Djúpavogshreppur
A A

Aðalvefur

Laus staða í leikskólanum

Leikskólinn Bjarkatún, Djúpavogi auglýsir eftir leikskólakennara/leiðbeinanda.  Auglýst er eftir kennara/leiðbeinanda í 100% stöðu með vinnutíma 8:00-16:00.  Umsækjandinn þarf að geta sýnt sjálfstæð vinnubrögð, hæfni í mannlegum samskiptum, ábyrgð, frumkvæði og metnað í starfi.   Þarf að geta hafið störf sem fyrst og er umsóknarfresturinn til 10. september 2010.

 

Samkvæmt lögum nr. 87/2008;2 kafli, 3 gr.

Rétt til að nota starfsheitið leikskólakennari og starfa við leikskóla á vegum opinberra aðila eða aðra hliðstæða skóla hefur sá einn sem til þess hefur leyfi menntamála-ráðherra.  Leyfi til þess að nota starfsheitið leikskólakennari má aðeins veita þeim sem lokið hefur:

  1. meistaraprófi frá háskóla sem hlotið hefur viðurkenningu ráðherra á grundvelli laga um háskóla, nr. 63/2006, á fræðasviði sem ráðherra viðurkennir til kennslu á leikskólastigi; eða
  2. öðru námi sem jafngildir meistaraprófi skv. 1. tölul. og ráðherra viðurkennir til kennslu á leikskólastigi.

 

Samkvæmt lögum nr. 87/2008;6 kafli, 17 gr.

Sæki enginn leikskólakennari um auglýst leikskólakennarastarf, leikskólastjórastarf eða aðstoðarleikskólastjórastarf, sbr. 2. mgr. 9. gr., þrátt fyrir endurtekna auglýsingu er heimilt að lausráða í starfið til bráðabirgða, að hámarki til eins árs í senn, einstakling sem ekki er leikskólakennari. Hið sama gildir ef umsækjandi uppfyllir ekki þau almennu skilyrði sem nauðsynleg teljast til þess að fá ráðningu í starf. Nú hefur starf starfsmanns verið auglýst í tvígang án þess að leikskólakennari hafi fengist og er þá heimilt að ráða hann í starfið samkvæmt nánari fyrirmælum sveitarstjórnarlaga og hlutaðeigandi kjarasamnings. Starfsmaður sem ráðinn er vegna framangreindra aðstæðna má ekki bera starfsheitið leikskólakennari og ekki má endurráða hann án undangenginnar auglýsingar. 

 

Upplýsingar er hægt að nálgast hjá leikskólastjóra, Þórdís í síma 478-8832 eða í tölvupósti, bjarkatun@djupivogur.is

 

Umsóknum má skila í tölvupósti á bjarkatun@djupivogur.is, eða í lokuðu umslagi merktu Leikskólinn á skrifstofu Djúpavogshrepps.  Umsóknareyðublöð má fá á skrifstofu Djúpavogshrepps eða á heimasíðu Djúpavogs undir eyðublöð.  Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál

Leikskólakennara vantar í Bjarkatúni

Leikskólinn Bjarkatún, Djúpavogi auglýsir eftir leikskólakennara/leiðbeinanda.  Auglýst er eftir kennara/leiðbeinanda í 100% stöðu með vinnutíma 8:00-16:00.  Umsækjandinn þarf að geta sýnt sjálfstæð vinnubrögð, hæfni í mannlegum samskiptum, ábyrgð, frumkvæði og metnað í starfi.   Þarf að geta hafið störf sem fyrst og er umsóknarfresturinn til 10. september 2010.

 

Samkvæmt lögum nr. 87/2008;2 kafli, 3 gr.

Rétt til að nota starfsheitið leikskólakennari og starfa við leikskóla á vegum opinberra aðila eða aðra hliðstæða skóla hefur sá einn sem til þess hefur leyfi menntamála-ráðherra.  Leyfi til þess að nota starfsheitið leikskólakennari má aðeins veita þeim sem lokið hefur:

  1. meistaraprófi frá háskóla sem hlotið hefur viðurkenningu ráðherra á grundvelli laga um háskóla, nr. 63/2006, á fræðasviði sem ráðherra viðurkennir til kennslu á leikskólastigi; eða
  2. öðru námi sem jafngildir meistaraprófi skv. 1. tölul. og ráðherra viðurkennir til kennslu á leikskólastigi.

