Djúpivogur
A A

Aðalvefur

Geymslusvæðið í Gleðivík tilbúið

Nú er búið að leggja rafmagn í geymslusvæðið í Gleðivík og þar af leiðandi hvetur Djúpavogshreppur alla þá, sem hafa í hyggju að nýta aðstöðuna, að fara að hugsa sér til hreyfings.

Sveitarstjóri

08.10.2010

Tilkynning frá Neista vegna sundnámskeiðs

Fyrirhuguð sundnámskeið sem áttu að vera í sundlaug Djúpavogs um helgina frestast því miður um óákveðinn tíma vegna veikinda þjálfara.
 
Haft verður samband við þá sem búnir voru að skrá sig vegna nýrrar tímasetningar.

UMF Neisti

BR

08.10.2010

Sundnámskeiði frestað

Fyrirhuguð sundnámskeið sem áttu að vera í sundlaug Djúpavogs um helgina frestast því miður um óákveðinn tíma vegna veikinda þjálfara.
 
Haft verður samband við þá sem búnir voru að skrá sig vegna nýrrar tímasetningar.

Margnota bökunarpappír

Foreldrafélag leikskólans þakkar góðar móttökur vegna sölu okkar á margnota bökunarpappírnum.  Þeir sem misstu af okkur þegar við gengum í hús á föstudagskvöldið geta nálgast pappírinn hjá Hafdísi Reynisdóttur fram að helgi.  Pappírinn kostar 2000 kr. og á að endast í 6 ár.  Auðvelt að þrífa og það má setja hann í uppþvottavélina.  Eina sem þarf að varast er að skera ekki í pappírinn.

Foreldrafélag leikskólans/ÞS

Biblíumaraþon og kærleikskaffi

Æskulýðsfélag Djúpavogs safnar áheitum fyrir Biblíumaraþon.

 Laugardaginn 9. okt. kl. 13.00- 16.00 munu unglingarnir  lesa  í kirkjunni valda kafla úr Biblíunni.
Fólk er hvatt til að koma í kirkjuna og hlusta á þau og  verður  boðið upp á kærleikskaffi og djús og vöfflur sem unglingarnir sjá um.    

Félagar úr æskulýðsfélaginu munu ganga í hús og safna áheitum en féð sem safnast fer í ferðasjóð til að fara á Landsmót æskulýðsfélaga Þjóðkirkjunnar á Akureyri dagana 15.-17. okt. n.k.  

Tökum vel á móti unglingunum þegar þau ganga í hús og safna áheitum.    
Einnig má leggja inn á reikning í Sparisjóðnum nr. 114705401290, kt. 600169-0769

Munið laugardaginn frá kl. 13.00-16.00, lítið við til að hlusta á lesturinn og þiggja kaffiveitingar sem kosta kr. 490.- og styðja þannig unglingana í góðu starfi.

Minni einnig á kirkjuskólann sem verður á sunnudag 10. okt. kl. 11.00

sóknarprestur

BR

05.10.2010

Norræna skólahlaupið 2010

 Verkefninu Göngum í skólann lýkur formlega 6. október og að því tilefni er Norræna skólahlaupið  daginn eftir,  fimmtudaginn 7. október. Nemendur 1. – 2. bekkjar hlaupa 2,5 km, nemendur 3. - 5. bekkjar geta valið um tvær vegalengdir, 2,5 km og 5 km en nemendur 6. – 10. bekkjar geta valið um 5 km og 10 km. 

Mömmum, pöbbum, ömmum, öfum , frændum og frænkum er velkomið að taka þátt. Boðið verður upp á ávexti og djús að hlaupi loknu og síðan er öllum boðið í sundlaugapartý.  Mikilvægt er að nemendur komi í góðum skóm og klæddir eftir veðri og  MUNI EFTIR SUNDFÖTUM. BE

 

 

 

 

Fundarboð

Fimmtudaginn 7. október verður fundur í Grunnskóla Djúpavogs kl. 20.  Fyrri hluti fundarins er hefðbundin skólakynning þar sem farið verður yfir handbók grunnskólans og skóladagatal.  Áætlað er að þeim hluta ljúki um 20:30.

Í seinni hlutanum verður gerð tilraun til að efla æskulýðsmál á Djúpavogi. Fulltrúar frá sveitarfélaginu, slysavarnafélaginu, Neista og kirkjunni mæta. Farið verður lauslega yfir hvað er í boði fyrir börn og unglinga hreppsins og hverju er hægt að bæta við. Hugmyndin er að fá foreldra til samstarfs.  Til þess að skapa fjölbreytt og heilbrigt æskulýðstarf hér á Djúpavogi þurfa allir að leggja sig fram.

Aðalfundur Foreldrafélags Grunnskóla Djúpavogs verður eftir seinni hlutann.  Á dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf.

Skólastjóri

Hörður Torfa - Tónleikaferð haustið 2010

Í áratugi, eða síðan 1970, hefur Hörður Torfa ferðast um landið sem leikstjóri og söngvaskáld og víst er að enginn íslenkur listamaður kemst með tærnar þar sem hann hefur hælana í þeim efnum. Haustið 2006 fór hann sína síðustu hring tónleikaferð um landið. En það þýddi að hann kom við á nánast hverju byggðu bóli þessa lands og oft var það bæði vor og haust. Nú ætlar Hörður að fara um landið en í áföngum að þessu sinni og minnast 40 ára starfsafmælis síns.
 
