djúpavogs á Hótel Framtíð kl. 20:30.

Það verður nóg um að vera í litla þorpinu okkar þessa helgi því auk tónleika frá fimmtudegi til sunnudags verða ýmsir aðrir viðburðir í boði, eins og sjá má með því að smella á meðfylgjandi auglýsingu.

Hér má sjá þá viðburði sem verða í boði á Djúpavogi yfir Hammondhelgina

Sjáumst á Hammondhátíð !

BR

12.05.2011

Losun á gleri - meiri flokkunarmöguleikar

Nú hefur verið sett upp utan á Safnstöðina við hliðina á lúgunum aðstaða til að losa gler. 
Íbúar geta nú losað glerkrukkur, flöskur og annað smærra gler um leið og þeir fara með annað flokkað hráefni til 
til að setja inn um lúgurnar.  Sjá meðfylgjandi mynd af rörinu sem sett hefur verið upp úr þakinu og er ætlað að taka
við glerinu.  AS

 

 

 

 

 

 

 

11.05.2011

Hótel Framtíð auglýsir

 

Hótel Framtíð minnir á glæsilegan Hammondhátíðarmatseðil, laugardagskvöldið 14. maí nk. 
Smellið hér til þess að sjá Hammondhátíðarmatseðil
Borðapantanir í síma 478 8887
Hótel Framtíð

Hótel Framtíð minnir á glæsilegan Hammondhátíðarmatseðil, laugardagskvöldið 14. maí nk. 

Smellið hér til þess að sjá Hammondhátíðarmatseðil

Borðapantanir í síma 478 8887

Hótel Framtíð

BR

11.05.2011

Hótel Framtíð auglýsir

Hótel Framtíð minnir á glæsilegan Hammondhátíðarmatseðil, laugardagskvöldið 14. maí nk. 

Sjá Hammondhátíðarmatseðil hér

Borðapantanir í síma 478 8887

Hótel Framtíð

BR

10.05.2011

Djúpavogshreppur auglýsir sumarvinnu

1.    Unglingar

Nemendum í 8., 9. og 10. bekk í Grunnskóla Djúpavogs stendur til boða vinna á vegum sveitarfélagsins sumarið 2010 sem hér greinir:

8. bekkur: Frá 6. júní til og með 30. júlí:  4 klst. á dag.    Laun skv. kjs. AFLs.
9. bekkur: Frá 6. júní til og með 30. júlí:  4 klst. á dag.    Laun skv. kjs. AFLs.
10. bekkur: Frá 6. júní til og með 13. ág.:  8 klst. á dag.    Laun skv. kjs. AFLs.

Einnig verður í boði vinna í hefðbundinni hreinsunarviku fyrir 4. – 7. bekk og mun hún verða auglýst síðar.

2.    Flokksstjórar             

Auglýst er eftir tveimur flokksstjórum sem einnig þurfa að geta tekið að sér slátt lóða og opinna svæða, hreinsun, snyrtingu,  o.m.fl.  Umsækjendur þurfa að hafa bílpróf og æskilegt er að þeir hafi vinnuvélapróf.   Launakjör skv. kjarasamn. AFLs.

3.   Almennir starfsmenn

Auglýst er eftir tveimur starsmönnum þurfa að geta tekið að sér slátt lóða og opinna svæða, hreinsun, snyrtingu,  girðingavinnu og önnur tilfallandi störf.  Umsækjendur þurfa að hafa bílpróf og æskilegt er að þeir hafi vinnuvélapróf.   Launakjör skv. kjarasamn. AFLs.

Umsóknarfrestur er til 25. maí og skulu umsóknir berast á skrifstofu sveitarfélagsins. Þar er að nálgast umsóknareyðublöð en einnig hér á heimasíðunni.

Æskilegt er að umsækjendur fyrir lið 2. og 3. geti hafið störf eigi síðar en í byrjun júní.

Nánari upplýsingar, m. a. um launakjör í síma 478-8288.

Sveitarstjóri

10.05.2011

Bæjarlífið apríl 2011

Hún er frekar veikluleg bæjarlífssyrpan þennan mánuðinn. Þó ágætir sprettir inn á milli.

Hægt er að nálgast hana hér.