 

Samkvæmt lögum nr. 87/2008;6 kafli, 17 gr.

Sæki enginn leikskólakennari um auglýst leikskólakennarastarf, leikskólastjórastarf eða aðstoðarleikskólastjórastarf, sbr. 2. mgr. 9. gr., þrátt fyrir endurtekna auglýsingu er heimilt að lausráða í starfið til bráðabirgða, að hámarki til eins árs í senn, einstakling sem ekki er leikskólakennari. Hið sama gildir ef umsækjandi uppfyllir ekki þau almennu skilyrði sem nauðsynleg teljast til þess að fá ráðningu í starf. Nú hefur starf starfsmanns verið auglýst í tvígang án þess að leikskólakennari hafi fengist og er þá heimilt að ráða hann í starfið samkvæmt nánari fyrirmælum sveitarstjórnarlaga og hlutaðeigandi kjarasamnings. Starfsmaður sem ráðinn er vegna framangreindra aðstæðna má ekki bera starfsheitið leikskólakennari og ekki má endurráða hann án undangenginnar auglýsingar. 

 

Upplýsingar er hægt að nálgast hjá leikskólastjóra, Þórdís í síma 478-8832 eða í tölvupósti, bjarkatun@djupivogur.is

 

Umsóknum má skila í tölvupósti á bjarkatun@djupivogur.is, eða í lokuðu umslagi merktu Leikskólinn á skrifstofu Djúpavogshrepps.  Umsóknareyðublöð má fá á skrifstofu Djúpavogshrepps eða á heimasíðu Djúpavogs undir eyðublöð.  Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál

09.09.2010

Félagsleg ráðgjöf á Djúpavogi

Guðrún Helga Elvarsdóttir ráðgjafi félagsþjónustunnar verður á Djúpavogi miðvikudaginn 15. september.

Tímapantanir í síma 470 0705

 

BR

09.09.2010

Ásta Birna klúbbmeistari í Lippstadt 2010

Ásta Birna slær hvergi slöku við í golfinu en hún var nýlega kosin klúbbmeistari þýska golfklúbbsins Golfclub Lippstadt. Hún er fyrsti útlendingurinn sem er valinn kvennameistari klúbbsins en alls kepptu sex konur í meistaraflokkunum og hafði Ásta Birna nokkra yfirburði.

Umfjöllun um þetta nýtasta afrek Ástu Birnu birtist á golfvefnum igolf.is en þar má einnig sjá myndir og stutt viðtal við nýkrýndan klúbbmeistara.

Hægt er að skoða fréttina af iglolf.is með því að smella hér

 

09.09.2010

Aðalskipulag Djúpavogshrepps

Eintaki af Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008 - 2020 hefur nú verið komið fyrir í versluninni Við Voginn.

Heimamenn, sem og gestir, eru hvattir til þess að kynna sér aðalskipulagið, sér til gagns og gamans.

Auk þess má finna Aðalskipulagið í rafrænu formi hér til vinstri á heimasíðunni og með því að smella á þennan hlekk hér.

BR

08.09.2010

Djúpavogsbúar athugið

Vegna fjölda áskorana verður leikfangasýningin:

“Fyrrum átti ég falleg gull”  í gamla bænum í Berufirði einnig opin næstkomandi helgi, 11. - 12. september.

Opnunartími frá kl.14:00 til 18:00 báða dagana.

Verið velkomin!

Nönnusafn, Berufirði

 

BR

08.09.2010

Alþjóðleg söguráðstefna í Þórbergssetri

Þórbergssetur og Háskólasetrið á Höfn standa fyrir málþingi helgina 2.-3. október sem ber yfirskriftina: „Landnám norrænna og keltneskra manna á Suðausturlandi”.

Málþingið er styrkt af menningarráði Austurlands og atvinnu- og rannsóknarsjóði Hornafjarðar og hefst á laugardagsmorgun 2. október og lýkur síðdegis á sunnudeginum.