Af mörgu er að taka á fertugs-starfsafmælinu og Hörður mun flakka fram og til baka í tíma og hugsandi upphátt í bundnu sem óbundnu máli. Plötur Harðar eru orðnar 22 að tölu en tónleikarnir í ár eru tileinkaðir fyrstu plötunni. Sú plata var einmitt gerð fyrir 40 árum og á stóran sess í hugum landans sem sést best á því að þegar fyrstu tónar laganna „Ég leitaði blárra blóma“ og Þú ert sjálfur Guðjón“ og “Kveðið eftir vin minn” og öll hin hljóma tekur salurinn undir.

Árið 2010 er ár afmælanna því heimasíða söngvaskáldsins er nú 15 ára. Þar má kynna sér feril Harðar, líta yfir plötusafnið, kaupa tónlist hans, lesa ljóð eða jafnvel senda Herði línu. Allt þetta má nálgast á www.hordurtorfa.com

Fimmtudagur 30. september - Akureyri
Græni Hatturinn Kl. 21.00  

Föstudagur 1. október. -  Húsavík
Gamli Baukur kl. 20.30  

Laugardagur 2. okt. - Vopnafjörður
Mikligarður  

Sunnudagur 3. okt. - Egilsstaðir
Sláturhúsið kl. 20.30.

Mánudagur 4. okt. - Seyðisfjörður
Hótel Aldan kl. 20.30

Þriðjudagur 5. okt. - Stöðvarsfjörður
Brekkan kl. 20.30  

Miðvikudagur 6. okt. -  Djúpivogur
Hótel Framtíð  kl.21.00

BR

04.10.2010

Menntavika Þekkingarnets Austurlands

Í næstu viku eða dagana 4. – 8. október heldur Þekkingarnet Austurlands menntaviku á þjónustusvæði sínu frá Vopnafirði suður um til Hornafjarðar. Tilgangurinn er að skapa umhugsun og umræður um gildi menntunar og hvaða menntatækifærum heimamenn á hverjum stað vilja hafa aðgang að.

 
Þriðjudaginn 5. október býður Þekkingarnetið öllum áhugasömum íbúum Djúpavogs á fund og í súpu á Hótel Framtíð kl. 11:00-12:45.

Ragnhildur Jónsdóttir starfsmaður Þekkingarnetsins kynnir þar:
•    Þjónustu ÞNA – m.a. námskeið í boði, stuðning við háskólanema, áhugasviðskannanir, og náms- og starfsráðgjöf.
•    Aðkomu Landsmenntar, sveitamenntar og Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins til fjárstuðnings við fyrirtæki og    stofnanir   sem vilja halda     námskeið fyrir starfsmenn sína eða fá ráðgjafa að láni til að vinna tímabundin verkefni.
•    DVD disk um náms-og starfsráðgjöf fyrir sjómenn.  
•    Raunfærnimat í löggiltum iðngreinum og meðal bankastarfsmanna.


Spilakvöld í Sambúð þriðjudagskvöldið 5. okt.  kl. 19:30.

Fólk á öllum aldri er hvatt til mæta með borðspilin sín. Síðan velur hver og einn hvaða spil hann langar til að spila eða læra að spila og við spilum svo og skemmtum okkur saman til kl. 22:00. Boðið verður upp á drykki og hollustunasl.

Þekkingarnet Austurlands

BR

04.10.2010

Ómskoðun

 

Á þriðjudaginn var bauðst nemendum í 10. bekk að fara  á Fossárdal og taka þátt í ómskoðun á sæðingafé (lambhrútum og gimbrum undan sæðingahrútum). Nemendurnir unnu hörðum höndum við að smala fénu í króna, vigta þær og skrá. Halda á meðan ómskoðun fór fram og einnig  þegar féið var þuklað og metið. Útskýrt var hvað var verið að skoða og hvað þykir gott ef maður er ásetningaær.  Best er að hafa hrygginn vel vænan af vöðvum. Þegar þessu var lokið fóru nemendur sjálfir á vogina og í ómskoðun þar sem fitulag og vöðvar við neðri hryggjarliði voru skoðaðir. Eigum við mjög heilbrigða og ásetjanlega unglinga hér á Djúpavogi. Þegar því var lokið hófst þuklkeppni. Nemendur þreifuðu lærvöðva á þremur gimbrum og gáfu þeim einkunn miðað við þykkt vöðva. Að lokum vorum við leyst út með mjólk, skúffuköku og Wasa kexi. Kærar þakkir fyrir móttökurnar. LDB Fleiri myndir má sjá hér.

Íþróttafræðingur á Djúpavogi

Mánudaginn 4. október verður íþróttafræðingurinn Dagný Erla Ómarsdóttir á Djúpavogi. Hún ætlar að vera með þrektíma í íþróttahúsinu kl. 18:00 en eftir það er hægt að panta hjá henni tíma í fitumælingu, kaupa æfingaáætlun eða matarprógramm.

Tímapantanir og upplýsingar hjá Dagný Erlu í síma 865-5141 eða á netfangið dagnyerla@hotmail.com

 

BR

01.10.2010

Margnota bökunarpappír

Foreldrafélag leikskólans ætlar að ganga í hús í kvöld og selja Teflet margnota bökunarpappír.  Þessi margnota bökunarpappír er tilvalin í jólabaksturinn en hægt er nota hann í ofnskúffuna, kökuformin, í eldföstu fötin og fleira.  Þú notar hann aftur og aftur .  Bökunarpappírinn er með 100%  “non-stick” yfirborði og því er óþarfi að smyrja hann.

Þú þrífur bökunarpappírinn með rökum klút en hann má einnig fara í uppþvottavél.  Pappírinn þolir allt að 260°C og það eru tvö blöð í pakkanum og á að duga í allt að sex ár.  Þessi margnota bökunarpappír kostar 2000 kr. Allur ágóði sölunnar rennur til leikskólabarna á Djúpavogi.  

Stjórn Foreldrafélagsins