ÓB

09.05.2011

Háskólalestin

 

Háskólalestin - vísindaveisla
Háskóli Íslands er skóli allra landsmanna og því er aldarafmæli skólans fagnað víða um land. Þar verður í fararbroddi svokölluð Háskólalest sem ferðast um landið með fjölbreytta dagskrá fyrir alla aldurshópa – viðburði og vísindi, fjör og fræði. 
Fjölskyldu og fræðsludagskrá  verður í Nýheimum og Pakkhúsinu á Höfn í Hornafirði laugardaginn 14. maí kl. 11 til 15 og verður það sannkölluð vísindaveisla. 
Dæmi um atriði sem verða á dagskránni...
•        Sprengjugengi           
•        Eldorgel                           
•        Stjörnutjald                 
•        Sýnitilraunir 
•        Leikir, þrautir, mælingar 
•        Vísindavefurinn 
•        Undur jarðar, hafs og himins 
•        Japönsk menning 
Við hvetjum fjölskyldur til að mæta og verða vitni að margvíslegum tilraunum og sýningum.

Háskólalestin - vísindaveislaHáskóli Íslands er skóli allra landsmanna og því er aldarafmæli skólans fagnað víða um land. Þar verður í fararbroddi svokölluð Háskólalest sem ferðast um landið með fjölbreytta dagskrá fyrir alla aldurshópa – viðburði og vísindi, fjör og fræði. 

Fjölskyldu og fræðsludagskrá  verður í Nýheimum og Pakkhúsinu á Höfn í Hornafirði laugardaginn 14. maí kl. 11:00 til 15:00 og verður það sannkölluð vísindaveisla. 
Dæmi um atriði sem verða á dagskránni.

•        Sprengjugengi           

•        Eldorgel                           

•        Stjörnutjald                 

•        Sýnitilraunir 

•        Leikir, þrautir, mælingar 

•        Vísindavefurinn 

•        Undur jarðar, hafs og himins 

•        Japönsk menning Við hvetjum fjölskyldur til að mæta og verða vitni að margvíslegum tilraunum og sýningum.

Háskólalestin

Sundlaug Djúpavogs - lokað á morgun laugardag

Sundlaug Djúpavogs verður lokuð á morgun, laugardag 7.maí.

                                                     Starfsfólk ÍÞMD

06.05.2011

Ásta Birna sigraði á sterku móti í Þýskalandi

Hæfileikum Ástu Birnu Magnúsdóttur í golfíþróttinni virðast engin takmörk sett, en velgengni hennar á erlendum vettvangi heldur áfram. Nú um síðustu helgi vann hún á sterku móti, OWL Masters í Þýskalandi, þar sem hún er búsett. Ásta lék á pari, 72 höggum, en sú sem á eftir kom var á 82 höggum. Ef við íslenskum þessar tölur þá væri þetta hér á landi kallað "að rúlla þessu upp".

Hægt er að smella hér til að sjá frétt frá um sigurinn á vefsíðunni iGolf.is og hér fyrir neðan eldri umfjallanir Djúpivogur.is um Ástu Birnu.

ÓB

 

 

 

 

01.09.2010 - Ásta Birna "Stadtmeister" í Þýskalandi
03.05.2010 - Ásta Birna á góðu skriði í Þýskalandi
11.09.2009 - Ásta Birna fær viðurkenningu á heimavelli
10.08.2009 - Ásta Birna stendur sig í golfinu
06.06.2009 - Ásta Birna meðal þeirra bestu
01.09.2008 - Ásta Birna Íslandsmeistari í holukeppni
15.08.2008 - Ásta Birna Íslandsmeistari í sveitakeppni kvenna
27.06.2008 - Ásta Birna í 24 stundum
12.06.2008 - Frábær árangur hjá Ástu Birnu
27.08.2007 - Snilldarhögg hjá Ástu Birnu

06.05.2011

Gefðu gömlu druslunum nýtt líf

Hönnunar- og handverkssmiðjan Arfleifð óskar eftir beltum, töskum og leðurfatnaði. Má vera illa farið, gamalt og ljótt.
Einnig eru blúndugardínur, blúndufatnaður, blúndudúkar og fleira blúndu vel þegið.
 
Mun gefa þessu nýtt líf í nýjum flottum vörum.

Tek á móti öllum vörum í Dynheimum, Hammersminni 16, alla daga til 10. maí

Bestu kveðjur Ágústa Margrét

06.05.2011

1. maí á Djúpavogi

1.maí, baráttudagur verkalýðsins, var haldinn hátíðlegur á Djúpavogi en fjölmenni mætti í glæsilegt morgunverðarhlaðborð Stéttarfélagsins AFLs sem haldið var á Hótel Framtíð. Auk ræðuhalda frá stjórnarmanni AFLs söng karlakórinn Trausti nokkur lög, gestum til mikillar skemmtunar. Síðar um daginn voru haldnir kórtónleikar í Djúpavogskirkju en þar komu fram þrír kórar er allir starfa á Djúpavogi Segja má að 1.maí hafi formlega lokið með glæsilegu kínversku veisluhlaðborði í versluninni Við Voginn og var fullt út úr dyrum. Þennan dag var sannarlega ánægjulegt að sjá hve þátttaka íbúa var almenn og góð á þá viðburði sem í boði voru. 