Bæði erlendir og íslenskir fræðimenn munu halda fyrirlestra á ráðstefnunni og má þar til að mynda nefna John Sheehan, fornleifafræðing frá Cork á Írlandi, Kristján Ahronson, fornleifafræðing við háskólann í Bangor í Wales, Gísla Sigurðsson, rannsóknarprófessor á Árnastofnun við Háskóla Íslands og Martein H Sigurðsson, norrænufræðing við Kaupmannahafnarháskóla. Þá mun Bjarni Einarsson, fornleifafræðingur, vera með leiðsögn inn á Steinadal, í hinu forna Papbýli,  þar sem skoðaðar verða fornar mannvistarminjar.

Málþingið er hugsað sem upphaf á rannsóknarsamvinnu íslenskra og erlendra fræðimanna sem mun standa fyrir nokkrum málþingum og ráðstefnum; meðal annars er áætlað að halda stóra alþjóðlega ráðstefnu á Suðausturlandi árið
2013 eða 2014. Vinnuheiti rannsóknarinnar er VIKINGS AND CELTS IN SOUTH-EAST

ICELAND: SAGAS, SOURCES AND SOCIETIES og markmiðið er að kanna möguleg tengsl Suðausturlands við nágrannalöndin – Færeyjar, Orkneyjar, Írland, Skotland og Noreg – á þeim tíma sem Ísland var numið. Nálgunin verður þverfagleg og leitað verður eftir samvinnu forleifafræðinga, sagnfræðinga, bókmenntafræðinga, málvísindamanna, mannfræðinga og þjóðfræðinga.

Allir eru velkomnir á málþingið og gistimöguleikar eru víða nálægt Þórbergssetri, svo sem á Hala, Gerði og Smyrlabjörgum. Dagskrá verður kynnt síðar.

Nánari upplýsingar má fá hjá Þorbjörgu Arnórsdóttur, forstöðumanni Þórbergsseturs, í síma 478 1073 og Soffíu Auði Birgisdóttur, sérfræðingi á Háskólasetrinu á Höfn, í síma 470 8042.

 

BR

07.09.2010

Þór Vigfússon í Sólhól opnar sýningu

Við fengum fréttir af því að Þór í Sólhól væri nú að opna áhugaverða sýningu í i8 Gallerí við Tryggvagötu 15 í Reykjavík. Opnunin verður fimmtudaginn 9. september kl. 17-19 og verður sýningin opin til 16. október.

Til gamans setjum við inn hér upplýsingar um listamanninn og sýninguna hans og hvetjum fólk til þess að leggja leið sína í i8 Gallerí.

 

Hér fyrir neðan birtum við texta sem fenginn er að láni af heimasíðu i8 Gallerísins.

"Þór Vigfússon hefur um langt skeið fengist við að skoða samspil listaverka og umhverfis í verkum sem gerð eru úr gleri, plexígleri, speglum og formica-plasti. Verk hans er víða að finna í opinberum nýbyggingum enda kallast þau á við arkítektúr og hönnun með einföldum geómetrískum formum og hreinum litum.

Þór sýnir nú röð nýrra veggverka í i8 úr þeim efnivið sem hann hefur fengist við undanfarin ár, þ.e. ámálaðar glerplötur. Glerið sem hann notar er skorið í ákveðin form, kantarnir slípaðir og bakhliðin máluð í ákveðnum lit. Eins og gefur að skilja munu smávægilegar breytingar í hlutföllum og litaskala verka sem byggja á slíkri naumhyggju kalla fram gjörólíka útkomu. Þau breytast líka eftir því hvar þau eru til sýnis því þau taka inn rýmið í kring og umhverfið tekur sömuleiðis breytingum við að hýsa verkin. Speglunin í glerinu ítrekar þessa hugmynd.

Þó verkin séu hvert um sig sjálfstætt fyrirbæri sem getur virkjað umhverfi sitt með fyrrgreindum hætti gerir endurtekning sama forms og tónar litaskalans það að verkum að þau kallast á innbyrðis. Græna slikjan í þykku glerinu tónar alla litina saman. Tígulformið sem Þór notar á þessari sýningu er frábrugðið þeim ferningum sem hann hefur áður sýnt að því leyti að það kallar ekki fram hugmyndina um „mynd á vegg” og er að sama skapi ekki eins stöðugt. Formið verður algjörlega sjálfstæð geómetrísk eining án nokkurra tilvísana út fyrir sjálft sig. Þá er eins og það sé bjagað eða teygt, enda hlutföllin þannig að hver tígull er þrisvar sinnum breiðari en hann er á hæð".

Sýningin stendur til 16. október. Frekari upplýsingar veitir Íris Stefánsdóttir í síma 551 3666 eða iris@i8.is

07.09.2010

Myndir frá Hjördísi Björgu Kristinsdóttur

Hjördís Björg Kristinsdóttir kom færandi hendi til okkar í síðustu viku með gamlar myndir frá Djúpavogi úr safni sínu.

Myndirnar eru nú komnar inn á síðuna og má finna hér hægra megin undir "Myndasafn - Gamlar myndir - Myndasafn Hjördísar Bjargar"

Við þökkum Hjördísi að sjálfsögðu kærlega fyrir myndirnar en hún sagðist luma á fleirum og við bíðum að sjálfsögðu spennt eftir þeim.

Smellið hér til að komast beint á myndasíðuna.

ÓB

06.09.2010

Íþróttahúsið auglýsir

Stefnt er að því að reyna að ná saman góðum hópi til þess að mæta á blak - og badminton æfingar í vetur.

Badminton æfingar verða í íþróttahúsinu á mánudögum kl. 18:00

Blak æfingar verða í íþróttahúsinu á miðvikudögum kl. 18:00. Athugið að fyrstu vikurnar er ætlunin að fara í brennó.

Allir eru velkomnir og eru íbúar hvattir til þess að mæta og nýta sér þá frábæru íþróttaaðstöðu sem hér er í boði

 

 

BR

06.09.2010

Starwars röðin

Á eldri deildinni fara krakkarnir oft á dag í röð eins og þegar farið er í fataklefann, áður en farið er út og þegar komið er inn eftir útiverunni.  Það er misjafnt hversu auðvelt börn eiga með að standa í röð og hefur það til dæmis sýnt sig að strákar eiga mun erfiðara með þetta heldur en stelpur.  En æfingin skapar meistarann og til þess að allt fari nú ekki í vitleysu þá notum við kennararnir ýmsa leiki til að dreifa huganum og láta börnunum finnast það auðvelt að standa í röð.  Við förum með vísur þar sem við teljum börnin eins og "einn og tveir, inn komu þeir" þrír og fjórir, furðu stórir og svo framvegis.  Síðan höfum við raðað þeim upp í aldursröð þar sem elsti er fyrstur og yngsti síðastur en þá þarf maður að vera með á hreinu hvað allir eru gamlir og í hvaða mánuði þeir eru fæddir í.  Síðan snýr maður röðinni við og hefur þann yngsta fyrst og elsta síðast en það er alltaf mikil keppni hjá þeim eldri að komast fremst í röðina.  Ein röð er þó skemmtilegust og það er "star wars röðin" eins og krakkarnir kalla hana en heitir reyndar stafrófsröðin en vegna þessa nafnabrengls hefur hún orðið agalega vinsæl.  En eins og nafnið gefur til kynna er börnunum raðað eftir stafrófsröð ýmist frá byrjun eða öfuga röð. 

ÞS

Göngum í skólann

Nú styttist í að verkefnið Göngum í skólann verði sett þetta haustið.  Grunnskóli Djúpavogs hefur verið með frá upphafi og hefur þátttaka verið mjög góð. Fyrsti dagurinn verður miðvikudagurinn 8. september og stendur átakið til miðvikudagsins 6. október.

Farið var af stað með þetta verkefni til að hvetja börn landsins til að hreyfa sig meira. Hér í litla þorpinu okkar, þar sem umferð er lítil og stutt á milli staða, ætti ekki að þurfa sérstakt átak til að fá nemendur til að ganga í skólann en bílafjöldinn fyrir utan skólann á morgnana og í lok skóladagsins sýna að ekki er vanþörf á. Foreldrar eru hvattir til að ganga með börnum sínum sé þess kostur. Skólabílarnir munu stoppa við Samkaup og hleypa nemendum, sem vilja taka þátt, út til að þeir geti gengið síðasta spölinn. Kennarar skrá hvaða nemendur ganga og verður tilkynnt í lok átaksins hvaða bekkjardeild hefur átt duglegustu göngu- og hjólagarpana því að sjálfsögðu má líka hjóla í skólann. BE

 

 