BR

 

 


Vel mætt á morgunkaffi Verkalýðsfélagsins AFLs


Reynir Arnórsson fer fyrir þétt skipuðum sal á hótelinu.Skólakórinn í kirkjunni


Kirkjukór Djúpavogs


Karlakórinn Trausti

05.05.2011

Til sölu hjá UMF Neista

Verðum með til sölu stuttbuxur, boli og bakpoka í Neistalitunum. Tilvalinn keppnisklæðnaður fyrir sumarið. Hægt verður að máta og panta í íþrótta-húsinu föstudaginn 6. maí frá kl.16:00-19:00 og þriðjudaginn 10. maí frá 16:00-19:00. 

Aðeins þessa daga.

UMF Neisti

05.05.2011

Leiksýningin Prumpuhóllinn

Foreldrafélag leikskólans og Foreldrafélag grunnskólans tóku sig saman og buðu nemendum leikskólans og nemendum 1-6 bekkjar á leikritið Prumpuhóllinn eftir Þorvald Þorseinsson.  Sýningin var í höndum Möguleikhússins sem mætti í leikskólann Bjarkatún þann 3. Maí sl.

Leikritið fjallar um hana Huldu sem er nýflutt úr borginni og upp í sveit.  Þegar hún fer í feluleik með Halla bróður sínum vill ekki betur til en hún villist og ratar ekki heim. Henni líst ekkert á þetta umhverfi þar sem allt er framandi; lyktin er náttúrufýla, grasið stingur og það eru pöddur út um allt!

Við sérkennilegan hól sem gefur frá sér dularfull hljóð hittir hún Steina. Hann er kátur tröllastrákur í skrítnum fötum sem segir Huldu að hóllinn sé í raun pabbi sinn. Hann hafi lent í sólargeisla og orðið að steini eftir að hafa borðað rosalega mikinn hundasúrugraut. En hundasúrugrauturinn varð ekki að steini. Ónei, hann ólgar enn svo drynur í hólnum. Og fýlan..maður lifandi!

 

Það var ekki á öðru að sjá en nemendur skemmtu sér mjög vel eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

 

Fleiri myndir má sjá á myndasvæði leikskólans, hér

 

ÞS

Bíósýning á Hótel Framtíð

Kvikmyndasýning verður á Hótel Framtíð, sunnudaginn 8. maí klukkan 17:00. Mynd í fullri lengd.

Glæpur og samviska er eftir Ásgeir Hvítaskáld og er unnin í samvinnu við Leikfélag Fljótsdalshéraðs og er nú á ferð um Austurland. Markmiðið er að sýna bíó á þeim stöðum sem yfirleitt er ekki bíó sýningar og með því sinna öllum. Myndin er alfarið tekin upp á Austurlandi í náttúrudýrðinni hér og allir leikarar af svæðinu líka og fara margir á kostum.

Þetta er magnþrungin mynd um ógæfusamt fólk sem lendir á villigötum.  

Aðalleikarar eru:
Sigurður Borgar Arnaldsson - Leikur Nonna sögumann sem býr í leiguhjalla, á sína drauma en er þó alltaf að hjálpa öllum hinum.
Jón Gunnar Axelsson - Leikur Sveinbjörn sem býr með móður sinni en hún hvarf fyrir nokkru og það reynist honum erfitt.
Sigurður Ingólfsson - Leikur Atla rithöfund á hanabjálkanum, hann ætlar að vera góður rithöfundur en það er margt í huga hans sem truflar hann
Fjóla Egedía Sverrisson - Leikur Súrru sem er listakona sem bjó lengi í Christaniu og sér um leiguhjallann og lætur sér ýmislegt varða
Anna Björk Hjaltadóttir - Leikur Önnu Lind sem er einstæð móðir sem hefur lent á villigötum og berst við fortíðina og kann vel að plotta.
Þór Ragnarsson - Leikur Hermannavofu sem þvælist fyrir Atla og reynir að leiðbeina honum

Tónlist:
Margrét Eir
Svavar Knútur
Björn Thoroddssen
og fleiri

Trailer úr myndinni:

04.05.2011

Til hunda- og kattaeigenda að gefnu tilefni

  Á undanförnum árum hefur borist umtalsverður fjöldi kvartana inn á borð sveitarfélagsins vegna hunda og kattahalds hér í þéttbýlinu og nágrenni þess og er þetta árið engin undantekning.  Fækkað hefur þó  umkvörtunum vegna lausra katta um þorpið eftir að ómerktir /villtir kettir voru teknir úr umferð, þó þurfa kattaeigendur enn að bæta úr í þessum efnum.  Taka skal fram að flestir dýraeigendur virða þau ákvæði í samþykktum sveitarfélagsins sem gilda um hunda- og kattahald og fyrir það skal þakka sérstaklega. Hinsvegar er það svo að nokkur hluti dýraeigenda virðast þurfa að kynna sér innihald samþykkta sveitarfélagsins um hunda- og kattahald mun betur a.m.k. í ljósi fjölda kvartana og ábendinga sem enn eru að berast. 
  
  Sveitarfélög hafa ríkar skyldur í þessum málaflokki sem hefur undið töluvert upp á sig með árunum hér á landi þar sem sitt sýnist hverjum um þróun mála og má þar nefna t.d. nokkuð umdeildan innflutning á ýmsum framandi hundategundum á síðustu árum sem hefur gefist misjafnlega. 

  Þrátt fyrir að hunda og kattahald sé leyfilegt í þéttbýli er það engu að síður svo að dýraeigendur mættu gjarnan í tilfellum stundum setja sig meira spor hinna íbúana sem engan áhuga hafa á dýrum af þessu tagi og vilja t.d. alls ekki fá lausa hunda eða ketti inn á sínar lóðir svo dæmi sé tekið eða verða fyrir truflun vegna hávaða eða óþrifnaðar frá dýrunum að öðru leyti.  Slíkar uppákomur eru einmitt til þess fallnar að skapa misklíð og ósætti milli aðila, sérstaklega þegar um endurtekin brot eru að ræða.  Þá er vert að nefna að það er sannarlega til fólk sem er hrætt við hinar ýmsu hundategundir og það verða hundaeigendur að virða alveg burtséð frá því hvað þeim finnst sjálfum um ágæti eigin dýra.

  Í ljósi þessa eru eigendur beðnir um að hafa hunda aldrei lausa hvorki í þéttbýlinu hér eða á fjölförnum útivistarsvæðum þar sem fólk er mikið á ferðinni eins og t.d. hér út á Búlandsnesi sem almenningur nýtir mikið til útvistar, gönguferða og fl.  Hundum skal því aldrei sleppa lausum á opnum fjölförnum svæðum utan þéttbýlisins nema því aðeins að tryggt sé að það trufli ekki fólk eða hræði.

Þá má nefna að kettir valda stundum ama af svipuðum toga og eiga það meðal annars  til að fara inn um glugga inn í óskyldar íbúðir, þá hafa sumir mikið ofnæmi fyrir köttum og svona mætti áfram telja og allt eru þetta þekkt og endurtekin umkvörtunarefni sem sveitarfélaginu berast með reglulegu millibili frá íbúunum og því er full ástæða til að geta þessa sérstaklega hér í bréfi.   

   Í þessum efnum er því mjög mikilvægt að allir eigendur hunda og katta virði samþykktir sveitarfélagsins um hunda- og kattahald og þá um leið komum við í veg fyrir óþarfa árekstra milli aðila og því er þessi vísa aldrei of oft kveðin.  Búum því ekki til vandamál að óþörfu þegar málið snýst einungis um að fylgja einföldum leiðbeiningum um dýrahald hér í og við þéttbýlið okkar.   

  Staðreyndin er sú að þrátt fyrir að umtalsverður fjöldi kvartana berist þá veigra íbúar sér oft við að tilkynna þótt þeir verði fyrir umtalsverðu ónæði af hundum eða köttum og því miður þarf stundum að ganga töluvert á áður en íbúar missa þolinmæðina í þessum efnum.      

  Flestar kvartanir og ábendingar frá íbúum vegna hunda- og kattahalds berast sveitarfélaginu á vorin og framan af sumri og oftar en ekki er það í tengslum við þegar lifna fer yfir fuglalífinu og hreiðurgerð og varp smærri og stærri fugla er komin á skrið, svo ekki sé talað um þegar ungarnir eru farnir að trítla um svæðið.  Það þarf ekki að orðlengja það að bæði hundar og kettir geta sannarlega  verið skaðræði í varpi fái dýrin að leika lausum hala á þessum viðkvæmasta tíma fuglanna sem nú er að ganga í garð. Það er því mjög mikilvægt t.d. að halda köttum sem mest inni á þessum tíma og helst innan lóðamarka.  Eigendum ber sérstaklega að tryggja að kettir séu hafðir inni á nóttunni og 
að sama skapi eiga hundar auðvitað ekki að vera lausir á þekktum varpsvæðum fugla.    