Skemmtilegir síðsumarsdagar í Berufirði

Nú um helgina stendur yfir sýningin "Fyrrum átti ég falleg gull". Sýning stendur yfir laugardag og sunnudag og er opin frá kl. 14 - 18. Sýningin er öll hin glæsilegasta en þar má sjá hin ýmsu leikföng og bækur frá gamalli tíð. Einnig eru til sýnis kindahorn, skeljar og fleira sem sýna vel hvernig börn léku sér á árum áður og má greinilega sjá hversu mikill munur á leik barna þá og í dag. Leikföngin koma úr ýmsum áttum og eru sum hver áratuga gömul. Búið var að hengja upp lýsingar á gömlum íslenskum barnaleikjum sem skemmtilegt er að lesa.

Að lokinni sýningu er boðið upp á kaffi og girnilegar hnallþórur í gamla bænum.

Undirrituð hvetur alla til þess að gera sér ferð og skoða sýninguna sem er sérlega skemmtileg og ljúft að hlusta á fólk segja frá bernskuminningum sínum sem rifjuðust upp við komuna. Það er ekki síður mikilvægt fyrir okkur sem yngri eru að skoða leikföngin og sjá hversu mikið hefur breyst á stuttum tíma.

 

Fyrir utan gamla bæinn var hægt að malla drullukökur

og hræra í pottunum

 

Í gamla bænum var búið að raða leikföngunum skemmtilega upp

Hillurnar eru fullar af allskyns leikföngum

Margir gestanna mundu vel eftir því að hafa leikið sér að hornum

Elsta dúkkan var 100 ára gömul

Hér má skoða gamlar barnabækur

Allskyns leikföng, borðspil og bækur

 

Útihús sem Helgi Hóseasson smíðaði

 

Leikföngin voru af ýmsum toga

Dúkkur og munnhörpur sem eflaust hefur verið mikið spilað á

Gamlir heimasmíðaðir trébílar, glæsilegur floti

Í Nönnusafni

Í Nönnusafni

Gamli bærinn er einstaklega fallegur og notalegur andi í húsinu

Í Berufjarðarkirkju

BR

04.09.2010

Síðsumardagar í Berufirði

Kaffihlaðborð og sýningin "Fyrrum átti ég falleg gull" verður í gamla bænum í Berufirði helgina 4. og 5. september nk. frá kl. 14:00 - 18:00 báða dagana.

Allur ágóði rennur til Nönnusafns

Verið velkomin


Nönnusafn, Berufirði

03.09.2010

Sveitarstjórn: Fundargerð 02.09.2010

Hægt er að nálgast fundargerðina með því að smella hér.

ÓB

03.09.2010

Afl starfsgreinafélag auglýsir

Félagsmenn athugið.

Þar sem óljóst hefur verið með opnunartíma í Sambúð í sumar vil ég minna félagsmenn á að það er opið með öðrum hætti vegna stafa minna í Suðursveit.


Opið verður fimmtudaginn 9. september frá kl. 15:00 - 17:00

Frá 25. september til og með 30. október verður opið á laugardögum frá 13:30 - 15:30.


Munið að það má alltaf hringja í mig eða í 4700-300 hjá AFLi.

Kveðja Dúna

03.09.2010

Frá Bakkabúð

Í september breytist opnunartími Bakkabúðar og verður opið sem hér segir:

Þriðjudagar og fimmtudagar frá kl. 16:00 - 18:00

Með kveðju,

Bakkabúð

 

BR

02.09.2010

Gönguferð upp á Bóndavörðu

Eftir að hafa fylgst með uppsetningu nýs masturs á Bóndavörðunni ákváðu nemendur Kríudeildar að fara í gönguferð upp á Bóndavörðu og skoða nýja mastrið.  Börnin höfðu séð bláan vörubíl koma með farm sem hann hífði með krana af pallinum.  Daginn eftir kom stærðarinnar kranabíll sem fór að hífa upp nýja mastrið. Þegar mastrið var risið ákváðum við að fara og skoða þetta nánar.  

Það er sko fallegt að sjá ofan af Bóndavörðu og hringsjáin er alltaf spennandi

Það voru menn að vinna í mastrinu


mastrið er mjög hátt

Hér má sjá myndir af ferðinni

ÞS

Úrslitin ljós í uppskriftasamkeppninni

Þá er hinni æsispennandi uppskriftasamkeppni lokið og kominn tími til að upplýsa um sigurvegarann. Þátttakan var mjög góð, hlutfallslega í raun alveg stórkostleg. Til gamans birtum við uppskriftirnar hér fyrir neðan þannig að lesendur geti notið með.

Rök dómnefndar voru þau helstu að Hafdís Reynisdóttir notar gleðikálið bæði í kjúklingaréttinn og í salatið með. Hún hlýtur því titilinn "Gleðivíkurkokkurinn" og fær að verðlaun eins mikið magn af káli úr Gleðivík og hún getur í sig látið.

Þess bera að geta að einn af kokkunum á Hótel Framtíð, Sigurður Már Davíðsson, átti fyndnustu uppskriftina í keppninni en hún verður nú seint talin góð.

Við óskum Hafdísi til hamingju með sigurinn og þökkum þeim sem tóku þátt fyrir. Vinningsuppskriftina má sjá hér fyrir neðan.

Verðlauna - uppskriftin frá Hafdísi Reynisdóttur

Sæt kartafla.
Kjúklingabringur.
Fetaostur.
Gleðikál.
Rifin ost.
Tortilla chips.(svipað og Doritos)
 
 
Byrjið á því að skera niður sæta kartöflu og leggið í botninn á eldföstu móti,
Steikið kjúklingabringur aðeins á pönnu og gott er að kljúfa þær í sundur
og eru bringurnar lagðar ofan á kartöflurnar.
 
Síðan kemur að gleðikáli,leggið það yfir bringurnar og stráið síðan fetaosti,
úr heilli krukku yfir.
 
Brjótið síðan tortilla chips yfir,og setjið síðan rifin ost yfir þetta allt saman.
Sett inní ofn við 180¨¨ í 15-20mín.
 
Mjög gott er að hafa hrísgrjón sem meðlæti og auðvitað gleðisalat.
 
 
                           Gleðisalat
 
Gleðikál,papriku,tómata,gúrku og hvítlauksbrauðteninga.
 
Öllu blandað saman í skál.
 
Verði ykkur að góðu.
 
Hafdís Reynisdóttir

--------------------------------------

Páll Jakob Líndal sendi okkur þessa uppskrift úr Svíaríki

Hér er skotheld uppskrift.

Búa til uppstúf/jafning/hvíta sósu eða hvað fólk kallar þetta. Helst svolítið sæta. Setja hana í stóra skál.

Skera niður Gleðivíkurkál, svolítinn slatta og setja út í uppstúfið/jafninginn/hvítu sósuna og hræra vel saman.

Sjóða saltfisk og kartöflur.

Setja svo saman á disk, soðinn saltfisk, kartöflur og Gleðivíkurgrænkálsuppstúfið.  Þá er komin þessi líka herramannsmatur, hrikalega góður og sérlega hollur.

Borðaði þetta stundum í sveitinni hér á árunum áður og er nú heljarmenni að burðum.
 
----------------------------------

Þorbjörg  Ósk Pétursdóttir (Tobba) átti eina mjög girnilega sem kom sterk inn

„Japanskur“ kjúllaréttur með fóðurkáli
Fyrir 4

Sósa:
½ bolli olía
¼ bolli Balsamic edik
2 msk sykur
2 msk soyasósa
Þetta er soðið saman í ca 1 mín.  Kælt og hrært í annað slagið á meðan sósan kólnar (annars skilur olían sig frá)

Þurrristað á pönnu:
1 poki núðlur (instant súpunúðlur) – ekki krydd
3-4 msk möndluflögur eða eftir smekk
1-2 msk sesamfræ eða eftir smekk
Núðlurnar brotnar í smáa bita og þær ristaðar fyrst á pönnunni því þær taka lengstan tíma, síðan er möndlunum bætt á pönnuna og síðan fræin.  Sett á disk og kælt. (ath núðlurnar eiga að vera stökkar)

Salat sett á fat eða í mót:
2 teg af salati, t.d. repja, lollo rosso, klettasalat ....
Kirsuberjatómatar
1 stk mangó
1 lítill rauðlaukur

4 skinnlausar kjúllabringur skornar í ræmur og snöggsteikar í olíu.
Sweet hot chillisósu hellt yfir og látið malla smá stund.