   Það er von undirritaðs að bæði hunda- og kattaeigendur sem ekki hafa kynnt sér samþykktir sveitarfélagsins nægilega, taki þessum tilmælum vel og virði framvegis samþykktir þær sem um þennan málaflokk gilda, þannig sköpum við gagnkvæma sátt um þessi mál milli íbúana.  

 

  Með þessu bréfi eru allir dýraeigendur hunda og katta hér í Djúpavogshreppi því vinsamlega hvattir til að kynna sér vel innihald samþykkta sveitarfélagsins um hunda- og kattahald í Djúpavogshreppi sjá meðfylgjandi link á heimasíðu sveitarfélagsins. http://djupivogur.is/adalvefur/?pageid=1228

 Sjá meðal annars tilvitn. í reglugerð um hundahald í Djúpavogshreppi.

5.gr Eigendum hunda ber að sjá svo um, eftir því sem framast er unnt, að dýrið valdi ekki hávaða, ónæði, óþrifnaði né óhollustu. Eigendum eða forráðamönnum hunda er skylt að sjá til þess að saur eftir hundinn sé fjarlægður á tryggilegan hátt. Ef hundur veldur nágrönnum eða öðrum ítrekuðu ónæði, óþrifum eða tjóni, þá ber eigenda eða forráðamanni að leita leiða til að koma í veg fyrir slíkt.

7. gr Hundar skulu aldrei ganga lausir á almannafæri. Utandyra skulu hundar ávallt vera í taumi í fylgd með aðila, sem hefur fullt vald yfir þeim. Þegar hundur er í festi á húslóð, skal lengd festarinnar við það miðuð að óhindrað megi ganga að aðaldyrum hússins.

 Sjá meðal annars tilvitn. í reglugerð um kattahald í Djúpavogshreppi.

6. gr. Eigenda kattar ber, eftir því sem framast er unnt, að sjá svo um að köttur hans valdi ekki hávaða, ónæði, óþrifnaði né óhollustu.  Ef köttur veldur nágrönnum eða öðrum ítrekuðu ónæði, óþrifum eða tjóni, þá ber eigenda eða forráðamanni að leita leiða til að koma í veg fyrir slíkt.

9.gr. Leyfishöfum ber að taka tillit til fuglalífs á varptíma, eftir því sem tök eru á, t.d. með því að hengja bjöllur á hálsólar katta og halda þeim ávallt innandyra á nóttunni. Leyfishafa ber að hafa sandkassa fyrir köttinn á lóð sinni.

 

                                                                                                    Form.umhverfisn.Dpv.
                                                                                                        Andrés Skúlason 

 

03.05.2011

Atvinnuauglýsing í bundnu máli

Fjallað hefur verið um, í nokkuð mörgum netmiðlum, atvinnuauglýsingu sem birtist í Bændablaðinu. Í auglýsingunni leita Óskar Gunnlaugsson og Sigurrós Jónasdóttir í Berufirði 3 eftir liðsauka yfir sauðburðinn. Auglýsingin er óvenjuleg að því leyti að hún er í bundnu máli.

Þau hjónin fengu Hrönn Jónsdóttur á Djúpavogi, mágkonu Óskars, til að setja saman vísu. Það er ljóst að þessi aðferð mælist vel fyrir hjá atvinnuleitendum því á annan tug umsækjenda hefur haft samband og Óskar og Rósa ættu því að geta fundið góðan starfskraft úr þessum hópi.

Auglýsingin var svohljóðandi:

Er hér á Austurlandi
í uppsigling nokkur vandi;
ráða nú þarf
einhvern röskan í starf;
til að sinna sauðburðarstandi.

Því bóndinn er lotinn og lúinn;
langtum skárri er frúin;
en gagn þó við gerum;
og alltaf erum:
hlýleg og góð við hjúin.

Ef leynist karl eða kona
sem kannski er til í svona;
tefðu ekki tímann
en taktu upp símann;
bændur bíða og vona.

ÓB

02.05.2011

Frá Grunnskóla Djúpavogs

Ef foreldrar eða forráðamenn óska eftir að skrá barn eða börn sín í eða úr Grunnskóla Djúpavogs, fyrir skólaárið  2011-2012, er þeim bent á  að hafa samband  við skólastjóra eigi síðar en 27. maí 2011  BE