Allt sett í fat eða mót, fyrst salatið, síðan núðlufræin, svo er balsamicsósunni hellt yfir og að síðustu er heitum kjúklingaræmunum dreift yfir.

Borðað með hvítlauksbrauði.

(Ath – gott að geyma eitthvað af sósunni og ber fram með réttinum.  Sósan er líka góð með brauðinu).

Þorbjörg Ósk Pétursdóttir

--------------------------------------------


Uppskrift frá Sigurði Má Davíðssyni

ég heiti Sigurður Már og er með þessa afbragðs uppskrift

taka svona gott búnt af salatinu....eða svona um 500 gr
bræða smjör 200 gr
hita upp hnetusmjör 350 gr
taka svo kæfu og hita hana mjög vel 500 gr
skera svo skinku í strimla tvær sneiðar
blanda svo öllu saman og hræra mjög vel saman, eða c.a. 20 mínútur
henda þessu svo í ruslið og skammist ykkar Óli og Bryndís fyrir að hafa klárað að lesa þennan texta

 

BR

01.09.2010

Ásta Birna "Stadtmeister" 2010

Ásta Birna Magnúsdóttir heldur áfram að láta að sér kveða í golfheiminum og í lok ágúst sigraði hún í "Lippstadter Stadt Meisterschaft Cup", sem er keppni kylfinga sem búa innan Lippstadt.

Fjallað var um sigurinn og hvað Ásta Birna er að bardúsa þessa dagana á síðunni www.igolf.is

Hægt er að skoða umföllunina með því að smella hér.

 

 

 

 

Fyrri umfjallanir djupivogur.is um Ástu Birnu:

03.05.2001 - Ásta Birna á góðu skriði í Þýskalandi
11.09.2009 - Ásta Birna fær viðurkenningu á heimavelli
10.08.2009 - Ásta Birna stendur sig í golfinu
06.06.2009 - Ásta Birna meðal þeirra bestu
01.09.2008 - Ásta Birna Íslandsmeistari í holukeppni
15.08.2008 - Ásta Birna Íslandsmeistari í sveitakeppni kvenna
27.06.2008 - Ásta Birna í 24 stundum
12.06.2008 - Frábær árangur hjá Ástu Birnu
27.08.2007 - Snilldarhögg hjá Ástu Birnu

ÓB

01.09.2010

Til eigenda hunda og katta á Djúpavogi

Þriðjudaginn 7. september fer fram hreinsun hunda og katta á Djúpavogi.

Skv. samþykktum um hunda/kattahald í Djúpavogshreppi  ber að örmerkja alla hunda og ketti í þéttbýlinu á Djúpavogi. Þá hunda og ketti sem ekki eru enn með örmerki ber að merkja um leið og ormalyfsgjöf fer fram. Örmerking endist viðkomandi dýri fyrir lífstíð.

Hundum eru gefnar inn ormalyfstöflur, sem verka bæði á bandorma og á spóluorma og aðra innyflaorma.

Kettir fá ormalyf, sem borið er á húð þeirra og dregst í gegnum húðina.

Í samþykktum um hundahald á Djúpavogi segir einnig: Ábyrgðartrygging er innifalin í skráningargjaldi, en eigandi hunds ber annan kostnað svo sem af örmerkingu, hundahreinsun o.þ.h.

Hunda og kattaeigendur þurfa því að greiða dýralækni  fyrir ormalyfsgjöfina og örmerkinguna. Óskað er eftir staðgreiðslu. Er með posa.

Kostnaður:

Örmerking: 3.000 kr innifalið í verðinu er örmerki, sem kostar 1.810 kr
Ormalyfsgjöf, hver hundur eða köttur:  2.400 kr.  (20 % afsláttur)

við það bætist verð á ormalyfi,  hundur fær 1 tbl. á hver 10 kg,  1 tafla kostar  460 kr

Stronghold ormalyf handa ketti kostar 1.450 kr (sama verð fyrir alla ketti).

Eigendur katta mæti með þá milli kl. 13:00 og 13:30

Eigendur hunda mæti með þá milli kl 13:30 og 14:00Staðsetning:
Áhaldahús Djúpavogs


Mikilvægt er að allir mæti eða sýni staðfestingu á hreinsun, ef hún hefur þegar farið fram.


Vinsamlegast,

Djúpavogshreppur
Héraðsdýralæknir

01.09.2010